Tíminn - 10.07.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.07.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn ÞriðjudaguiiO.júlí 1990 FRETTAYFIRLIT HOUSTON - Bandaríkja- stjórn vill ekki að banda- menn hennar styrki Mikael Gorbatsjov leiðtoga Sovét- ríkjanna með fjárhagsað- stpð. Á leiðtogafundi sjö stærstu iönrikja heimsins í Houston er búist við miklum umræðum um þetta. Ljóst er að Bandaríkjamenn munu beita bandamenn sina þrýst- ingi svo þeir hætti við slík áform. Þeir munu líka reyna að fá leiötogana sjö til aö fallast á aögerðir til að draga úr aðstoð við landbúnað ( löndum sínum og efla með því frjálsa samkeppni land- búnaðarvara. MOSKVA - Sovéski komm- únistaflokkurinn greiddi at- kvæði um að breyta stjórn sinni. Útkoma atkvæða- greiðslunnar var álitin mikill sigur fyrir Gorbatsjov. Full- trúar greiddu því atkvæði með miklum mun að 15 leið- togar kommúnistaflokka sovétlýðveldanna skyldu sitja í stjórnarnefnd komm- únistaflokssins, „Politburo". Eftir þessa breytingu er taliö að harðli'numenn geti ekki myndað meirihluta gegn Gorbatsjov í stjórnarnefnd- inni. MOSKVA - Stjórnarnefndar- maðurinn Alexandir Yakovlyev varð í gær bitbein vinstri og hægri manna á sovéska flokksþinginu. Yakovlyev er óvinsæll meðal harðlínumanna kommúnista og rússneskra þjóðernis- sinna þar sem hann er helsti höfundur „Perestrojka"-um- bóta Gorbatsjovs. Hann sagði á 28. þingi sovét- kommúnista í gær að hann hefði orðið fórnarlamb lyga og níðskrifa andstæðinga sinna. NAIRÓBÍ - Stjórn Kenýa sakaði bandaríska sendiráð- ið í Nairóbí um aö skipta sér af innanríkismálum landsins. Lögreglumenn og andófs- menn tókust á í úthverfi höf- uðborgarinnar í gær, þriðja daginn í röð, en andófsmenn mótmæla „lýðræði eins flokks" í landinu. JÓHANNESARBORG Vopnaðir hægri menn hót- uðu í gær að grípa til ofbeld- is gegn umbótasinnaðri rík- isstjórn landsins ef haldið yrði áfram að handtaka menn grunaða um þátttöku í sprengjutilræðum. FRANKFURT - Vestur- þýsku sigurvegararnir í heimsmeistarkeppninni í fót- bolta héldu heim í gær. Þeim var fagnað innilega en hátíð- arhöld vegna sigursins í Þýskalandi mörkuðust af of- beldi og að minnsta kosti þrir menn létu lífið. UTLOND MANAGUA - Verkamenn í verkalýðsfélögum hliðhollum Sandínistum eru nú í verk- falli í Nikaragúa. Þeir reistu vegartálma á götum og tók- ust á við stuðningsmenn rík- isstjómarinnar. Litið er á þetta verkfall sem mikla ógn- un við ríkisstjórn Viólettu Chamorro. Albanir flýja yf ir #- ¦ n murinn (c Austur-þjóðverjar standa rólegir í biðröð utan viö banka fyrir 1. júlí. Biðlund þeirra fér nú minnkandi Austur-Þjóðverjar fá annan skammt af þýskum mörkum: Brúnin þyngist á A-Þjóðverium Austur-Þjóðverjar stóðu í biðröðum á mánudag til að skipta austur- þýsk- um mörkum fyrir (vestur)-þýsk. Margir létu í ljós reiði vegna verð- hækkana og aukins atvinnuleysis. Þegar Austur-Þjóðverjar skiptu pen- ingum í síðustu viku stóðu þeir þolin- móðir í biðröðum en mannfjöldinn á mánudag var ekki jafh skapgóður og lét í ljós óánægju sína með hrinding- um og blótsyrðum. „Ýttu ekki á mig" hrópaði ungur maður að næsta manni í röðinni utan við Berliner Sparkasse í Austur-Berlín. „Guð, ég þakka fyrir að búa hér ekki lengur -Þetta versnar daglega," sagði Gerd Voss 47 ára gamall slátrari sem fluttist úr landi til Nurnberg í apríl. Samkvæmt efhahagssáttmála þýsku ríkjanna mátti hver Austur-Þjóðverji taka 2000 mörk af bankareikningi sínum í síðustu viku en í gær mátti hver taka út eins og hann vildi. Marg- ir tóku út háar fjárhæðir. „Hátt verð- lag hefur leitt til þess að marga vant- ar peninga," sagði