Tíminn - 04.07.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.07.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur4. júlí 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Steingrlmur Glslason Skrifstofur Lyngháls 9, 110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Viökvæm staða Efnahagssamvinnustofnunin í París (OECD) hefur enn sent frá sér álit á þróun efnahagsmála hér á landi á þessu ári. I höfuðatriðum ber niður- stöðum saman við spár Þjóðhagsstofnunar að því er varðar einstök atriði efnahagsþróunarinnar. Spáin ber það með sér að verðbólgan fer minnk- andi og full ástæða til að vona að verðbólguvöxt- ur frá upphafí árs til ársloka verði ekki yfir 7%. Hins vegar leiðir spá OECD í ljós sem áður hafði komið fram, að hagvöxtur er í núlli, sem sýnir það hversu nauðsynlegt er að þjóðin fari varlega í útgjöldum og þensluskapandi aðgerð- um. Hagvaxtarvandinn stafar af því að nauðsyn- legt hefur reynst að takmarka veiðiheimildir, en á móti kemur að markaðsaðstæður fyrir útfluttar sjávarafurðir hafa stórbatnað og rekstrarstaða út- flutningsframleiðslunnar bætt með opinberum efnahagsaðgerðum. Þrátt íyrir lítinn sem engan hagvöxt er rekstrargrundvöllur fyrirtækja með allt öðrum og betri hætti en var fyrir 2-3 árum. Mikilvægur þáttur í því að skapa viðvarandi verðbólguhjöðnun og tryggingu fyrir stöðugleika í efhahagslífínu er allsherjarsamkomulagið, sem tókst í vetur um þróun efnahags- og kjaramála. Þetta samkomulag á ómældan þátt í að leggja grunn að því bætta rekstrarumhverfi sem orðið hefur. Allir sem stóðu að gerð þessa samkomu- lags, verða að leggja sig fram um að framkvæmd þess fari vel úr hendi. Launþegahreyfíngin hefur almennt sýnt mikla ábyrgð í sambandi við gerð allsherjarsamkomulagsins og hefur fyrst og ffemst lagt áherslu á að tryggja kaupmátt launa. Þetta verða þeir sem mestu ráða um verðmyndun í þjóðfélaginu að virða, þannig að enginn trúnað- arbrestur eigi sér stað milli launþega og atvinnu- rekenda. Afnotagjald RÚV Andstæðingar ríkisstjómarinnar gera mikið veður úr því að afhotagjald Ríkisútvarpsins var hækkað um 3% nú um mánaðamótin. Tíminn vill nú sem fyrr vara við því að opinberar stofhanir gangi á undan með gjaldahækkanir. Hins vegar verður ekki hjá því komist að leiðrétta misskiln- ing sem á sér stað varðandi afnotagjald útvarps. Sú hækkun sem ákveðin var 1. júlí var ekki skyndiákvörðun og fer ekki í bága við febrúar- samkomulagið. Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ, hefur upp- lýst að þessi hækkun hafí verið rædd við gerð kjarasamninga og eitt af samkomulagsatriðum aðila að heimilt væri að hækka útvarpsgjald 1. júlí. Hækkunin hefur því stoð í þjóðarsáttinni og ástæðulaust að gagnrýna ríkisvaldið fyrir hana. Með slíkri gagnrýni er skotið yfír markið. runnm Með meiri gáfum íslenskra stjórn- máia nú er pólitísk framtíö fur- manns Alþýðubandalagsins, Ólafs Ragnars Grirassonar. Hann halði vonast tii að gefa ieítt flofek rinn í svona nokkurn veginn beilu lagi í „skaodinaviskt" bandalag jafnað- armanna með Jóni Baldvin og iosnaó þar með að fuliu og ulin við nagg gómiu marxistanna i iiði sinu, sem nú skyldu settir út í horn. Hef- ur gusíað af formanninum er hann hefur útlistað þennau boðskap sínn á sarakundum flokksins og ekki skafið utan af þvi er hann hefur rœtt um drauga fortíðarinnar. Hinar gðmlu kempur hafa vissu- lega numið crkiblskups boðskap — en hafa aftur á mðti verift al- ráðnar í aft hafa hann að engu. Hefur orðið mikili reipdráttur úr öHu saman og gagnstætt þvt sem ÓJafur ætíaðl cr cngan vcginn