Tíminn - 10.07.1990, Side 5

Tíminn - 10.07.1990, Side 5
ÞriðjudagurlO. júlí 1990 Tíminn 5 Fyrstu verðlauna stóðhesturinn Blakkur slasaður eftir umferðaróhapp: Varð fyrir bíl, fótbrotnaði og verður átta vikur í gipsi Blakkur 977, fýrstu verðlauna stóðhestur í eigu hrossaræktarfé- laga Vesturlands og Suðuiiands, hefur veríð settur í gips vegna brots á hægrí framlöpp. Aðgerð sem þessi er ekki algeng og er þetta annað tilvikið sem vitað er um að hestur í þessum gæðaflokki sé settur í gips. i hinu tilvikinu sem frægt er orðið var um að ræða Snældu-Blesa. Blakkur fótbrotnaði er hann varð fyr- ir biíreið aðfaranótt sunnudagsins l.júlí. Hann var geymdur í girðingu rétt hjá Akranesi en slapp þaðan seint að kvöldi laugardagsins. I kringum miðnætti sá bílstjóri til hans þar sem hann var á beit við þjóðveginn. Bíl- stjórinn mun hafa flautað á hann með þeim afleiðingum að hesturinn hrökk við og stökk fyrir bílinn. Blakkur fékk talsvert högg og a.m.k. þijú bein brotnuðu í hné hægri framlappar og liðband rifnaði. Að sögn Gunnars Am- ar Guðmundssonar héraðsdýralæknis er hnéð mjög illa farið. Þetta em mjög smá bein, samsvarandi við úlnliðabein í mönnum. Hesturinn var fluttur á Dýraspítalann í Víðidal og þar vom teknar myndir af honum. Tveim dögum síðar, þegar í ljós kom hvemig brotið var, var hann fluttur til Hvanneyrar þar sem gert var að honum. Hann var síðan settur i gips 3.júlí. Auk Gunnars stóðu að aðgerð- inni þeir Bjöm Steinbjömsson dýra- læknir í Víðidal og Georg Rettenbac- her, austurískur dýralæknir sem var staddur hjá Gunnari vegna landsmóts hestamanna. Svo heppilega vill til að Rettenbacher er beinasérffæðingur. Að sögn Gunnars var aðgerðin ekki Blakkur hegðaði sér eins og fyrirmyndar sjúklingur þegar Ijósmyndarí Tímans heimsótti hann i gær. Dýra- læknir hefur ráðlagt Blakk að liggja sem mest meðan fóturínn er að gróa. Timamynd Pjetur erfið. Ekki þurfti að skera hestinn upp þar sem brotið var lokað. Þegar um svona smá bein er að ræða er ómögu- legt að stilla brotin af heldur er fótur- inn settur í rétta stöðu og síðan í gips. Venjulegt gips líkt og notað er við beinbrotum í mönnum var notað á Blakk. Gunnar er vongóður um að beinin nái að brisa saman en hann seg- ir líklegt að fóturinn verði alveg stífur. Blakkur verður i gipsinu í u.þ.b. tvo mánuði ef allt gengur að óskum. „Það er ljóst að fóturinn verður nátt- úrulega aldrei samur. Það besta sem við getum vonað er að hnéð verði stíft. Hestar eru fljótir að læra að bera sig um svona. En maður verður að fylgjast með þvi að hann lýði ekki fyrir þetta og um leið og hann fer að þjást eitt- hvað þá verður hann felldur," sagði Guðmundur Sigurðsson, héraðsráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Borgar- fjarðar. Hrossaræktarfélag Vesturlands hefur Blakk til afnota í sumar og á hann til helmings við Hrossaræktarfé- lag Suðurlands. Blakkur 977 er mjög eftirsóttur og verðmætur fyrstu verðlauna stóðhest- ur. Hann er ellefu vetra og er undan Hrafhi ffá Holtsmúla og Litlu-Venur ffá Reykjum. Blakkur var sýndur síð- ast á fjórðungsmóti í Reykjavík. Hann hefur hlotið 8.21 í aðaleinkunn og hefur fengið háar einkunnir fyrir skeið og fyrir gangtegundimar allar. „Hann er alveg einstakur höfðingi þessi hestur,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar er horff dálítið í kostnaðinn þar sem um er að rasða fé- lagasamtök. „En maður leggur í dálítinn kostnað þegar um er að ræða stóðhesta," segir Guðmundur. „Ef að hann verður til nota áffam þá er þetta fljótt að boiga sig.“ Guðmundur bjóst þó ekki við að aðgerðin yrði kostnaðarsöm þegar upp yrði staðið. Það er ekki algengt að hestar séu sett- ir í gips. Eins og áður segir er þetta annað tilfellið sem slik aðgerð er gerð á fyrstu verðlauna stóðhesti. Þó eru til nokkur dæmi þess að hryssur eða ung- viði hafi verið sett í gips. Að sögn Gunnars er aðgerðin á Blakki töluvert öðmvísi en sú sem gerð var á Snældu-Blesa um árið. Þá brotnaði eitt af stóm beinunum sem halda uppi þunga hestsins. Að því leyti er aðgerðin á Blakki nokkuð minni en Blakkur var heppinn því að ekkert slíkt bein brotnaði. Beinin í hnénu gegna ekki burðarhlutverki að jafhmiklu leyti og önnur stærri bein í fætinum. Blakkur er nú geymdur hjá Snorra Hjálmarssyni bónda í Syðri-Fossum rétt hjá Hvanneyri. Að sögn Gunnars er liðan hans góð og Blakkur tekur þessu öllu með jafnaðaigeði. „Þetta er rólegur og yfirvegaður hestur. Hann hefur étið eðlilega allan