Tíminn - 04.07.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.07.1990, Blaðsíða 5
Tvlíð'vik" udágur 4. júlí Yð9'0 Tírhínn 5 Stöð 2 þarf enn að bíða í viku eftir svari frá borgaryfirvöldum um ábyrgð á 200 milljóna láni. Á meðan fer stöðin halloka í slagnum við Sýn: Tapar nú sýningarrétti, áskrift og auglýsingum Beiðni Stöðvar 2 um 200 milljón króna ábyrgð Reykjavíkurborg- ar á láni til stöðvarínnar var ekki tekin fýrír á fundi borgarráðs í gær. Gert er ráð fyrír að beiðnin verði afgreidd á næsta fundi ráðs- ins sem haldinn verður á þríðjudag. Ofan á slæma fjárhagsstöðu Stöðvar 2 berast nú fregnir af ískyggilega versnandi rekstraraf- komu. Skil áskriftargjalda Stöðvar 2 voru 68% í júní, þetta samsvarar því að 14.500 áskrifendur hafí ekki greitt áskrift í siðasta mánuði. Samkvæmt því vantar 32 milljónir króna upp á að áskriftir skili sér til fulls. Þá voru auglýsingatekjur jafhframt mun minni en gert var ráð fyrir. Samkvæmt heimildum Tímans er þetta í fyrsta skipti í þriggja ára sögu Stöðvar 2, sem skil áskriftargjalda fara niður fyrir 80%. Þegar mun verri rekstrarafkoma en gert var ráð fyrir bætist við gífuriega skuldsetningu Stððvar 2, velta menn nú fyrir sér hvort gjaldþrot sé það Rúsínur og rækjur í pylsuendunum Nýverið var hafin framleiðsla á tveimur nýjum tegundum af pylsum hjá Kjötiðnaðarstöð KEA á Akureyri. Annars vegar er um að ræða pylsur með rækjum, og hins vegar pylsur með rúsínum. Að sögn Óla Valdimarssonar er hug- myndin komin frá Hólnivíkingum og pylsurnar sérstaklega lagaðar fyrir stórveislu, sem Hólmvíkingar efha til í lok júlí í tilefhi af 100 ára verslunar- afrnæli staðarins. Hólmvíkingar hafa pantað 1/2 tonn af rækjupylsum og eitthvað álíka af rúsínupylsum. Starfsmenn Kjötiðnaðarstöðvarinnar tóku forskot á sæluna og efhdu til grillveislu þar sem nýju tegundirnar voru smakkaðar. Fulltrúar Hólmvík- inga mættu á staðinn, ásamt fulltrúum frá Raufarhöfh, en Raufarhöfh á stór- afrnæli á næsta ári. Að sögn Óla brögðuðust pylsurnar mjög vel og runnu ljúflega niður, að vísu væri ljóst að gífurlegt magn af rúsinum þyrfti í hverja lögun til að tryggja að rúsínur væru í öllum pylsunum. Óli sagði að rækjupylsurnar yrðu settar á markað eftir afrnæli Hólmavíkur, þar sem þær væru mjög bragðgóðar og hentuðu vel á grillið. Rúsínupylsurn- ar verða hins vegar ekki settar á markað af fyrrgreindum ástæðum, en ekkert er þvi til fyrirstöðu að laga þær fyrir sérstök tækifæri. hiá-akureyri. Avaxtar viröis- aukaskatt bænda Ákveðið hefiir verið að bjóða bænd- um, sem leggja afurðir sínar inn hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, upp á þá þjónustu að draga virðisaukaskatt af afurðainnleggi. Skatturinn verður siðan ávaxtaður á sérstökum bundn- um geymslufjárreikningi hjá inn- lánsdeild, og verður laus til útborg- unar tvisvar á ári í samræmi við greiðsludaga virðisaukaskattsins. Að sögn Árna Magnússonar, fjár- málastjóra KEA, hafa komið nokkrar fyrirspurnir ffá bændum um þennan möguleika vegna nýrra laga um virð- isaukaskatt, og því hefði verið ákveðið að reyna þessa þjónustu. Árni sagði að fyrirkomulagið yrði þannig að þeir