Tíminn - 06.07.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.07.1990, Blaðsíða 8
 ..... •• ÍmÓ, y\ >> > S>/ V. > > >» í£&, " > S 't >ZÍ wám ■ IHI ■'■■■•'■ ■•■■•: Cornelio Sommaruga, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, í heimsókn á íslandi: Comelio Sommaruga, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, sem dvalið hefur á íslandi undanfama daga, hélt aftur heim á leið síðdeg- is í gær. Fyrripart dagsins var ætlunin að Mý- vatnssveit yrði heimsótt en sökum þoku var ekki hægt að lenda í Reykjahlíð eins og ráð hafði verið íyrir gert. Áætluninni var þvi breytt og flogið til Fagurhólsmýrar. „Þar feng- um við bíl, keyrðum að Jökullóni og sigldum um í sól og blíðskaparveðri. Síðan fengum við kaffi og pönnukökur með ijóma þama í litlum skála við lónið. Sommamga var mjög hrifinn. Hann er mjög ánægður með heimsóknina í heild og hlýtt til íslands. Þótt okkar framlög séu ekki há á mælikvarða annarra þjóða þá er- um við þó með og erum jaínffamt að reyna að auka þátttökuna," sagði Hannes Hauksson, ffamkvæmdastjóri RKI, í samtali við Tímann. Á meðan á dvölinni stóð hélt Sommaruga fyrirlestur í Lögbergi í Háskóla íslands. Meðal umræðuefha hans var nauðsyn þess að breyta hugarfari almennings í þá veru að vekja upp sterkari kennd mannúðar sem aft- ur skilaði sér í auknu hjálparstarfi. Sem dæmi um hugsanlegan umræðuvettvang nefndi Sommaruga mikilvægi menntastofh- ana eins og Háskóla íslands. Þá minntist Sommaruga stuttlega á fjárframlög. Engin föst framlög til RKÍ Fjárframlag íslensku rikisstjómarinnar til starfsemi Alþjóðaráðs Rauða krossins nem- ur árlega einni milljón sjö hundruð og þijátíu þúsundum króna. „Þessi heimsókn gerir mér kleift að bæði þakka íslensku ríkisstjóminni fyrir hennar framlag sem og að óska þess að framlagið verði aukið,“ sagði Sommamga. Að undanskildum dagpeningum vegna sjúklinga á sjúkraheimili RKI, sem em þeir sömu og til annana sjúkrastofnanna lands- ins, er ekki um neinar fastar greiðslur af hálfu ríkisstjómar íslands að ræða til styrkt- ar starfseminni. Að sögn Hannesar er megin- tekjulind stofnunarinnar spilakassar sem staðsettir em víðs vegar um landið sam- kvæmt leyfi dómsmálaráðuneytis. Að auki er af og til staðið fyrir sérstökum söfhunum til ákveðinna verka, merkjasölu og fleiru. „Ein af grundvallarhugmyndum Rauða krossins er að hann sé fjárhagslega sjálf- stæður og geti þannig verið óháður utanað- komandi aðilum í sínu verkefnavali. Við höfúm samt sem áður leitað til ríkisstjómar- innar um stuðning vegna einstakra verkefna og hefur því verið vel tekið. En um fast framlag er ekki að ræða. Viðhorf ríkisstjóm- arinnar hér á landi er að skattheimta sé lág og því eigi félagasamtök að geta leitað beint til almennings," sagði Hannes. Hann benti á að heildarframlag ríkisins til Hjálparstofh- unar kirkjunnar, Þróunar og Samvinnustofn- unar íslands og RKI væri ekki nema 0,05 til 0,06 af hundraði þjóðartekna. Til saman- burðar mætti geta þess að hlutfallið væri um 0,8 af hundraði á öðmm Norðurlöndum. Mikið starf Þrátt fyrir fáar tekjulindir er starf RKÍ um- fangsmikið. „Við til að mynda sjáum um Eftir