Tíminn - 10.07.1990, Qupperneq 2

Tíminn - 10.07.1990, Qupperneq 2
I'' M.IJ.l.l.M.I t. t. 2 Tíminn c f i m. Þriðjudagur 10. júlí 1990 Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra spáir að á næstu árum hefjist viðræður um út- víkkunarákvæði íslendinga í lokasamþykkt NATO fundarins: Innanríkismál Rússa ráða þróun á höfunum Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir það velta á þróun innanríkismála í Sovétríkjunum hvenær pólitískur vilji verði til þess innan Atiantshafsbandalagsins að semja um tak- mörkun vígbúnaðar á höfunum. „Sovétmenn þrýsta mjög á um að gengið verði til viðræðna um tak- mörkun og eftirlit vígbúnaðar á höf- unum,“ sagði Steingrímur í samtali við Tímann í gær. „Ef ekki verður bakslag í þróun mála í Sovétríkjun- um trúi ég því að á næstu árum setjist stórveldin niður gagngert til þess að ræða þessi mál.“ Forsætisráðherra og utanríkisráð- herra komu til landsins á laugardag eftir að hafa setið sögulegan leið- togafund Atlantshafsbandalagsins þar sem fallist var á stórfellda slökun í vamarstefnu bandalagsins í kjölfar breyttra aðstæðna í Austur-Evrópu. „NATO var með þessu að bregðast við þeirri byltingu sem hefur orðið í Evrópu; óvinurinn er eiginlega horf- inn,“ sagði Steingrímur í samtali við Tímann. „í ályktun fundarins er boð- ið upp á ýmislegt til þess að auka traust á milli austurs og vesturs og m.a. að það verði fulltrúar frá löndum Varsjárbandalagsins í Brussel. Síðan er eftir að ræða hver þarf að verða sú breyting á Atlantshafsbandalaginu til þess að það geti staðið við það sem verið er að bjóða upp á. NATO hefur verið mjög lokað. Hvemig ætlar það að starfa? Ætlar það að starfa meira fýrir opnum tjöldum? Það þýðir ekki að hafa sendifúlltrúa frá Varsjár- bandalagslöndunum hjá NATO ef þeir fá ekki að hafa aðgang að nein- um upplýsingum. Þessu hafa menn mjög velt fyrir sér en segja má að því hafí verið ýtt til hliðar í bili.“ Forsætisráðherra sagði að önnur stór spuming sem væri ósvarað eftir fúndinn varðaði tengsl Atlantshafs- bandalagsins við CCE, Öryggis- stofnun Evrópu. -ÁG Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Margir í Þórsmörk um helgina: Olvun ogáflog Talið er að um 2000 manns hafi gist í tjöldum í Þórsmörk um helgina. Ekki var laust við að fólk fengi sér neðan í því og þurfti lögreglan á Hvolsvelli að hafa töluverð afskipti af mann- skapnum. Ellefú fómarlömb Bakkusar fengu að dúsa í fanga- klefum lögreglunnar og þrír vom teknir fýrir ölvun við akstur. Nokkuð var um áflog á svæðinu og vegna þess vom tveir menn fluttir suður á sjúkrahús. Einn með áverka á andliti og annar fót- brotinn. Sérstaklega var margt um mann- inn í Húsadal og sáu þar 25 manns um gæslu. Vitaskuld hag- aði mcginþorri Þórsmerkurgcsta sér skikkanlega en að sögn lög- reglu var verslunarmannahelgar- bragur yfir Þórsmörk um helgina. GS. Vigdís forseti heilsar Unni Stefánsdóttur fóstru og föður hennar Stefáni Jasonarsyni frá Vorsabæ. I baksýn má sjá Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráðherra. Velheppnuðu landsmóti skáta lokið: Forseti, biskup og ráðherrar litu við Um helgina lauk landsmóti skáta sem haldið var að Úlfljótsvatni. Tal- ið er að um 2500 manns hafi tekið þátt í mótinu síðustu daga þess. Margir góðir gestir heimsóttu skát- ana síðastliðinn laugardag m.a. Vig- dis Finnbogadóttir forseti Islands, herra Ólafúr Skúlason biskup Is- lands, Svavar Gestsson menntamála- ráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðhcrra. Nokkuð kalt var í veðri og hvasst á mótstað um helgina en skátar létu það ekki á sig fá. Aðstandendur mótsins eru ánægðir með hvemig til tókst og skátamir em ekki síður kátir eftir skemmtilegt landsmót. Forseti íslands gróðursetti tré í svo- kölluðum Vigdísarlundi en það er lundur sem ber nafn forsetans. Um 700 gestir sem vom viðstaddir