Tíminn - 06.07.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.07.1990, Blaðsíða 14
. - I > I I 14 Tíminn Föstudagur 6. júlí 1990 Kínverjar taka menn af Itfi með byssukúlu en gæta þess aö skotið skaði ekki það líffæri sem sóst er eftir (hvert skipti. Líflátnir Kínverjar líffæragjafar Stjórnvöld í Kína hafa hlotið mikla gagnrýni fýrír að hafa stundað aftökur í stórum stfl fyrír pólitísk afbrot síðan þeir brutu á bak aftur lýðræðishreyfinguna með blóðbaðinu á Torgi hins himneska fríðar í júníbyrjun í fyrra. Nú er það komið frarn í dagsljósið að nýru hinna líflátnu hafa veríð grædd í þurfandi sjúklinga. Kínverskir læknar hafa lagt fram aðstoð sína við því sem næst hverja einustu aftöku síðan í júní i fyrra. Mörg líffæranna hafa verið seld Kínverjum, búsettum erlendis, sem hafa farið til Kína til að gangast undir aðgerðina. Líffæraflutning- arnir, sem kosta allt að einni milljón ísl. kr., hafa hrundið af stað sterkri gagnryni um að Kínverjar séu með þessari aðferð að afla sér harðs gjaldeyris. Ekki fengiö leyfi hinna dæmdu né fjöl- skyldna þeirra Þessi siður hefur verið stundaður án þess að aflað hafí verið leyfis hinna dæmdu eða fjölskyldna þeirra, í trássi við alþjóðlegan samning gegn pyntingum og öðrum grimmdarlegum, ómannúðlegum eða litillækkandi aðgerðum, sem Kínverjar undirrituðu 1986. Al- þjóðlegar mannréttindastofnanir hafa skorað á Kínverja að leggja þennan sið niður. Kínversk yfírvöld viðurkenna að hafa tekið 700 manns af lífi á und- anförnu ári, en Amnesty Interna- tional álítur þá vera miklu fleiri. Flestir hinna Hfiátnu voru dæmdir glæpamenn. En Asia-watch, mann- réttindasamtök sem aðsetur hafa í New York, hafa skráð aftökur á 41 þeirra sem tóku þátt í lýðræðismót- mælunum. Auðugir erlendir Kínverjar á biðlista Margir auðugir Kínverjar erlendis, þ.á m. nokkrir frá Hongkong, eru á biðlista hjá kínverskum sjúkrahús- um, fyrst og fremst í Guangdong- héraði, til að fá grædd í sig líffæri. Flestum þeirra er ljóst að nýrun sem þeir fá eru úr líflátnu fólki. Venjulega lætur kínverska lögregl- an sjúkrahús vita fyrirfram þegar aftaka stendur fyrir dyrum. Þá er sjúklingum gert viðvart símleiðis, með telex eða faxi, að fljótlega verði nýra til reiðu, svo að þeir geti verið mættir á sjúkrahúsið í tíma. Nýrun eru fjarlægð skv. gamal- grónum siðum. Hefðbundin kin- versk aftökuaðferð er byssuskot í hnakkagrófina sem er kjörin til að gefa læknum tækifæri til að sækja nýtanleg liffæri, s.s, nýru. Aftökurnar skipu- lagðar með tilliti til nýtingar líffæra En þeir sem láta sig mannréttindi skipta segja að aftökurnar séu svo nákvæmlega skipulagðar að ef þörf sé fyrir augu séu fangar skotnir í hjartað. Yfirvöldin tryggja líka að þeir sem eiga aftöku yfir höfði sér séu ekki pyntaðir þannig að hætta sé á að líffæri bíði skaða af. Þegar að aftöku lokinni er lík fang- ans flutt í sjúkrabíl af aftökustaðn- Ekki er vrtað hvaða örlög hann hefur hlotið ungi andófsmaðurinn sem heriögreglan hefur hértekið fastan. En kannski eru nýrun hans þegar tarin að gagnast einhverjum núlrfandi. um þar sem læknir nemur líffærin brott. Þá fyrst er gengið frá líkinu og líffærin flutt með hraði til sjúkrahússins. Nýrnaflutninginn verður að framkvæma innan 12 klukkustunda. Nanfang-sjúkrahúsið í Kanton er annað tveggja sjúkrahúsa í suður- hluta Kína sem er sérhæft í líffæra- flutningum. Á nýliðnum árum hafa a.m.k. 50 nýrnaflutningar verið framkvæmdir þar á ári, flestir á er- lendum Kínverjum. Þar eru tvær álmur sem eingöngu eru ætlaðar út- lendingum, og skrifstofa í Hong- kong auglýsir þá þjónustu í blöðun- um á staðnum. Kínverskum sendiráð- um uppálagt að þegja Kínversk sendiráð erlendis, sem gera sér ljóst að slikur siður hlýtur að valda hryllingi erlendra þjóða, einkum og sér í lagi eftir fjölda- morðið á Torgi hins himneska frið- ar, hafa ströng fyririnæli um að neita að nýru séu tekin úr líflátnum föngum. En fúlltrúi Nanfangs- sjúkrahússins í Hongkong segist ekki „sjá neitt ósiðlegt eða hneyksl- anlegt" við þennan sið. Formaður félags nýrnasérfræðinga í Hongkong, sem vísar sjúklingum með ólæknandi nýrnabilun til kín- verskra sjúkrahúsa til að fá ný nýru, hefur staðfest að þau komi frá líf- látnum glæpamönnum. Hann bætir þvi við að nauðsynlegt sé að sjá þessa venju í samhengi og styðjast ekki við vestrænt siðferði- legt mat. „Þetta eru glæpamenn. Af hverju ætti að fá samþykki þeirra fyrir þessu þegar það á hvort sem er að taka þá af lífi? Það er ekkert verra fyrir þá að gera eitthvað fyrir aðra áður en þeir deyja." Þetta er í samræmi við kínverska formið á Búddisma, sem segir að ef einhver deyr öðrum til góðs dragi það úr þvi illa sem hann hefur gert um ævina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.