bændur, sem vildu notfæra sér þessa þjónustu, settu sig í samband við innlánsdeild og létu vita hve hátt hlutfall þeir vildu láta taka af afurðainnleggi. Virðisaukaskatturinn er 24%, en á móti kemur ýmis kostnaður. Bændur ráða sjálfir hve mikið er geymt. Reikningurinn verður laus til útborg- unar tvo mánuði í senn, febrúar-mars og ágúst-september. Að öðru leyti verður hann bundinn og ávaxtaður samkvæmt því. Vextir verða reiknað- ir út tvisvar á ári, um mitt ár og í árs- lok, og nemur ársávöxtun um 10.25%. Árni sagðist vita til þess að fleiri kaupfélög m.a. Kaupfélag Skagfirðinga og Kaupfélag Borg- firðinga hefðu ákveðið að bjóða bændum upp á þessa þjónustu, og í framtíðinni mætti reikna með að fleiri kæmu í kjölfarið. hiá-akureyri. „Hraðahrottar" hægja á sér Samkvæmt upplýsingum lögreglu virðist svokölluðum ,Jiraðahrottum" í umferðinni nokkuð vera að fækka. Viðkomandi eru þeir sem valda sjálf- um sér og öðrum stórhættu með allt of hröðum akstri. En undanfarið hefur svo brugðið við að ökumenn mældir í kerfisbundnu hraðaeftirliti lögreglu hafa í auknum mæli reynst aka innan löglegra hraðatakmarkanna. Umferðarráð sendi lögreglustjórum um allt land bréf nýlega þar sem hvatt var til aukins eftirlits með umferðar- hraða. Viðbrögð hafa verið mjög góð og er vonast til að á þennan hátt megi draga enn úr slysum sem rekja má til of mikils hraða í akstri. jkb eina sem bíði sjónvarpsstöðvarinnar. Fáist ekki ábyrgð Reykjavíkurborgar á umræddum 200 milljónum króna og komi ekki til nýtt hlutafé inn í reksturinn má telja nær fullvíst að svo verði. Ekki náðist í Jóhann J. Ól- afsson stjórnarformann Stöðvar 2 í gær, en hann er ekki á landinu sem stendur. Sömu sögu er að segja af Jóni Ólafssyni í Skífunni, sem er stjórnarmaður í stöðinni, hann einnig erlendis. Þá reyndist ekki heldur unnt að ná í Þorvarð Elíasson sjónvarps- stjóra Stöðvar 2, né Harald Haralds- son stjórnarmann. Þrátt fyrir að fjárhagserfiðleikar Stöðvar 2 séu stór biti að kyngja ein- ir sér, er fyrirsjáanleg samkeppni hinnar nýju sjónvarpsstöðvar Sýnar jafnvel ennþá alvarlegri ógnun við tilveru stöðvarinnar. Sem stendur eru taldar litlar líkur á að Stöð 2 og Sýn gangi í eina sæng, eins og ráðgert var i vetur. Þessar nýjustu ffegnir af versnandi afkomu Stöðvar 2 draga enn úr líkum þess að það gerist. Talsmenn Sýnar segjast ákveðnir í að hefja útsendingar á sjónvarpsefhi í nóvember og verði ekki af samein- ingu stöðvanna má búast við hat- gær reistu Samtök um byggingu tónlistarhúss skilti á lóð þeirri sem Reykjavíkurborg hefur úthlutað undir húsið í Laugardal. Með þess- um viöburði vilja samtökin minna á það að tónlistartiús muni rísa, þrátt fyrír að hægt hafi miðað. Stefnt er að því að húsið verði byggt fyrir 50 ára afrnæli lýðveldisins 1994. Við athöfnina í gær spiluðu Sig- urður Flosason, saxófónleikari og félagar hans nokkur lög. GS. rammri baráttu á milli þeirra um áhorfendur. Undanfarnar vikur og mánuði hafa þessir aðilar slegist um einkarétt á dagskrárefni frá þekktum erlendum framleiðendum. Svo virð- ist sem Sýnarmenn hafi orðið ofan á í þeim slag, en nýja sjónvarpsstöðin hefur