Tíminn - 05.07.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.07.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 5. júlí 1990 Mikil umferð er um lystisnekkjuhöfn Gíbraltar og engin leið að fylgjast með smygli þaðan til Spánar. íbúarnir vilja ekki sameinast Spáni en byggja fjármálaparadís GIBRALTAR (breskt) MIÐJARÐARHAF íhralta Gtbr ySunö 10 km Ceuta (spænskt) Hraðbátur vaggar á öldun- um rétt utan við ströndina. Hann er hlaðinn smyglvam- ingi og bíður, rétt eins og því sem næst á hverrí nóttu, eftir að vera gefið meriti. Á bílastæði, þar sem ferðamenn fá útsýni á dag- inn yfir hina spænsku Costa del Sol, stendur grár Mercedes og ökumaðurinn starir án afláts í gegnum sterkan kíki út í myrkrið. Hann er að gá hvort hann sér eitthvað til ferða varð- báta spænskra tollvarða, „cangreja" sem á hverri nóttu fara öðm hverju eftir- iitsferðir fram og aftur með- ffam strönd landamæra- bæjarins La Línea. Þegar „cangreja" er langt undan þarf ekki annað en eitt orð í kallstöð spæjarans á bílastæðinu til að utan- borðsmótor hraðbátsins sé ræstur. Rauðu ljósin við lendingarbrautina á flugvellinum eru aðeins í nokkur hundruð metra fjarlægð og innan skamms er báturinn kominn úr land- helgi Gíbraltars. Þá stöðvast báturinn. Pappakassar, fullir af sígarettum, eru fluttir um borð í spænskan fískibát. Umhleðsl- an fer fram í innan við tveggja mín- útna siglingu til lands og þar eru við- búnir nokkrir menn. Sígarettumar hverfa inn í þröngar götur físki- mannahverfisins í La Atunara. Nær undantekningarlaust kemur „can- greja“ of seint á vettvang. „Krabbameinsæxli á strönd Andalúsíu“ Spænska ríkisfjárhirslan verður af u.þ.b. einum milljarði og 800 millj- ónum ísl. kr. á hveiju ári vegna þessa síendurtekna leiks á myrku hafinu og spænskir tollverðir ásaka embættis- menn í Gíbraltar fyrir að hvetja frem- ur til þessara viðskipta en að reyna að koma í veg íyrir þau. Þó að undarlegt kunni að virðast er löglegur tóbaksút- flutningur frá nýlcndunni líka rekinn á þessum óvenjulega tíma, kl. 4-7 á nætumar. Spánveija gmnar að innan um smygluðu sígarettumar sé líka að finna fiknilyf. Þeir gmna bankana í Gíbraltar líka um að stunda „þvott“ á skítugum peningum úr hass- og kókaínviðskiptum. Þeir em þess vegna ekkert að halda aftur af sér þegar þeir segja klettinn Gíbraltar, sem Bretar hafa ráðið yfir í næstum 300 ár og þar með siglingum um Gí- braltarsund, vera „eins og lítið Pan- ama í Noriega-stíl“ eða segja utanrik- isráðherra Gíbraltar, Francisco Fer- nández Ordónez, vera sem ,Jcrabba- meinsæxli á strönd Andalúsíu". Yfirráðherra Gíbraltar, Joe Boss- ano, lætur sér fátt um fmnast og seg- ir að allt frá 1704 hafi Spánverjar reynt að lítillækka íbúa Gíbraltar. „Við héldum að þeir væm komnir yf- ir það en nú era þeir aftur búnir að taka upp þessa bamalegu afstöðu,“ segir hann. Markmiö Spánverja aö hindra Gíbraltarbúa í aö veröa sjálfstæðir Ekkert samkomulag er í augsýn. A sama tíma og riki Evrópu ætla að leggja niður öll landamæri þræta tvö Evrópubandalagsríki og bandamenn í Nató um 5,68 ferkílómetra kalk- steinsklett. Yfirvöld í Madrid vilja endurheimta klettinn sem síðan 1704 hefur heyrt undir Bretland, þó að það hvarfli ekki að þeim að skila sjálf aft- ur til Marokkó tveim landsvæðum á strönd Norður-Afríku. Yfirvöld í London aftur á móti vilja alls ekki aðhafast neitt án þess að samþykki hinna 30.000 íbúa Gíbraltar liggi fyr- ir. En Gíbraltarbúar em ekkert á þeim buxunum að skipta um þjóðhöfð- ingja. „Við treystum Spánveijum ekki,“ segir Bossano. Hið virta dagblað í Madrid „E1 Pais“ tekur undir með honum og segir að árásir spænskra embættismanna stefni að því pólit- íska markmiði að koma í veg fyrir að Gíbraltarbúar læri að standa á eigin fótum. En það er líklega þegar of seint. Fyr- ir tveim ámm varð Bossano fyrir val- inu sem æðsti maður stjómarinnar á Gíbraltar, sem nú nýtur aðeins forsjár London í utanríkis- og vamarmálum. í ljós kom að verkalýðsforinginn og sósialistinn Bossano bjó yfir óvænt- um hæfileikum til auðvaldssinnaðrar framtakssemi. Hann hefur nú útmál- að klehinn sinn um allan heim sem nýtt Hongkong, sem skahaparadís og miðstöð bankaviðskipta. „Fyrir að- eins fáum ámm rak hið opinbera þijá fjórðu alls