Tíminn - 07.07.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.07.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 7. júlí 1990 nnfrntT &L’ Tíminn 25 r bvrvi\ixi i Mnr Frá ÖUF Hannes Karlsson hefur verið ráðinn starfsmaður SUF vegna þings þess sem haldið verður í lok ágúst. Hægt verður að ná í Hannes ( síma 686300 alla virka daga milli kl. 9-13. SUF „Við urðum ávallt fýrír aðkasti“ 0 — May Britt seqir frá Það eru ekki mörg hjónabönd, sér- staklega í Hollywood, þar sem ein- staklingamir halda áfram að vera vinir eftir skilnaðinn. En það tókst þeim May Britt og Sammy Davis yngri að gera. Þau vom bestu vinir og félagar allt þar til Sammy kvaddi þennan heim fyrir skömmu. May Britt, sem er sænsk að upp- runa, var aðeins 24 ára er hún gift- ist Sammy. Hún vakti mikla eftir- tekt sem leikkona en gaf feril sinn upp á bátinn til að sinna eigin- manni og bömum. Þetta hjónaband vakti mikla reiði og gremju á sínum tíma því ekki vom allir sammála því að hvítt og svart mætti fara saman. Kynþátta- hatarar gerðu mikið úr þessu máli og þótti þetta alvarlegt mál á sínum tíma og þykir jafnvel sumum það enn í dag. May og Sammy eignuðust eina dóttur saman, sem núna er 29 ára gömul og eignaðist nýlega sitt eig- ið bam. Hjónin ættleiddu seinna tvo drengi en fljótlega eftir það slitnaði upp úr hjónabandinu. Þau urðu alla tíð, sem hjónabandið stóð yfir, fyrir aðkasti kynþáttahatara og reyndi það mikið á þau bæði. En þau stóðu ávallt saman og létu ekki skoðanir fólks eyðileggja það sem þau áttu. Sammy Davis yngri og May Britt á meðan þau voru enn grft NOTENDUR Við i Prentsmíðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum. allar gerðír eyðublaða fyrír tölvuvinnslu mmPRENTSMIÐJAN édddi Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofur Framsóknarflokksins að Nóatúni 21 verða lokaðar frá og 'með 2. júnf 1990, vegna sumarlevfis starfsfólks. Framsóknarflokkurinn. Enga karla, Brigitte Nielsen ætiar nú að vinna að sinni eigin framtíð. Danska leikkonan og fyrirsætan Brigitte Nielsen hefur sagt skilið við allt karlastand og segir það hafa eyðilagt fyrir sér leiklistarferilinn. Hún var gift Sylvester Stallone um stutt skeið og síðan var hún í sam- bandi með fótboltastjömunni Mark Gastineau til langs tíma. „Eg hef alltaf hugsað um annað fólk og þeirra ffamtíð en nú er kominn timi til að snúa blaðinu við,“ segir Brig- itte. „Ég veit ég hef mikla hæfi- leika en bara aldrei fengið nógu gott tækifæri til að sanna það.“ Brigitte, sem starfaði lengi vel sem fyrirsæta í Danmörku, lét stækka á sér bijóstin og sagði það gefa henni meiri möguleika úti í hinum stóra heimi. Hún á tvö böm, annað um átta ára gamalt sem hún átti með fyrsta eig- inmanni sínum, dönskum. Hún yf- irgaf mann og bam til að leita að ffægðinni og fór til kvikmynda- borgarinnar Hollywood. Þar kynnt- ist hún Stallone og giftist honum. Eftir stuttan tíma skildu þau og hún byrjaði með Gastineau sem hún átti bam með; það er núna um tveggja ára gamalt. Brigitte býr nú í Los Angeles með yngra baminu sínu en hitt bamið býr hjá föður sínum i Danmörku. Hún hefur sem sagt ákveðið að láta karlmennina vera um sinn og hugsa aðeins um eigin ffamtíð sem hún vonar að verði glæst. Vorhappdrætti Framsóknarflokksins 1990 Dregið var í vorhappdrætti Framsóknarflokksins 15. júní. Vinnings- númer eru sem hér segir: 1. vinningur nr. 29352 2. vinningur nr. 14359 3. vinningur nr. 38822 4. vinningur nr. 8039 5. vinningur nr. 13391 6. vinningur nr. 33369 7. vinningur nr. 14360 8. vinningur nr. 14874 9. vinningur nr. 127 10. vinningur nr. 33064 11. vinningur nr. 2606 12. vinningur nr. 6749 13. vinningur nr. 17642 14. vinningur nr. 29032 15. vinningur nr. 13417 Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá úrdrætti. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-21379. Framsóknarflokkurinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.