Tíminn - 10.07.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.07.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur10.júlí1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guömundsson Steingrímur Glslason Skrlfstofiir: Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Sfml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Askrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 NATO umbreytist Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins héldu í fyrri viku (5.-6. júlí) fund í London sem án minnsta vafa mark- ar tímamót í sögu þess. í langri yfirlýsingu frá leiðtogafundinum segir í lokaorðum að Atlantshafsbandalagið hafi „um- breyst", tekið algerri eðlisbreytingu. Rökin fyrir þess- ari umbreytingu eru þau sem greinir í upphafi yfirlýs- ingarinnar, að nýtt skeið með nýjum vonum sé hafið í sögu Evrópu. Hið nýja skeið markast af því, segir í yfirlýsingunni, að Mið- og Austur-Evrópa er að öðl- ast frelsi fyrir eigin frumkvæði og Sovétríkin hafa ráðist til langrar ferðar í átt að frjálsu þjóðfélagi. Athyglisvert er að í þessum orðum leggur Atlants- hafsbandalagið áherslu á að hinar nýfrjálsu þjóðir í Evrópu hafi sjálfar leyst sig undan okinu. Um það er enginn ágreiningur að það var þróunin í austurblökk- inni sjálfri sem skapaði skilyrði til þess að alþýðulýð- veldin öðluðust þjóðfrelsi og stjórnmálafrelsi. Frels- isbylgjan í Austur- og Mið-Evrópu á sér rætur í um- bótastefnu Gorbatsjovs í Sovétríkjunum. Núverandi valdhafar þar hafa með beinum og óbeinum hætti stuðlað að frelsi alþýðulýðveldanna. Það eru þau sem hafa ummyndast svo rækilega að það hlaut að hafa áhrif á þróun Atlantshafsbandalagsins. Lundúnafund- ur leiðtoga Atlantshafsbandalagsins tók afstöðu til þróunarinnar í austurblökkinni. yfirlýsing fundarins ber með sér, að sú ummyndun stjórnarfars sem þar hefur átt sér stað, varð að koma fram í stefnu og eðl- isgerð Atlantshafsbandalagsins. Hin pólitíska ummyndun í Austur- og Mið-Evrópu og sú staðreynd að ríkin þar lúta ekki lengur valdi Sovétríkjanna, hefur auk þess leitt til þess að Varsjár- bandalagið, hernaðarbandalag kommúnistaríkjanna, er nú nafhið tómt. Varsjárbandalagið veldur þar af leiðandi engri hernaðarógn. Upplausn þess hefur gert allar fyrri hugmyndir um heri og herbúnað á megin- landi Evrópu að engu. Öllu þessu fylgir að Sovétríkin flytja heim stóra heri úr Varsjárbandalagslöndum sem ýtir enn frekar á samdrátt herafla og vopna af hálfu Atlantshafsbandalagsins. Eins og ljóst er af Lundúnayfirlýsingunni vilja leið- togar Atlantshafsbandalagsins láta það koma skýrt fram að þeir séu að rétta Sovétríkjunum sáttahönd. Atlantshafsbandalagið mun halda stöðu sinni sem varnarbandalag, en vígbúnaðarstefna þess í Evrópu breytist með áþreifanlegum hætti svo og samskipti við sovésk stjórnvöld. íslendingar munu sem aðrir fagna þessum tímamót- um í sögu Atlantshafsbandalagsins. Ekki er þó svo að sjá að í bili dragi úr hernaðargildi íslands. Qreinilega kom fram á Lundúnafundinum að samdráttur vopna- búnaðar og herafla er ekki efst á óskalista Breta og Bandaríkjamanna. Enn sem fyrr líta stórveldin svo á að samdráttarvígbúnaður snerti eingöngu megin- landsheri og herbúnað á landi. Þessi afstaða kann þó að breytast. í því efni er ekkert útilokað, a.m.k. ekki ef til lengri tíma er litið. íslendingar eiga að halda til streitu kröfunni um að Norðurhöf verði kjarnorku- laust svæði. GARRl Beinar útsendingar frá Róm Þá er heimsmristaraképpni I knattspyrnu loksins lokið ineo sigri Vestur-Þjóoverja. I»vi fylgir ni.a. sú blcssun að sjónvarpsdag- skráin fcr að jafna sig. Þegur hxsl sioo i uiiiiiuoiuum sem leið uni bciut sjúnvarp fní þessari keppni dug eftir tlag vur fölk að get3 scr til um það hversu stór cnda krefðist þess i raun og vcm að fnlholtanuni á ítalíu væri gert svo hátt undir hnfði að hann rugl- afti allri dagskrárvcnju aoalsjón- Fótbolti hefur forgang Mcnn gatu sér þcss til að varla