Tíminn - 06.07.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.07.1990, Blaðsíða 9
3s Rauða krossins, í heimsókn á íslandi: NNUÐARMALA * ; - s, hann orðu RKf. Tímamynd Árnl Bjama frekar einni stefriu í trúmálum en annarri. Samt sem áður gerðist það árið 1876 að Ottoman samtökin, er stunduðu hjálparstarf í stríði milli Rússlands og Tyrklands, tóku upp annað merki. Það merki er rauður hálfrnáni á hvítum grunni og er í dag notað í mörgum þeim löndum þar sem Islam er þjóðtrú. Þetta merki hefur hlotið sömu viðurkenningu og hið upphaflega merki. Hin sjö boðorð Rauða krossins ef svo mætti kalla, gefa góða hugmynd um núver- andi markmið. Þau eru mannúð, hlutleysi hvað varðar þjóðemi, kynþátt, trúarbrögð, þjóðfélagslega stöðu og skoðanir einstak- linga, hlutleysi varðandi stjórnmálastefnur og trúarbrögð ríkja, fjárhagslegt sjálfstæði, sjálfboðaþjónustu, eining og jöfnuður hvað varðar réttindi og skyldur allra aðildarríkja. Sommaruga sagði i fyrirlestrinum að enn væri meginmarkmið Rauða krossins að koma til hjálpar á stríðshrjáðum landsvæð- um. Að vísu hefðu baráttuaðferðir þjóða breyst mikið í gegnum tíðina en það hefði ekki dregið úr þörfinni á hjálparstarfi heldur þvert á móti. Ennfremur væri nú svo komið að fólk á vegum RK stundað öflugt hjálpar- starf hvort sem um stríðshörmungar eða þjáningar af völdum annarra hluta væri að ræða. Sommaruga gerði í fyrirlestri sínum nokkra grein fyrir víðfeðmi starfseminnar. En sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins eru í dag dreifðir um Afríku, Suður-Amer- iku, Asíu, Mið-Austurlönd og austurhluta Evrópu. Fimm íslendingar í hjálpar- störfum erlendis á árinu Það sem af erþessu ári hafa fimm íslending- ar unnið við hjálparstörf víðs vegar um ver- öldina. Þar er bæði um að ræða verkfræðing sem var í Eþíópíu, skurðlækni í Thailandi og hjúkrunarfræðinga í Afganistan, Pakistan og Armeníu. Bæði Alþjóðanefhd Rauða krossins sem og einstakir meðlimir innan stofnunarinnar hafa verið heiðraðir á ýmsan hátt fyrir einstakt starf í þágu mannkyns. Verndari Rauða krossins hér á landi og forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, sæmdi til að mynda Som- mamga orðu RKÍ á meðan á dvöl hans stóð. Dunant voru á sínum tíma veitt friðarverð- laun Nóbels og Alþjóðaráðið hefur hlotið þau verðlaun í þrígang. Leita týndra blaðamanna Jafhframt beinu hjálparstarfi fer fram ýmiss konar starfsemi önnur á vegum Rauða kross- ins. Má þar meðal annars nefha mánaðarlegar útvarpssendingar frá Sviss. Þá er gerð grein fyrir starfseminni, tekin viðtöl við starfandi sjálfboðaliða og fyrirspumum svarað. Jafh- framt gegnir útvarpsstöðin því hlutverki í mannmörgum styrjöldum að veita upplýs- ingar um stríðsfanga, særða og látna. í heimsstyrjöldinni síðari vom til að mynda lesin upp nöfh um 600 þúsund stríðsfanga og þeirra sem saknað var, á sautján tungumál- um. „Hot line" er ekki aðeins nafn sem notað er um beint símsamband milli Kreml og Hvíta hússins. Heldur hefur nafnið einnig verið tekið upp fyrir símþjónustu sem gegnir því hlutverki að taka við upplýsingum um blaða- menn og aðra sem týnast við skyldustörf í hinum margvíslegustu heimshlutum. Þegar hjálpar hefur verið leitað taka hjól Rauða krossins að snúast og haft er samband við alla þá útverði i neti samtakanna sem hugs- anlega gætu veitt upplýsingar um viðkom- andi. Finnist hinn týndi á lífi leitar Rauði krossinn leyfis til að mega veita læknishjálp og koma skilaboðum frá aðstandendum og öðrum áleiðis. Hafi sá sem leitað er látið líf- ið er haft samband við aðstandendur og því næst þau samtök sem málið varðar. §11 . >:¦>: ¦?:¦:$::: .. ........ .¦....;.:.>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.