þegar tryggt sér sýningarrétt á um 3.000 klukkutímum af sjónvarps- efhi. Þar af eru margir af vinsælustu þáttum Stöðvar 2. Nýjasta rósin í hnappagat Sýnar er þriggja ára samn- ingur við Walt Disney um einkarétt á sýningu á þeirra framleiðslu hér á landi. - ÁG Eldur í skóla Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út er eldur varð laus í Hjallaskóla i Kópavogi seint að kvöldi mánudags. Eldurinn kom upp í ruslatunnu sem stóð upp við timburvegg skólans. Hann læsti sig i vegginn og hafði náð nokkurri útbreiðslu þegar slökkvilið kom á staðinn. Brjóta varð niður hluta af þaki skólans til að auðvelda slökkvistarf. Talsverðar skemmdir urðu á húsinu, þá sérstaklega einni kennslustofu. Eldsupptök eru ekki kunn, en grun- ur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. GS. Hátíð á Óspakseyri: Fimmtíu ára vígslu- afmæli kirkjunnar Sunnudaginn 1. júlí sl. var þess minnst að 50 ár voru liðin frá vígslu Óspakseyrar- kirkju á Ströndum. f tilefni af vígsluafmælinu var efnt til hátíðarmessu í kirkjunni og að messu lokinni bauð sókn- arnefnd kirkjugestum til kaffí- samsætis að Ospakseyri. Biskup íslands, herra Olafur Skúlason, prédikaði við hátíðar- messuna á Óspakseyri, en prestur sóknarinnar, sr. Ágúst Sigurðsson á Prestbakka, og sr. Kristján Björns- son í Breiðabólstaðarprestakalli þjónuðu fyrir altari. Auk þeirra tóku þátt í messunni sr. Guðni Þór Ólafsson, prófastur á Melstað, og sr. Baldur Rafn Sigurðsson, sóknar- prestur á Hólmavík. Við vígslu Óspakseyrarkirkju fyr- ir hálfri öld voru einnig 5 prest- vígðir menn. Á þeim tíma þjónaði Kollafjarðarnesklerkur Óspakseyr- arsókn og var sr. Jón Brandsson sóknarprestur á þeim tíma. Enginn þessara presta var viðstaddur 50 ára vígsluhátíðina. Meðal gesta á af- mælishátíðinni var hins vegar kirkjusmiðurinn, Gisli Gíslason í GröfíBitru. Kirkjukór Óspakseyrar söng við athöfnina. Meðal söngmanna í Frá hátíðarmessu á 50 ára vígsluafmæli Öspakseyrarkirkju. kórnum var Jóns Sigmundsson á Einfætingsgili en hann var einnig i kórnum sem söng við vígslu kirkj- unnar fyrir hálfri öld. Meðal ann- arra söngmanna nú voru 4 synir Jóns, en tveir þeirra, Sigmundur og Gunnar, hafa getið sér gott orð sem einsöngvarar. Núverandi organisti Óspakseyrar- kirkju er Guðrún Kristjánsdóttir á Reykjaskóla. Auk hennar voru 3 fyrrverandi organistar viðstaddir afmælishátíðina, þau Ólafía Jóns- dóttir, Kjartan Ólafsson og Þor- björn Bjarnason. Fyrsti organisti kirkjunnar var hins vegar Guð- mundur Einarsson i Gröf, en hann er látinn fyrir allmörgum árum. Óspakseyrarkirkja hefur tilheyrt Prestbakkaprestakalli frá árinu 1951. Á þeim tíma hafa 3 prestar þjónað kirkjunni, þeir sr. Ingvi Þór- ir Árnason, sr. Bjarni Th. Rögn- valdsson og núverandi sóknarprest- ur, sr. Ágúst Sigurðsson. Tveir þeir fyrrnefndu áttu þess ekki kost að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni vígsluafmælisins. Óspakseyrarkirkja er steinsteypt með bogadregnum gluggum og hurðum. Altaristaflan í kirkjunni er eftir Jóhann Briem listmálara og sýnir innreið Jesús í Jerúsalem. Stefán Gíslason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.