Tíminn - 10.07.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.07.1990, Blaðsíða 3
ÞriðjudaguMO.júlí 1990 Tíminn 3 Kvenf ólkió sækir á í Háskóla Islands Niðurstöður að lokinni innrít- un nýnema til náms við Há- skóla íslands sýna svo ekki verður um villst að fjöldi kvenna í langskólanámi eykst frá ári til árs. í sumum grein- um sem hingað til hafa talist svokallaðar hefðbundnar karlagreinar eru nú konur að komast eða þegar komnar í meirihluta. Þá hefur jafnframt fjöldi karimanna aukist í sjúkraþjálfun en þetta er fýrsta áríð sem tekið er óhindrað inn í þá deild. Fjöldi nýnema telur samtals 1580 einstaklinga og em þar tæp 58 af hundraði konur. Nemendafjöldi við Ný staöf ræði- kort af Reykja- nesskaga Landmælingar íslands hafa gefið út níu staðfræðikort í mælikvarðanum 1:25000 af Reykjanesskaga. Áður hafa komið út í sama mælikvarða átta kort af Reykjavik og nágrenni. Kortin eru unnin eftir nýjum sam- ræmdum reglum um skráningu upp- lýsinga á kort. Staðfræðikortin sem nú koma út ná yfir Reykjanesskagann vestan Straumsvíkur. Hvert kortblað þekur 168,5 km2 en kortblöðin níu þekja 1516,5 km2. Kortin eru prentuð á vandaðan pappír og er hver örk 84 cm á lengd og 59,4 cm á breidd. Staðfræðikortin eru prentuð í fimm litum. Alls eru 164 tákn notuð á kortunum, meðal annars eru öll mannvirki sýnd svo sem byggingar, vegir, veitur og fleira. Margir aðilar hafa átt þátt í gerð þessara korta. Kortin eru seld almenningi i korta- verslun Landmælinga Islands að Laugavegi 178, 2. hæð. Sæmundur Guðmundsson. Sjávarafurðadeild Sambandsins: Sæmundur tekur viö af Benedikt Sæmundur Guðmundsson, inn- kaupastjóri Iceland Seafood Corpcfr- ation í Bandaríkjunum, hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Sjávaraf urðadeildar frá 1. september næstkomandi. Sæmundur mun auk þess að vera fulltrúi framkvæmda- stjóra hafa yfirumsjón með sölu- og markaðsmálum. Starfinu gegndi áður Benedikt Sveinsson, sem ráðinn var fram- kvæmdastjóri deildarinnar þann 1. júlí sl. GS. skólann er samtals tæplega 4400 manns. Þar af konur tæp 56 af hverju hundraði nemenda. „Fjöldi kvenna eykst með hverju ári sem líður," sagði Brynhildur Brynjólfsdóttir, umsjónarmaður nýskráninga við HÍ, í samtali við Tímann. Hún sagði starfsmenn hafa tekið eftir því að í lyfjafræði, sem hefur verið ein karla- deildanna, eru konur nú í meirihluta, 57 talsins á móti 28 körlum. Þá sóttu í tannlæknadeild þrettán konur og fjórtán karlar. í lagadeild sóttu 159 manns, þar af 78 konur og 81 karl- maður. „Munurinn í læknisfræðinni minnkaði einnig töluvert. Af heildar- íjölda nemenda eru konur 146 á móti 158 karlmönnum. En af umsóknum nýnema eru 64 konur á móti 48 körl- um," sagði Brynhildur. Meirihluti nemenda við raunvísinda- deild er enn sem komið er karlmenn, 277 samtals, en að sögn Brynhildar sækja konur á þar sem í öðrum deild- um og eru nú 152 talsins. „Þetta er fyrsta árið sem tekið er óhindrað inn í sjúkraþjálfun en síðan komast tutt- ugu af umsækjendum áfram á öðru ári. Af sextiu umsækjendum voru 23 karlmenn og 37 konur," sagði Bryn- hildur. Síðastliðið ár stunduðu aðeins þrír karlmenn nám í sjúkraþjálfun. jkb Um 2.100 atvjnnuiausir fjúrn': Aldrei fleiri síðan 1969 Fara veröur allt aftur til 1969 tíl að finna flciri atvinnulausa í júní- inánuði Ueldur en nú. Fjiildi skráðra aíviunuleysisdaga í júní svarar þvi aö 2.100 nianns hafi verið atvinnulausir allan mánuo- inn. Og 2.080 voru á skrá síðasta virkan oag mánaðarins, þannig að ástandiö viröist lítiö hafa breyst í má u uðinu m. Af aívinnu- lausuin voru uni 1.220 konur og uni 900 karlar. Arvinnulausum t'œkkaðí aðeins uin 125 inilli maí og júní. Þar af varð breytiiigin langinest á Austurlandi, eu mjög lítil aimaisstaðar. Um hclniingur atviiinulausra er á höfuðborgar- svaíðinu. -HEI - án áfengis 20. LANDSMÓT UMFÍ Mosfellsbæ 12.-15. julí 1990 A hverjum degi þarft þú bæöi að velja og hafna. Miklu máli skiptir hvaö þú velur, því hver ákvöröun getur haft áhrif á þaö hvernig líf þitt veröur. Heilbrigt líf er þaö mikilvægasta sem þú getur valiö þér þín vegna og þeirra sem þú umgengst. IhfitoÁnntMadtffe Forseti fslands Heilbrigðisráðherra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.