Tíminn - 06.07.1990, Qupperneq 3

Tíminn - 06.07.1990, Qupperneq 3
Föstudagur 6. júlí 1990 Tíminn 3 Kennaraháskóli íslands: Fræðslustjórar gagnrýna bæði námsskrá og inntöku Fræðslustjórar víða um land eru mjög ósáttir við hvemig haldið er á málum Kennaraháskóla Islands varðandi bæði inntöku nemenda og námsskrá. En ófremdarástand ríkir nú víða varðandi kennararáðningar á landsbyggðinni. Fræðslustjóri Vestfjarða hefúr gagn- rýnt að ekki skuli tekið tillit til búsetu við inntöku nemenda í skólann og tel- ur vera einblínt á einkunnir um of. Rektor Kennaraháskólans, Hjalti Hugason, er þessu ósammála og vill jafnvel meina að í Kennaraháskólan- um sé rekin nokkurs konar byggða- stefna. „Mál varðandi kennararáðn- ingar hér standa mjög illa. Eg held að við komumst ekki mikið neðar í hlut- falli milli réttindalausra og þeirra með kennararéttindi. Því eins og er eru leið- beinendur fleiri. Þá vantar viða bæði kennara og leiðbeinendur", sagði Pét- ur Bjamason fræðslustjóri í Vest- fjarðaumdæmi í samtali við Tímann. ,Jiin af skýringunum á þessu vanda- máli er sú, að Kennaraháskólinn sinnir ekki málefnum fámennra skóla og þeirra starfsháttum", sagði Pétur. Hann sagði fræðslustjóra í dreifbýli hafa um nokkurra ára skeið farið fram á, að hluti af námi kennara yrði að þeim væm kynntir kennsluhættir smærri skóla. „Þetta er vanræksla sem við höfúm reynt að fá bætta og höfúm við rætt þetta á fúndum þijú ár í röð. Und- irtektir hafa verið góðar en engar eínd- ir ennþá. Það er engin valgrein í kenn- araháskólanum sem heitir fámennir skólar eða samkennsla bekkja, þrátt fyrir þá staðreynd, að tæpur helmingur allra skóla í landinu búa við þetta kerfí. Mín krafa er, að þessi mál verði endur- skoðuð og að Kennaraháskólinn fari að útskrifa kennara sem em fiérir um og hefðu þá ef til vill frekar áhuga á að kenna í litlum skólum. Eins og er verð- ur þetta fólk, sem kemur úr þriggja ára háskólanámi, að byija á að læra hvem- ig þeir eiga að starfa", sagði Pétur. Rektor Kennaraháskólans, Haukur Hugason, sagði í samtali við Tímann að nú stæði yfir gagnger endurskoðun á kennaranáminu í heild. Við núver- andi aðstæður heíði ekki verið mögu- leiki á að koma til að mynda sam- kennslu bekkja inn sem valgrein. Sér þætti hins vegar líklegt að við endur- skoðun yrði þessi þáttur tekinn fyrir. Staðið hcfði á fjárveitingu rikisvalds- ins til endurskoðunarinnar og því hefðu ffamkvæmdir verið hægari en reiknað hafi verið með. Varðandi inngöngu í Kennaraháskól- ann benti Pétur á að svo hann þekkti til hefði einstaklingur utan af landi sótt um inngöngu í Kennaraháskólann í tvígang en verið synjað í bæði skiptin. Pétur sagði að sér þætti þetta bera vott um að einblínt væri á einkunnir um of, þegar fúll ástæða væri til að taka tillit til búsetu eins og málum væri háttað. Haukur sagði að við inntöku nem- enda væri ekki farið eftir neinum sér- stökum kvóta varðandi einstaka lands- hluta. Hins vegar taldi hann ekki rétt að einblínt væri á einkunnir heldur væri tekið viðtal við hvem einstakan umsækjenda og mál viðkomandi skoð- að