Tíminn - 07.07.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.07.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 7. júlí 1990 TÍMINN MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason Skrifstofur Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sfml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaöaráskrift kr. 1000,-, verö I lausasölu I 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hafskipsmálið Fyrstu spumingar sem koma upp í huga margra eftir dóm Sakadóms Reykjavíkur í Hafskipsmál- inu em: Var reitt of hátt til höggs í ákæmm í mál- inu? Var málið þanið óþarflega út? Því er ekki að neita að ýmsum hlýtur að finnast að það svar sem lesa megi út úr dómsniðurstöð- unni við slíkum spumingum sé á þann veg, að ákæmvaldið hafi teygt sig eins langt og hægt var. Staðreyndin er sú að af 17 einstaklingum sem ákærðir vom, vom 14 sýknaðir af öllum ákæmat- riðum, en 3 hlutu dóma fyrir tiltekna ákæmliði. Þeir sem dóma hlutu fengu tiltölulega vægar refs- ingar miðað við það hversu umfangsmikið allt þetta mál var orðið í almannaumræðu. Þótt svo kunni að sýnast að Hafskipsmálið hafi skroppið talsvert saman, ef samanburður er gerð- ur á ákæruatriðum og niðurstöðum sakadóms, er engin ástæða til að almenningsálitið fari nú að hella sér yfr ákæmvaldið fyrir að sjá sök hjá fleir- um en tilefni reyndist til. I máli af þessu tagi er ákæmvaldinu mikill vandi á höndum. Vissulega verður ákærandi að gæta meðalhófs í því hverja skuli ákæra, en hafa ber í huga að sum mál eiga það til að komast á það stig í almannaumræðu að það kann að verða öllum í hag að dómur Ijalli um það, en ekki ákæmvaldið eitt. Þótt niðurstaða sakadóms sé sú að flestir sakbominga em sýkn- aðir af ákæmatriðum, og þótt slíkt sé sannarlega ánægjuefni sem vert er að samgleðjast þeim með, er það eigi að síður fmmstæður skilningur á lög- um og rétti, að ætla síðan að bregða ákæmvaldinu um refsigleði í þessari málsmeðferð. Hitt er annað mál að Hafskipsmálið hefur lengi velskt í dómskerfinu og þeir sem legið hafa undir sök hafa orðið að þola alltof langa bið eftir dóms- niðurstöðu. Hér em engin skilyrði til þess að meta réttmæti þess dráttar sem meðferð þessa sérstaka máls hefur sætt. Þar fýrir er ekki hægt annað en að benda dómsmálastjóminni, reyndar ríkisvald- inu í heild, á nauðsyn þess að kanna hvort dóms- mála- og lögeglukerfið í landinu sé nægilega traust í þeirri merkingu, að það ráði fyllilega við þau verkeíhi sem að því ber í vaxandi mæli. I því sambandi er vert að minna á vöxt gjaldþrota stórra og smárra fyrirtækja, sem sæta lögreglu- og sakadómsmeðferð og reynir mjög á afkasta- getu dóms- og lögreglukerfisins, auk annarra vandasamra mála sem þeim ber að sinna. Eins og þessi mál horfa við er því tímabært að dómsmálaþætti ríkisvaldsins verði sinnt af aukn- um þrótti. Dómsmálaráðuneytið á ekki að vera nein pólitísk afgangsstærð, sem því miður hefur verið um alllangt árabil. í þessu felst ekki ásökun á hendur núverandi dómsmálaráðherra. Pólitískt áhugaleysi á dómsmálum er ekki bundið við síð- ustu misseri. TJ X X ELST LÍTUR út fyrir að sá lýðræðisheimur, sem við lif- um í, sé miklu hugfangnari af byltingum en oft er látið í veðri vaka. Varla er svo talað um fram- farir og endurbætur í stjómmálum og efhahagsmálum að slíkt þurfi ekki að gerast með byltingu, að vísu ekki blóðugri, ef hægt er að komast hjá henni, en þó með svo snöggum umskiptum í tíma og rúmi að skilin verði sem allra greinilegust. Jafnvel smáborgara- legir hæglætismenn á borð við danska utanríkisráðherrann fagna því að árið sem leið var „bylting- arár“, enda stóð líka svo á að Frakkar efndu til gríðarlegra há- tíðahalda til þess að