Tíminn - 06.07.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.07.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. júlí 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Einar Hannesson: Laxveiðar í sjó eru bannaðar í íslenskri löggjöf um lax- og silungsveiði eru ákvæði um að eigi megi veiða lax í sjó. Undan- tekningar frá banni þessu eru örfáar, þar sem tek- ið er fram í lögunum að lögbýli eigi rétt til laxveiði sé slíkra hlunninda getið sérstaklega í fasteigna- matinu er gilti þegar fyrrgreind lög voru sett 1933. Miklar umræður um laxveiðar í sjó hafa farið fram seihustu misseri, eins og kunnugt er, um laxveiðar í úthafinu og þá í tengslum við kaup á úthafsveiðikvóta og um ólöglegar veiðar á svonefndu „Gráu svæði" í Norður-Atlantshafi. Auk þess sem menn hafa lýst áhyggjum sínum út af vaxandi ólöglegum veiðiskap á laxi og göngusilungi við strendur landsins. Tvö síðustu ár hafa verið settar af landbúnaðarráðuneytinu tvær reglugerðir, annars vegar reglu- gerð um flutning og sleppingar laxfiska og varnir og gegn fisk- sjúkdómum og blöndun stofna sem sett var árið 1988. Hins vegar regl- ur um netaveiði göngusilungs í sjó, sem gildi tóku 2. ágúst 1989, og endurbætt útgáfa reglnanna frá 4. maí sl. Vegna reglugerða þessara er ljóst að auðveldara verður framvegis en hingað til að reina sundur löglegan og ólöglegan veiðibúnað við strendur landsins. Þá er í fyrr- greindri reglugerð sett fyrirmæli EIGI MA VEIjDA 1AXISJO LANOSSAMBAND STANGAVEIÐIFÉLAGA - LANDSSAMBAND VEIÐIFÉLAGA um fjarlægð fiskeldiskvía frá ánum og um staðsetningu hafbeitarstöðva og lágmarksfjarlægð milli þeirra. Þessu hvoru tveggja þar að fylgja betur eftir með auknu eftirliti. Stóraukin laxgengd á næstu árum með ströndum fram vegna vaxandi fiskræktar og hafbeitar á laxi mun auka ásókn i ólöglegar laxveiðar. Auk þess sem aukin friðun á laxi í úthafinu, sem fyrr var greint frá, mun skila sér í vaxandi laxgengd til heimaánna og hafbeitarstöðva. Island er víðfrægt meðal laxveiði- þjóða fyrir þá skynsamlegu lög- gjöf, að banna laxveiði í sjó, sem færir því í heimaárnar alla stjórnun og nýtingu á laxastofninum, sem leiðir aftur á móti til þess að margt er unnt að gera til umbóta á þessu sviði, eins og reynslan hér á landi hefur sýnt. Bjartsýnir menn telja að þess verði skammt að bíða að allar laxveiðar í úthafinu heyri sögunni til. Fari svo, reyndar má segja þegar í stað, þurfum við að hafa hreinan Stóraukin laxgengd á næstu árum með ströndum fram vegna vaxandi fiskræktar og hafbeitar á laxi mun auka ásókn í ólögleg- ar laxveiðar. Auk þess sem aukin friðun á laxi í úthafinu, sem fyrr var greint frá, mun skila sér í vaxandi laxgengd til heimaánna og haf- beitarstöðva. skjöld í þessum efhum og allar ólöglear veiðar á laxi hér við land að hverfa. I þessu sambandi má minna á skipulag um stjórnun veiða á sjávarfiskum og þær tak- markanir sem þar hafa komið til sögunnar á seinni árum. Allar lúta þær leyfum. Okkur sem að lax- veiðimálum stöndum sýnist að veiki hlekkurinn i þessum málum sé nú veiðiskapur utan umráðas- veiða ánna, i netlögum við sjó og úti fyrir þeim. Úr þessu þurfi að bæta. Fyrrgreind reglugerð um netaveiði göngusilungs er þar til stórra bóta, þó að fleira þurfi að koma til, svo sem aukið veiðieftir- lit, sem unnt sé að sinna í samstarfi við veiðieftirlit á vegum sjávarút- vegsráðuneytisins. FRIMERKI UR VIÐSKIPALIFINU sland: >"—< HOIH ÍJ 1 ' S»U/ 8 21oo ; ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ ¦•< !