Tíminn - 05.07.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.07.1990, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 5. júlí 1990 Fimmtudagur 5. júlí 1990 Tíminn 11 .. Meðferðarheimili fyrir unglinga hefur starfsemi á næstu mánuÖLim: VAXANDIVIMUEFNANEYSLU Áformað er að meðferðarheimili á vegum ríkisins fyrir unglinga í vimuefnavanda geti hafið starfsemi sína i haust. Meðferðarheim- ilið verður staðsett á Móum á Kjalamesi og er undirbúningsvinna hafin þar fyrir alvöru. Heimilið er ætlað fyrir unglinga á aldrinum 13-17 ára og gert er ráð fyrir að það geti tek- ið á móti um 50 unglingum á ári. Rekstur heimilisins og meðferðin sjálf verður með öðru sniði en þekkst hefúr hér á landi, t.d. mun meðferðin ekki taka lengri tíma en tólf vikur. Vímuefnavandi unglinga hefúr farið vaxandi á undanfomum árum og því er þörf- in fyrir heimilið mikil. Fórnarlömb kerfistregðu Að sögn Svavars Gestssonar, menntamála- ráðherra, er vímuefnaneysla vandamál sem stígur víða niður fæti í stjómkerfinu. „Þegar að þannig vandamál koma upp, er kerfið yfir- leitt algjörlega ráðalaust, og gapir ámm sam- an og veit í raun og vem ekkert hvað gera skal. Og þó sitji margir snillingar í allskonar nefndum og ráðum sem vita, að það þarf að gera eitthvað í málunum, þá tekur mörg, mörg ár að láta kerfið skilja það. Þeir em orðnir margir unglingamir sem á þessum ámm hafa í raun vem orðið fómarlömb þessarar kerfi- stregðu, sem er einkenni fyrir íslenska stjóm- kerfið. Niðurstaðan verður því sú, að það verður til samstarfsnefnd ráðuneytanna“, sagði Svavar á blaðamannafúndi á Móum í gær. Það var svo hinn 22. ágúst í fyrra sem ríkis- stjómin samþykkti stofnun meðferðaheimil- isins. Þetta var samþykkt á gmndvelli tillagna samstarfsnefndar sex ráðuneyta í ávana- og fikniefnamálum, þ.e. forsætis-, fjármála-, dómsmála-, heilbrigðis-. félagsmála- og menntamálaráðuneytis. Samþykkt þessi átti sér langan aðdraganda. Samstarfsnefnin lagði áður fyrir ríkistjómina tillögur í þessum efn- um árið 1988. í byijun ársins 1989 skipaði ríkisstjómin vinnuhóp ráðherra til að skoða og þróa þessar tillögur. Vinnuhópurinn ræddi mikið um hvort rétt væri að stjómvöld rækju slíkt heimili, eða hvort fela ætti það ákveðnum félagssamtök- um. En vegna þess hve verkefhið er sérhæft, komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að stjómvöld ættu að taka það að sér. I ágúst 1989 vom svo tillögur samstarfsnefndarinnar samþykktar sem fyrr segir. Þetta verkefni var sett ofarlega á framkvæmdalistann og sam- þykkt var að veita 6.5 milljónum til þess á ár- inu 1989. Stjómamefnd Unglingaheimilis ríkisins var falinn undirbúningur að stofnun heimilisins í samráði við samstarfsnefndina. Hafin var Ieit að hentugu húsnæði og komu tveir staðir til greina, Fitjar og Móar á Kjalamesi. Á Móum er landrými mikið, í þijú hús er að venda, og þóttu því Móar fysilegur kostur. I desember s.l. tókust svo samningar um kaup á Móum. Hrikalegar afleiðingar vímuefnaneyslu Vímuefnavandi unglinga er talsverður hér á landi. Nú er svo komið að stór hópur ung- linga á aldrinum 13-17 ára stundar nánast daglega neyslu. Líf þeirra er undirlagt vímu- efnaneyslu sem i mörgum tilvikum hefúr í för með sér varanlegan skaða eða jafhvel dauða. Erfitt er að áætla fjölda þeirra unglinga sem neyta vimuefha í miklum mæli. Ónákvæmar kannanir, sem gerðar hafa verið í skólum, hafa sýnt að um 1.5-2% unglinga á aldrinum 13-17 ára stunda alvarlega neyslu. Það gerir um 300-400 unglinga. Þó er næsta víst, að um fleiri unglinga er að ræða, þar sem þeir sem eru verst settir detta fljótt út úr skóla. Að sögn Einars Gylfa, umsjónarmanns þessa verkefnis, má