Kurt Loeffler, tals- maður austur-þýskra sparisjóða. Austur-þýsk heildverslun er enn i höndum stórra rikisrekinna einokun- arhringa og þótt samkeppni eigi að ríkja er verðlag hátt jafhvel þótt mið- að sé við verðlag á Vesturlöndum. Kjöt, grænmeti og brauð kostar mis- mikið í A-Þýskalandi en verðið er allt að tvöfalt hærra en í V-Þýska- landi en þar eru meðallaun þrefalt hærri. „Verðlag er almennt of hátt," sagði Manfried Ortlieb, deildarstjóri í austur- þýska efhahagsráðuneytinu en ráðuneytið gekkst fyrir könnun í mörg hundruð verslunum í Austur- Þýskalandi í síðustu viku. „Verslun- areigendur neyða með þessu við- skiptavini sína til að fara vestur fyrir landamærin til að versla en það vild- um við koma í veg fyrir" sagði hann. Opinberar verðlagshömlur eru enn á sumum vörutegundum en þær skipta marga neytendur litlu þar sem hið op- inbera verð er líka of hátt. Til marks um það er verkfall leigubílsstjóra í Austur-Berlín á mánudag en þeir kröfðust þess að verð á þjónustu þeirra yrði lækkað. Þeir segja að til- skipun ríkisstjórnarinar um tvöföld- un á taxta leigubílsstjóra hafi hrakið frá þeim viðskiptavinina. I Austur- Þýskalandi eru verkalýðsfélög óróleg og von er á aðgerðum þeirra til að vernda lífskjör félagsmanna sinna. Félag járniðnaðarmanna IG í Austur- Þýskalandi hefur hótað verkfalli ef ekki næst fram mikil kauphækkun og stytt vinnuvika. Stjórnvöld hvetja verkalýðsfélög til að sýna biðlund og segja að kaupkröfur stefhi í hættu rekstri margra fyrirtækja og geti auk- ið enn á atvinnuleysið. I júní voru 142.000 menn atvinnulausir og hafði atvinnuleysi aukist um 50% frá fyrri mánuði. Nú er skemmra en ár frá því að fjöldaflótti Austur-Þjóðverja varð til að steypa kommúnistastjórn Austur- Þýskalands. Sams konar flótti Al- bana úr landi virðist nú ógna síðustu harðlínustjórn kommúnista í Evrópu. Aldrei áður hefur orðið vart jafh mikillar óánægju í Albaníu en 6000 Albanir hafa nú „greitt atkvæði gegn stjórninni" með því að leita hælis í erlendum sendiráðum í höfuðborg- inni Tirana þar sem þeir bíða þess að fá hæli á Vesturlöndum. Ástandið í sendiráðunum þykir minna á ástand- ið í v-þýskum sendiráðum í Austur- Evrópu á síðasta ári. Þá flúðu 50.000 Austur-Þjóðverjar til Vestur-Þýska- lands og leiddi það til almennrar uppreisnar sem kom a-þýsku komm- únistastjórninni frá völdum. Flótti Albana úr landi hefur orðið til þess að umbótamenn hafa eflst í ríkis- stjórn Albaníu. Innanrikisráðherrann Simon Stefani var rekinn á laugar- dag ásamt nokkrum öðrum harðlínu- mönnum og í gær voru kynntar enn frekari breytingar á ríkisstjórninni en þá voru fjórir ráðherrar sem farið hafa með efhahagsmál reknir úr rik- isstjórninni. Enn er ekki vitað hvort þessar breytingar boða veruleg um- skipti í Albaníu. Albanirnir sem nú hafast við í er- lendum sendiráðum óska flestir eftir að flytjast til „öflugs ríkis sem sé langt í burtu". Þetta land er í hugum flestra Vestur-Þýskaland og hefur Genscher utanríkisráðherra Vesrur- Þjóðverjar boðið þá velkomna. Tal- maður utanríkisráðuneytisins í Bonn, Hans Schumacher, sagði að enn hefði ekki fengist leyfí til að senda hjálpargögn til vestur-þýska sendiráðsins í Tirana þar sem flestir flóttamennirnir hafast við. Hann sagði að vegna tafa við flutningana hefði reynst erfiðara að aðstoða Al- bani en Austur-Þjóðverja fyrir ári síðan en reynslan af flótta Austur- Þjóðverja kæmi nú að gagni. Helmingur stórra borga nær ekki endum saman á þessu ári: Bandarískar borgir nálgast gjaldþrot Borgir víðs vegar um Bandaríki Norður-Ameríku berjast nú við að ná endum saman. Gert er ráð fyrir að