minnast 200 ára afmælis stjómarbyltingarinn- ar miklu 1789 og ekki laust við að þeir hrifú allan heiminn með sér um að dásama þessa tveggja alda gömlu byltingu og hvílíka bless- un hún hefði fært mannkyninu. Blessun byltinga Að vísu var það ekki tóm bless- un sem franska stjómarbyltingin færði heiminum, enda haft eftir nafngreindum ffönskum ráða- manni að byltingarafmælið væri ekki haldið til þess að minnast fallöxarinnar, heldur hins góða sem byltingin leiddi af sér. Frakk- landsforseti sjálfúr, Francois Mitterand, lét hins vegar svo um mælt að hann vildi minnast þess- arar byltingar í heild sinni, með góðu og illu, byssukúlum og blóðsúthellingiun, draumum og vonum, banaráðum og bróður- hug. Enda em byltingar ekki gerðar til að myrða fátæklinga, eins og einhver sagði, eða ganga af frelsinu dauðu. Er byltingum þó hvort tveggja lagið. En svo eðlilegt sem það kann að hafa verið að Frakkar héldu upp á þennan frægasta viðburð sögu sinnar með skrautsýningum og lúðrablæstri, sem endurómaði um alla Evrópu, varð það nú samt ekki reyndin að árið 1989 yrði að- eins frægt sem byltingarafmælis- ár, heldur er það rétt sem Uffe Ellemann-Jensen sagði við annað tækifæri að þetta liðna ár væri raunvemlegt byltingarár. A örfá- um mánuðum, í allt að því skipu- legri röð atburða, hrundi stjóm- kerfi og ffamleiðsluskipulag, sem var sameiginlegt ýmsum Austur- og Mið-Evrópuríkjum, eins og þegar spilaborg hrynur undan missmíðum sínum. Nú er það að vísu ekki nema hálfúr sannleikur að hvort tveggja hafi hrunið sam- timis stjómskipulagið og ffam- leiðslukerfið. Þótt efhahagskerfi Sovétríkjanna og alþýðulýðveld- anna hafi reynst svo gallað að það stóð ekki undir lágmarkslífkjör- um þróaðra landa, var stjóm- skipulagið þó enn verra með sínu þrúgandi miðstjómarvaldi, flokk- seinræði og takmörkun mannrétt- inda, sem lýsti sér í höftum á mál- ffelsi, fundafrelsi og ferðafrelsi. Bylting kapitalismans Það virðist henta þeirri bylgju auðhyggjunnar sem nú flæðir yfir vestræn lönd, að gera sem mest úr ágöllum ffamleiðslu- og efha- hagsskipulags leninismans — sem út af lyrir sig er auðvelt — til þess að fá tækifæri til að hefja óheftan kapitalisma á stall, þ.e.a.s. þá efhahags- og viðskipta- heimspeki sem segir að arðsvon af auðmagni eigi algerlega að ráða efhahagslífinu án íhlutunar opinbers valds að öðm leyti en því sem slíkt þjónar beinlínis markmiðum peningaávöxtunar, fégróðans. Það er af þessum ástæðum að því er haldið harðast ffam í umræðum um byltingamar í Austur- og Mið- Evrópu að það hafi fyrst og ffemst verið efhahagskerfið sem brást í þessum löndum — sem það auð- vitað gerði — og hversu vond sem stjómskipunin var dugi ekki það eitt að breyta stjómkerfi í lýð- ræðisátt ef ekki verður snarlega skipt yfir í hreinan kapitalisma hvað snertir elhahags- og við- skiptakerfið. Þessi röksemda- færsla á að sýna ffam á að lýðræði og kapitalismi séu eitt, eða eins og það er oftast orðað með mild- ara orðalagi, að aðeins „markaðs- búskapur" tryggi lýðræðislegt stjómarfar og mannréttindi og því sé hann ekki aðeins eftirsóknar- verður af fésýslumönnum, heldur öllum þjóðfélagsþegnum. Ekki er minnsta vafamál að boð- berar kapitalismans i vestrænum lýðræðis- og velferðarlöndum hafa kunnað að notfæra sér þá áróðursstöðu sem hmn kommún- ismans hefúr veitt þeim í stjóm- mála- og valdabaráttu sinni. Og ekki nóg með það að talsmenn kapitalismans hafi séð sér leik á borði, heldur hefúr þeim heppnast taflmennskan að því leyti að þeim fækkar sífellt sem af þrótti og al- vöm andæfa boðskap hins óhefta kapitalisma. Sósíalistar þora ekki lengur að minnast á sósíalisma af ótta við að vera bendlaðir við austrænt miðstýringarkerfi