Tíminn - 06.07.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.07.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 6. júlí 1990 Tíirtinn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Steingrimur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavtk. Sími: 686300. Augtýsingasími: 680001. Kvöldsimar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð (lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Húsnæðiskerfið Út af fyrir sig þurfa skoðanir Jóhönnu Sigurðardótt- ur félagsmálaráðherra á húsnæðismálum ekki að koma á óvart. Eigi að síður hljóta yfirlýsingar hennar um að hún stefhi að því að leggja niður húsnæðiskerf- ið frá 1986 að vekja furðu. Félagsmálaráðherra er auðvitað frjálst að segja skoðun sína, en miðað við þá stöðu sem Jóhanna Sig- urðardóttir gegnir í fjölflokkaríkisstjóra hefði hún átt að láta það koma skýrt fram að hún hefur ekki alræði til þess að ákveða líf eða dauða núverandi húsnæðis- kerfis. Banaráð sín við húsnæðislöggjöfina á hún undir ríkisstjórninni í heild, stjórnarstuðningsmönn- um á Alþingi og alþingismönnum yfirleitt. Félags- málaráðherra ætti því ekki að tala eins og sá sem valdið hefur í þessu máli. Jóhanna Sigurðardóttir veit að ekki er samkomulag í þessari ríkisstjórn um að láta húsbréfakerfið leysa al- menna húsnæðiskerfið af hólmi. Um húsbréfakerfið gildir ákveðið samkomulag sem felst í því að slíkt kerfi sé hliðargrein í heildarskipulagi húsnæðismála. Munu flestir geta fallist á að sú skipan sé skynsamleg. Ekki er á neinn hátt tímabært að breyta því megin- skipulagi sem nú er á þessum málum. Hitt er greinilegt að einstök framkvæmdaatriði hús- næðiskerfisins standa til bóta. Full ástæða er til að veita orðum ráðherrans athygli að því er varðar fjár- hagshorfur Byggingasjóðs ríkisins. Ráðherrann á að beita sér fyrir skynsamlegum umræðum um úrbætur á fjárhagsstöðu sjóðsins, enda ekki annað að sjá af nefndaráliti um það efni en að til séu færar leiðir til að koma slíkum úrbótum í kring. Þótt slík leið kunni að vera fólgin í vaxtahækkun að einhverju leyti, er með öllu ástæðulaust að afskrifa hana fyrirfram eða banna umræður um hana. Ef hægt er að sýna fram á að hög- um sjóðsins sé unnt að bjarga með einhverri vaxta- hækkun er lágmarkið að leyfa umræður um þann möguleika áður en ráðherrann fer að kveða upp dauðadóm yfir almenna kerfinu, en hefja húsbréfa- hugmyndina upp sem allsherjarlausn. Á því er m.a. sá galli að engin viðurkenndur samanburður liggur fyrir á þessum kerfum, ef annað væri einrátt en hitt útilok- að. Best er að láta þau vinna saman. Stefha Jóhönnu Sigurðardóttur sætir auk þess mikilli andstöðu í launþegahreyfingunni og meðal forráða- manna lífeyrissjóða. Hún mætir því bæði pólitískum og faglegum andbyr í þessu stórmáli. Hvað stefnu- breytingu í húsnæðismálum varðar verður aldrei framhjá því gengið að gildandi húsnæðislánakerfi er reist á sérstöku samkomulagi milli ríkisvaldsins og aðila vinnumarkaðarins. Húsnæðislánakerfíð í núver- andi mynd varð til sem liður í allsherjarsamkomulagi ríkisvalds og hagsmunasamtaka árið 1986 um efna- hagsþróun og kjaramál. Því sýnist einboðið að breyt- ingar á húsbréfakerfinu verði að ræða við þá sem stóðu að þessu samkomulagi á sinni tíð. GARRI Ólafur H. Torfason Þjóðvilja- rítstjóri vclti þvi fyrir sér i Jeið- ara sl. miðvikudag hvort álfla- stufninn sv nýtattlegur. Þaruu varpar fyrrum upplýsingafull- trúí bændaslvttarinnar fram af- bygUsverori spurningu og fyrir löngu timabaiiri. Alftastofninit hér á landi cr st.'