Tíminn - 06.07.1990, Side 13

Tíminn - 06.07.1990, Side 13
Föstudagur 6. júlí 1990 Tíminn 13 rkvi\i%ði) ■ Hnr Þórshöfn - Raufarhöfn - Nærsveitir Guðmundur Bjarnason ráðherra veröa til viðtals sem hér segir: Félagsheimilinu Raufarhöfn föstud. 6. júlí kl. 20.30. Framsóknarflokkurinn. Vorhappdrætti Framsóknarflokksins 1990 Dregið var í vorhappdrætti Framsóknarflokksins 15. júní. Vinnings- númer eru sem hér segir: 1. vinningur nr. 29352 2. vinningur nr. 14359 3. vinningur nr. 38822 4. vinningur nr. 8039 5. vinningur nr. 13391 6. vinningur nr. 33369 7. vinningur nr. 14360 8. vinningur nr. 14874 9. vinningur nr. 127 10. vinningur nr. 33064 11. vinningur nr. 2606 12. vinningur nr. 6749 13. vinningur nr. 17642 14. vinningur nr. 29032 15. vinningur nr. 13417 Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá úrdrætti. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-21379. Framsóknarflokkurinn Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofur Framsóknarflokksins að Nóatúni 21 verða lokaðar frá og 'með 2. júní 1990, vegna sumarleyfis starfsfólks. Framsóknarflokkurinn. Frá SUF Hannes Karlsson hefur verið ráðinn starfsmaður SUF vegna þings þess sem haldið verður í lok ágúst. Hægt verður að ná í Hannes í síma 686300 alla virka daga milli kl. 9-13. SUF Garðsláttur Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224 eftir kl. 18. Geymið auglýsinguna. LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? - SPRUNGIÐ? Viðgerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum — járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin —Sími 84110 Vill losna við glans- ímyndina Leikkonan Cybil Shepherd, þekktust úr þáttunum „Moon- lightning", er nú orðin fertug og fmnst kominn tími til að sanna það og sýna að hún geti leikið annað en glæsikvendin innantóm. Hún stendur á timamótum i lífi sínu og vill sýna hvað virkilega í henni býr. Cybil fékk góðan stuðning ffá Woody Allen er hann bauð henni hlutverk í nýjustu mynd sinni. Þar leikttr hún á móti William Hurt og Miu Farrow. Þetta nýja hlutverk hennar er töluvert ffábrugðið hin- um fyrri. Tökum á myndinni er lokið en ekki hefur myndin enn fengið titil. Cybil lætur ekki þar við sitja. Nú er hún stödd í Thailandi og vinnur að sjónvarpsmynd. Þetta er mynd um bandaríska hjúkrunarkonu, sem Cybil leikur, sem hjálpar munaðar- lausum flóttabömum ffá Kambód- íu. Cybil er orðin mjög þenkjandi kona og vinnur mikið að pólitísk- um málum. Ekki seinna vænna. Cybil Shepard aö störfum í Thailandi. „Við áttum enga peninga" - en nú eru breyttir tímar Það voru virkilega erfiðir tímar hjá Danny De Vito og Rheu Perlman, þegar þau vora ungir leikarar í New York í leit að vinnu. „Þetta var erfitt tímabil og við urðum grænmetisætur - ekki vegna þess að okkur langaði til þess, heldur höfðum við ekki efni á kjöti“, segir Rhea sem við þekkj- um úr þáttunum „Staupasteini" (Cheers). A þessum tíma hafði hvoragt þeirra vinnu. Einn vinur þeirra útvegaði Rheu seinna vinnu sem þjónustu- stúlka en það var mjög illa borgað starf. „Við vorum skuldug upp fýrir haus og klæddumst notuðum og ódýram fötum því við áttum enga peninga", segja þau. En þau höfðu hvort annað og vora mjög ástfangin. „Það komu oft tímabil þar sem ég var alveg að gefast upp og haíði fengið nóg af því að vera fátækur", segir De Vito. „En það var Rhea sem gaf mér styrk í gegnum öll þessi ár og það er henni að þakka að ég hef sjálfstraust“. De Vito, sem í dag er44 ára gamall, fékk sitt fyrsta tækifæri í framhalds- þáttunum „Taxi“ en á nú maigar myndir að baki t.d. „Throw Momma From the Train" og „Twins“. í dag hafa De Vito og Rhea, sem er 39 ára, alla þá peninga sem þau munu nokkum tímann þarfnast. Þau eiga stórt hús þar sem er nóg rúm fyrir þau ásamt syni þeirra Jake, sem nú er þriggja ára gamall. „Það er yndislegt að þurfa aldrei aftur að hafa áhyggjur af peningum", segir De Vito. „Rhea gaf mér styrk í gegnum öll þessi ár“, segir De Vito. Hér sjást hjónin saman. Þau eru enn jafn ástfangin í dag.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.