vxri ncnia litið brot áhorfenda scin heimtaoi bcina útsendingu á öllum kupplcikjunum scm fram fóru á ítalíu, flestir inyndu iáta sér nægja að sjá einn og cinn leik i bciuui útsendingu, cii uðra á cft- ir sí inyndbaudi. Surnii- voru jiifnvel svo gwnaldngs að tala um kostnao i þessu sarnhundl. cn um þaft vcit almcnningur annars lit- ið. Eftir þvi scm helst cr að skilja á niðurstilðu skoðanakönnunar a sjónvursefni, er mcirihluta sjón- varpsáhorfcnda það ckki á nioti skapi að sjönvarpa bciut frá hcimsmcistarakcppnJ i knatt- spyruu. Gildir þú cinu þótt siíka útsendingu beri upp á bcsta sjóo* varpsrima sólarhringslns i>g raski n»,a. útsendingu vitisíclasfa sjón- varpsefnisins, fréttum, og öðrum þáttnm að sama skapi, aok þess scm þao hetor áhrif á daglegar vcnjnr tólks sem ti yggast cr sjón- varpinu og nntar það sem aðal- skcmmti- og Iraðslutæki sitt. Hluti heimilis- vanans Nú iná vel veru að dagskrar- stjðrn sjónvarps meti það rén að almciint iiiuiii ahorfcndur ekki gera vcður út af því þótt vikið sé írá vananuin i sjónvarpinu, þeg- ar scrsfaklcga stcndur á. Vissu- lega gcíur vaninn orðið lciöi- gjarn. En hins vcgarcr þaó miklu meira cn að vikja frá vananuni að sjouvnrpa úllum kappkikjum í hcimsiueistarukeppiii i knutt- spyrnu. Meó þvi cr bcinliois verið að umturoa tlagskrartimanum, scm cr miklu miniii tillitssemi >ið ,r>&K:« sjomarpsáhorfendur en forráOamenn sjónvarpsins gera sér grcin fyrir. Ilvort scni monnuni líkar bctur cóa vcrr, cr sjónvarp (og útvarp) hluti af heiinilislíri fjöldu fúlks. Og cius og cinstök iili iiM hcimilis- lifs þurfa sina fcstu. ii dugskrir- limi sjónvarpsios að rétlu að vcra vaoabundinn cn ckki duttlungum háðor. Það gctur út af fyrir sig verið rétt að í>l)% sjónvarps- áhorfenda svari því svo í skoo- anakönnun að þcir láti scr þaó lyndii, þóft dagskrárskipulagi sc itrekuð ruskuö vegna bcinna út- sendinga frá knuttspyrnuniótum, en þad mcrkir hins vegar ekki að þessi st óri hópur geri beinlínis kröfur til þess að svona sé að verki staðið. Hin beina krafa í þcssu efni er bundin við miklu þrengri hóp. Sönghátíö í Róm Á laugardaginn gerðist það svo enn ao sjonvaipið rauf dag- skrárrúlinu sina mcö bcinu sjón- varpsefni rr:i Róm. Þar fram fór saunkoUuð tónbstarhátíð. Út af ryrir sig var eogin þorí i þessu beina sjónvan>i frá CaracaUa- rústunum. þvi að hœgi hefði verið að sýna hátiðina sMar af mynd- handi. Hins vegar féU þessi útscnd- ing vel að þcirri rcglu að bregða megi út af vcnjuhclguðu dagskrár- skipulagi þegar sérstakkga stend- urácinakvöldstund. I>að var iina-gjulcgur viðhurður að borfa a svo ágæta útseudiugu og njóta söogs þeirra með undir- leik þrefaldrar sinfóniuhljómsvcit- ar. Það er ekki á hverjum degi að islcnskir tðnlistaninir eigi þcss kosf að hlusta á .losé Carrera og Placido Oomingo syngja sem þeim cr lagið upp á pr.ic og upplifa Pa- varolti sprcngja skalaun i hvcrju laginu u fiilur öðru. Siingsnilld .:¦¦;-.'.' ¦....... .. .. : :!. ¦' . ... l>að var aldrei nema von að teygð- ist úr þcssari siinghátfð. En þá brá svo vid að ckki var hægt að sýna hana alla i sjnnvarpiuu. Scndingin var klippt sundur áður cn hátið- inni var lokið. Sú ákvörðun var að vísu tekin i Rúin. Evrópusjónv.irp- ið skar * seudiuguna. En hvað hefðo íihugumcnn um fótbolla sagt ef einhvcr dagskrársljórn hefði li.ui i niirtjum klióiim utsendingu fri framlcngdum lcik í heims- meistarakeppni i knatfspyTiiu? Garri VITT OG BREITT Hágr XJk • II menningar Borgin eilífa var heldur betur inni i stofum heimsbyggðarinnar um helgina. Á sunnudagskvöld var háður þar úrslitaleikur í fótbolta og svo er tæknisnillingum fyrir að þakka að hægt er að fylgjast með honum á íslandi eins og í sjálfri Róm. Á laugardagskvöld var boðið í Terme di Caracalla þar sem húm- aði og myrkrið skall á á meðan á einhverjum stórglæsilegustu tón- leikum, sem hægt er að bjóða upp á, stóð. Bein sjónvarpsútsending af hálistrænum atburði veldur ekki ósvipuðum