.r. horðar mikið af litlum, viðkvæmum griisum á háléndiiiu og breytir fallegum ný- ræktuni banda í rnórautt flag á vorin. Þetta hefði rilsljórinn átt aft láta ar hann var í þjónustu þcirrar slétlai sem heíur iilúll. í gcgnum iWiua. gjalda fyrir niisvitrar ákvarðanlr mlsviturra manna. Fyrsta „patent" brást Fyrir tiokkrum árum var bænduiu skipað að draga suiuun framleiðsiu sína á kjöti vegna þess að þjóðin hafði ekki undan við að eta það. Þett a va r gert, Framleiðslan minn kaði, bændum fækkaði, en ekki milliliðum. Kj&tið varð dýrara og salan minnkaði og enn varð að minnka framlciðsluua. 'Iil aö vega upp á móti röskun byggðar var fundið upp „paleuf', sem fyrst hét refur Og síðan niinkur. Refurinn brist Og minkurinn brást og þeir sein þátt tókti eru gjaldþrota. Af hverju datt eng- um þetta fyrr í hug? Þökk sé hugmyndaríkum niunn- um. Næsta skref i inálinu er að fiuna upp nýtt „patettt". Álfta- nýtingarhugmynd Þjoðviljant- stjórans er gott innlegg í þami hugniyn dabanka. Á Iftast i d'nitin er stor og fer stækkaodi. Þar fyr- ir ufan eru álflir mjög hcppileg nytjadýr að mörgu leyfi. Þær cru hvitar að lit og sjást þar af kið- aitdi vel á töngu fa-ri og sé skyggni lélegt niú heyra i þciin kvakið langar Ieiðir. Álflir eru stórar og kjofmiklar skepnur og stórt og goit skotmark fyrir léleg- ar skytftir. t:f menn ciga ekki byssu og skot er ha'gt að drepa álftirnar i sártim (þcgar þær eru ófleygar á siimrin). en til þess þarf líklega góðan lurk. Bjargar álftin okkur á eiSeftu stundu? Uúsínan í pylsuendanum er eft- ir. Þetta lcjíit yrði ákaflega odýrt, Að visu er kjot af fuliorðum álft- um óætt og nóg af kjöti hér fyrir, en það er aukaatriði. Álftakjöt mætti til dæmts hakka niður, þurrka og köggia og tnarkaðs- setja erleudis nni sérstakl heilsu- fóður fyrir gæiudýr grænfrio- Uftga. Best væri aó gera þetfa í samráði við Greenpeace til að hafa þá góða, en Þjóðviljarit- stjórinn bendir rérfilega á að skefjalaust hvaladráp sé að dæina okkur úr leik sem alvöru friðunar- og umhverfisverndar- El þetta tækist vel gætu ísiensk- ir bandur gleymt öliura roltum og refum og snúið sér að artV bærri tttfiutningsfraraleioslu. Loksins. Gafrt VITT OG BREITT Fallíf upplýsingaauölind — Upplýsingar eru auðlind — er heiti á riti sem Samstarfsnefhd um upplýsingamál gefur út. Um er að ræða greinasafh sérfróðra manna um öflun upplýsinga, geymslu, úr- vinnslu, notkun þeirra og fleira í þeim dúr. Eins og gefur að skilja er ritið fullt upp með upplýsingar um upplýs- ingamál og nú á tímum er tölvu- tækni aldrei fjarri umfjöllun um upplýsingar og tengist mjög allri upplýsingatækni ásamt fjarskipta- tækninni og vinnur allt þetta hvað með öðru þegar svo verkast. Því er fjallað um tölvutækni að verðleik- um í ritinu sem ákvarðar að upplýs- ingar séu auðlind. A sama tíma og lýðum er gert ljóst svart á hvítu hvílík auðlegð felst í upplýsingum og notkun þeirra berst sú frétt að eitt öflugasta upplýsinga- tölvufyrirtæki landsins sé tekið til gjaldþrotaskipta. Fjölmiðlar