með tilliti til starfsreynslu og fleira. „Þessar upplýsingar em síðan skoðað- ar í Ijósi einkunnanna", sagði Haukur. Hann bætti því við, að hjá KHI hefði verið tekið eftir þvi, að þó fólk ætti uppruna sinn að rekja til landsbyggð- arinnar væri það engin trygging fyrir því að viðkomandi flyttist heún á nýj- an leik að námi loknu. Jafnvel þó upp- haflega hefði verið sótt í námið vegna starfstækifæra heima fyrir. „Við höfúm reynt að tryggja það að framhaldsskólanemendur sætu við sama borð og nemendur af Reykjavik- ursvæðinu. Þetta er liður í þvi sem við getum kallað byggðastefnu“, sagði Haukur. jkb Leyfi borgarráðs til byggingar gistihúss: Byggir Eimskip hótel með erlendum aðilum? Eimskipafélag íslands fékk sam- þykki borgarráðs sl. þriðjudag til byggingar rúmlega 200 herbergja hótels í miðbæ Reykjavíkur, en félag- ið er leitar nú samvinnu einhvers al- þjóðlegs fyrirtækis ef af byggingunni verður, að sögn Þorkels Sigurlaugs- sonar framkvæmdastjóra þróunar- sviðs fyrirtækisins. Þorkell sagði að lóðin fyrir hótelið hefði lengi verið í eigu Eimskips, en hótelinu er ætlaður staður á Skúlagöt- unni á milli Vatnsstígs og Frakka- stígs. „Við erum búnir að vinna í því lengi að skoða möguleika á því að byggja þama hótel, - við erum búnir að ganga frá teikningum og lóðamálum, svo að það væri nú á hreinu að land- rými væri þama mögulegt", sagði Þorkell. Hann sagði að málin væm ekki enn komin á það stig að ákveðið væri, hvenær bygging hótelsins hæfist. „Það verður ekki ráðist í byggingu á þessu hóteli fyrr en búið er að fúll- vissa sig um hagkvæmni þess og fjár- mögnun og fleira, þannig að við emm ekkert að flýta okkur“, sagði Þorkell. Hann sagði einnig, að Eimskip yrði ekki nema hluthafi í fyrirtæki, sem myndi byggja þetta hótel, og það yrði ekkert endilega meirihlutaaðili í því. „Við höfum alls ekki áform um að reka það sjálfir, heldur yrði samið við alþjóðlegt fyrirtæki um reksturinn á hótelinu. Það er gmndvallaratriði að þetta hótel sé rekið þannig að það sé partur af rekstri erlendra hótelfyrir- tækja sem geta markaðssett það á nýjan hátt og inni í sínu markaðs- neti“, sagði Þorkell. Þorkell sagðist ekki geta svarað til um það hvort þörf væri á hóteli sem þessu í dag, en það væri langur tími sem færi til undirbúnings og mörg ár þar til þetta hótel yrði að vemleika. Hann sagði að viðræður við ákveðin alþjóðleg fyrirtæki væm hafhar, en ekki væri komið á fast hvaða fyrir- tæki yrði fyrir valinu. „Við emm bara að vinna heimavinn- una, og það er ekki búið að ákveða neitt endanlega að byggja þetta hótel. En með því að borgarráð er búið að samþykkja þetta og búið að ganga frá bráðabirgðateikningum emm við búnir með einn áfanga að þessu sem er mjög mikilvægur, og auðveldar áframhald málsins", sagði Þorkell. Hann sagði að ef þeir fengju aðila með sér í byggingu hótelsins, þá yrði búinn til nýr markaður í stað þess að þjóna eingöngu þeim ferðamönnum sem koma hér í dag. Síðan yrði bara að koma í ljós hvenær og hvort hótel- ið verður reist. —só Vextir: Litlar breytingar Litlar sem engar breytingar