fiðringi og að horfa á kappleik á meðan á honum stendur. Ekki leikur minnsti vafi á að tónlist- arflutningurinn frá Róm hitti beint í mark. I sunnudagskaHinu á Borginni var Albert og fótbolti tekinn af dag- skrá en frammistaða tenórsöngvara rædd af hrifhingu og eldmóði. Clau- senbræður, sem eru keppnismenn miklir, voru ekki í miklum vafa um að hann Kristján okkar hefði sómt sér vel í selskapnum í Terme di Caracalla og átt þar góðan sjans. í heitu pottum sundlauganna gengu umræðurnar út á hverjir voru svo heppnir að hafa verið heima þegar konsertinn var gefinn og ber- rassaðir karlar í sturtunum, sem annars þekkjast ekkert, sömdu um lán á myndbandsupptökum og áttu ekki orð til að lýsa hvílík lífsgæði helltust yfir þá úr jafhólíklegum stað og sjónvarpinu kvöldið áður. Svo heyrast oft umkvartanir yfir að listin sé leiðinleg. Það er að vísu rétt að vond list er flestum leiði- gjörn en flestir eru svo vel af guði gerðir að þeir hrifast þegar góða list ber fyrir augu eða eyru. En framboðspotið af vondri og leiðinlegri kúnst er bara svo miklu meira en af því sem bitastætt er af framboði hámenningar. Ræktun lá^^róöurs Kannski eru allir s\ i glaðir og ánægðir með beinu útsendinguna af tónleikum meistaratenóranna vegna þess hve óvænt hún var. Hennar var að vísu getið í dagskrá og annarri hvunndagslegri kynningu á efhi Ríkisútvarpsins. Við örlitla eftir- grennslan er auðvelt að komast að þvi að slíkt fer framhjá allflestum áheyrendum og áhorfendum. Starfsfólk allra fjölmiðla, ekki sist þeirra rikisreknu, telur það hlutverk sitt og heilaga skyldu að auglýsa ókeypis og mæra lofi alla þá raf- drifnu frethólka sem tröllríða sí- byljunni og skemmtanastöðum, hvenær sem lágkúltúrinn þarf á vin- samlegri umfjöllun að halda. Þegar sjónvarpið sýnir beint frá hálfsdags tónleikum, sem auglýstir eru upp með eymd deyjandi barna og gamalmenna og haldnir eituræt- um til dýrðar, er ekkert lát á for- kynningunum dögum og vikum saman áður en rafmagnið og ljósa- sjóið er sett í gang. Auðvitað hefði þannig gauragangur verið hneykslanleg ósvífhi við þá vönduðu listamenn og ágætu tón- verk sem flutt voru í rústum gömlu Rómar á sunnudagskvöldið. En vel mátti leggja meiri áherslu á beinu út- sendinguna í kynningum en gert var. Þeir sem eroja og þeir sem gleðja Hvað um það, sjónvarpið á sann- arlega þökk skilda fyrir að þekkja sinn vitjunartima þegar boð kom um að kostur væri á beinni útsend- ingu frá þeim einstæða atburði að þrír fremstu tenórar heims vildu gera öllum glatt í geði samtímis. Og sjálfir skemmtu þeir sér best allra og sönnuðu einu sinni enn að göfug og kunnáttusöm list er alls ekki leiðinleg heldur þvert á móti og lyftir mannsandanum upp úr ar- mæðunni og gerir líf þeirra sem njóta fegurra og betra. Gaman var líka að fá að fylgjast með úrslitaleikjum fótboltakeppn- innar miklu. Hitt verður ekki tekið aftur að það var óþarfa gleypigang- ur að sýna hátt í 40 leiki í beinni út- sendingu og fordæmalaus aula- skapur ráðamanna Ríkisútvarpsins að líða yfirgangssömum fótbolta- bullum að ryðja heimsókn. Breta- drottningar með nær öllu úr ís- lenska ríkissjónvarpinu. En aldrei verður gert svo öllum liki og einna sist í sjónvarpi. Hins vegar gerði ekki til þótt þeir sem lagt hafa undir sig íslenska fjölmiðlun gerðu ögn meiri kröfur til eigin smekks á menningu. Annars er fróðlegt að fylgjast með skítkasti þeirra sem enn halda að listin sé að rífa vestræn þjóðfélög niður. Þar metast skallapoppararnir um hver þeirra sé orðinn vambsíð- astur og botna ekkert í að þeir eru hættir að vera 18 ára og blaðadeilur standa um hvort goðið Zimmer- mann sé endanlega búið að væla vestræna menningu í kútinn eða eigi enn eitthvað ógert í því efhi. En allt verður það þras léttvægt þegar alvöru listamenn fara með al- vörutónlist og hugljúf og mannvin- samleg snilldin berst frá Terme di Caracalla til heimsbyggðarinnar. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.