skipta unglingum sem nota vímuefni í tvo hópa: Annars vegar þeir sem eru háðir vímuefhum og svo hins vegar of- neysluhópur. Þeir sem eru háðir vímuefnum em verst staddi hópurinn. Þessir einstaklingar stunda blandaða neyslu, þ.e. nota m.a. áfengi, hass, amfetamín og pillur. Þeir neyta efnanna nán- ast daglega og oft allan sólarhringinn, t.d. frá Eftir Guðmund Steingríms- son fostudegi til sunnudags. Oft koma í ljós ýmis líkamleg einkenni, t.d. þarf neytandinn sífellt meira og meira efni til að komast í vímu. Minnisleysi er einnig algengur fylgifiskur. Þar er þó ekki um að ræða að sögn Einars hið hefðbundna íslenska minnisleysi, sem gerir ofi vart við sig kortér áður en fólk lognast út af vegna drykkju, heldur man neytandinn oft ekki heilu kaflanna úr kvöldi. 1 þessum hópi er algengt að unglingar detti úr skóla og tolli ekki í vinnu nema í fáa daga í senn. Það skiptir um félagahóp og fer að um- gangast aðra „sukkara". Loks fara afbrot að verða algeng, slysfarir verða tíðari, sjúkdóm- ar gera vart við sig, sem síðan leiðir í mörgum tilvikum til sjálfsmorðs. Að sögn Einars skiptir þessi hópur tugum ef ekki hundruðum. Mun stærri hópur ungmenna er farinn að sýna ýmis merki misnotkunar, þó neysla þeirra sé ekki komin á sama stig og hjá þeim sem eru verst staddir. Þennan hóp kallar Einar ofneysluhóp. Þeir einstaklingar nota fyrst og fremst áfengi, en önnur vímuefni þegar þau bjóðast. Neysla fer fram hveija helgi og ekki er sett fyrir sig að neyta þeirra á virkum dög- um. Stór hluti þessa hóps sér að sér, en aðrir fara út í vaxandi misnotkun með þeim afleið- ingum sem áður er lýst. Einar segir vandamálið mest á höfuðborgar- svæðinu, en sé einnig til staðar í talsverðum mæli á landsbyggðinni. Þar megi finna dæmi um sveitarfélög þar sem vandamálið sé mjög mikið en það megi einnig finna önnur þar sem vandamálið þekkist varla. Mismunur er oft mikill milli nærliggjandi staða. Erlend fyrirmynd Að framangreindu er ljóst að aðgerða er þörf. Einar segir þá starfsemi fyrir unglinga sem fyrir er, ekki hafa skilað miklum árangri. Á Móum verður meðferð öðru vísi háttað en hefur tíðkast og vonast er til að meiri árangur náist. Unglingaheimili ríkisins mun reka meðferð- arheimilið að Móum eftir fyrirmynd meðferð- arstofnunar í Minnesota er nefnist Fairview Deaconess. Sú stofnun hefúr sérhæft sig í meðferð á unglingum í vímuefnavanda í 15 ár og er ein sú virtasta í Bandaríkjunum. Fjögurra manna starfshópur frá Unglinga- heimili rikisins, skipaður þeim Sigrúnu Magnúsdóttur, félagsráðgjafa, sem verður deildarstjóri heimilisins, Páli Biering, hjúkr- unarfræðingi, Magneu Jónsdóttur, sálfræð- ingi og Atla Bergmann, áfengisráðgjafa, dvaldist í 12 vikur í Minnesota og kynnti sér þær aðferðir sem þar tíðkast. Þá hefúr verið nefnt samstarf við þekktan sérfræðing á þessu sviði í Bandaríkjunum, dr. Harvey Milkman, en fyrir milligöngu hans hafa væntanlegir starfsmenn verið sendir til þjálfunar í Riverside Medical Center í Banda- rikjunum. Fimmtán manns munu starfa á meðferðarheimilinu á Móum. Kerfi í anda A.A. samtakanna Fairview Deaconess meðferðarstofúunin hefúr að leiðarljósi 12 spora kerfi í anda A.A. samtakanna, sem Unglingaheimili ríkisins hyggst einnig nota hér. Þetta 12 spora kerfi hefur verið heimfært upp á unglinga og er þar um að ræða 12 reglur sem sjúklingur á að fara eftir. Þetta kerfi byggist m.a. á því að sjúk- lingur viðurkenni fyrir sjálfúm sér að hann ráði ekki við neysluna og að hann einbeiti sér að því að lifa jákvæðu og heilbrigðu lífi. Meðferðin sjálf er á fjórum stigum. Fyrst fer fram móttaka og greining, þ.e. meðferðaþörf er metin og unnið að því að gera unglinginn