Tíminn - 05.07.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.07.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 5. júlí 1990 Tíminn 9 AÐ UTAN Er bandaríski kúrekinn að deyja út? Hér á eftir fer frásögn sem fengi Butch Cassidy til að gráta ofan í viskýglasið sitt Bandaríski kúrekinn, sem dáður er um heim allan sem tákn um hápunkt vestrænnar karlmennsku, er í raunveru- legri útrýmingarhættu. Skarðið sem hann lætur eftir sig er fljótt að fýllast af nýrri kynslóð snörusveiflandi reið- manna frá nágrannaríkinu í suðri, Mexíkó. Sannleikurinn er því miður sá að ungir Bandarikjamenn nú á dögum eru ekki tilbúnir að hlýða kalli hins frjálsa lífs í óbyggðum. Þeir láta frekar lokkast af björtum borgar- ljósum en stritinu á hestbaki klukkustundum saman. Útkoman er sú að stórbændur á því svæði sem einu sinni var kallað „villta vestrið" hafa rekið sig á að það er þvi sem næst ómögulegt að fá nú til vinnu hina alþekktu hrein- ræktuðu amerísku, sjálfstæðu og hvítu kúrekamanngerð sem John Wayne gerði svo ffæga í ótal kvik- myndum. John Wayne var löng- um fyrirmynd stráka sem sáu rómantík kú- rekalífsins í rósrauðum bjarma á hvíta tjaldinu. Nú eru strákamir fljótir að átta sig á því að þetta er erfitt og van- þakklátt starf og leita frekar að frama á öðr- um vettvangi. Texas notast þeir orðið við þyrlur við að smala saman nautgripum til merkingar og geldingar. Þá sjaldan ríðandi kúreki sést er líkiegra að hann hafi sombrero á höfði en gamaldags kúrekahatt „Þeir eru orðnir svo hóglífir og vilja að allt sé unnið með vélum“ „Þetta er okkur að kenna — eldri kynslóðin gerði þeim lífið of auð- velt,“ segir einn stórbændanna, John Morris, þar sem hann situr á útidyratröppunum sínum og horfir yfír hluta af þeim 70.000 ekrum graslendis sem tilheyra búgarði hans í suðausturhluta Wyoming. „Þeir eru orðnir svo hóglífir að þeir vilja að allt sé unnið með vélum, tölvum eða vélmennum," segir hann og hryllir við tilhugsuninni. Sjálfur er hann í svitastorknum gallabuxum eftir að hafa setið allan daginn á hestbaki og sinnt nautgrip- unum sínum. Gallinn er sá að fáir kúrekar fá yf- ir 1500 dollara í laun á mánuði eða um 90.000 ísl. kr. Þó að við bætist hlunnindi eins og ffítt fæði, hús- næði og stundum smávörubíll, dug- ir það ekki til að laða unga Amerík- ana á hestbak. „Ungir strákar vita að þeir eru ekki tilneyddir til að lifa þessu lífi,“ seg- ir Greg Baker, búgarðseigandi sem hreykir sér af þvi að vera afkom- andi Jesse James. „Þeir vita að þeir fá ekki rasssæri af þvi að sitja í for- stjórastólum.“ Sækja nú kúrekana suöur yfir landamærin Þeir Morris og Baker og fleiri stór- bændur eru famir að leita að kúrek- um á fjarlægari slóðum og hafa komist að þvi að það er enginn hörgull á þvílíku vinnuafli í Mexí- kó. Sumir eru reyndar famir að aug- lýsa eftir kúrekum í dagblöðum í Perú og Ekvador. í augum margra sunnan landamæranna em 600 doll- ara mánaðarlaun í Wyoming hreint ævintýraleg upphæð — jafnvel þó að vinnusamningurinn sé aðeins gerður til skamms tíma en stjóm- völd í Washington leyfa ekki meir. Það er enginn vafi að þessir menn em góðir kúrekar og gefa tilefni til þeirrar hugmyndar að sígarettufyr- irtækið Marlboro endurskoði kú- rekana sína í auglýsingunum, sem allur heimur þekkir, og skelli á þá sombrero í stað stetson-hattanna. Búgarðseigandinn Baker sem áður er nefhdur hefur 250.000 ekmr beit- arlands í fjórum rikjum undir sinni stjóm og hefur í vinnu fimm Mexí- kana sem hann gefur hið besta orð. Hann segir suður-amerísku kúrek- ana hafa vanist því að fá 35 dollara mánaðarlaun, en í Bandarikjunum fái þeir 600 dollara og sendi fjöl- skyldum sínum heima peningana. „Við reynum að fá Bandarikja- menn til starfa en ég býst við að við séum allir orðnir latir. Það er ekkert langt síðan við náðum í einn ná- unga ffá Boston en hann fór eftir tvær vikur. Það vantar ekki að borg- arstrákar em alltaf öðm hveiju að spyija um vinnu, en þeirra hug- mynd um kúrekastarfið er að ríða inn í sólarlagið.