Tíminn - 06.07.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.07.1990, Blaðsíða 5
PbstúcíáguriB; pFT990 Tliflfifífr V Dómur fallinn í Hafskipsmálinu eftir fimm ára þjark: MÚSIN FÆDD EFTIR JODSÓTT FJALLSINS Sakadómur Reykjavíkur kvað í gær upp dóm sinn í Hafskipsmálinu, eftir fimm ára hildarleik þess í dómskerfinu og í fjölmiðlum. Þrír voru sakfelldir, Björgólfur Guðmundsson fyrrverandi forstjóri Hafskips var fundinn sekur um fjárdrátt Páll Bragi Kristjónsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs var sakfelldur fyrir skjalafals, og Helgi Magnússon endur- skoðandi fyrir brot á endurskoðendalögum. Fjórtán voru sýknaðir af öll- um ákærum, þar á meðal Ragnar Kjartansson stjórnarformaður Haf- skips og bankastjórar Útvegsbankans. Björgólfur og Páll Bragi voru dæmdir í fimm og tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, og Helga var dæmt að greiða 100 þúsund króna sekt, sem telst að fullu greidd með 20 daga gæsluvarðhaldi. Allir þrír voru aðeins fundnir sekir fyrir hluta af ákærunum á hendur þeim. Fjórtán hinna ákærðu voru sýknaðir af öllum kröfum ákæruvaldsins. Af starfsmönnum Hafskips, auk stjómar- formannsins, voru sýknaðir þeir Árni Árnason, Sigurþór Charles Guð- mundsson og Þórður Hafsteinn Hilm- arsson. Þá yoru sýknaðir Halldór Guðbjarnason, Lárus Jónsson, Ólafur Helgason og Axel Kristjánsson, bankastjórar Útvegsbankans, Ingi R. Jóhannsson endurskoðandi hans, svo og bankaráð Utvegsbankans. Ákæruvaldið hafði krafist óskil- orðsbundins fangelsisdóms yfir þeim Björgólfi, Páli Braga, Helga og Ragnari, en skilorðsbundins dóms yfir öðrum sem ákærðir voru í mál- inu. Dómsformaður Sakadóms í gær var Sverrir Einarsson, og meðdóm- endur hans voru Arngrímur Isberg og Ingibjörg Benediktsdóttir. Hinir ákærðu hafa fjórtán daga áfrýjunarfrest til Hæstaréttar, en ákæruvaldið, sem er í höndum Jónat- ans Þórmundssonar, sem var skipað- ur sérstakur saksóknari í málinu, hef- ur þrjá mánuði eftir að því berst í hendur dómsgerðin frá Sakadómi til ákvörðunartöku um áfrýjun. „Hafskipsmáliö sem slíkt hruniö" „Þetta kemur mér ekki á óvart, þetta er það sem ég hef reyndar vitað í þessi 5-6 ár, sem allur þessi gassa- gangur hefur staðið, og vissi að ef það kæmist eitthvað mannvit að þessu máli og það yrði rannsakað, þá yrði það óhjákvæmilegt að það færi með þessum hætti. Þannig að Haf- skipsmálið sem slíkt er hrunið - það sem aldrei var neitt", sagði Ragnar Kjartansson fyrrverandi stjórnarfor- maður Hafskips í samtali við Tímann í gær eftir að dómur var fallinn i mál- inu. Aðspurður sagði Ragnar að hann teldi að yfirvöld dómsmála gætu dregið lærdóm af mörgu í þessu máli, og af því mætti draga ályktanir, sem gætu stutt og bætt okkar rannsóknar- kerfi, svo ekki væri talað um vinnu- brögð ákæruvaldsins sem alltaf væri þörf áaðbæta. ,Á þessari stundu er það í raunveru- lega það eina sem menn þurfa að sameinast um, að loka þessari bók, hætta þessum ljóta leik en sameinast í velvilja að reyna að læra af þessu máli og draga af því ályktanir. Þá á