vom gerðar á vöxtum um mánaðarmótin. Vextir á skuldabréfúm hækka um 0.1% og verða því 14.1% af óverð- tryggðum og 8% af verðtryggðum. Þar með em breytingamar upptaldar. GS. Bíll brann á Isafirði Bifreið brann við íbúðarhús á ísafirði fyrir stuttu. Bifreiðin var jeppi af gerðinni Toyota og er nú ónýt. Eldsupptök em ókunn. GS. Vöruskiptajöfnuðurinn í maí: Er greiðslugetan að aukast á ný? Svo virðist sem talsvert sé að rætast úr eyðslugetu landsmanna eftir sam- dráttartímabil um langt skeið. Al- mennur innflutningur í maimánuði, annar en olía, var um 920 milljónum kr. (17%) meiri heldur en í sama mánuði í fyrra, reiknað á sama gengi bæði árin. Rúmlega 6.500 millj.kr. almennur innflutningur í maí var sömuleiðis um 2.050 millj.kr. (46%) meiri heldur en að meðaltali mánuð- ina janúar/apríl á þessu ári. Verslunargleðinnar hefúr ekki að- eins gætt hjá almenningi. Innflutn- ingur stóriðjufyrirtækjanna var nú 3- 4falt meiri en í fyrra. Og á móti var útflutningurinn einnig nær fjórðungi meiri í maí en í sama mánuði í fyrra. Hann dugði þó ekki til, því um 2.240 millj.kr. halli varð á vöruskiptum maímánaðar, sem skrifast má á 4.300 millj.kr. flugvélakaup Flugleiða m.a. Fyrstu fimm mánuði ársins nam vöruinnflutningur til landsins um 36.660 milljónum króna, sem er 10% meira heldur en á sama tíma í fyrra reiknað á sama gengi bæði árin. Að mestu er þessi aukning vegna 45% meiri innflutnings sérstakra fjárfestingarvara (flugvélamar) og 55% aukningar hjá stóriðjufyrirtækj- unum. Utflutningur á sama tímabili var um 37.410 millj.kr., sem er um 4% aukn- ing frá siðasta ári. Vöruskiptajöfnuð- urinn var því jákvæður um 750 millj.kr., borið saman við 2.800 millj.kr. á sama tíma í fyrra. Útflutn- ingur sjávarafúrða (29.800 millj.kr.) hefúr aukist um nær 15% miðað við sama tímabil í fyrra. Hjá stóriðjufyr- irtækjunum heftir útflutningur hins vegar dregist saman um meira en þriðjung milli ára. -HEI Þorsteinn Bárðarson eigandi fjórhjólsins var byrjaður aö rífa hjólið í sundur þegar myndin var tekin. Hans býður nú talsverð vinna við að hreinsa það eftir sjóferðina. Tímamynd, Ægír Þórðarson ÓK Á HJÓLIÚT AFBRYGGJUNNI Frá Ægi Þórðarsyni fréttaritara Tím- ans á Hellissandi. Mesta mildi var að ekki varð slys, þegar 17 ára piltur á fjórhjóli lenti i sjónum í Rifshöfn fyrir skömmu. Óhappið varð þegar pilturinn fékk að prófa fjórhjól sem kunningi hans hafði keypt nýlega. Var hann á keyrslu út bryggjuna og þegar hann ætlaði að stöðva hjólið virkuðu bremsumar ekki og skipti þá engum togum að hjólið steyptist beint fram af bryggjukantinum og í sjóinn, en piltinum tókst að henda sér af því í fallinu. Honum varð ekki meint af volkinu. Illa hefði getað farið ef hann hefði fengið hjólið yfir sig þar sem hjól af þessari tegund eru um 250 kg að þyngd. Greiðlega gekk að ná hjólinu upp úr sjónum en ljóst er að eigandi þess hugsar sig tvisvar um, áður en hann lánar það aftur þar sem talsverð vinna er við að hreinsa seltuna úr vél- inni og öðrum viðkvæmum hlutum hjólsins.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.