og pólitíska ógnarstjóm. Jafnvel ráð- settir sósíaldemókratar fara var- lega í að nefna það blandaða hag- kerfi sem þeir hafa löngum talið vera þriðju leiðina — milliveginn - - milli kommúnískra ffam- leiðsluhátta og óhefts kapital- isma. Þeir láta það á sig ganga að óheftur kapitalismi er einn kallað- ur markaðsbúskapur, þótt hingað til hafi miðjumenn í stjómmálum, þ. á m. sósíaldemókratar, litið á blandað hagkerfi sem markaðsbú- skap í þeim skilningi að markaðs- öfl ráða í megindráttum starfsem- inni, þótt heimilt sé að grípa til opinberra afskipta af efhahags- og fjármálum þegar sérstaklega stendur á. Þótt ekki þurfi svo að vera, að sósíaldemókratar hafi fúndið upp hið blandaða hagkerfi, enda þró- aðist það í vestrænum lýðræði- slöndum í meira eða minna sam- starfi ólíkra stjómmálaflokka, þá hefúr þess eigi að síður gætt hvað mest í löndum þar sem sósíal- demókratar hafa miklu ráðið, t.a.m. á Norðurlöndum. Þótt sósí- aldemókratamir á Norðurlöndum hafi byrjað feril sinn með áform- um um gerbreytingu þjóðfélags- ins í anda stéttabaráttu, þá rann allt slíkt fljótlega af þeim, svo að þeir hafa í reynd verið ffamfara- sinnaðir miðjumenn og lýðræðis- sinnar sem alls staðar reyndu að fara þriðju leiðina milli stjóm- málaöfga og hinna andstæðu skauta efhahagskerfanna. Áróðursvél auðhringanna í því umróti sem nú á sér stað í Evrópu hefði þess því mátt vænta að sósíaldemókratar hefðu látið meira að sér kveða í andófi gegn útþenslu kapitalismans en raun ber vitni. Þegar talað er um umrót í Evrópu er ekki eingöngu um að ræða uppstokkanir í alþýðulýð- veldunum og upplausnina í Sov- étríkjunum. Þá er ekki siður átt við ríkjasammnann í Vestur-Evr- ópulöndum, ástæður og inntak þess sem er að gerast í Evrópu- bandalaginu og Fríverslunarsam- tökum Evrópu. Mönnum yfirsést oft í því að ríkjasamrunastefna iðnaðarstór- veldanna í Evrópu er ekki síður afdrifarík fyrir söguna en ffelsis- bylgjan sem farið hefur um al- þýðulýðveldin. Fall kommúnism- ans í Austur-Evrópu hefur eðli- lega dregið að sér athygli og þá ekki síst fyrir það hversu snögg umskiptin urðu, hversu dramatísk þau vom og raunar einfold i hraðri atburðarás sinni. Hins veg- ar gengur ríkjasammnaþróun Vestur-Evrópu svo hægt ffam í flækjulegu og leiðinlegu atvika- ferli að þorri fólks hefúr ekki hug- mynd um hvað er að gerast. Það sem verra er: Margir áhrifamenn í stjómmálum og félagsmálum hafa ekki fyrir því að greina sögu- þráð þessa óspennandi ffamhalds- leikrits evrópsku auðhringanna. Þeir vita hvorki um upphafið né endinn. Þeir sem þykjast taka þátt í svið- setningunni em þar oní kaupið sligaðir af ráðstefhumasi og papp- írstöflum og hafa þeim mun minni yfirsýn yfir heildarlínur sem hver og einn er látinn grafa sig dýpra í eitthvert sérsviðið. Umræðum um „Evrópumálin“ hefúr einkum verið haldið uppi af aðkeyptum sérffæðingum og fagidjótum þar sem hver stendur á sínum stað við færibandið án þess að vita hvað hinir em að gera nema hvað fámennið í stjóm- stöðvunum lætur þessa pappírs- og áróðursmaskínu mala rétt, ffamleiða það sem vélasamstæð- unni er ætlað, þ.e.a.s. nokkur vel valin kjamaslagorð í þágu rekstr- arheimspeki fjölþjóðaauðhringa. Aróður auðhringanna hefúr bor- ið ríkulegan ávöxt í skoðana- myndun um hvemig evrópskri efnahags- og stjómmálasamvinnu skuli háttað. Þessi áróður hefúr sí- ast inn í íslenskar umræður um þessi mál. Þótt ofsagt sé að allir ráðamenn þjóðarinnar tali einum munni í þessu efhi — sem betur fer er svo ekki — er hitt jafnvíst að stofhana- og embættisvaldið knýr fast á stjómmálamenn og foiystumenn hagsmunasamtaka að semja sig hiklaust inn í þau

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.