ekki að kasta grjóti í þá menn sem að þessu komu. Það er nánast eins og hver góði maðurinn á fætur öðrum sem tengdist málinu hinum megin við borðið hafi verið haldinn ein- hvers konar álögum. Og það var ekki fyrr en farið var að rannsaka málið fyrir dómi, þá loksins i vetur sem að öllum var ljóst sem að því komu þá, að málið var hrunið, það var ekkert í því", sagði Ragnar. Hann sagði einnig að það væri mjög erfitt fyrir hann að segja til um við- brögð almennings þegar þetta mál yrði til lykta leitt. „Sjálfsagt þarf nú að fjúka af fjós- haugnum áður en sú staða verður metin. Og það er nú svona sýnu best, því það var slikt hughrifamál í skammdeginu. Það er svo oft skammdegi í íslenskri þjóðarsál", sagði Ragnar. „Þessi dómur er réttur, og hann stendur þó hann fari upp í hæstarétt!" „Þetta er mikið fagnaðareíhi, og sá dómur sem maður hefur alltaf trúað að kæmi fyrr eða síðar", sagði Axel Kristjánsson, lögfræðingur og að- stoðarbankastjóri í Útvegsbankan- um. „Ég er afar sæll með þennan dóm". Axel sagðist bera mikla virðingu fyrir því fólki sem sat í dómarasæti og treysti sér til þess að dæma i þessu máli af réttsýni, þrátt fyrir allt mold- viðrið sem hefði verið í kringum þetta af hálfu stjórnmálamanna og fjölmiðla þessi ár. ,J»ótt ég sé ekki búinn að lesa þenn- an dóm vandlega, er ég búinn að lesa það mikið, að ég er sannfærður um að þetta er réttur dómur og vel unn- inn", sagði hann. Axel sagði að það mætti læra af þessu máli það sem alltaf væri verið að gera í þjóðfélaginu og gert var í þessu máli, að verið væri að dæma menn á öðrum vettvangi heldur en á vettvangi dómstóla. „Það er harkalegt fyrir þá að þurfa að bíða í fimm ár eftir að fá svo nið- urstöðu dómstóla um að þeir séu sak- lausir af þeim ávirðingum sem búið er verið að dæma þá fyrir. Ég sam- gleðst þeim mikið og er mjög feginn þeirra vegna og náttúrulega sjálfs míns vegna líka og minnar fjöl- skyldu", sagði hann um niðurstöðu dómsins. Axel sagði að þeir starfsmenn Út- vegsbankans, sem voru ákærðir, hefðu bara verið menn í vondri að- stöðu með erfitt mál að reyna að gera sitt besta. „Við gátum ekki gert meira en við gerðum og urðum fyrir áfellisdómum þeirra sem ekki þekktu til málsins, eins og oft vill vera. En þessi dómur er réttur, og hann stendur þó að hann fari upp í Hæstarétt", sagði Axel. „Þessi 100 þúsund króna sekt hlægileg" „Ég fagna þessari niðurstöðu. Hún er i samræmi við það sem ég átti von á", sagði Helgi Magnússon, fyrrum endurskoðandi Hafskips. Gæðingadómar á landsmótinu á Vindheimamelum í gær. Muni sló í gegn í A-flokki. Fékk 9,26: Hæsta einkunn til þessa Einkunnir 16 efstu hesta i A-flokki gæðinga i gær voru eftirfarandi: 62 Muni frá Ketilsstöðum, brúnstjörn- óttur, fæddur 1981. Eigandi: Svein- bjöm Sævar Ragnarsson. Knapi: Trausti Þór Guðmundsson. Einkunn: 9,26 33 Þorri frá Höskuldsstöðum, Eyjaf, brúnn, fæddur 1975. Eigandi: Sigurður Snæbjömsson. Knapi: Jóhann G. Jó- hannsson, Akureyri. Einkunn: 8,74 11 Sörli frá Skjólbrekku, brúnn, fædd- ur 1982. Eigandi: Sigursteinn