sýnt að sigurinn verði hans og þeirra er hann styðja. Það var dirfskubragð mikifter hann ákvað að snúa baki vjft frambofti Aiþýðnbandaiagsins í Reykjavík um siðustu borgar- stjómarkosningar og veftja á Birt- ingarfólk, sem ckki þýðir annaft en kannast við að hann gerði, þótt hann léti sem hann tæki ekki af- stöðu. Þessi Jeikur virðist nú hafa verið afteikur. En hvað ura þaft — vogun vinnur og vogun tapar. £n auk þess að hafa veikt stöftu hans ákaficga mikið sem formanns Al- þýðubandalagsins, varð samúð hans með fruraboði Birtingar og fakraarkaður stuðningur við það ta þess að runnið hafa tvær grirour á Alþýðuflokksmenn, sem auðvit- aft voru helftin af draumsýninni um stðra flnkkinn. Það er i sjálfu sér ekki óskiljanlegt að Óiafur áieit að stundin væri runnin upp fyrir sanciningu jafn- aðarfólks á íslandi. Skirskota mátti tíl hinna miklu bræringa í A- Ivrópu, sem bentu tO að dagar hinuar frénuðu vinstriraennsku væru á enda og enn að sú kynslóö er hélt uppi merki hennar væri tekin að gamlast. En þessir þættir reyndust ekki svo veigamiklir sem menn ætiuðu og hvort sem ihaids- semi er um að kenna eða ððru, þá vilja greinilega alveg nógu inargir haida Alþýðubandalaginu í þtám skorðtuu sem það sat í fyrir tíma ólafs Ragnars sera formanns. Sfundio er sem sagf enn ekki ntnn- in upp fyrir stðra jafnaðarmanna- flokkinn. Til hans hefur átt að efna aftur ng aftur á liðnum áratugum með heldur slysaiegum afleíðing- um fyrir flokka og stjórnmáia- menn. Litur út fyrir að Ólafur ætli að fyJla svcit þessara hrakfalia- bálka. Þessi niðurstaða hefur orðið tii þess að murgum verður starsýnt á hve stöðugt flokkakerfíð í landinu er og að „skandinaviska“ módelið ætlar alls ekki að ganga upp á is- landi. Flestar þær fOraunÍr sem gerftar hafa veriö tli aft raska þessu kerfi hafa mislukkast og uppnámift sem þær hafa vaidií aðeíns verið tímabundið. Furðu- iegasta sönnun þessa á seinni ár- um er klofningur Sjátfstæðís- flokksins, scm ýmsir töldu að buudið befði cnda á stórveldis- daga bans. Nú er sýnt að því fer JJarrí. Gefur það kannske tí kynna að þeir hópar sem stóðu að Birtingu verði komir tti gömln iöðúrhúsanna fyrr en varir og að Alþýðubandalagið nái á ný sinum fyrri liðsstyrk? „Ogloks er eins og ekkert bafi gerst,“ sagði skáldið. En þótt gömu íslensku stjórn- máiaflokkarnir virðist þeirrar náttúru að þelr risi alltaf upp aft• ur, eins og Emherjar, hversu mjög sem að þeim er vegið, þá gildir sú regia ekki um pólitikusa líka. Og ef það ættí fyrlr Aiþýðubandalag- heimta þá limi og skanka. sem það hefur misst, þá er hreint ekki vfst að Óiafi Ragnari tækist að græða þá á aftur. Gam Loksins orð af viti Samtök háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna standa í strangri lífsbar- áttu við ríkisvaldið og fer ffam disp- útasía um túlkun á samningi og sér hvergi fyrir endann á þeirri skóla- speki allri sem aðilar beita. En há- skólamenn hafa eins og aðrir eink- um áhyggjur af kaupinu sínu og metnaður þeirra er einkum sá að gera það ekki lakara en aðrir á vinnumarkaði. Frá Háskóla íslands og öllum þeim samtökum sem við háskóla eru kennd heyrist yfirleitt ekki annað um þjóðfélagsleg málefni en ófijótt sífur um hve ríkissjóður sé nískur á fjárffamlög til háskóla, fræðistofti- ana, háskólamenntaðra manna og námslán og styrki til nemenda, svo eitthvað sé talið. Ræða Sigmundar rektors á háskóla- hátíð virkar eins og hressilegur löðr- ungur úr þeirri ómunatið þegar sjálf- ræði og sjálfsvirðing íslenskrar þjóðar þótti einhvers virði. I stað endalausrar kröfúgerðar á hendur