Jóhönnu Kristínu Bimir ýmsa fjárfreka þjónustu sem annars yrði að veita af opinberum aðilum,“ sagði Hannes. Þar nefndi hann meðal annars átak vegna flkniefna og ungs fólks og Rauða kross hús- ið þar sem rekið er neyðarathvarf. „Við feng- um ffamlag ffá ríkissjóði til reksturs hússins í tvö ár en síðan féll það niður. Kostnaður við athvarfið er árlega um tólf milljónir. Þetta getur orðið til þess að við verðum að hætta við ákveðin verkefni,“ sagði Hannes. Á síðastliðnu ári námu heildartekjur RKÍ 272,2 milljónum króna og rekstrargjöld, sem var sniðinn stakkur samkvæmt innkomu, námu 270,2 milljónum. Auk neyðarþjónustu stóð Fræðslumiðstöð RKI fyrir fjölda námskeiða á liðnu ári, bæði í skyndihjálp, fyrir bamfóstrur, sjúkraflutn- ingamenn og fleira. Sjúkradeildir vom að- stoðaðar við kaup á sjúkrabiffeiðum, flótta- mönnum sinnt og svo mætti áfram telja. Meira en aldargömul stofnun Sommaruga minntist í Lögbergi á að þótt hjálparstarf af ýmsu tagi sé nú annast af hálfii Rauða krossins var stofnunin upphaf- lega ætluð til aðhlynningar fómarlömbum ófriðar. Rauði krossinn á upptök sín að rekja til þess er manni að nafni Jean Henry Dunant of- buðu hörmungamar í stríði sameinaðra heija Frakka og konungsríkisins Sardiniu við heri Austurríska keisaradæmisins fyrir 130 ámm. Með aðstoð kvenna og bama gerði hann sitt besta til að hlúa að særðum hermönnum en mátti sín lítils þar sem fjöldi særðra skipti þúsundum. Þjáningin sem Dunant hafði orðið vitni að ásótti hann og varð þess valdandi að hann skrifaði bók um minningar sínar ffá ormstuvellinum. Þessi bók vakti athygli margra háttsettra ráðamanna. En í henni vom einnig reifaðar hugmyndir Dunants um stofnsetningu fjölda smárra hópa er stunduðu hjálparstarf þar sem þess gerðist þörf, undir vemd alþjóða- sáttmála. I kjölfar þessa var stofhsett svo- kölluð nefnd hinna fimm til að vinna að ffamgangi málsins. Árið 1863 kallaði nefhd- in til fúndar í Genf þar sem þátttakendur vom fulltrúar sextán þjóða og fjögurra hjálp- arsamtaka. Ári síðar undirrituðu þessar þjóð- ir Genfarsáttmálann um meðferð stríðs- fanga, umönnun sjúkra, særðra og fallinna í styijöldum auk ffiðhelgi sjúkrahúsa, starfs- manna og annars sem merkt væri Rauða krossinum. MEIRA TIL MANNU ARMALA Meðan Comelio Sommamga dvaldi hér á landi sæmdi Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, hann oröu RKÍ. Tímamynd Áml Bjama Rauður kross eða hálfmáni Merkið sjálft, rauður kross á hvítum grunni, var tekið upp um svipað leyti. En ffam að þjóðlönd einkennt hjálparflokka sína á mis- munandi hátt. Til heiðurs Dunant, sem var Svisslendingur, var fánalitum Sviss einfald- lega snúið við þegar merkið var valið. Þó krossmerki sé venjulega tengt kristni er ffekar einni stefnu í trúmálum en annarri. Samt sem áður gerðist það árið 1876 að Ottoman samtökin, er stunduðu hjálparstarf í striði milli Rússlands og Tyrklands, tóku upp annað merki. Það merki er rauður hálfmáni á stofhun Rauða krossins höfðu hin ýmsu merki Rauða krossins ekki á neinn hátt tengt hvítum grunni og er í dag notað í mörgum þeim löndum þar sem Islam er þjóðtrú. Þetta merki hefúr hlotið sömu