Sigur- steinsson, Skjólbrekku. Knapi: Olil Amble, Stangarholti. Einkunn: 8,70 29 Hugmynd 5820 frá Ketilsstöðum, rauð, fædd 1979. Eigandi/knapi: Beigur Jónsson. Einkunn: 8,70 93 Mímir frá Selfossi, móbrúnn, fædd- ur 1981. Eigandi: Magnús Hákonarson, Selfossi. Knapi: Einar Öder Magnús- son, Selfossi. Einkunn: 8,68 18 Dagfari ftá Sogni, Kjós, Ieirljós, fæddur 1980. Eigandi: Davið Matthías- son. Knapi: Aðalsteinn Aðalsteinsson. Einkunn: 8,64 74 Dögg frá Akureyri, brún, fædd Tillaga um vímuvarnarnefnd dö herferö í sama tilgangi: „Átak til ábyrgðar" Ti 1! ögu borgarfulltrúa Fram- sóknarfiokks, Sigrúnar Magnús- dót<ur, urn kusningu viniuvarn- ariK'fndar, er hafi það hlutverk að lcita leiða i barártunni gegn vímuefnuni, var vísað til umfjöll- unar félagsinálaráðs og íþróíta- Og tónisluudaráðs. Tiilagan var lögð fram á fundi borgarstjórnar ígæn í greinargerð með tillögunni segir, að borgaryfirvfild eigi að gangast fyrir samræmdu for- varnarstarfi með því að samhæfa starf skólanna, í þ rótt afélaga n na og annarra frjálsra félagasam- táka, kirkjunnar og starfsmanna félagsmiðstöövanna í h vcrfunum. Gcrt er ráð fyrir, að ncfndin slarfi í iiánu samráði vlð viðkom- andi fagnefndir borgarinnar. En það eru fleiri sem áhuga hafa fyrir forvarnarstarfi vegna vímu- efna því fyrir dyrum stendur að hafið verði svokallað „Átak tii ábyrgðar?. Verður markmiö her- fcrðarinnar að uppræta ósiði Og hættulegar athafnir er fylgja í kjölfar áfenglsneyslu. Megin- áhersian verður iðgð á forvarn- arstarf og ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér. Eru höfuöástæöur fyrir tilurð átaksius þær, að stuðla aó skynsemi i meðferð áfengis og vörn gegn fíkniefnum. Mun átakió ttá til eins árs og hefj- ast í þessuro mánuði, Einstakir máiaflokkar scm tekn- ir verða til umræðu, einn í bverj- um mánuði, eru ineöal annars: Fjölskyldan án víinu, útivist án áfengis, áfengi og ofbeldi og fleirí. Þá vcrður jafnframt spurt: Er víniau þess virði? f þeírri um* ræðu vcröa tckin fyrir vandamál, svo sem eyðni, glæpir, áfengis- sjúkdómar, hjónaskilnaðir, sjálfs- vígo.fl.. Aðalfjármögnunarlcið átaksins verður sala á styrktarlínu. Jafn- framt verður leitað eftir afslátt- um hjá þeim fyrirtækjum sem þjónusta verður keýpt af. Þáttur hins opinbera í átakinu cr enn sem komið er óljós. en vonast er eftir fjárstuðningi rikisins. jkb 1984. Eigandi/knapi: Baldvin Ari Guð- laugsson. Einkunn: 8,61 70 Blær frá Sauðárkróki, brúnn, fædd- ur 1977. Eigandi: Sveinn Guðmunds- son, Sauðárkróki. Knapi: Eirikur Guð- mundsson. Einkunn: 8,60 127 Neisti frá Gröf, Vatnsnesi, rauður, fæddur 1978. Eigandi: Tryggvi Egg- ertsson, Gröf. Knapi: Herdís Einars- dóttir. Einkunn: 8,58 35 Fáni frá Hala, Djúpárhreppi, brúnn, fæddur 1982. Eigandi: Marjolyn Tle- pen. Knapi: Kristinn Guðnason: Ein- kunn: 8,57 37 Penni frá Arnarholti, rauðstjömótt- ur, fæddur 1979. Eigandi: Halldór Magnússon. Knapi: Albert Jónsson. Einkunn: 8,57 47 Náttfreyja frá Höskuldsstöðum, Eyjaf., brún, fædd 1984. Eigandi/knapi: Bjami P. Vilhjálmsson. Einkunn: 