Tíminn - 03.07.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.07.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 3. júlí 1990 Tíminn 3 Eimskipafélag íslands hefur ákveðið að hætta að sigla til Ólafsfjarðar á sama tíma og verið er að endurbæta höfnina á staðnum fyrir 200-300 milljónir: Ólafsfirðingar vondir út í Eimskipafélagið Eimskipafélag íslands hefurákveðið að leggja niður siglingartil ÓlafsQarðar, í samræmi við breytta ferðaáætlun strandferða- skipa félagsins. Bæjaryfirvöldum og hlutaðeigandi aðilum í Ól- afsfirði hefur verið tilkynnt um ákvörðunina, og að hún taki gild í sumar. Útskipunarhöfn Ólafsfirðinga verði í framtíðinni á Dalvík, og verður fiskurinn fluttur þangað í gámum. Olafsfirðingar hafa harðlega mótmælt þessarí ákvörðun, og far- ið fram á viðræður við forráðamenn Eimskipafélagsins. Með þessari ákvörðun segjast Eim- skipafélagsmenn vera að bæta þjón- ustu við viðskiptavini og auka hag- kvæmni i strandsiglingum. Jafhframt segja þeir að flutningskostnaður verði sá sami frá öllum höfhum, og því skipti ekki máli hvar menn landi. Þá hafa þeir bent á að höfnin i Ólafsfirði sé ekki nógu trygg, og ekki sé hægt að fara þar inn á stærstu skipunum, og að í raun hafi þeir engin skip sem geti siglt inn í Ólafsfjarðarhöfn. Öskar Þór Sigurbjömsson bæjarfull- trúi i Ólafsfirði segir að Ólafsfirðingar hafi ekki sagt sitt síðasta orð í þessum efnum. „Okkur er fyrirvaralaust til- kynnt þessi einhliða ákvörðun, án þess að nokkrar viðræður hafi átt sér stað. Við höfum farið fram á viðræður við forráðamenn Eimskipafélagsins. Fulltrúar félagsins komu hingað fyrir skömmu, og við kynntum þeim mál- stað okkar, og margt af því kom þeim mjög á óvart. Við erum að ráðast úti 200-300 milljóna króna endurbætur og uppbyggingu á höfninni, o.fl. til að bæta aðstöðu fiskiskipanna okkar en einnig til að flutningaskip geti athafn- að sig héma. Um það virtust þeir ekki vita. Mér finnst vanta betri tengsl, og að Hafharmálanefhd þurfi að láta meira til sín taka í skipulagningu á notkun hafna, og standa vörð um hagsmuni allra hlutaðeigandi aðila. Við erum hér með 2 ffystitogara og ffystihús, og okkar útflutningur er maigfalt meiri en hjá Dalvíkingum. Þess vegna viljum við að skip hafi hér viðkomu ekki siður en þar. Auk þess er ekkert sjálfgefið með það að ffysti- togaramir leggi upp hér ef ekki verður hér aðstaða til útskipunnar. Við gerum okkur ljósa grein fyrir að það em oft erfiðar aðstæður hér sér- staklega á vetrum, en með endurbót- unum á fiskihöfninni vonumst við til að koma þeim málum í lag. Eftir þvi sem flutningaskipin stækka, verður erfiðara fyrir þau að athafha sig í venjulegum höfhum, og í framtíðinni verður sjálfsagt ein útflutningshöfn fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Það er þó ekki ljóst ennþá hvar hún verður, né hvemig fyrirkomulagi verður háttað, og á meðan viljum við halda okkar út- skipun. Ólafsfjörður missir spón úr aski sínum fjárhagslega við það að flj'tja útskipun í annan bæ, auk þess sem tilkostnaður verður meiri við flutninga. Við emm tilbúnir til viðræðu um alla möguleika bæði á þessu sviði og öðr- um, en við kyngjum ekki einhliða ein- strengislegum ákvörðunum sem ganga þvert á okkar hagsmuni", sagði Öskar Þór Sigurbjömsson að lokum. hiá-akureyri. Guðmundur Bjamason heilbrigðisráðherra og Gunnar Eyjólfsson skátahöfðingi Islands em hér við setning- arathöfnína ásamt flölmennum hópi ungra skáta. Tímamynd: sigurður Bogi 20. landsmót skáta sett að Úlfljótsvatni: Skátar leika sér í „Undralandi" Frítekjumark fyrir skerðingu tekiu- tryggingar hækkað um allt að 48%: Minna klipið af tekjutryggingunni Frá Sigurði Boga Sævarssyni fréttaritara Tímans á Selfossi: „Undraland“ er yfirskrift 20. lands- móts Bandalags íslenskra skáta sem var sett í fyrrakvöld að Úlfljótsvatni í Grimsnesi. Nafnið er sótt til sög- unnar um Lísu i Undralandi, en í gömlum skátasöng er talað um „undraland við Úlfljótsvatnið blátt.“ Það em alls um 1400 skátar ffá 14 þjóðlöndum sem em saman komnir á landsmótinu auk 200 starfsmanna, en með foreldmm og öðmm má gera ráð fyrir að um 2000 manns séu sam- an komnir að Úlfljótsvatni. Á laug- ardaginn kemur verður svokallaður kynningardagur og sagði Gunnar Eyjólfsson skátahöfðingi að búast mætti við að allt að 5000 manns yrðu þá saman komnir á staðnum. I ávarpi sínu við setningu lands- mótsins talaði Gunnar um heil- brigði skátastarfsins og sagði við hina ungu mótsgesti: „Þið eigið eft- ir að fara héðan með ógleymanlegar minningar.