gróð- ursetninguna fylgdu fordæmi Vig- dísar og gróðursettu tré í lundinn. Ólafúr Skúlason blessaði laossinn sem skátar höfðu reist við Ulfljóts- vatn. Jóhannes Páll páfi blessaði þennan sama kross á Landakotstúni þegar hann var hér í heimsókn fýrir rúmu ári síðan. -EÓ Óli Kr. í Olís kaupir Skrifstofuvélar Gísla J. Johnsen h.f.: Hlutabréfaút- boð á döfinni Að sögn framkvæmdastjóra hins nýja fýrirtækis, Friðriks Friðriks- sonar, stendur vilji til að opna Skrifstofuvélar-Sund hf. fyrir utan- aðkomandi aðilum með hlutabréfaútboði. Fyrirtækið Skrifstofuvél- ar-Gísli J. Johnsen hf. var lýst gjaldþrota í síðustu viku og Sund hf., þar sem Óli Kr. Sigurðsson er stjómarformaður og aðaleig- andi, keypti helstu eignir Skrifstofuvéla og rekstur af skiptaráð- anda á sunnudag. Friðrik segir ekki vera hægt að upplýsa kaup- verð að svo stöddu. Allir launasamningar 60 til 70 starfs- manna vora yfirteknir og hið nýja fyr- iræki hóf störf í gær undir bráða- birgðanafúi Skrifstofúvélar- Sund hf. í samningnum fólst að ekki vom yfir- teknar neinar skuldir þrotabús Skrif- stofúvéla-Gísla J. Johnsen. Gísli keypti fyrirtækið fyrir þremur árum síðan og meðal stærstu kröfúhafa í bú- ið munu vera fyrrverandi eigendur vegna vanefúda kaupsamnings. „Eg vann með Óla Kr. í hlutabréfaút- boði Olís og okkur fannst sorglegt að sjá fýrirtæki eins og Skrifstofúvélar með traust viðskiptasambönd vera rif- ið niður. En það vill gerast i þrotamál- um að íyrirtæki em eyðilögð á mjög skömmum tíma. Okkur fannst því skynsamlegt að gera þetta tilboð. Ég verð aðeins ffamkvæmdastjóri tíma- bundið á meðan á endurreisn stendur en ætla ekki að vera hér til frambúðar. Eins og er þá er ég að leita að stjóm- endum“ sagði Friðrik í samtali við Tímann. Hann sagði ekki vera hægt að segja nákvæmlega til um hvenær hafist yrði handa við útboð hlutabréfa. „Til að byrja með skiptir mestu máli að treysta ímynd fýrirtækisins út á við og ná sambandi við viðskiptaaðila er- lendis sem auðvitað em áhyggjufúllir um sína ffamtíð. Þá er ekki síður mik- ilvægt að tryggja að það starfsfólk sem hér er viiji vinna með okkur því i þeirra þekkingu og reynslu em heil- mikil verðmæti fólgin,“ sagði Friðrik. Fyrirtækið hefúr verið umboðsaðili fyrir IBM/PC á íslandi en sá samning- ur mun nú allur vera í endurskoðun og ekki víst um ffamhald. Af öðmm við- skiptaaðilum má nefna Omm búðar- kassa, Star prentara og fleira. „Ég hef hér lista yfir fjörutíu umboð og það er ekki raunhæft að ætlast til að við höld- um þeim öllum. En við vonum auðvit- að að við getum haldið sem flesúim" sagði Friðrik. jkb Gunnar Eyjólfsson skátahöföingi og íslensk böm sýna Vigdísi Finn- bogadóttur forseta fsiands mótssvæöið. Tímamyndir Ami Bjama Sér fyrir endann á þurrkunum á Suðurlandi: Meta skemmdir á túnum í dag Herra Óiafur Skúlason biskup blessar krossinn. Miklir þurrkar hafa gert sunnlensk- um bændum lífið leitt undanfarið og í dag munu ráðunautar ffá Búnaðar- sambandi Suðurlands fara á stúfana til að kanna tjón af völdum þeirra. Að sögn Sveins Sigmundssonar ráðunauts hjá Búnaðarsambandinu hafa verið nokkur brögð að því að bændur hafi hringt og leitað ráða en tún em víða farin að brenna þar sem sendinn jarðvegur er undir. Nú sér hins vegar fýrir' endann á þeim skemmdum því samkvæmt upplýs- ingum frá Veðurstofúnni fer að rigna sunnanlands og vestan í dag. Norðan- lands og fyrir austan er spáð úrkomu- lausu veðri áfram en heyskapur er vel á veg kominn í Eyjafirði. í Skagafirði hefur verið þurrt að mestu undanfam- ar vilcur en bændur þar era misjafn- lega langt komnir með slátt og spilar nýyfirstaðið Landsmót hestamanna þar m.a. inn í. Þrátt fýrir mikla þurrka er heyskapur á Suðurlandi víða vel á veg komin og bændur sums staðar rétt um það bil að ljúka við fyrri slátt. - ÁG

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.