Tíminn - 05.07.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.07.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. júlí 1990 Tíminn 5 Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra segir að niðurstöður aðalfundar Alþjóða hvalveiðiráðsins í Noordwik í Hollandi þjappi þjóðum á N - Atlantshafi saman: Springur ráðið í Reykjavík árið 1991? Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra segir að tíminn fram að næsta aðalfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins verði not- aður til þess að efla samstöðu milli þjóða á Norður-Atlants- hafi. Sú ákvörðun ráðsins að fella til|ögu íslendinga um að heimila veiðar á hrefríu, þrátt fýrír að vísíndanefndin mælti með því, hafi ekki gert annað, en að þjappa þjóðum á Norður Atlantshafi saman. „Að mínu mati er þessi ákvörðun mikið reiðarslag fyrir ráðið í heild sinni“, sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Tímann í gær. Aðspurður um viðbrögð við niðurstöðu fimdar- ins kvað ráðherrann fyrsta skrefið vera frekara samráð við Norðmenn. Halldór mun eiga fund með norska sjávarútvegsráðherranum í Reykja- vík eftir tiu daga. Þar verður nýting hvalastofhanna m.a. tekin fyrir og hvemig skuli brugðist við afstöðu Alþjóða hvalveiðiráðsins. Vísinda- nefnd ráðsins hefur skilað af sér nið- urstöðum rannsókna á hrefhustofhin- um og á fundinum, sem haldinn verður í hér á landi að ári, mun liggja fyrir úttekt nefhdarinnar á öðmm stofnum. Hvalveiðiþjóðir hafa eitt ár til þess að kynna sín sjónarmið og afla þeim fylgis innan ráðsins. Verði afstaða meirihlutans hins vegar óbreytt að ári, eru sterkar líkur til þess að Islendingar, Norðmenn, Jap- anir og aðrar þjóðir, sem nýtt hafa hvalastofhana, sprengi ráðið á fund- inum í Reykjavík og stofni með sér ný samtök. „Hitt er svo annað mál að margir fúlltrúar þeirra þjóða, sem greiddu at- kvæði gegn tillögunni, hafa sagt við okkur, að þeir hafi ekki getað tekið neina aðra ákvörðun á þessu stigi", sagði Halldór Ásgrímsson. „Segjast ekki hafa haft umboð til annars en að leggjast gegn henni, þó þeir persónu- lega hafi viljað gera annað. Þeir þurfi að fá umboð sinna stjómvalda til þess að taka aðra afstöðu og þeir vænti þess að niðurstöður geti orðið aðrar á fundinum í Reykjavík að ári Iiðnu.“ Halldór sagði að Islendingar gætu út af fyrir sig ekki treyst á slík loforð, en hann vildi hins vegar gefa mönnum tækifæri til þess að standa við orð sín. Ráðherrann sagði að þessi niður- staða ráðsins hefði þjappað hval- veiðiþjóðum mjög saman. „Við munum að sjálfsögðu mót- mæla; við sættum okkur ekki við svona vinnubrögð“, sagði Halldór. „Það er hins vegar gott að fá þessa af- stöðu ráðsins fram af hreinskilni. Við viljum gefa mönnum tækifæri til þess að endurskoða afstöðu sína og ég tel að þessi atkvæðagreiðsla hjálpi til í þeim efnum og styrki stöðu okkar“. - En kemur til greina að ísland segi sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu í kjöl- far þess að aðalfundur ráðsins tekur ekki mark á sinni eigin vísindanefnd? „Við munum ekki gera það á þessu stigi. Við viljum vinna á grandvelli stofhskrár þessara samtaka. Islend- ingar verða gestgjafar á næsta aðal- fundi og við munum starfa innan ráðsins fram að þeim tíma, enda þarf nokkum aðdraganda