þjóðfélaginu kom ffam sú skoðun úr jafnólíklegum stað og Há- skóla Islands að menntamenn skuld- uðu þjóð sinni kannski eitthvað og jafnvel að þeir ættu einhveijar skyldur að rækja við ættjörðina. Réttindaafsal og gjöf Óþarfi er að rekja ræðu rektors, enda hefúr hennar verið getið, m.a. í ágætum leiðara hér í Tímanum í gær, þar sem segir að með ræðu sinni hafi rektor lyfl Háskóla íslands upp úr þeirri ömurlegu lægð sem ís- lenska stoínanavaldið heíúr legið í eftir að umræður um Evrópubanda- lagið urðu alls ráðandi. Þar hafa oratorar alþjóðahyggju og afsals landsréttinda ráðið for. Einu sinni var talað um landssölu af ís- lenskum þjóðemissinnum. Nú er ekki svo vel, heldur vilja alþjóða- sinnar gefa landið með manni og mús og auðlindalögsögu í viðbót. A móti kemur ekkert sem íslendingar njóta ekki nú þegar, nema auðvirði- legur tollaafsláttur á fiski. Trúarþörf mannsins er staðreynd sem ekki verður gengið ffam hjá. En að hún sé svo mögnuð að þegar allir ' k M i ■Mm.r-.í f* I; >■ w 5 í "íáí1 eru hættir að trúa á alræði kommún- ismans skuli koma upp trúarbrögð sem gefa díalektískri efnishyggju ekkert eftir. Það er trúin á alræði fijálsa markaðarins, sem háskóla- rektor minntist á, og fúllveldi lands- ins stafar hætta af. Viðskiptaforkólfar og mislærðir hagspekingar og jafnvel stjómmála- menn sumir hveijir eru óþreytandi að sýna ljósu hliðamar á EB og innri markaðinum en skuggahliðunum er haldið leyndum. Áróðurinn íyrir þátttöku Islands í fjölþjóðabrallinu er ffemur af trúar- legum toga en efnahagslegum eða jaíhvel pólitískum. Það hefúr t.d. engum tekist að sýna ffam á að það verði fjárhagslegur ábati að gefa ísland og auðlindir þess. Það er vondur bisniss fyrir fá- menna þjóð í stóm og auðugu landi að skipta á jöínu við misríkar þjóðir hinna nýju Bandaríkja Evrópu. En þar sem Islendingar kunna ekki að kalkúlera, eins og þeir sanna með öllum efnahagsvendingum sínum, er ekki von að þeir kunni að selja land og auðlindir án þess að tapa á þvi. Skilningsglæta En aðeins er farið að votta fyrir skilningsglætu á því hvað fylgir að vera aðili að Evrópubandalagi. Það eru ekki aðeins tollaffiðindi fyrir út- flutnmg og réttur íslendinga til að braska á útlendum verðbréfamörk- uðum eða hafa búseturétt og sveit- festi erlendis. Þetta er allt gagn- kvæmt og yfirþjóðleg lög munu banna íjárhagslegt sjálfstæði og sjálffæði yfirleitt. Moggi rakst á grein eftir danskan íhaldsmann um gjaldþrot Danmerk- ur og áhrif innri markaðarins á danskt þjóðlíf þegar þar að kemur. Staksteinar birta brot úr því svarta- gallsrausi i gær. Fátæklingar Suður-Evrópu munu flykkjast í dönsku velferðina. Rika fólkið flytur ffá Danmörku og sest að með auð sinn þar sem skattar eru lægstir. Danskir neytendur munu kaupa inn þar sem viðisaukaskattur er lægri en heima. Við blasir auðvitað ekkert annað en þjóðargjaldþrot þar sem fátækir Danir deila kjörum með aðfluttum fátæklingum, en hinir efnuðu og rétt menntuðu munu rata á kjötkatla fjöl- þjóðafyrirtækjanna hvar sem þeirra er að leita og feitir og vel haldnir al- þjóðlegir embættismenn lepja ijómann ofan af öllu því sem stofti- anir sameinaðra auðhringa hafa upp á að bjóða. Sjálfstæði og tilveruréttur íslensku þjóðarmnar getur ekki miðast við emkaþarfir stjómenda illa rekinna fyrirtækja sem eygja bjartari ffamtíð í náðarfaðmi Ijölþjóðahringa og þeirra sem hafa próf inn í embættis- mannakerfi hinnar nýkapitalísku al- þjóðahyggju. En fómarlömb hennar verða fyrst og síðast hinir efhaminni og tekju- rým. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.