¦¦¦¦•¦•¦¦ 21oo i ¦4 V< J A <</ U. S? N, ORDIA 1-. ^AA Lundur8.-i2.ágúst <s 19 9 0 ^ yAAT/0 . ^KJA' Upphaf legar röksemdir breskra íhaldsmanna fyrir eínkavæðingu Breski íhaldsflokkurínn geröi einkavæðingu þjóðnýttra fýrír- tækja að stefnumáli í ávarpi sínu fýrír kosningamar 1979 og til- nefndi sérstaklega nýlega þjóðnýttar iðngreinar svo sem flug- vélasmíði og skipasmíðar og æskti líka hlutdeildar einkaaðila í National Freight Corporation og fólksflutningum (bus services). NY FRIMERKI Þann 28. júní komu út tvö ný íslensk frímerki á vegum Póstmálastofhunar. Myndefhi þeirra er íþróttir: bogfimi og knattspyrna. Með þessari útgáfu hefst kynning á iþróttagreinum, þar sem myndefhi frimerkjanna er keppnisíþróttir og munu tvö frímerki koma út árlega næstu fimm ár. Bogfimi er ævagömul. Fundist hafa örvaroddar sem eru um það bil 15.000 ára gamlir. Upphaflega var boginn veiði- og stríðsvopn en þegar ný og fullkomnari vopn komu til sögunnar breyttist hlutverk bogans í iþróttatæki. Elstu heimildir um bogfimi sem íþróttagrein má rekja allt aftur til 13. aldar. Hér á landi er greinin mjög ung og nánast eingöngu stunduð innan að- ildarfélaga íþróttasambands fatlaðra. Opinber umræða hófst hér á landi um skipulagt íþróttastarf fyrir fatlaða á íþróttaþingi íþróttasambands íslands árið 1972, en 17. mai 1979 varíþrótta- samband fatlaðra stofhað og varð um leið fullgildur aðili að íþróttasam- bandi íslands. í dag eru starfandi 16 iþróttafélög fatlaðra víðs vegar um landið og félagsmenn í þeim eru um 2000 talsins. Knattspyrnan er sú íþróttagrein sem einna flestir stuhda og jafnframt ein sú útbreiddasta. Hingað til lands barst knattspyrnan fyrir tæpum eitt hundrað árum og leið rúmlega hálf öld þar til stofnað var sérstakt knatt- spyrnusamband en Rnattspyrnusam- band íslands (KSÍ) var stofhað 26. mars 1947. Yfir 80 félög taka þátt í hinum ýmsu mótum KSI og 1989 voru leiknir 2332 leikir á þeim mót- um. Landsleikir íslands eru orðnir fiölmargir og fyrsti landsleikurinn viðDaniárið 1947. Verðgildi merkjanna er 21 króna hvors um sig og hönnun þeirra hafa þeir annast: Ástþór Jóhannsson og Finnur Malmquist. Þau eru prentuð hjá Joh. Enschedé en Zonen í Hol- landi. Fimmtíu stykki eru í hverri örk. Sérstimplar Þá verður flóð af sérstimplum núna í sumar. íþróttahátíð ÍSÍ, Æskan og íþróttir, fær fjóra dagstimpla í Reykjavík 28.6. til 1.7. Landsmót skáta að Úlfljótsvatni fær svo átta dagstimpla, dagana 1.7. til 8.7. og eru þeir með merki mótsins. Einnig halda St. Georgsskátar nor- rænt þing í Reykjavík og verður þvi sérstimpill á pósthúsinu í Reykjavík þann 16. júlí af þvi tilefhi með lilju St. Georgsskáta í stimplinum. Þá verður sérstimpill Frímerkjasöl- unnar á NORDIA sýningunni í Lundi, 8.