geta enn sem komið er ekki fengið nein- ar upplýsingar um hvernig í ósköp- unum svo má verða eða vitneskju um stærðargráðu fallítsins. Máttur og dýrö Ekki er það alveg á hreinu, enn sem komið er, hvort upplýsingaöld- in marglofaða er hafin eða hvort hún er að bresta á. Tölvusalar og aðrir sem búa til og selja hugbtinað, veðsetja gagnagrunn og kuniia yfir- leitt á nýmóðins upplýsingatækni halda stíft fram, að á upplýsingaöld komist enginn af nema hafa aðgang að upplýsingum og gagnabrunnum í gegnum tölvur og fjarskipti. Þeirra verður mátturinn og dýrðin, og auð- vitað auðurinn. Illa gengur samt að fá upplýst hvaða upplýsingar þetta eru, sem gera eiga handhafa tölva og gagna- grunna að salti jarðar. Kannski maður komist að því með því að lesa bókina um að upplýsingar séu auðlind niður i kjölinn. Eitt af því sem fáftóðan langar til að vita um gildi upplýsinga, gagna- grunna og tölvugeymslu og úr- vinnslu fróðleiks er, hvers vegna öflugasta tölvu- og gagnasölufyrir- tæki landsins er farið á hausinn? Tölvu- og forritasalar ættu að vita öðrum betur hvernig nýta á upplýs- ingar og vinna úr þeim svo til hags- bóta verði, eða einhvers gagns yfir- leitt. Að minnsta kosti liggja þeir aðilar ekki á upplýsingum um hið inikla upplýsingagildi söluvöru þeirra þegar þeir eru að kynna varn- ing sinn og selja. Þá er sagt að treysta megi á bók- hald og útreikninga tölvuforritanna og allra þeirra viðamiklu upplýs- inga sem töfratólin galdra fram. En allt í einu eru sölumenn upplýs- ingaauðlindarinnar blankir og eng- ar upplýsingar fást um hvers vegna. Kannski hefur ekki vantað annað en upplýsingar um fólksfjölda á ís- landi og markaðsstærð inn í forrit- in. Það eru þá ekki einu bankarnir þar sem farið er með þær stað- reyndir eins og mannsmorð og allar efnahagsstærðir riðlast svo úr verð- ur katastrófa. Götótt gagnasöfnun A sama tíma og auðlindaritið kem- ur út og höfuðsölufyrirtæki upp- lýsinagtækni fallerar er birt niður- staða 5 ára upplýsingaöfiunar um málefhi skipafélags og úrskurður felldur í Hafskipsmálinu. Ríkissjóður hafði 100 þúsundkall upp úr krafsinu í sektarfé, en enginn mun láta tölvutækni reikna út hvað málareksturinn gegn Hafskips- mönnum og bankamönnum kostar ríkissjóð. Ætli sektarféð sé ekki á við sæmi- lega brennivínssekt sem ólátabelg- ur fær fyrir rask á almannaskikk. Tveir skilorðsbundnir dómar eru svo vægir að ekki tekur að nefha að afbrot hafi verið framin. 14 manns eru sýknaðir með öllu. Margra ára gagnasöfhun og máls- skjöl í kassavís leiða til svona nið- urstöðu og gaman væri að frétta hvort til sé svo fullkomin tölva að hún.geti reiknað út með nokkurri vissu hve mörg ársverk hafa farið í Hafskipsmálin og Útvegsbanka- málin og skyldi vera hægt að búa til forrit sem getur reiknað út hve mik- ið allt fimbulfambið hefur kostað og hverjir töpuðu og hverjir högn- uðust á öllum skruðningunum sem m.a. snarsneru öllu bankakerfmu. Hefði verið hægt að koma i veg fyrir allt þetta ef upplýsingþjóðfé- lagið hefði verið virkt þegar Haf- skipsfárið upphófst? En vonandi tekst brátt að beisla upplýsingaauðlindina svo að hún fari að minnsta kosti ekki sjálfri sér að voða á hálu svelli fjármála- og viðskiptalifs. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.