Tíminn - 03.07.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.07.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn ’ Þrlðjudagar’3. júlí 1990 |1FJ Heilsuverndarstöð Reykjavíkur | j j Barónsstíg 47 Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar að ráða HJÚKRUNARFRÆÐINGA til starfa á eftirtaldar deildir: ★ Barnadeild ★ Heilsugæslu í skólum ★ Húð- og kynsjúkdómadeild Um er að ræða bæði fullt starf og hlutastarf, fast starf og afieysingar. Störfin bjóða öll upp á ýmsa möguleika, eru sjálfstæð og fjölbreytt. Upplýsingargefurhjúkrunarforstjóri í síma22400. Umsóknum skal skila til skrifstofu Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur fyrir kl. 16.00, þriðjudaginn 10. júlí 1990. Til sölu Maragon sláttuvagn 24 rúmm. árg. ’84 á tveim hásingum. Vagninn í góðu lagi. Uppl. í síma 93-47774. Garðsláttur Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224 eftir kl. 18. Geymið auglýsinguna. BLAÐBERA VANTAR í Tangahverfi, Mosfellsbæ LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? : SPRUNCIÐ? Viðgerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viöhald og viðgerðir á iðnaðarvélum — járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin —Sími 84110 BÓKMENNTIR Niðjatal Hallgríms Péturssonar og Guð- ríðar Símonardóttur Ari Gíslason: Hallgrímur Pétursson og Guðríöur Simonardóttir — Niðjatal með 1400 myndum. Arí Gíslason ritar inngangs- kafla. Sigurbjöm Einarsson: Eríndi flutt við afhjúpun minnisvaröa um Guðríði Símonar- dóttur á Stakkagerðistúni i Vestmannaeyj- um. Hl. Bókaútgáfan Þjóðsaga 1989. Bæði bindin eru samtals um 1100 blaðsíður og fylgja myndir í texta. Höfundurinn, Ari Gíslason, ritar for- mála, þar sem hann rekur ástæðumar fyrir því að hann tókst þetta verk á hendur og vísar til helstu heimilda, ættartala, kirkjubóka og annarra gagna. Slík samantekt sem þessi hef- ur verið ómælt þolinmæðisverk og tekið langan tíma. Höf. telur að nú séu komnir 13 ættliðir ffá Hallgrimi og Guðríði. Ætt þeirra Hallgríms og Guðríðar fjölgaði seint, í 4. lið voru afkomendur þeirra 11, i 6. lið 20. Elsti ættingi þeirra, Gíslína Sigurðar- dóttir (fædd 20. júní 1891), er af 8. lið, en samkæmt skrá Ara taldi sá lið- ur 257 afkomendur. Alls telur Ari niðja Hallgríms og Guðríðar vera 7055 samtals, en þá ber að hafa í huga, að einn sonarsonur þeirra flutt- ist til Danmerkur og átti þar vísast af- komendur sem ekki hefur tekist að hafa upp á. Höf. vitnar i umsögn Gríms Thomsens um kynsæld Hall- gríms, sem er rétt á sínum tima, þ.e. er Gr. Th. skrifar formálann að sálm- um og kvæðum. Þá hafa afkomendur hans ekki talist fleiri en rúm 200. Ari telur að flestallir afkomendumir hafi verið bændur, búalið og sjó- menn. „Fátt er um auðuga bændur, en líka fátt um sveitarómaga ... þegar fjölga tók í þéttbýli urðu margir ætt- ingjanna iðnaðarmenn. Leiklistin á þar sína fulltrúa og meðal mennta- manna á síðari áratugum ber hér einna mest á kennurum. Tvennt er merkilegt: í ættinni virðist enginn prestur hafa verið og næsta lítið kveður að skáldum." Grímur Thom- sen skrifar að lítið kveði að þeim ætt- legg sem ffá sr. Hallgrími sé kominn og samkvæmt mati þeirra tíma er það rétt, nema hvað merkilegir aflamenn eru í ættinni, svo sem Auðunssynir ffá Vatnsleysu, löngu eftir daga Grims Thomsen. Varðandi fæð sveitarómaga í ættinni ber að hafa það í huga að sr. Hallgrímur hafði reynslu af fátækt, sbr. „Þraut er að vera þurfamaður þrælanna í Hraun- unrnn ...“ Og meðal sveitarómaga og ekki síst flakkara leyndust oft ofjarl- ar meðaljónanna og það heldur betur. Ari Gíslason ritar einnig inngang „Um ævi Hallgrims og Guðríðar." Þótt höf. telji að „það væri að bera í bakkafullan lækinn að skrá hér ævi- sögu séra Hallgríms“ þá skrifar hann mjög greinargóða ritgerð um lífs- hlaup skáldsins og Guðríðar og er hún betur skráð en óskráð. Sigurbjöm Einarsson biskup flutti erindi við afhjúpun minnisvarða um Guðríði.Símonardóttur á Stakkagerð- istúni í Vestmannaeyjum 17. júní 1985 sem hér er birt. Sigurður Nordal var fyrstur til að gagnrýna þá mynd sem þjóðsagan og slúðrið hefiir vafið um Guðríði Símonardóttur og nú ger- ir Sigurbjöm biskup enn betur. Hann dregur hér upp ímynd Guðríðar af skáldlegu hugarflugi og næmleika fyrir persónunni og rökstyður þessa mynd með staðreyndabrotum og staðreyndum sem