Tíminn - 04.07.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.07.1990, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 4. júlí 1990 Tíminn 15 Argentínumenn í úrslit Frjálsar íþróttir: ísland í botnsæti í landskeppni Island hafhaði í neðsta sæti í lands- keppni á milli íslands, írlands og Skotlands sem fram fór á sunnudag og mánudag. í karlaflokki voru Skot- ar efstir með 141 stig, írar 136 og ís- lendingar 126. í kvennaflokki fengu írar 90 stig en ísland 69. Skotar voru ekki með í kvennaflokki. íslenska landsliðið var að venju sterkast í kastgreinunum. Þeir bræður, Pétur Guðmundsson (18.40) og Andrés Guðmundsson (16.90), voru efstir f kúluvarpinu og sama má segja i kúlu- varpi kvenna þar sem Birgitta Guð- jónsdóttir (11.85) náði efsta sæti. Sömu sögu er að segja i kringlukasti þar sem þeir Eggert Bogason (54.08) og Helgi Þ. Helgason (49.60) fylltu tvö efstu sætin. í spjótkasti karla sigraði Sigurður Matthíasson (78.04) og Unnar Garðarsson (66.70) settist í annað sætið. ísland sigraði i hástökki karla og kvenna. í karlaflokki sigraði Einar Kristjánsson (2.06) og í kjöl- farið fylgdi Gunnlaugur Grettisson (2.03). í kvennaflokki sigraði Þórdís Gísladóttir (1.78). ísland átti besta mann í langstökki karla, en þar stökk Jón Amar Magnússon (7.37) lengst. Sigurður T. Sigurðsson (4.80) sigraði örugglega í stangarstökki og Kristján Gissurarsson varð annar (4.60). I hlaupagreinum gekk ekki eins vel. Að vísu sigraði íslenska kvennasveit- in í 4X100 metra boðhlaupi. í 400 metra hlaupi karla hljóp Egill Eð- varðsson (48.37) vel og lenti í öðru sæti. Martha Emstdóttir (9.33,65) komst einnig í annað sætið í 3000 metra hlaupi. Mótið var haldið á hinum glæsilega Varmárvelli í Mosfellssbæ og var lið- ur í Íþróttahátíð ÍSÍ. Bingrtta Guðjónsdóttir, hér í spjótkasti, sigraði bæði í spjótkasti og kúluvarpi í landskeppninni. Tímamynd: Pjetur Það var argentínski markmaður- inn Goycochea sem tryggði liði sínu sæti í úrslitaleik heimsmeist- arakeppninnar á Ítalíu á sunnu- dag. Leikurínn varframlengdurog ekki náðu leikmenn að knýja fram úrslit f vrtaspymukeppninni varði Goycochea tvær vítaspymur ítala fra þeim Aldo Seren og Roberto Donadoni. ítalir náðu forystu í leiknum með ólöglegu marki. Schillaci skoraði af stuttu færi og var rangstæður, en Michelsen línuvörður var að horfa á sólsetrið og markið því dæmt gilt. Caniggia jafnaði fyrir Argentínu- menn með góðu skallamarki. Leikurinn olli dálitlum vonbrigðum og var daufur. Þá er varla hægt að segja annað en að það valdi einnig vonbrigðum að Argentína sé komin í úrslitaleikinn þar sem liðið er ekki nægilega gott. Argentínumenn koma til með að eiga í erfiðleikum með að stilla upp liði vegna fjölda leikbanna leikmanna. Italir leika um þriðja sæt- ið á laugardag. Knattspyrna 2. deild: Toppliðin tapa Knattspyma: I Essomót KA í 5. I I I I I Dagana 5.-7. júlí verður haldið á Akureyri Essomót KA í 5. flokki. Mótið er liður í Íþróttahátíð ÍSÍ, og er langQölmennasta mót, sem haldið er í einum aldursflokki hér- lendis, og í raun má segja að mótið sé óopinbert íslandsmót í 5. aldurs- flokki. 52 lið, frá 21 félagi alls staðar að af landinu taka þátt í mót- inu og reiknað er með að þátttak- endur, fararstjórar, þjálfarar og starfsmenn telji um 8oo manns. Leikið er í A, B og C riðli, en alls munu 152 leikir fara fram á mót- inu. Leikið er á 4 völlum á félags- svæði KA og stefnt er að því að úr- slitaleikir fari firam um kl. 16. laug- ardaginn 7. júlí. Hver leikur er 2x15 mínútur og er leikið þvert á venjulegan keppnisvöll. í tengsl- um við mótið fer ffam Bandímót með þátttöku allra liðanna, einnig verður þátttakendum boðið uppá kvöldvökur og ýmislegt léttmeti. Esso gefur öll