-12. ágúst. Ég vildi aðeins skjóta þeirri hug- mynd að Póstmálastofnun að mikið mætti spara í gerð sérstimpla með því að nota sama form og haft er á stimplum á erlendum sýningum varðandi dagsetningar. Þar stendur í stimplinum, sbr. Nordiu, „Lundur 8.- 12. ágúst" og er þvi sami stimpillinn notaður allan tímann. Af hverju stendur ekki á sama hátt í landmóts- stimplinum „1.-8. júlí" þótt stimpill- inn sé notaður allan tímann? Þá þyrfti einnig aðeins einn stimpil þar. Sama um íþróttahátíðina. Þar mætti standa „28/6-1/7". Þetta er aðeins hugmynd sem enginn vill gera neitt með. En er ekki þess virði að athuga málið? Sigurður H. Þorsteinsson Kunnasta framsetning þessara sjón- armiða á upphafsskeiði einkavæð- ingar mun vera ræða John Moore, þá aðstoðar-fjármálaráðherra, 1. nóv- ember 1983: „Hann hóf ræðu sína á því að draga fram mikilvægi þjóð- nýttra greina í atvinnulífinu. Þær legðu til um 10% vergrar þjóðar- framleiðslu og kringum 13% heildar- fjárfestingar og hefðu 1,5 milljónir starfsmanna. ... Þær þyrftu að hlíta rekstrarreglum opinbera geirans, svo að hömlur væru á lántökum þeirra, fjárfestingu og mörgum öðrum um- svifum. Ylli það togstreitu í hugum framkvæmdarstjórnar þeirra á milli viðskiptalegra sjónarmiða og al- mannaþjónustu. Einnig vék Moore að tilraunum til að kveða nánar á um markmið þjóðnýttra fyrirtækja í hvít- bókum 1961, 1967 og 1978. Hélt hann ekki, að þær hefðu borið tilætl- aðan árangur." (Endursögn Ezra lá- varðar i Privatisation, London 1987, bls. 46-47) Breskir íhaldsmenn töldu rök sín styðja, að góð afkoma varð hjá mörg- um þeirra fyrirtækja, sem í fyrstunni voru einkavædd. En andstæðingar þeirra bentu á, að afkoma fyrirtækj- anna hefði verið allgóð fyrir og að einkavæðing þeirra hefði einmitt gengið greiðlega af þeim sökum. Var hér átt við Cable & Wireless, Associ- ated British Ports, Amersham og Na- tional Freight. Þá sögðu íhaldsmenn einkavæðingu skapa starfsfólki að- stöðu til hlutdeildar í fyrirtækjum, en andstæðingar þeirra bentu á, að því máli gegndi aðeins að marki um Na- tional Freight Corporation. Þessum umræðum var fram haldið á síðari hluta níunda áratugarins. Fara þær nú fram nálega um heim allan, jafhvel á hinum ólíklegustu stöðum. UBR Um leið og samfélagsgjald var upp tekið á Bretlandi í vor var breytt (eða niður felld) álagning útsvara á at- vinnufyrirtæki, sem bæjar- og sveit- arfélög höfðu verið sjálfráð um. I stað þess kom 1. apríl „samræmdur viðskiptaskattur" (uniform business rate, UBR) á Englandi og Wales, og tekur hann væntanlega til Skotlands innan tiðar. Jafhframt var boðað nýtt mat „atvinnufyrirtækja", en hið sið- asta er frá 1973, og verða þau hér eft- ir endurmetin fimmta hvert ár. Skráð eru á Englandi og Wales 1,6 milljón atvinnufyrirtæki. Ríkisstjórnin hefur heitið því, að heildarupphæð þessara gjalda á at- vinnufyrirtækjum hækki ekki við breytinguna, heldur muni hún nú að- eins leiða til samræmingar þeirra landshluta á milli, en útsvör þessi voru áður mjög mishá. Til dæmis hefur það undanfarin ár verið liðlega þrisvar sinnum lægra i Chelsea í London heldur en í Sheffield. í bæj- arfélögum þar sem mest hækkun verður á þessum gjöldum, mun hún fram fara á fimm árum, og ekki verða umfram 20% á ári. Stígandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.