fýrir hendi em og síðast en ekki síst með skilningi á aldarandanum. Hafi Guðríður Sím- onardóttir verið lík þeirri mynd sem illar tungur drógu upp af henni og skillítill almúginn gein við af meins- emi, þá hefði Brynjólfur biskup i Skálholti ekki látið sér eins títt um sr. Hallgrím og hann gerði. Sr. Sigur- bjöm birtir hér síðustu ljóð sr. Hall- grims, sem Eyjólfur sonur hans skrif- aði upp eftir honum fársjúkum og þau ljóð em til eiginkonu hans sem hafði þolað með honum súrt og sætt og hjúkrað honum í þungbærri lang- legu. Það þarf ekki nema þessi síð- ustu ljóð til þess að skynja samband Guðríðar og sr. Hallgríms. Rutlkennt almúgablaður og rógur og endurvak- inn áróður popptrúða nú á dögum má sín hér einskis. Ari Gíslason rekur síðan framættir sr. Hallríms og Guðríðar að nokkm og siðan hefst niðjatalið. í bókarlok er nafnaskrá yfir afkomendur Hall- gríms og Guðríðar. Bókin er unnin samkvæmt kröfurn sem fyllstar verða gerðar um prent- un, pappir og band og hefur Haf- steinn Guðmundsson útgefandi ekk- ert til sparað. Hann á einnig heiðtir- inn af því að bókin er komin út. Siglaugur Brynleifsson. Skólaslit Stýrimanna- skólans í Reykjavík 1990 Stýrimannaskólanum í Reykjavík var slitið í 99. skipti hinn 25. maí sl. Skólameistari minntist í upphafi skólaslitaræðu drukknaðra sjómanna, fyrrverandi nemenda skólans og kennara, sem höfðu andast á skólaár- inu. Meðal þeirra var Guðmundur Jörundsson, forvígismaður í útgerð, og Arsæll Jónasson kafari, sem kenndi verklega sjóvinnu við Stýri- mannaskólann í 18 ár og ritaði ásamt Henrik Thorlacius merkilegt rit um verklega sjóvinnu og sjómennsku. í skólanum voru þegar flest var 93 reglulegir nemendur, en auk þess voru haldin fyrir almenning kvöld- og helgamámskeið fyrir 30 rúmlesta réttindi og luku 26 manns því námi, sem hefur styrkst á liðnum árum. Það nær nú yfír öll helstu öryggisatriði smábáta og undirstöðugreinar sigl- inga og sjómennsku. Skipstjómarprófi 1. stigs, sem veitir 200 rúmlesta réttindi til siglinga inn- anlands, luku 44 nemendur. Skip- stjómarprófi 2. stigs, sem veitir skip- stjómarréttindi á fiskiskip af hvaða stærð sem er og undirstýrimannsrétt- indi á farskip af ótakmarkaðri stærð, luku 26. Skipstjómarprófi 3. stigs farmanna- prófi með ótakmörkuð réttindi á far- skip luku 8 nemar. Á skólaárinu vom því gefin út 104 skírteini til atvinnu- réttinda. Samtals luku skipstjómarprófum 1., 2. og 3. stigs 78. Frá Menntaskólan- um á ísafirði luku 4 nemendur skip- stjómarprófi 1. stigs. Sjómannafræði em þar kennd í samráði við Stýri- mannaskólann og ganga nemendur undir sömu próf í siglingafræði, sigl- ingareglum og skyldum greinum og nemendur Stýrimannaskólans í Reykjavík. Hæstu einkunnir hlutu: Skipstjórnarprófi 1. stigs: Viðar Olason Hrísey 9,20 ágætisein- kunn Emil Karlsson Djúpavogi 9,20 — Bjami Ólafur Garðarsson Neskaup- stað 8,90 1. einkunn Rúnar Garðarsson Flateyri 8,81 1. einkunn Skipstjórnarprófi 2. stigs: Ingibergur Sigurðsson Reykjavík 8,94 1. einkunn Eyþór Fannberg Eyþórsson Reykja- vík 8,62 1. einkunn Stefán Þorvaldsson A-Eyjafjöllum og Bjami Franz Viggósson Tálknafirði jafiiir með 8,43 1. einkunn Skipstjórnarprófi 3. stigs: Helgi Heiðar Georgsson Stöðvarfirði 8,65 1. einkunn Þorvaldur Helgason Höfh, Homa- firði 8,43 1. einkunn Bárður Ólafsson Reykjavík 8,22 1. einkunn Á liðnu skólaári Stýrimannaskólans ber hæst, að tekið var í notkun mjög fullkomið og gott kennslutæki, sigl- ingasamlíkir eða hermir frá norska fyrirtækinu NORCONTROL með þremur sjálfstæðum „skipum", en út- búnaður í hveiju „skipi" eða stjóm- klefa er eins og á stjómpalli skipa. Með kaupum á siglingasamlíkinum er brotið blað í menntun skipstjómar- manna á íslandi og íslendingar em aftur viðræðuhæfir i hópi nágranna- þjóða um nútímamenntun sjómanna. Allir nemendur, sem em í skip- stjómamámi á íslandi, fengu sl. vetur aðgang að samlíkinum og vom við Stýrimannaskólann nemendur frá Vestmannaeyjum, Dalvík og ísafirði. Þá vom í byijun maí haldin tvö sér- stök námskeið fyrir hafhsögumenn og bátaskipstjóra við Reykjavíkur- höfh þar sem æfð var sigling stórra skipa í samlíkinum í sérstöku korti af haftiarsvæðinu og aðsiglingu til Faxaflóahafna, sem Reykjavíkur- og Hafharfjarðarhafhir gefa skólanum. (Fréttatilkynning)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.