verðlaun á mótinu. Þetta er í fjórða sinn, sem mót þetta er haldið á Akureyri, og hefur þátttakendum sífellt farið fjölg- andi. Á síðasta ári tóku 36 lið þátt í mótinu, en nú eru þau 52 og kom- ust í raun færri að en vildu, þar sem ekki var unnt að taka á móti fleiri liðum nú. Þátttakendur gista í Lundarskóla, og þar verður einnig rekið mötuneyti fyrir mótsgesti. hiá-akureyri. n M i i i i i Heil umferð fór ffarn í 2. deild á mánudagskvöld. Úrslitin voru hálföf- ugsnúin miðað við það sem ætlað var. Flest toppliðin töpuðu stigum og botnliðin unnu. En úrslitin urðu eftir- farandi: Fylkir - Tindastóll 1-2 Guðmundur Baldursson — Sverrir Sverrisson, Guðbrandur Magnússon. Leiftur - Víðir 0-0 KS - Grindavík 3-2 Hlynur Stefánsson, Hafþór Kolbeins- son, Þorsteinn Þormóðsson — Hjálmar Hallgrímsson, Gunnlaugur Einarsson. Selfoss - Breiðablik 3-2 Heimir Karlsson, Dervic, Porca — Amar Grétarsson, Guðmundur Guð- mundsson. ÍBK-ÍR 1-2 Jóhann Magnússon Tryggvi Gunn- arsson, Jón G. Bjamason. Staðan í 2. Fylkir deild: 7 5 1 1 16-6 16 Breiðablik 7 5 1 1 14-6 16 Víðir 7 3 3 1 7-7 12 Selfoss 7 3 1 3 15-10 10 Tindastóll 7 3 1 3 7-11 10 ÍBK 7 3 0 4 7-8 9 KS 7 3 0 4 9-12 9 ÍR 7 3 0 4 10-15 9 Leiftur 7 1 2 4 5-11 5 Grindavík 7 1 1 5 9-13 4 Frjálsar íþróttir: Heimsmet Backleys Bretinn Steve Backley setti heims- met í spjótkasti í Stokkhólmi. Hann kastaði spjótinu 89.58 metra. Eldra met átti Svíinn Patrik Boden 89.10 metra, sem hann setti í Austin, Texas, hinn 24. mars á þessu blessaða ári. f Hörpudeild: ' Sigur Þórs í norðanslag Þórsarar báru sigúrorð af KA, 2-1, í hörkuleik milli þessara tveggja Akureyr- arfélaga á mánuðagskvöld. Þórsarar spiluðu betur og var sigurlnn sanngjarn. Það var þó Jón Grétar Jónsson, sem kom KA yOr á 30 mín., og var staðan slik í hálfleik. Aðeins var liðin 1 mínúta af síðarí hálfleik, þegar Ólafur Þorbergsson jafnaði með góðu skoti af um 17 metra færi. Það var svo Bjarni Svcinbjörnsson sem skoraði sigurmarkið þegar um fjórar minútur voru til leiksloka eftir stór- glæsilegan undirbúning lllyns Btrgissonar. Staða Akureyrarliðana er ekki góð í deildinni. Bæði neðst með sjö stig. Enn vinnur Valur Vaismenn tryggðu sér góða forystu 11. deiidinni með 1- 0 sigri í lélegum leik í Hafn- arfirði. Vaismenn voru betri aöilinn í leiknum, en þó var ieikur þeirra ekki til fyrírmyndar. Sævar Jónsson, sem var ásamt Þorgrími Þráinssyni besti maður leiksins, skor- aði sígurmark Vals þegar um 20 mín. voru til leiks- loka. Jafnt í Eyjum Það var heldur betur ijör f Eyjum þegar heimamenn mættu liö Víkinga. Leikn- um lyktaði með jafntefli 2- 2. Víkingar hófu ieikinn af krafti. Goran Micic skor- aði fyrir Víking eftir aðeins tvær minútur og þremur mínútum fyrir hálfleik bætti Atli Einarsson öðtu marki við. 2-0 í hálfleik. Eyjamenn mættu mun ákveönari tii leiks í síðari hálfleik. Hiynur Stefánsson minnkaði muninn úr víta- spyrnu eftir 20 min. ieik og þegar um fintm mín. voru til iciksloka jöfnuðu Eyja- menn með glæsimarki Inga Sigurðssonar af um 30 metra færi. Dómari ieiks- ins hafði nóg að gera i leiknum. Tvcir Víkingar, þeir Atli Heigason og Gor- an Micic, fengu að sjá rauða kort dómarans og einir fjórir aðrir Víkingar það gula. KR - sigur KR-ingar báru sigurorð af SkagamÖnnum, sem skor- uðu ekki mörkin á KR- velli, 2-0. Leikurinn var all- leiðiniegur og var sigur KR- ingar ekki sérstaklega sanngjarn. Gunnar Skúla- son skoraði fyrra mark KR i sfðari hluta fyrri hálfleiks. Staðan 1-0 í hálfleik. Skagamenn áttu leikinn eftir markið, en náðu ekki að skapa sér nein færi. Undir lok leiksins náðu KR-ingar að skora annaö mark úr skyndisókn og var þar að verkí Hilmar ^Björnsson._____

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.