“ Það verður margt til gamans gert þessa daga, farið i leiki, skoðunarferðir og margt fleira. Þannig rekur dagskráin sig áfram og fram á sunnudag, en þá lýkur landsmótinu. Hækkun fritekjumarks viö út- reikning tekjutryggingar almanna- trygginga nú frá 1. júlí getur hækkað greidda tekjutryggingu um allt að 2.800 kr. til þeirra ein- staklinga sem fá greiddan 19.000 kr. lífeyri eða meira úr lífeyrssjóð- um sínum. Tekjutrygging (og heimilisuppbót) einstaklings hefur að undanfomu skerst um 45% af því sem lífeyrir ffá lífeyrissjóðum og/eða aðrar tekjur hafa verið umffam 12.800 kr. á mán- uði. Frá 1. júlí halda einstaklingar óskertri tekjutryggingu uns lífeyrir ffá lífeyrssjóði fer yfir 19.000 kr. á mánuði (26.600 kr. hjá hjónum), eða aðrar tekjur umffam 14.800 kr. (hjá hjónum 20.720 kr.) á mánuði. Þessi hækkun ffítekjumarksins — um 48,4% vegna lífeyris og 15,6% vegna annarra tekna — er samkvæmt nýrri reglugerð sem heilbrigðis- og tryggingaráðherra hefur sett í tengsl- um við kjarasamninga fyrr á árinu. Þeir sem hafa blandaðar tekjur, þ.e. bæði lífeyri ffá sínum lífeyrssjóði og launatekjur njóta hlutfallslega þeirrar hækkunar sem orðið hefur á hækkun ffítekjumarks vegna lífeyris ffá líf- eyrssjóðum. Lífeyrir einstaklinga ffá almanna- tryggingum er nú: Ellilífeyrir (ör- orkulífeyrir) 11.180 kr. og óskert tekjutrygging 20.570 kr., eða samtals 31.750 kr. Um 6.990 kr. heimilisupp- bót getur bæst við hjá þeim sem búa einir og mánaðarleg greiðsla því hækkað í um 38.740 kr. Einstakling- ur sem fær 19.000 kr. úr lífeyris- sjóðnum sínum heldur ffamangreind- um bótum nú óskertum. Ellilífeyrir hjóna er samtals um 20.120 kr. og foll tekjutrygging um 41.140 kr. eða samtals 61.260 kr. á mánuði, fari greiðslur úr lífeyrissjóði ekki umffam 26.600 kr. á mánuði. í ifétt ffá heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu er þessum nýju reglum svo lýst: Elli- og örorkulifeyrisþegar sem hafa til viðbótar lífeyri almanna- trygginga tekjur úr lífeyrissjóði mega hafa 228.000 kr. á ári á ári án þess að tekjutryggingin skerðist. Hjá hjónum er þessi upphæð 319.200 kr. á ári. Ef um aðrar tekjur er að ræða en lífeyr- istekjur eru upphæðir þessar 177.600 kr. á ári eða 14.800 kr. á mánuði (248.640 á ári eða 20.720 kr. á mán- uði hjá hjónum). Elli- og örorkulífeyrisþegar sem hafa blandaðar tekjur njóta hlutfalls- lega þeirrar hækkunar sem verður á ffítekjumarki þeirra sem hafa tekjur úr lífeyrissjóðum. „Áður en til út- reiknings tekjutryggingar þeirra kemur skal draga ífá lífeyrissjóðs- tekjum viðkomandi kr. 50.400 kr. á ári eða 4.200 kr. á mánuði hjá ein- staklingum og kr. 70.560 á ári eða kr. 5.880 á mánuði hjá hjónum". Við útreikninga er stuðst við ffam- talsgögn. Tryggingastofnun óttast að einhver brögð séu að þvi að lífeyris- sjóðstekjur hafi verið skráðar sem al- mennar tekjur á ffamtali. Slikar villur mundu valda því að viðkomandi ein- staklingar njóta ekki þess hagræðis sem fylgir sérstakri hækkun ffitekju- marks vegna lífeyristekna. Trygg- ingastofnun bendir því á mikilvægi þess að elli- og örorkulífeyrisþegar kanni greiðsluseðla sína nú i byijun mánaðarins gaumgæfilega og komi leiðréttingum á ffamfæri við lífeyris- tryggingadeild stofnunarinnar ef þörf er á. - HEI Fóðurvinnslu haldið áfram Þrátt fyrir að greiðslustöðvun fóðurmiðstöðvarinnar Melrakka hf. á Sauðárkróki sé runnin út mun vinnsla fóðurs ekki hætt, að sögn Áma Guðmundssonar stjómarfor- manns fyrirtækisins, og standa samningar við skuldunauta nú yfir. ,J>að er ekki þægilegt að stöðva vinnslu því við höfum viðskipta- menn sem treysta á þetta“,sagði Ámi. Ámi sagði að samningar stæðu yfir við þá aðila, sem Melrakki hf. skuldar, en hann sagðist jafhffamt vera hóflega bjartsýnn á árangur, en þó væri ekki vonlaust að samn- ingar tækjust. Melrakki hf. mun hafa miklar úti- standandi skuldir, og sagði Ami að fjarhagurinn væri mjög erfiður. Fyrirtækið hefur ekki enn haldið aðalfund um málið, og vildi Ámi því sem minnst um það segja að svo stöddu. - só Líkfundur Frá Sigurði Boga Sævarssyni fréttaritara Tímans á Selfossi: Lík Amar Amarsonar, annars mannanna sem dmkknaði þegar biffeið fór út í Ölfusá aðfaranótt 12. maí, fannst síðdegis á sunnu- dag. Líkið fannst við flugvöllinn á Selfossi nokkum spöl neðan við byggðina. Skipulagðri leit í ánni var hætt fyrir nokkru, en þó hefur verið svipast um reglulega. Þórðar Más Þórðarsonar er enn leitað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.