Tíminn - 03.07.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.07.1990, Blaðsíða 16
S WiHÐBBÉHWBSKBTI SAIUIVINNIIBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 RÍKISSKIP NXJTÍMA FLUTNIN6AR Hotnarhúsinu v/Trvggvogölu, S 28822 AKTU EKKI UT í ÓVISSUNA. AKTUÁ Halga«on ht Sævartröföa 2 simi 91-674000 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM DALLAS TOKYO Kringlunni 8-12 Sími 689888 Ársfundur Hvalveiðiráðsins hafinn. Sjávarútvegsráðherra telur það ráðast á þessum fundi eða þeim næsta hvort ráðið leysist upp: Menn vilja ekki taka ákvarðanir Ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins hófst í gær. Þessi fyrsti dagur gaffáar vísbendingar um það hverjar niðurstöður fund- aríns munu verða. Að sögn Halidórs Ásgrímssonar, sjávarút- vegsráðherra, virðist vera sem menn veigrí sér við að taka ákvarðanir um hvalveiðar og einnig um bann við þeim í tiitek- inn tíma. Áberandi muni þó vera að sendinefndir hafi þau fýr- irmæli að samþykkja ekki hvalveiðar og virðist sem ákveðnar þjóðir láti nú frekar stjómast af tilfinningum en vísindalegum niðurstöðum. Hann segir þennan fund eða þann næsta hafa úrslitaþýðingu um framtíð ráðsins og veru íslendinga í því. „Menn þurfa bara að gera það upp við sig hvort þeir ætla að vinna í samræmi við þann sáttmála sem upphaflega var samþykktur. Ef menn gera það ekki þá er ég þeirrar skoðunar að ráðið munu smátt og smátt leysast upp. Það mun ráðast á þessum fundi og hugsanlega þeim næsta“, segir Halldór. Öldungadeild bandariska þingsins samþykkti í gær þingsályktun þess efhis að hvalveiðar yrðu bannaðar í tíu ár. Slík tillaga hefur ekki verið borin upp og Halldór býst ekki við að slík tillaga yrði samþykkt. Það sem helst var rætt á fundinum í gær voru fyrirhugaðar breytingar á stjómunaraðferðum. Þær breyt- ingar hafa verið til umræðu í vís- indanefndinni í alllangan tíma. „Við teljum að það sé út af fyrir sig óþarfi að láta hlutina stranda á því. Menn eru alltaf að reyna að fmna einhveija afsökun fyrir því að þurfa ekki að taka ákvarðanir. Þetta er ailt saman óvíst og óljóst og þetta blessaða fólk það veit ekki al- mennilega hvemig það á að ganga ffá hlutunum. Það eina sem það veit er að það er ekki tilbúið til að hefja neinar veiðar, þrátt fyrir nið- urstöður vísindamanna", segir Halldór. Islenska sendinefndin hefur lagt til í ljósi niðurstaðna Vísindanefnd- arinnar að hrefnustofninn verði endurmetinn og flokkaður í sam- ræmi við vísindalegar miðurstöður. „Það er verið að tala um það ffam og tilbaka án þess að nokkur niður- staða fáist. Við emm ekki bjartsýn- ir á að tillagan verði samþykkt. Við teljum hins vegar mikilvægt að fá hér einhveija niðurstöðu þannig að mönnum sé Ijóst hvað það er sem að þjóðimar vilja fyrir ffamtíðina, en menn segja gjamar að þeir séu tilbúnir til þess að taka afstöðu til þess á næsta ári“, segir Halldór. -Kemur til greina að segja sig úr ráðinu? „Við munum meta það að fúndi loknum í ljósi þess hvaða sannfær- ingu við höfúm fyrir ffamhaldinu. Það verðum við að meta eftir fúnd- inn og samtöl við einstakar þjóðir“. Að sögn Halldórs hafa Grænfrið- ungar og önnur umhverfisvemdar- samtök mikil áhrif á fúndum hval- veiðiráðsins. Formlega hafa þeir einungis áheymarfúlltrúa á fúndun- um, en þeir em duglegir að koma sínum mönnum í sendineffidir ákveðinna þjóða. GS. Horft af brúnni Unnið er af fullum krafti við múrbrot í sal Þjóðleikhússins. Því á að Ijúka um miðjan mánuð en þá verður tekið til við að endurbyggja sal- inn. Nú er að sögn langminnugra ekki ósvipaö umhorfs i salnum eins og var voríð 1940 þegar breski herínn lagði bygginguna undir sig. Búið er að fjariægja alla veggklæöningu og verið er að bijóta niður efri svalimar. Til þess að auðvelda framkvæmdir hefur verið smíðuð mikil brú ffá neðri svölum niður á sviðið og þaðan út Um þessa brú ekur síðan vélskófla með múrbrot úr húsinu og efrii og tæki inn í það. Tímamynd: Ami Bjama. Breytt skipan prestakalla: 7 ákvæðum frest- að til áramóta Framkvæmd á sjö ákvæðum í nýjum iögum um veitingu og skipan prestakalla, sem taka áttu gildi 1. júlí, hefur veríð frestað fram til áramóta. Bráðabirgðaheimild, sem gerð var við lögin, gefur ráðherra heimild til að fresta fram- kvæmd ákvæða ef sérstakar ástæður liggja að baki. Að sögn Ola Þ. Guðbjartssonar, dóms-og kirkjumálaráðhcrra er ein ástæða fýrir ffestuninni sú að fyrir ffamkvæmd sumra ákvæðanna er ekki heimild fyrir í fjárlögum og því er ffamkvæmd frestað til áramóta. Þá hefúr biskup i sumum tilvikum óskað eftir frestun af tæknilegum ástæðum, þar sem sum prestaköll eru ekki und- irbúin undir breytingar sem lögin gera ráð fyrir, t.d. breytingar á aðsetr- um presta og breytingar á sóknar- mörkum. Óskir um ffestun laganna hafa að mörgu leyti byggst á því að prestum hefúr þótt aðdragandi of skammur og því ekki verið undirbúnir undir breyt- ingar. Að sögn Óla er ástæðan fýrir skömmum tíma sú að frumvarpið var tekið til umfjöllunar undir lok þings- ins og varð að lögum síðasta dag þess. Sumir hafi ef til vill ekki búist við að þau yrðu samþykkt og þvi ekki verið undirbúnir undir þau. Hann segir að lögin hafi verið auglýst á fúllnægjandi hátt. Lögin eru mjög viðamikil og ná til allra prestakalla landsins. GS. w

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.