Tíminn - 03.07.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.07.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 3. júlí 1990 Þriðjudagur 3. júlí 1990 Tíminn 9 lll R1 . i Þrjátíu Víetnamar yfirgáfu ættland sitt og héldu á vit óvissunnar til íslands: Hvað er þess valdandi að stórir hópar fólks sjá sig knúna til að flýja heimaland sitt og setjast að á ókunnum slóðum? Hvaða áhrif hefur það að beija Island augum í fyrsta skipti, sérstaklega ef viðkomandi hefur áð- ur haft litla sem enga hugmynd um tilvist lands og þjóðar? Til að leita svara við þess- um spumingum og öðrum fór Tíminn á stúfana og ræddi stuttlega við tvær af þeim víetnömsku konum sem komu hingað til lands síðastliðinn fímmtudag í hópi 30 flóttamanna. Þegar Tímann bar að garði var Hólmfríður Gísladóttir fulltrúi Rauða Kross íslands að ræða við flóttamennina og kynna þeim dagskrá næstu daga. En Ví- etnamamir búa enn sem komið er í Gisti- heimilinu Bergi í Hafharfirði. Stríðshrjáö land Víetnam er gerólíkt íslandi og má þá heita nokkuð sama á hvaða sviði borið er niður. Sem dæmi má nefna að konumar tvær, sem Tíminn ræddi við, heita Vu Thi Luan og Hoang Thi Xuan. Xuan þýðir vor og Luan þýðir rennandi vatn. Nafh túlksins, sem kom blaðamanni Tímans til aðstoðar, er Tran kirsubeijablóm (Anh-Dao). Eftir lok síðari heimsstyijaldar þurfti víet- namska þjóðin að þola þijátíu ára tímabil blóðugra styijalda. 1954 var landinu skipt í tvo hluta um sautjándu gráðu norðlægrar breiddar. Borgarastyijöld braust síðan út er norðurríkin reyndu að sameina landið und- ir stjóm kommúnista. Sem frægt er orðið veittu Bandaríkin suðurhluta Víetnam töluverða aðstoð en urðu frá að hverfa árið 1975. Árið 1976 var Víetnam sameinað en landsmenn gátu ekki allir sætt sig við stjóm kommúnista og hefur mikill straum- ur flóttamanna legið frá landinu allar götur síðan. Flóttinn tók mánuð Helsta atvinnugreinin í Víetnam er hrís- gijónarækt og fiskveiðar em einnig stund- aðar töluvert. Luan og Xuan em báðar frá Quing Linh, sjávarþorpi í norðurhluta Vi- etnam rétt við landamæri Kína. Efnahags- ástand landsins er mjög bágborið. Báðar konumar koma úr verkamannastétt og sögðust fyrir mikla vinnu hafa fengið mjög lág laun. Luan og Xuan sögðu það þvi mestu hafa ráðið um flóttann að þær sáu ekki fram á að geta veitt bömum sínum menntun né skapað þeim sómasamleg lífs- skilyrði. Jafhframt meginatvinnuvegi Ouing Linh, sjávarútvegi, stimdar töluverður fjöldi fólks vömflutninga. Vamingur er þá fluttur frá einum strandbæ til annars á tveggja tonna opnum bátum. En það var einmitt á slikum bátum sem fjölskyldan flúði til Hong Kong fyrir tveimur ámm síðan. Ferðin tók heilan mánuð og þar sem ekkert skýli var í bátunum og um tuttugu manns í hveijum bát var ferðalagið eðlilega mjög erfitt. Luan sagði þó að samferðamenn hennar hefðu haft nóg matvæli og vatn og allir komist heilu og höldnu á áfangastað. Konumar tvær vom ekki fyrr komnar til Hong Kong fyrr en lög vom sett þess efhis að ekki yrði tekið á móti fleiri flóttamönn- um. Þeim sem komu eftir 16. júní 1988 var Eftir Jóhönnu Bimi því umsvifalaust stungið í fangelsi, þannig að þar