efhahagslífsins. Nú em yf- ir 60% efhahagslífsins á vegum einkaaðila," segir formaður við- skiptaráðsins. Franco lokaöi landamærunum 1969 og Gíbraltar var innilokaö í 16 ár Bretar hafa smám saman verið að kalla hersveitir sínar heim frá Gí- braltar og þær síðustu verða famar á braut eftir ár. „Spánveijar héldu að Bretar myndu einfaldlega gefa okkur upp á bátinn og við myndum þá leita skjóls hjá þeim,“ segir Bossano um vitlausa útreikninga yfirvaldanna í Madrid. En íbúar Gíbraltar hafa ekki gleymt ámnum 16 sem þeir urðu að búa við innilokun á klettinum sínum, eftir að Franco einræðisherra lokaði landamærunum 1969. „Þá var það bara Bretum að þakka að við kom- umst af. Því gleymum við ekki fyrst um sinn,“ segir formaður verslunar- ráðsins og bætir við að í Gíbraltar sé ungt fólk sem hafi séð kú í fyrsta sinn Spánverjum finnst sjálfsagt að Gíbraltar verði sameinað Spáni en eru ekki til viðtals um að Spænska Marokkó ætti heldur að tilheyra Afríku. þegar það var orðið 16 ára gamalt. Þegar Spánveijar svo opnuðu loks landamærin aftur 1985 var langt í frá að Gíbraltarbúar væm yfirkomnir af þakklæti. „Það var engin tilslökun. Þefta var spuming um mannréttindi,“ segir einn þeirra. „Spánveijum hefði annars ekki verið veitt innganga í Evrópubandalagið.“ Sjálfstæði er orðið lífsspursmál fyrir Gíbraltar. íbúamir em að vísu tvítyngdir en neita því harðlega að þeir séu Spán- veijar. Þjóóablandan á Gíbraltar kemur víða aö Á 15. öld endurheimtu Spánveijar „Fjall Tariks", sem þeir höfðu misst á 8. öld. Þegar svo Bretar náðu klettin- um á sitt vald, yfirgáfu flestir Spán- veijanna þennan litla verslunarstað. Tómarúmið sem þeir létu eftir sig fyllti samansafn ítala, Möltumanna, gyðinga og Portúgala og síðar bætt- ust Spánveijar og Marokkómenn í hópinn. 1967 létu Bretar fara fram kosning- ar um framtíð Gíbraltar, en aðeins 44 af 12.762 íbúum sem kosningarétt höfðu vildu verða þegnar Spánar. Þó að landamærin væm opnuð 1985 breyttist afstaða íbúanna til þess að sameinast Spáni ekki, heldur fóm þeir nú að íhuga möguleikann á sjálf- stæði Gíbraltar. Formaður verslunar- ráðsins segir að á síðustu tveim ámm hafi verið stofnuð meira en 6000 fyr- irtæki. Spánveijar álíta þau miklu fleiri. Þeir telja sig vita um yfir 20.000 póstkassafyrirtæki, sem þá gmnar að geymi ágóða af eiturlyfja- sölu og „svarta peninga" spænskra skattsvikara. Hins vegar segir bankastjóri Barclays banka í Gíbraltar að þar sé ákaflega erfitt að „þvo“ eiturlyfja- peninga. „Við fómm firam á með- mælabréf frá bönkum og tökum ekki við stómm upphæðum í reiðufé. All- ar upphæðir yfir 200.000 sterlings- pundum fara um hendur mínar,“ seg- ir hann. Enginn neitar því að skattsvikarinn græðir á því sem kallað er „offshore banking“, eins og tíðkast í Lúxem- borg, Panama eða Sviss. En banka- stjórinn segir Gíbraltarbúa færa Spánveijum viðskipti. Hann segir 26% fjárfestinga í fastéignum á Spáni fara nú um Gíbraltar. Takmarkalaus efnahagsvöxtur framundan? Síðan Bossano tók að sér yfirstjóm- ina í Gíbraltar fyrir tveim áram hafa fjármálaviðskiptin þar aukist um yflr 400 prósent. Fyrir fáum ámm önnuðu aðeins tveir bankar öllum bankavið- skiptum íbúanna — nú em bankamir fleiri en 20. Meðal þeirra næstum fjögurra milljóna ferðamanna, sem á hveiju ári koma til að heilsa upp á hvítu apana í klettinum, búðimar og bresku pöbbana við aðalgötuna, em fjölmargir útlendingar sem búa á Costa del Sol. Þeir hafa bankareikn- ingana sína í Gíbraltar. „Þó að hér hafi verið mikill efha- hagsvöxtur emm við enn aðeins ör- smáir. Fjármálaviðskiptin hér era að- eins fjórðungur þeirra sem fram fara á Ermarsundseyjunni Jersey," segir Bossano. En bankamennimir reikna með því að árið 1995 búi ein milljón útlendinga á spænsku sólarströndinni og til að geta tekið að sér skattfijáls viðskipti þeirra er nú mikill undir- búningur í í Gíbraltar. Bossano hefur fengið hollenskt fyrirtæki til að þurrka upp 300.000 fermetra nýtt land í höfninni og danskt fyrirtæki er nú að reisa þar 800.000 fermetra skrifstofuhúsnæði. Bossano sér ekki fyrir sér nein tak- mörk, eða landamæri. Hann segir að rými sé afstætt hugtak. „City í Lond- on er á einni fermílu. Hér hef ég þijár,“ segir hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.