Tíminn - 06.07.1990, Qupperneq 2

Tíminn - 06.07.1990, Qupperneq 2
2 Tíminn Föstudagur 6. júlí 1990 Hólmavík: Nýjar kaup- leiguíbúðir afhentar Ura síðustu helgi voru sex nýjar kaup- leiguíbúðir við Austurtún á Hólmavik afhentar íbúum. Ibúðimar sex eru byggðar eftir lögum um almennar kaupleiguíbúðir og hóftist ftamkvæmdir við þær haustið 1988. íbúðimar em allar í sama raðhúsinu og er hver íbúð á tveimur hæðum, samtals tæpir 100 fermetrar að stærð. Verð hverrar íbúðar er um 9 milljónir króna. Verktaki við byggingu íbúðanna var Benedikt Grímsson á Hólmavík og vom nánast allir þættir verksins unnir af heimamönnum. íbúðunum hefúr öllum verið úthlutað og fengu færri en vildu. Allir íbúamir nota rétt sinn til kaupa á íbúðunum, en eins og kunnugt er geta íbúar kaup- leiguíbúða valið um leigu eða kaup. Hólmavikurhreppur hefúr fengið út- hlutað láni til byggingar á tveimur kaupleiguíbúðum til viðbótar og er unnið að hönnum þeirra. Stefán Gíslason Kaupleiguíbúöir við Austurtún 2-12 á Hólmavík. Árið 1990 er af hálfu Sameinuðu þjóðanna tileinkað baráttunní gegn ólæsi í veröldinni. Hér á landi hefur verið skipaður 14 manna samstarfshópur til að vinna að ýmsum verkefnum í þessu tilefni. F.v.: Svavar Gestsson menntamálaráðherra skipaði samstarfshópinn í samvinnu við íslensku UNESCO-nefhdina, Guðni Olgeirsson á sæti í framkvæmdanefnd hópsins og Guðný Helgadóttir er ritari íslensku UNESCO- nefndarinnar. Tfmamynd: Árnl „ALÞJÓÐLEGT ÁR LÆSIS“ „Lykill að betra lífi“ „Lestur er undirstaða þekkingar. Lestur er lykill að betra lífi og auk- inni lífshamingju," sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra á blaðamannafundi sem haldinn vartil kynningar á Alþjóðlegu ári læs- is og verkefnum því tengdu. Árið 1990 hefúr af hálfú Samein- uðu þjóðanna verið tileinkað barátt- unni gegn ólæsi í heiminum. Olæsi sem slikt sagði menntamálaráð- herra að væri ef til vill heldur minna vandamál hér á landi en víða annars staðar í veröldinni. Engu að síður væri talið að um tíu af hundraði grunnskólanema hérlendis ættu við lestrarörðugleika að striða. Jafn- framt væri svokallað dulið ólæsi vfða að finna. Er þar átt við erfið- leika við að tileinka sér og nýta þekkingu lesins texta. í tilefni þessa skipaði menntamálaráðherra í sam- vinnu við íslensku UNESCO- nefndina samstarfshóp fjórtán aðila undir stjóm Ingibjargar B. Frí- mannsdóttur, sem unnið hefúr að verkefnum tengdu ári læsis. Meðal verkefna hópsins var að vinna að undirbúningi áttunda septembers næstkomandi þegar haldinn verður alþjóðlegur dagur læsis. Þá verður til að mynda staðið fyrir lestri úr bókmenntaverkum í Iðnó, dagblöð hvött til að birta valda texta og ljós- vakamiðlar til að auka hlut talaðs máls á kostnað tónlistar. Atak vegna bamamenningar, á vegum menntamálaráðuneytisins, mun bæði tengjast uppákomum þann áttunda september, sem og verkefnum samstarfshópsins í heild. Verður einkum leitast við að ná inn í skóla og stuðla að auknum skilningi og þátttöku foreldra í námi bama sinna. Mælst er til að foreldrar ihugi mikilvægi þess að lesa fyrir böm sín og auki þann hluta uppeldisins ef kostur er. Alþjóðlegt markmið með ári læsis er að leitað verði leiða til að draga úr ólæsi í heiminum sem víða er sláandi. Lokatakmarkið er að ólæsi verði með öllu útrýmt árið 2000. jkb Nýr prestur í Kópavogi Sr. Ægir Sigurgeirsson, sem nýlega var kjörinn sóknarprestur í Kársnes- prestakalli í Kópavogi, var settur inn í embætti sl. sunnudag af sr. Guð- mundi Þorsteinssyni dómprófasti. Sr. Ægir Sigurgeirsson var áður prestur á Skagaströnd. Hann hefúr þegar tekið til starfa í Kársnespresta- kalli og em viðtalstímar hans í Kárs- neskirkju mánudaga, miðvikudaga og fóstudaga kl. 