“ Þyrlur í staö hesta í Wyoming, sem hefur kúreka á baki bolakálfs í merki sínu, em menn vandræðalegir vegna skorts á þeirri manngerð sem tamdi „villta" vestrið á sínum tíma. Á hveiju götuhomi í bæjum þessa stóra en stijálbýla ríkis má sjá „kú- rekabari". Hins vegar sjást fáir raunvemlegir kúrekar á ferli. Gest- komandi taka eftir því að límmiðar á stuðumm bíla herma að „kúrekar gera það í hnakknum", en alltaf verður það líklegra og liklegra að sá hnakkur sé á torfæmhjóli þar sem stórbændur reyna sífellt að drýgja sem mest vinnuafl þessara fáu kú- reka sem þeir fá til starfa. í Texas, þar sem allt er stærst og mest og stórbýlin ná yfir mörg hundmð fermílna svæði, nota eig- endumir þyrlur við að smala saman nautgripum til merkingar og geld- ingar. Þessi hugmynd veldur sönn- um aðdáendum Wyatt Earp eða Billy the Kid hrolli. Efnahagsmálin hafa gengiö frá kúrekunum Dánarorsök kúrekans hefðbundna er einfaldlega efhahagsmál. Vextir hafa ætt upp úr öllu valdi undanfar- inn áratug og búgarðseigendur hafa orðið að fækka í hjörðum sínum, draga úr vélvæðingu og sameinast um vinnuafl. Lítill ágóði af rekstrin- um hefur gert bændum ógerlegt að greiða þau laun sem ungir frama- gjamir starfsmenn gera kröfur til. Og þar sem það kostar a.m.k. 500.000 dollara að kaupa miðl- ungsbúgarð og búpening geta óbreyttir kúrekar varla gert sér von- ir um að eignast sitt eigið býli einn góðan veðurdag. Þar að auki þarf sérstaka manngerð til að standa í þessum búskap, segir Baker á meðan hann fylgist með þrem mexíkönskum kúrekum sem sveifla um sig snömnum æpandi og hrópandi og smala saman á gamal- dags máta nautum sem hafa stungið af. „Við verðum að hafa starfsmenn sem við getum treyst. Þeir verða að geta komist af af eigin rammleik úti á beitilöndunum þegar veðrið verð- ur vont, og gert við girðingar og jámað hestana sína.“ Það er erfitt að skilja að líf nútima- kúreka í Ameriku geti verið erfitt þegar ekið er um 2.000 „hestagirð- ingu“ sem ilmar af salvíu. En að vetrarlagi getur frostið í Wyoming farið langt niður fyrir frostmark og hvesst skyndilega. Einn mexíkönsku kúrekanna sem vinnur fýrir Baker og hefur unnið á bandariskum búgörðum í 10 ár seg- ir þetta augljóslega of erfiða vinnu fyrir Kanana sjálfa. Hann sendir kaupið sitt til fjölskyldu sinnar rétt hinum megin við landamærin. Hann er ekki i neinum vafa um að á þeim árum sem hann hefur unnið norðan landamæranna hafi hann fylgst með því þegar bandarisk æska hefur glatað kjarkinum sem þurfti til að leggja „villta vestrið" undir sig. Aff hverju ráöa þeir ekki kúrekastelpur? í nautgriparæktarhéraðum Banda- rikjanna er álitið raddalegt að segja frá hversu mikil nautgripaeignin er eða ekramar margar. En þeir hafa orðið að sæta gagnrýni fyrir að ráða ekki fleiri konur til kúrekastarfa. Nokkrar stúlkur hafa unnið við að annast um sauðfé og til era þeir bændur sem svetja og sárt við leggja að þær séu betri í kúarekstr- inum en strákamir. En Baker, og fjölskylda hans hefiir stundað þennan atvinnurekstur í sex ættliði, tekur allt annan pól í hæðina. Hann segir ástæðuna til þess að hann ráði ekki konur til kú- rekastarfa þær sömu og hann láti ekki hryssumar sínar vera innan um hestana. „Þær myndu eyða öllum tíma sínum í karlaleit en ekki beit- arleit," segir hann og bætir við að sömu sögu sé að segja um kúrekana sjálfa. Þeir verði eins og bjánar þeg- ar kvenfólk er í nánd. IBandarískum strákum finnst starfið of erfitt og illa launað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.