tímann og er farinn að leggjast. Það er alltaf erfitt fyrir hesta að standa lengi á heilbrigða fætinum þar sem hann þreytist svo. Hann getur gengið en notar náttúra- lega veika fótinn mjög lítið,“ segir Gunnar og er vongóður um að aðgerð- in heppnist. GS. Austfirskur bóndi verkar hreindýraskinn: Jakkar saumaðir úr hreindýraskinnum Aðalsteinn Aðalsteinsson bóndi á Vaðbrekku í Jökul- dalshreppi hefur látið vinna hreindýraskinn í leður og sauma upp úr því jakka. Hann sagði í samtali við Tímann að hann stefndi að því að gera þetta að heimil- isiðnaði þar sem þessi skinn væru nýtt og flíkur saumað- ar úr þeim eftir pöntun. Fram að þessu hafa hreindýrask- inn ekki verið hirt en mjög lítið magn á ári fellur til af þessari af- urð. Aðalsteinn sagðist hafa keypt 200 skinn í fyrra og hefði þegar lát- ið súta þau. Hey á tæpar 15 kr. kílóið Búreikningastofa landbúnaö- arins hefur áætlað framleiðslu- kostnað á heyi sumarið 1990. Er miðað við kostnað undanfariö ár að viðbættum hækkunum. Framleióslukostnaðarverö er þannig áætlaö kr. 14,70-14,90 á kg. af heyi fuliþurru I hlððu (12,85 1989). Verð á teignum er áætlað 10- 15% lægra. Aðalsteinn sagði að hann hefði látið sauma örfáa jakka upp úr hreindýraskinnum og að þeir hefðu hlotið góðar viðtökur þann- ig að vel kæmi til greina að gera þetta að aukabúgrein. Þetta væri ekki enn komið alveg í gang en væri að þróast. Hvort einhver al- vara yrði úr þessu yrði að koma í ljós. „Það er búið að panta hjá okkur nokkra jakka. Það eru ekki nema örfá stykki sem hægt er að gera úr þessu á ári,“ sagði Aðalsteinn. Hann sagði að ekki væri enn ákveðið hver kæmi til með að sjá um snið og sauma á hreindýrask- innsflíkunum en konan hans hefði ásamt vinkonu sinni séð um það fram að þessu. Aðalsteinn sagði að þetta væri eitthvað hið besta leður sem hægt væri að fá og það væri mun skemmtilegra en margt annað. Hann sagði að það fengist hvergi jafngott leður og hér á Islandi því hér væri engin fluga til að skemma það. Erlendis er leðrið oft götótt eða örótt vegna flugna sem púpa sig undir skinninu á hreindýrun- um. Aðalsteinn sagði að hann vildi fá skinn keypt aftur í haust og að hann væri þegar búinn að semja um vinnslu á þeim. -só Skipun nýs saksóknara í Hafskipsmálinu: Dómsmálaráöherra enn ekki tekið ákvörðun Óli Þ. Guðbjartsson dómsmála- ráðherra segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um hvort nýr ríkissaksóknari verði skipaður í Hafskipsmálinu í stað Jónatans Þórmundssonar sem sagði af sér því embætti sl. föstudag en það sé í athugun. Dómsmálaráðherra sagði að aðr- ir aðilar hefðu íjórtán daga til þess að áfrýja og að það væri því í Halldór Halldórson fýnrverandi ritstjóri Helgarpóstsins lagi fyrir ráðuneytið að athuga þessi mál á þeim tíma. Jónatan Þórmundsson sendi dómsmálaráðherra bréf með af- sögn sinni þar sem hann vísaði til viðræðna sinna við Þorstein Geirsson ráðuneytisstjóra fyrr á þessu ári um að losna undan skyldum sérstaks ríkissaksóknara i Hafskipsmálinu strax og dómur hefði verið kveðinn upp í Saka- Halldór Halldórsson, fyrrverandi ritstjóri Helgarpóstsins sagði í samtali við Tímann í gær að niður- staða Sakadóms í Hafskipsmálinu hefði komið honum ákaflega á óvart en að hans mati myndi málið örugglega fara fýrir Hæstarétt. Halldór var kallaður fýrir sem vitni í málinu er það var tekið til meðferðar í Sakadómi Reykjavík- ur vegna skrifa hans um það. „Dómsniðurstaða er dómsniður- staða. Þessi niðurstaða þriggja dómara Sakadóms kom mér ákaf- lega á óvart eins og flestum sem til dómi Reykjavíkur. Aðspurður sagði Óli Þ. Guð- bjartsson að flest benti til þess að Jónatan hefði tekið ákvörðun um afsögn sína áður en dómur féll í málinu en að hann hefði ekki gert sér grein fyrir því að það væri svo fortakslaust þrátt fyrir að hann vissi af samtali Jónatans við ráðu- neytisstjóra. —só málsins þekkja. Þetta er skrítinn dómur,“ sagði Halldór. Halldór sagði ennfremur að nauðsynlegt væri að vekja athygli á því að málinu væri ekki lokið. „Að mínu mati á það öragglega eftir að fara fyrir Hæstarétt. Þess vegna ættu menn að halda haus og bíða niðurstöðu Hæstaréttar. En dómurinn breytir hins vegar ekki því að Hafskip fór á hausinn og Útvegsbankinn í raun líka. Spurn- ingin sem stendur eftir er: Ber enginn ábyrgð?" sagði Halldór. —só Halldór Halldórsson fyrrverandi ritstjóri Helgarpóstsins um Hafskipsmálið: Ber enginn ábyrgðina?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.