Tíminn - 05.07.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.07.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 5. júlí 1990 Tíminn 3 Nýráðnir bæjarstjórar eru nú sem óðast að semja um launakjör sín: Hrinda bæjarstjórar að stað launaskriði? Launagreiðslur til bæjarstjóra eru samkvæmt heimildum Tím- ans þær einu greiðslur til opinberra starfsmanna sem ekki eru undir eftirliti neinna annarra en umsemjenda. Telja sumir að bú- ast megi við launaskriði á næstunni sem rekja megi til nýafstað- inna bæjarstjómarkosninga. Sitji sami maður áftam í embætti bæjarstjóra á nýju kjörtímabili mim það vera föst venja að samið sé við viðkomandi upp á nýtt. Þegar nýr bæj- arstjóri tekur við embætti er einnig samið sérstaklega inn launakjör við hann. Samkvæmt upplýsingum^frá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga er ekki um neina ákveðna taxta að ræða til viðmiðunar þegar laun bæjarstjóra eru ákveðin. í mörgum tilfellum munu samningar BHMR vera haföir til hlið- sjónar og grunnlaun bæjarstjóra íylgja þá hækkunum BHMR manna. Einnig mun í nokkrum tilfellum vera fylgt samningi tæknifræðinga. Að auki er oftast greidd föst yfirvinna og ýmis friðindi, hvort sem þá er um að ræða bilastyrk eða annað. Enn sem komið er hefur ekki verið samið aftur við marga af þeim bæjar- Sorpböggunin hefst Sorpböggunarstöðin í Grafarvogi hefur væntanlega starfsemi sína í apríl á næsta ári, að sögn Asmundar Reykdals stöðvarstjóra. „Við erum ekki með dagsetninguna nákvæmlega, en við miðum við í byijun apríl“, sagði Asmundur. Asmundur sagði að verkinu miðaði mjög vel áffam, að byggingarffam- kvæmdin stæðist allar áætlanir og rúmlega það. í apríl Sorpböggunin mun fara þannig ffarn að allur úrgangur, sem kemur inn, verður flokkaður og það sem er nýtanlegt verður tekið úr, svo og um- hverfismengandi efni. Heimilissorp er stærsti hluti þess sem verður eftir og verður það pressað saman og bundið í bagga, sem eru u.þ.b. tonn að þyngd og þannig verður sorpið urðað. —só Útsala Útsala Brítains landbúnaðaríeikföng. Indíánatjöld. Fjarstýrðir bíl- ar. Barbie leikföng. Fisher Príce. Sandgröfur. Hjólaskaut- ar. Sparkboltar. Legokubbar. Talstöðvar áður kr. 6.500 nú kr. 4.500. Sundlaugar Stærð Áður Nú 152x25 kr. 1550 kr. 1200 183x38 kr. 2489 kr. 1990 224x46 kr. 3400 kr. 2700 Rafhlöður: Stór, áður kr. 59.- nú 12. stk. kr. 350.- Mið, áður kr. 43.- nú 24 stk. kr. 480.- Lítil, áður kr. 34.- nú 24 stk. kr. 350.- 10 — 20 — 50% afsláttur Póstsendum LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustíg 8. Sími 14806 stjórum sem koma til með að sitja áffam í embætti. Þar sem það hefur hinsvegar verið gert eru þess dæmi að um umtalsverðar hækkanir hafi verið að ræða í nýjum samningum. „Svo ég viti til fylgist enginn með launum bæjarstjóra. Þar er aðeins um að ræða samkomulag milli sveitar- stjóma og bæjarstjóra. Það er litið á þetta svipað og ffamkvæmdastjóra- starf á almennum markaði. Eg er að vinna að því að fá sveitarfélögin inn og þá getur komið til greina að fara að birta meðallaun bæjarstjóra,“ sagði Geir Thorsteinsson hjá Kjararann- sóknanefhd opinberra starfsmanna i samtali við Tímann. Tíminn haföi samband við bæjar- stjóra ýmissa bæjarfélaga og vom þeir misviljugir að gefa upplýsingar sem varpað gætu ljósi á stöðu og ffamgang þéssara mála. Bæjarstjóri Borgamess, Óli Jón Gunnarsson, var einn af þeim er tók vel í málaleitanina. „Það er nú ekki búið að njörva þetta niður þannig að ég get ekki sagt þér nákvæmlega hver hækkunin verður. Ég veit auðvit- að hver hún verður en tel ekki eðlilegt að gefa hana upp áður en samningur- inn er fullftágenginn,“ sagði Óli í samtali við Tímann. Hann sagði að á síðasta kjörtímabili heföu launa- greiðslur verið tengdar taxta BHMR og með öllu talið heföu launin verið um 250 þúsund krónur. Þetta kjör- tímabil yrði aftur á móti miðað við taxta Félags tæknifræðinga þar sem hann væri tækniffæðingur sjálfur. jkb Fleiri gista í þjóðgörðunum Gistinætur í þjóðgörðunum urðu vemlega fleiri í júnímánuði en þær vom á sama tíma í fyrra. í Skafta- felli urðu þær 46% eða um 10% fleiri og í Jökulsárgljúffum 84% eða 9% fleiri. Náttúmvemdarráð vill vekja at- hygli á því að tjaldsvæði þjóðgarð- anna em gististaðir og þær reglur gilda að þau skuli vera lokuð á milli kl. 23 og 08 að morgni. Ferðamenn em því hvattir til að taka sér nátt- stað fyrir kl. 23 að kvöldi, til þess að valda ekki öðmm gestum ónæði. Jafnframt vill ráðið undirstrika að tjaldsvæði þjóðgarðanna em ekki samkomustaðir til skemmtanahalds um nætur, heldur gististaðir þeirra sem njóta vilja náttúm landsins að degi, en ffiðsældar að kvöldi og að nóttu. DEUTZ-FAHR HEYVINNUTÆKI 5. DEUTZ-FAHR heybindivélar hafa um árabil veriö meö vinsælustu heybindivélum hér á landi. 2. DEUTZ-FAHR Fjölfætlan — mest selda snúningsvélin á íslandi 6. DEUTZ-FAHR rúllubindivélar - ein mest selda rúllubindivélin. SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11 DEUTZ FAHR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.