sitja nú 43 þúsund manns. Þegar til Hong Kong kom tók við líf í flóttamannabúðum. En þar hafast í dag við um ellefu þúsund manns. Eftir sex mánaða einangmn var flóttamönnunum veitt tíma- bundið atvinnuleyfi. Að sögn kvennanna var mikilsvarðandi að varðveita atvinnu- leyfisplaggið eins og sjáaldur auga síns því ef það tapaðist var ekki um neina endur- nýjun að ræða. Fólksfjöldi í Hong Kong er gifurlegur svo að flóttamönnunum gekk upp og ofan að verða sér úti um atvinnu. I Víetnam hafði fólkið vanist þvi að notast væri nær einvörðungu við handaflið þann- ig að vélvæðing verksmiðjuvinnu í Hong Kong var flóttamönnunum mikil viðbrigði. Hvers vegna ísland? Síðustu fjömtíu ár hefur ríkisstjóm íslands einu sinni á hveijum áratug tekið þá ákvörðun að veita ákveðnum fjölda flótta- manna hæli. 1 fyrra var tekin sú ákvörðun að veita sextíu manns frá Suðaustur- Asíu hæli á þremur ámm. Rauði Kross íslands hefur þá milligöngu um málið og sér um móttöku þeirra. Haft var samband við flóttamannastofhun Sameinuðu Þjóðanna og í byijun maí lögðu sendimenn íslenska Rauða Krossins land undir fót til að ræða við fólkið áður en ákvörðun varðandi flutning yrði tekin. Flóttamennimir sjálfir geta litlu um það ráðið hvar í veröldinni þeir lenda á endan- um. Þegar þeim berst boð frá ákveðnu landi geta þeir að visu hafhað því að fara. En þá er viðbúið að langt verði að bíða næsta tilboðs þannig að höfhun mun vera tiltölulega fátíð. Fjölskylda Xuan og Luan, 24 einstakling- ar í allt og þar af sjö böm, bjó á sama svæði i Víetnam, ekki þó öll undir sama þaki. Þeim fannst vitaskuld nóg um að hafa neyðst til að yfirgefa ættland sitt án vonar um að geta nokkum tíma komist þangað aftur. Það sem þennan hóp skipti því mestu máli var að stórfjölskyldan kæmist öll til sama lands. í byijun maí fengu flóttamenn- imir að vita að þeim stæði til boða að fara og setjast að á eyju langt norður í hafi. Þar sem í boði Rauða Kross Islands fólst að tekið væri við samtals þijátíu einstakling- um tók fjölskyldan boðinu fegins hendi og hélt á vit óvissunnar. Að auki em með í förinni ein hjón og fjögur böm þeirra sem ekki tilheyra umræddri fjölskyldu. Kon- umar tvær nefhdu einnig að önnur ástæða þess að þær heföu gjaman viljað koma, væri sú að þeim hefði verið sagt að hér væm fáir flóttamenn enn sem komið er. Þetta er eins og á tunglinu Aður en boðið kom hafði að sögn ekkert Víetnamanna hugmynd um að til væri land, sem héti ísland, hvað þá meira. Upp- lýsingar, sem þau fengu fyrir komuna, vom einnig af skomum skammti. Þannig sögðu Xuan og Luan að þeim heföi aðeins verið sagt að hér væri kalt og ekki mikið af fólki. Tran sagði Víetnama yfir höfuð ekki vita mikið um ísland og nefndi að hún sjálf heföi ekki haft hugmynd um tilvist Iands- ins fyrr en hún kynntist núverandi eigin- manni sínum sem er íslendingur. Loftslag í Víetnam er hitabeltisloftslag og er meðalhitastig við sjávarmál rétt undir þijátíu gráðum. Gróður er því mikill og víða breiða hitabeltisregnskógar úr sér. Flóttamönnunum brá því nokkuð í brún við viðbrigðin er lent var á Keflavíkurflug- velli. Sögðu konumar tvær að þeim heföi þótt Iandslagið