til þess að segja sig úr ráðinu." - ÁG Fæðingarheimili Reykjavíkur: Rúmin sex ekki komin í gagnið Borgaryfirvöld hafa ekki enn efnt loforð sitt til handa Fæðing- arheimili Reykjavíkur, að það fái til umráða sex rúm til viðbót- ar, til að bæta úr húsnæðiseklu heimilisins, að sögn Benedikts Sveinssonar fæðingarlæknis þar. Benedikt sagði að Fæðingar- heimilinu hefði verið lofað þessum rúmum um mitt sumar- ið. Hann sagði að Reykjavíkur- borg hefði leigt læknum út neðri hæð hússins, þar sem áður var skurðdeild með átján legurúm- um, en hugðist síðan endurleigja sex þessara rúma handa Fæðing- arheimilinu. „Við eram með tíu legurúm, en þrengslin eru mikil og við telj- um okkur með góðu móti ekki geta sinnt nema sjö til átta kon- um í einu“, sagði Benedikt. Að sögn Benedikts stóð til að bæta úr húsnæðiseklu Fæðingar- heimilisins þegar rekstri skurð- deildarinnar var hætt, en hús- næði hennar tilheyrði áður Fæð- ingarheimilinu, þannig að heim- ilið yrði stækkað aftur í sína upprunalegu mynd. „Það stóð til að stækka það, og stendur til enn. Þessi mál era í vinnslu“, sagði Benedikt. Benedikt sagði að stjóm Borg- arspítalans kæmi saman í fyrsta skipti eftir kosningar nú á föstu- dag, og að því að hann best vissi yrði gengið frá þessum málum þá. —só Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir reyna á það í dag hvort Atiantshafsbandalagið lagi sig að breyttum aðstæðum: Búist við sögu- legum NATÓ-fundi Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra fór utan til Lund- úna í gær, þar sem hann mun sitja leiðtogafund Atlantshafs- bandalagsins. Fundurínn verður uppgjör NATÓ við breytta heims- mynd í kjölfar sameinaðs Þýska- lands og lýðræðislegra stjómar- hátta í Austur-Evrópu. Fært í Land- mannalaugar Vegurinn inn í Landmannalaugar heftir verið opnaður og er að sögn ágætlega fær. Vegimir um Dóma- dal og inn í Eldgjá era hins vegar enn lokaðir vegna snjóa og bleytu, en búist er við að hægt verði að opna þá eftir tvær vikur. Tjaldsvæðið í Landmannalaug- um er að koma undan snjó og er því nokkuð blautt enn. Sama má segja um allt friðlandið að Fjalla- baki og era ferðamenn beðnir að taka tillit til þess. Ferðafélag íslands og Náttúra- vemdarráð hafa í sameiningu ráð- ið landverði á svæðinu. Þeir hafa aðsetur í skála Ferðafélagsins og veita allar upplýsingar, sem lúta að ferðum um svæðið og almenna umgengni þar. —sá Fundurinn hófst formlega í morg- un, en honum lýkur á fostudag. Bú- ist er við að fundurinn marki tíma- mót í sögu NATÓ, en að sögn Stein- gríms reynir á það í dag, hvort Atl- antshafsbandalagið viðurkenni og sýni aðlögun að þeim breyttu að- stæðum, sem skapast hafa í kjölfar breytinga á stjómarfari í Austur- Evrópu. Tillaga George Bush Bandaríkjaforseta um breytta vam- arstefnu, að NATO beiti ekki kjam- orkuvopnum að fyrra bragði og að Varsjárbandalagsríkin fái áheymar- fulltrúa hjá bandalaginu, verður stærsta mál fundarins. „Þessi stefhubreyting Bandaríkja- manna kom fram mjög skyndilega og mér finnst margt í tillögum þeirra mun framsæknara og að mörgu leyti jákvæðara heldur en hjá Átlants- hafsbandalaginu", sagði Steingrím- ur Hermannsson í samtali við Tím- ann í gær. Öryggisráðstefna Evrópu hefur verið starfandi í um tvö ár og nú er rætt