mótækilegan fyrir meðferð. Þetta starf getur tekið 1-2 vikur. Þá hefst hin eiginlega með- ferð sem mun taka að jafnaði 6-10 vikur. Þar er megináhersla lögð á að hjálpa unglingnum til að sjá afleiðingar neyslu sinnar og glæða hjá honum skilning á að hann beri sjálfúr ábyrgð á árangri meðferðarinnar. í þriðja lagi verður staðið fyrir fjölskyldumeðferð, þ.e. meðan unglingurinn er innritaður er fjöl- skyldu hans boðið í meðferð sem felst í fræðslu og stuðningi í 5 daga samfleytt. Með- ferðinni lýkur svo með eftirmeðferð, þar sem unglingurinn sækir hópmeðferð og fyrirlestra í 3-6 mánuði. Til að byrja með mætir hann daglega, en síðan fer skiptunum fækkandi. Mikil áhersla er lögð á eftirmeðferðina. Að sögn Einars er ekki hugsað um orsök eða afleiðingar vímuefnaneyslunnar heldur byijar meðferðin á núllpunkti. Fjármögnun öðruvísi Að sögn Svavars Gestssonar verður fjár- mögnun meðferðarheimilisins öðruvísi en t.d. Unglingaheimilis rikisins. Unglingaheimili Svavar Gestsson menntamálaráðherra og starfsmenn nýs enduruppeldisheimilis fýrir unga fíkniefrianeytendur kynntu blaða- og fréttamönnum væntanlega starfsemi heimilisins í gær. Heimilið verður að Móum á Kjalamesi. Timamynd, Ami Bjama. ríkisins er í raun og veru rekið með gjöldum frá sveitarfélögum þeirra unglinga sem þar eru vistaðir. Þetta segir Svavar vera gallað kerfi þar sem lítil sveitarfélög treysta sér oft ekki til að senda unglinga á heimilið af fjár- hagsástæðum. Þar af leiðandi þjóni unglinga- heimilið ekki nægilega þeim jafnréttismark- miðum sem það á að þjóna. Þegar drög voru lögð að meðferðarheimilinu var ákveðið að ríkið fjármagnaði starfsemina beint. „Þetta er ekki vegna þess að ríkið vilji sitja eitt að þessu heldur vegna þess að þetta er eina leiðin til þess að tryggja það að þessi starfsemi þjóni þeim almennu markmiðum sem hún á að þjóna," segir Svavar. Mikið starf framundan Nú er mikið starf framundan svo hefja megi starfsemina í haust. Hafist verður handa að byggja upp húsnæðið og forsætisráðherra skrifaði Fasteignum ríkissjóðs bréf fyrir rúm- lega viku og fór ffarn á að Fasteignir ríkis- sjóðs annist þær ffamkvæmdir. Eitt húsið á Móum er ætlað sem einskonar miðstöð, þar verða t.d. kennslustofúr, skrif- stofúr og viðtalsherbeigi. í öðru húsi verður svefnaðstaða vistmanna og í því þriðja mun eftirmeðferðin fara ffam. Þá verður einnig hafist handa við að kynna starfsemina væntanlegum tilvísunaraðilum, þ.e. lögreglu, kennurum, bamavemdunar- nefhdum og öðrum aðilum sem koma til með að benda á unglinga sem þurfa meðferðar við. I bígerð er að stofna til samstarfs við ýmsa aðila, t.d. Rauða krossinn, bama og unglinga- deildina, áfengisdeild rikisins, SÁÁ og vímu- lausa æsku. Því samstarfi verður misjafnlega háttað eftir því hvaða stofnun á í hlut. Unglingarnir hringa og spyrja um meðferö Það er ljóst að meðferðarstofnunin að Móum er bráðnauðsynleg. Ef aðeins er einblínt á peningahliðina mun stofnunin ömgglega borga sig, því það er dýrt að gera ekki neitt; samkvæmt útreikningum Landlæknisembætt- isins kostar hver miðlungs vímuefnaneytandi rúmar tvær milljónir fyrir þjóðfélagið á ári og er þá ekki gert ráð fyrir einstaklingi, sem stundar afbrot, eða er mikið inn á stofnunum. En það em ekki peningar sem skipta sköpum hér heldur sú staðreynd að þörfin fyrir með- ferðarheimili fyrir unglinga er mjög mikil og tími ffamkvæmda í þessum málum er löngu kominn. Það sést best á því að nú þegar em foreldrar famir að spyijast fyrir um heimilið og ung- lingamir sjálfir hringja einnig í talsverðum mæli og leita upplýsinga um meðferð fyrir sjálfa sig. GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.