um helmingur borga og bæja með meira en 10.000 íbúum lendi í greiðsluerf- iðleikum á þessu ári. Borgarstjórn höfuðborgarinnar Washington til- kynnti í síðustu viku að hún gæti hvorki greitt 55 milljón dala i lifeyr- issjóð borgarinnar né 30 milljón dali til almenningssamgangna í lok fjár- lagaársins 30. september. „Við höfum fyrr átt í greiðsluerfiðleikum en aldr- ei jafhmiklum og nú," sagði talsmað- ur fjármálaskrifstofu borgarinnar, Willy Lynch, í samtali við fréttamann Reuters. „Lausafjárstaða okkar er erfið og það sama á við um margar aðrar borgir í Bandaríkjunum, sér- staklega á austurströndinni," sagði hann. I könnun sem „Samband banda- rískra borga" (National Leage of Cities) birti í þessum mánuði kemur fram að Washingtonborg er ekki ein um að eiga í fjárhagserfiðleikum. Helmingur þeirra 576 borga og bæja sem hafa fleiri en 10.000 íbúa býst við að tekjur dugi ekki til að mæta út- gjöldum. Tekjur hafa minnkað þar sem hagnaður fyrirtækja hefur dreg- ist saman og minni söluskattur er inn- heimtur. Kostnaður hefur aukist til dæmis vegna umhverfisverndar og við heilbrigðisþjónustu m.a. vegna eyðnisjúkdómsins. í New-York borg var spáð miklum greiðsluhalla en til að mæta honum hafa borgaryfirvöld hækkað tekju- og eignaskatta en dregið úr framlögum til almenningsgarða, bókasafha og annarrar þjónustu við almenning. Talsmaður borgarinnar, Charles Bra- dy, sagðist óttast greiðsluhalla líka á næsta ári. „Þá veit ég ekki hvað ger- ist," sagði hann fréttamanni Reuters. „Það er ekki hægt að hækka skatta endalaust en draga úr þjónustu sér- staklega þar sem kröfur um bætta þjónusru hins opinbera aukast í si- fellu". Borgarstjórnir kenna rikisstjórn Ronalds Reagans um ástandið en hann lét skera niður framlög ríkisins til sveitarfélaga um marga milljarða dala. Fang Lizhí segirstjórninaof lina við kommúnista í Kína: Andófsmaður gagnrýnir stefnu Bandaríkjanna Frægasti andófsmaður Kínverja,« Fang Lizhi, sagði {gær að stjórn;';¦ Bandarikjanna væri of.lin í sam- skiptum sínum við harðlinu- kommúnista í Kina. Fang dvaldi ásamt komx sinhi rúmt ár í bandá- ríska sendiráðinú í Peking. Hann sagði j viðtaii við dagþiaðið Los ; Angeles Times að hann væri þakklátur bandarískum stj6ro-1 völdum fyrir að hafa veitt sér hæli eftir blóðbaðið á Torgi htns him- neska friðar í júm' 1989 en hann sagði að þau gætu gert meira til að auka þrýsting á stjórnvöld i Kína. Viðtalið við Fang var tekið i Cambridge hásköla þar sem hánn gegnir stöðu gestaprófessofs i stjörnufræði. Kínverjar leyfðu honum að yfirgefa bandariska sendiráðið og fara úr landi 23. júni og þá hélt hann til Bretlands. Fang sagði að hann ætti frelsi sitt að þakka eriendum þrýstingi á kinversku ríkisstjórnina. Hann sagði að Bandaríkjamenn hefðu átt að beita Kínverja meiri þrýst- ingi. „Kínversk stjórnvöid virða aðeins vald og -láta því aðeins undan að þeim sé sýnd harka". Hann var spurður nánar um hvað Fang Lizhi og kona hans U. Kínverjar sögðu að Fang heföf heitið þvi að gagnrýna ekki Kína á erlendri grund. Bandarikjamenn hefðu átt'að gerá og svaraði hahn því að þauhefðú átt'að krefjast lausnar fólks sem var fangelsað og þau heföu átt að biðjaum tista með nöfhum þeirra sem voru teknir af lífi. jÞau hefðu getað sagt að meðan beðið væri eftir slíkum lista myndi haldið áfram að beita þá einhverjum efhahagsþvingunum". Fang sagð- ist ekki telja að andófsöfl í Kína heföu verið kveðm í kútinn. „Mótmælin voru svo umfangs- mikil að fólk fór að hugsa sjálf- stætt og þótt fólki sé nú bannað að láta i ljós hug sinn þá birgir það

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.