um, að henni verið breytt í sér- staka öryggisstofnun þeirra 34 ríkja sem að henni standa. Fjallað verður um hina nýju stofnun á NATÓ- fundinum i Lundúnum, en flest að- ildarríki Atlantshafsbandalagsins hafa boðist til að hýsa öryggisstofn- unina. Bandarikjamenn hafa lagt til að starfsemi hennar verði dreift á mörg lönd og m.a. til Austur-Evr- ópu. Ekki er búist við að nein Steingrímur Hermannsson fbr- sætisráðherra segir tillögur Bandaríkjamanna framsæknarí og jákvæðarí en tillögur NATÓ. ákvörðun um staðsetningu verði tek- in á fúndinum, en deildar meiningar era um, hvort NATÓ eigi að ákveða slíkt eða aðildarríki öryggisstofnun- arinnar. Með í for forsætisráðherra era frú Edda Guðmundsdóttir, Jón Sveins- son aðstoðarmaður forsætisráðherra og Jóhann Einvarðsson formaður ut- anríkismálanefúdar Alþingis. For- sætisráðherra er væntanlegur heim á laugardag. Norræn verðkönnun á 20 vörutegundum: Langt í frá að allt sé dýrast á íslandi Af verðkönnun á 20 vörategundum í höfúðborgum Norðurlandanna fimm virðist mega draga þá ályktun, að Danir einir komist ódýrar frá inn- kaupum í matvöraverslunum heldur en Islendingar. Af þeim 14 vörateg- undum, sem ekki teljast til landbún- aðarafúrða, reyndust 5 ódýrastar í Reykjavík og aðrar 5 næst ódýrast- ar, en aðeins ein var dýrast. Fjórar tegundir mjólkurvara reyndust hins vegar næst dýrastar eða dýrastar hér á landi og sömuleiðis svínakótelett- ur og egg. Að vanda kosta egg og svínakóte- lettur líka mest hér á landi, eins og ótal sinnum hefúr komið fram i verðsamanburði á afúrðum dýra, sem alin era á komi, hver sem skýringin er á því að slikt eldi virð- ist allt að fjórum sinnum dýrara hér en í öðram löndum. Þessi könnun náði hins vegar ekki til kjöts af grasbítum, sem algengast er hér á landi. En benda má á, að í svipaðri könnun fyrir tæpu ári reyndust aðeins Danir þessara þjóða eiga kost á ódýrara nauta- og lambakjöti. Ódýrastar í Reykjavík voru eftir- taldar vörutegundir: Fryst fiskflök Bamamatur Hveitilengjur Tepokar Eldhúsrúllur Næst ódýrastar: Hveiti Skyndikaffi Niðursoðnar baunir Kaffi Vindlingar Á miðjuverði: Franskbrauð Smjörlíki Sykur Næst dýrastar: Mjólk Smjör Dýrast í Reykjavík: Hrökkbrauð Ostur Rjómaís Egg Svínakótelettur Er það ekki merkilegt að eldhús- rúllur skuli vera ódýrari á íslandi heldur en í hinum miklu timburiðn- aðarlöndum Finnlandi og Noregi, þar sem eldhúspappírinn var reyndar dýrastur? Þá vekur athygli hve mjög verð á sömu vöram breytist misjafnlega í þessum löndum frá einum tíma til annars. I verðkönnun fyrir tæpu ári vora t.d. bæði svínakjöt og ostur allt að þriðjungi ódýrari í Kaupmanna- höfn heldur en Stokkhólmi. Nú era báðar þessar vörar orðnar ódýrastar í Stokkhólmi og osturinn m.a.s. orð- inn næst dýrastur í Kaupmannahöfn. I fyrrasumar var líka sykur ódýrast- ur í Reykjavík og allt upp í 65% dýr- ari í Kaupmannahöfn. Nú fá bæði Danir og Svíar ódýrari sykur en við. Svipað hefúr átt sér stað með hveiti, sem einnig var ódýrast hér á landi fyrir ári og m.a. 25% dýrara f Kaup- mannahöfn. En þar er hveitið nú orðið ódýrast í þessum löndum. En þótt hveitið sé dýrara í Osló en á Islandi era norsku franskbrauðin samt ódýrari en þau íslensku. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.