svipað því og þær gerðu sér í hugarlund að væri á tunglinu. Þær hefðu jafhframt velt því fyrir sér hvemig fólk færi eiginlega að því að búa hérlendis þar sem lítill sem enginn tijágróður væri sjáan- legur svo langt sem augað eygði. Breyting á hitastigi er einnig töluverð fiá því sem flóttamennimir eiga að venjast. Til að mynda sögðu Xuan og Luan hálfhlæj- andi frá því að þegar íslendingamir væm að tala um hvað væri heitt inni þá þætti þeim hrollkalt. Konumar sögðu þó að einstaklega vel heföi verið tekið á móti sér og hjálpfysi og alúðlegheit íslendinga hefðu orðið þess valdandi að þeim væri strax farið að líða vel hér á landi. Þær nefhdu einnig að sér þætti fámennið þægilegt, það væri auð- veldara að draga andann hér heldur en í Hong Kong. Heimaland flóttafólksins er .... ... einnig þéttsetið en Víetnam er ekki nema tæpir 330 ferkilómetrar að stærð og fólks- fjöldi rúmar 52 milljónir. Komin til að vera í dag gengst hópurinn allur undir læknis- skoðun til að tryggja að allt sé i lagi. En fólkið hefur þegar verið skoðað í Hong Kong undir umsjón Alþjóða Heilbrigðis- stofhunarinnar. A morgun verður tekið til við að flytja Víetnamana í húsnæði sem leigt hefur verið víða um bæinn og á fimmtudag verður hafist handa við ís- lenskukennslu. Stefht er að því að næsta mánuði veiji flóttamennimir öllum degin- um við að lesa íslensku. I komandi mánuði geti þeir síðan farið út á vinnumarkaðinn en þá verði kennslunni haldið áfram hálfan daginn. í gær var farið i skoðunarferð um Reykja- vík og að sögn Hólmfríðar leist fólkinu ágætlega á sig. Þá bauð bæjarstjóm Grindavíkur fólkinu öllu í skoðunarferð um Reykjanesið í byijun vikunnar og var þá meðal annars komið við í Bláa Lóninu. Jafnframt var komið við í verbúðum í Fiskanesi og að sögn Hólmfríðar var þar tekið einstaklega vel á móti Vietnömun- um, tveimur bömum, sem áttu afmæli, færð afmælisterta og gjafir, austurlenskur matur útbúinn og fleira. Hólmfríður sagði bæði Víetnamana er hingað komu árið 1979, sem og aðra sem leitað hefur verið til, hafa bmgðist einstaklega vel við. Þann- ig hefur til að mynda söfhun húsmuna og fatnaðar gengið ffarnar öllum vonum. Þá hafa Víetnamamir sem búsettir em hér á landi séð flóttafólkinu fyrir mat á kvöldin og reynt að hafa matinn sem líkastan því sem fólkið hefur átt að venjast. Tran Ang- Dao hefur einnig verið með fólkinu ffá komu þess og sagði Hólmffíður hennar hlut sem túlkur ómetanlegan. Valin hafa verið nöfn handa öllum Víetnömunum og verður þeim úthlutað á næstunni. Xuan og Luan sögðust aðspurðar enn sem komið er hafa litlar væntingar varðandi veruna á Islandi. Það sem án efayrði erfið- ast til að byija með væri að geta ekki tjáð sig á tungu landsmanna. Af þeim sökum sögðust þær myndu leggja kapp á að læra íslensku, öðmvísi væri ekki hægt að sam- lagast íslensku þjóðlífi. Þær sögðust búast við að fá heimþrá öðm hvom en fyrst þær væm komnar á annað borð væm þær komnar til að vera, það væri ekki í annað hús að venda. Frá komu Víetnamanna í síðustu viku. Ótta- blandin óvissa skfn úr svip þessara ungu hjóna. Tímamynd Ámi Bjama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.