8,57 17 Kolur frá Stóra-Hofi, brúnn, fæddur 1981. Eigandi: Gunnar B. Dungal. Knapi: Atli Guðmundsson. Einkunn: 8,56 104 Glófaxi frá Hólmlátri, rauðblesótt- ur, fæddur 1978. Eigandi: Högni Bær- ingsson. Knapi: Lárus Hannesson. Ein- kunn: 8,56 109 Þróttur frá Tunguhálsi II, brúnn, fæddur 1981. Eigandi: Hjálmar Guð- jónsson. Knapi: Erling Sigurðsson. Einkunn: 8,56 20 Eitill frá Akureyri, brúnn, fæddur 1984. Eigandi: Bragi Ásgeirsson. Knapi: Hinrik Bragason. Einkunn: 8,55 Ath. 9,26 er hæsta einkunn sem veitt hefur verið á móti. Helgi sagði að þessi 100 þúsund króna sekt, sem hann var dæmdur til að greiða, væri slíkt smáatriði, að honum fyndist hún í sjálfu sér skipta litlu máli. „Þarna er um að ræða formsatriði varðandi áritun, sem var einhver ágreiningur um, og skiptir í raun litlu í samhengi við þetta stóra mál, Haf- skipsmálið. Aðalatriðið er það, að tekið er undir allt sem við höfum haldið fram í fjögur ár, og ég hef haldið því fram allan þennan tíma að Hafskipsmálið væri ekkert mál. Það er a.m.k. ekkert svikamál, ekkert glæpamál og ekkert glæframál. Nú hefur þetta verið staðfest af Saka- dómi Reykjavíkur og ég er ákaflega ánægður með það", sagði hann. Helgi sagði feril þessa máls hafa verið mjög furðulegan, og taldi hann það einstakt, hvernig kerfið hefði brugðist aftur og aftur á leiðinni, og það hefði ekki hlotið faglega og mál- efhalega umflöllun fyrr en það barst Sakadómi Reykjavíkur. Hann sagði að þessi niðurstaða væri mjög þungur áfellisdómur yfir mis- takamönnum málsins, sem væru skiptaráðendur í Reykjavík á sínum tíma, saksóknari, rannsóknarlögregla og endurskoðendur þessara aðila, þar sem skýrslugerð þeirra lék mjög stórt hlutverk í þessari mistakakeðju. Helgi sagði að hann og lögmaður hans hefðu ekki tekið neina ákvörðun um hvort hann muni áfrýja dómnum. „Þetta er ekki tilefhi til neinnar áfrýjunar. Eftir fjögur ár i þessu máli og eftir allt sem gengið hefur á, þá er þessi 100 þúsund króna sekt i sjálfu sér hlægileg", sagði Helgi. —só Sumar- tónleikar á Noröuh landi Sumartónleikar verða haldnir í þremur kirkjum á Norðurlandi í júli og ágúst, og er þetta fjórða sumarið sem tónleikaferðir af þessu tagi eru farnar undir yfir- skriftinni „Sumartónleikar". Tónleikarnir verða í Húsavíkur- kirkju á fösrudögum kl.20.30, Reykjahlíðarkirkju á laugardög- um kl.20.30. og Akureyrarkirkju á sunnudögum kl. 17.00. Ymsir tónlistarmenn munu láta til sín taka á tónleikum þessum, en nú um helgina munu Kol- beinn Bjarnason flautuleikari og Guðrún Óskarsdóttir semballeik- ari hefja ferðina. Næstur í röð- inni er Kristinn Árnason gítar- leikari, helgina 20.-22. júli verða Elísabet Waage hörpuleikari og Laufey Sigurðardóttir fiðluleik- ari á ferðinni. Síðustu helgina í júlí verða þau Margrét Bóasdótt- ir sópran, Carola Biscoff sópran og Heinz Markus Göttsche með tónleika. Sönghópurinn Hljóm- eyki mun siðan slá botninn í tón- leikana fyrstu helgina í ágúst, undir stjórn Hjálmars H. Ragn- arssonar. hiá-akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.