11.30-12.30. —sá í Arbæjarsafni Um þessar mundir em 50 ár siðan ís- land dróst inn í hringiðu síðari heims- styijaldarinnar með því að breskur her steig hér á land. Vegna þessara tímamóta hefúr Árbæjarsafh efnt til sýnmgarinnar „og svo kom blessað stríðið" um mannlíf í Reykjavík á stríðsámnum, þar sem greint er frá þeim áhrifúm sem stríðið hafði 1 Reykjavík fyrir og eftir strið. Á sýningunni em munir og myndir frá þessu tímabili Reykjavíkursög- unnar. Þótt landsmenn hafi ekki farið varhluta af hörmungum stríðsins var þetta þó í margra augum tími ffarn- fara og ævintýra. Hemámið markaði upphafið að mestu þjóðlífsbyltingu íslandssögunnar og á þessum 50 ár- um sem liðin era hefúr Reykjavík breyst úr sveitaþorpi í stórborg. í til- efni sýningarinnar gefúr Árbæjarsafn út „Hemámsfréttir", sem seldar em í miðasölu Árbæjarsafns. Á sunnudaginn mun Jassband Tóm- asar R. Einarssonar leika við Dillons- hús kl. 15-18. Sama dag verður messað i Árbæjarkirkju kl. 14. Gámaútflutningur í síðustu viku minni en leyfi var fyrir: Grænt Ijós á 30% umsókna Aflamiðlun hefúr heimilað gámaút- flytjendum sölu á 822 tonnum eða 30% af alls 2.670 tonnum sem þeir sóttu um útflutning á til Bretlands og Þýskalands í næstu viku (28. viku ársins). Jafhffamt era áætlaðar land- anir 2ja skipa á 160 tonnum af þorski og ýsu í Bretlandi og eins skips (Ögra) á 250 tonnum (aðallega karfa) i Þýskalandi. Um horfúr á fiskmörkuðum innanlands segir LÍÚ markaðina í Reykjavík, Hafnarfirði og á Suðumesjum óska eftir samtals 2.200 tonnum til sölu á viku og Fjar- skiptamarkað Vestmannaeyja vantar 340 tonn fyrir sína viðskiptavini. Samkvæmt yfirliti frá LIÚ vom um 750 tonn af fiski seld úr gámum í Bretlandi i 26. viku fyrir 131 kr. með- alverð á kíló. Þar af vom um 534 tonn af þorski og ýsu, sem er 135 tonnum minna en leyft hafði verið að selja í Bretlandi þessa sömu viku. Að meðaltali fengust um 130 kr. fyrir þorskkílóið en 148 kr. fyrir ýsuna. Þijú skip seldu afla í Bretlandi þessa sömu viku, alls um 344 tonn, fyrir 129 kr. meðalverð á kíló. Og eitt skip seldi 206 tonn, að mestu karfa, i Þýskalandi fyrir 114 kr. með- alverð. - HEI Danskt súpersalt í saltverksmiðju Hreggviður sagði að Sodinol hefði tekið yfir Sjóefnavinnsluna í byrjun þessa árs, en Sjóefhavinnslan er félag sem Hitaveita Suðumesja stofnaði um saltverksmiðju á sínum tíma. Hann sagði að Sjóefhavinnslan ætti mannvirkin, en Sodinol hefði nú heimild til þess að nýta þau til salt- ffamleiðslu. Að sögn Hreggviðar stendur Sodin- ol að baki saltffamleiðslunni, og er einnig kaupandi að þessu súpersalti sem þeir ætla að framleiða hér á landi. Danska fyrirtækið hefúr einka- rétt á vinnsluaðferðinni, en súpersalt- ið er unnið úr því sem gengur af þeg- ar búið er að framleiða venjulegt salt. Hreggviður sagði að þessi afgangur væri um fimmti hluti af því sem vinnslan skilar, og ætlunin væri að ffamleiða þama um 4000 tonn af sú- persalti á ári, en venjuleg saltfram- leiðsla yrði þá um 16-18.000 tonn. Aðspurður sagði Hreggviður að vinnsla kísils væri einnig til athugun- ar hjá fyrirtækinu, en mikill kísill gengur af við saltffamleiðsluna. Hann sagði að uppi væm hugmyndir að nota hann i sambandi við snyrti- vömffamleiðslu ef það reyndist markaður fyrir það, en þetta væri að- Danska fýrirtækið Sodinol mun taka algjöriega við rekstri Sjóefna- vinnslunnar hf. nú innan mánaðar og hefja framleiðslu á svokölluðu súpersalti, að sögn Hreggviðs Þorsteinssonar endurskoðanda, sem hefur staðið að samningum við Danina. eins spumrng um að fúllvinna það um að ræða 5-10% af heildarffam- sem þama kæmi upp og aðeins yrði leiðslu verksmiðjunnar. —só „Blessað stríðið"

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.