viðurkenningu og hið upphaflega merki. Hin sjö boðorð Rauða krossins ef svo mætti kalla, gefa góða hugmynd um núver- andi markmið. Þau eru mannúð, hlutleysi hvað varðar þjóðemi, kynþátt, trúarbrögð, þjóðfélagslega stöðu og skoðanir einstak- linga, hlutleysi varðandi stjómmálastefnur og trúarbrögð ríkja, fjárhagslegt sjálfstæði, sjálfboðaþjónustu, eining og jöfnuður hvað varðar réttindi og skyldur allra aðildarrikja. Sommaruga sagði í fyrirlestrinum að enn væri meginmarkmið Rauða krossins að koma til hjálpar á striðshrjáðum landsvæð- um. Að vísu hefðu baráttuaðferðir þjóða breyst mikið í gegnum tíðina en það hefði ekki dregið úr þörfinni á hjálparstarfi heldur þvert á móti. Ennfremur væri nú svo komið að fólk á vegum RK stundað öflugt hjálpar- starf hvort sem um striðshörmungar eða þjáningar af völdum annarra hluta væri að ræða. Sommaruga gerði í fyrirlestri sínum nokkra grein fyrir víðfeðmi starfseminnar. En sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins eru í dag dreifðir um Afríku, Suður-Amer- íku, Asíu, Mið-Austurlönd og austurhluta Evrópu. Fimm íslendingar í hjálpar- störffum erlendis á árinu Það sem af er þessu ári hafa fimm í slending- ar unnið við hjálparstörf víðs vegar um ver- öldina. Þar er bæði um að ræða verkfræðing sem var í Eþíópíu, skurðlækni í Thailandi og hjúkrunarffæðinga í Afganistan, Pakistan og Armeníu. Bæði Alþjóðanefnd Rauða krossins sem og einstakir meðlimir innan stofnunarinnar hafa verið heiðraðir á ýmsan hátt fyrir einstakt starf í þágu mannkyns. Vemdari Rauða krossins hér á landi og forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, sæmdi til að mynda Som- mamga orðu RKI á meðan á dvöl hans stóð. Dunant vom á sínum tíma veitt ffiðarverð- laun Nóbels og Alþjóðaráðið hefúr hlotið þau verðlaun í þrígang. Leita týndra blaðamanna Jafnffamt beinu hjálparstarfi fer fram ýmiss konar starfsemi önnur á vegum Rauða kross- ins. Má þar meðal annars nefna mánaðarlegar útvarpssendingar ffá Sviss. Þá er gerð grein fyrir starfseminni, tekin viðtöl við starfandi sjálfboðaliða og fyrirspumum svarað. Jafn- framt gegnir útvarpsstöðin því hlutverki í mannmörgum styrjöldum að veita upplýs- ingar um striðsfanga, særða og látna. í heimsstyijöldinni síðari vom til að mynda lesin upp nöfn um 600 þúsund stríðsfanga og þeirra sem saknað var, á sautján tungumál- um. „Hot line“ er ekki aðeins nafn sem notað er um beint símsamband milli Kreml og Hvíta hússins. Heldur hefúr nafnið einnig verið tekið upp fyrir símþjónustu sem gegnir því hlutverki að taka við upplýsingum um blaða- menn og aðra sem týnast við skyldustörf í hinum margvislegustu heimshlutum. Þegar hjálpar hefúr verið leitað taka hjól Rauða krossins að snúast og haft er samband við alla þá útverði í neti samtakanna sem hugs- anlega gætu veitt upplýsingar um viðkom- andi. Finnist hinn týndi á lífi leitar Rauði krossinn leyfis til að mega veita læknishjálp og koma skilaboðum ffá aðstandendum og öðrum áleiðis. Hafi sá sem leitað er látið líf- ið er haft samband við aðstandendur og því næst þau samtök sem málið varðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.