Tíminn - 10.07.1990, Page 6

Tíminn - 10.07.1990, Page 6
»r| *• I I .1 •» ». l'A 1* / ’ 6 Tíminn ÞriðjudagurlO. júlí 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gfslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason Skrífstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavlk. Sfml: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsímar. Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 NATO umbreytist Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins héldu í fyrri viku (5.-6. júlí) fund í London sem án minnsta vafa mark- ar tímamót í sögu þess. I langri yfirlýsingu ffá leiðtogafundinum segir í lokaorðum að Atlantshafsbandalagið hafi „um- breyst“, tekið algerri eðlisbreytingu. Rökin fyrir þess- ari umbreytingu eru þau sem greinir í upphafi yfirlýs- ingarinnar, að nýtt skeið með nýjum vonum sé hafið í sögu Evrópu. Hið nýja skeið markast af því, segir í yfirlýsingunni, að Mið- og Austur-Evrópa er að öðl- ast frelsi fyrir eigin frumkvæði og Sovétríkin hafa ráðist til langrar ferðar í átt að frjálsu þjóðfélagi. Athyglisvert er að í þessum orðum leggur Atlants- hafsbandalagið áherslu á að hinar nýfrjálsu þjóðir í Evrópu hafi sjálfar leyst sig undan okinu. Um það er enginn ágreiningur að það var þróunin í austurblökk- inni sjálffi sem skapaði skilyrði til þess að alþýðulýð- veldin öðluðust þjóðffelsi og stjómmálaffelsi. Frels- isbylgjan í Austur- og Mið-Evrópu á sér rætur í um- bótastefnu Gorbatsjovs í Sovétríkjunum. Núverandi valdhafar þar hafa með beinum og óbeinum hætti stuðlað að ffelsi alþýðulýðveldanna. Það eru þau sem hafa ummyndast svo rækilega að það hlaut að hafa áhrif á þróun Atlantshafsbandalagsins. Lundúnafund- ur leiðtoga Atlantshafsbandalagsins tók afstöðu til þróunarinnar í austurblökkinni. yfirlýsing fundarins ber með sér, að sú ummyndun stjómarfars sem þar hefur átt sér stað, varð að koma ffam í stefhu og eðl- isgerð Atlantshafsbandalagsins. Hin pólitíska ummyndun í Austur- og Mið-Evrópu og sú staðreynd að ríkin þar lúta ekki lengur valdi Sovétríkjanna, hefur auk þess leitt til þess að Varsjár- bandalagið, hemaðarbandalag kommúnistaríkjanna, er nú nafhið tómt. Varsjárbandalagið veldur þar af leiðandi engri hemaðarógn. Upplausn þess hefhr gert allar fyrri hugmyndir um heri og herbúnað á megin- landi Evrópu að engu. Öllu þessu fylgir að Sovétríkin flytja heim stóra heri úr Varsjárbandalagslöndum sem ýtir enn ffekar á samdrátt herafla og vopna af hálfu Atlantshafsbandalagsins. Eins og ljóst er af Lundúnayfirlýsingunni vilja leið- togar Atlantshafsbandalagsins láta það koma skýrt fram að þeir séu að rétta Sovétríkjunum sáttahönd. Atlantshafsbandalagið mun halda stöðu sinni sem vamarbandalag, en vígbúnaðarstefha þess í Evrópu breytist með áþreifanlegum hætti svo og samskipti við sovésk stjómvöld. Islendingar munu sem aðrir fagna þessum tímamót- um í sögu Atlantshafsbandalagsins. Ekki er þó svo að sjá að í bili dragi úr hemaðargildi íslands. Greinilega kom ffam á Lundúnafundinum að samdráttur vopna- búnaðar og herafla er ekki efst á óskalista Breta og Bandaríkjamanna. Enn sem fyrr líta stórveldin svo á að samdráttarvígbúnaður snerti eingöngu megin- landsheri og herbúnað á landi. Þessi afstaða kann þó að breytast. í því efni er ekkert útilokað, a.m.k. ekki ef til lengri tíma er litið. Islendingar eiga að halda til streitu kröfunni um að Norðurhöf verði kjamorku- laust svæði. GARRI Þá er heimsmefstarakeppDÍ i knattspyrnu loksins lokið með sigri Vestur-Þjóðverja. Því fylgir m.a. sú blessun að sjónvarpsdag- skráin fcr að jafna sig. Þegar hæst stóð i mánuðinum sem ieið um beinf sjónvarp frá þessari keppni dag eftir dag var fóik að geta sér til nm það hversu stór hundraðshiuti sjónvarpsáhorf- enda fcrefðist þess i raun og veru aði aiiri dagskrárvenju aðalsjón- varpsstnðvar íslendinga. Fótbolti hefur forgang Menn gátu sér þess t|| að varla vaeri nema lítið brot áhorfenda sem heimfaði bcina útsendingu á öllum kappleikjunum sem fram fóru á ftalíu, flestir myndu láta sér nægja að sjá einn og cinn leik í beinnj útsendingu, en aðra á eft- ir af myndbandL Sumir voru jafnvel svo gamaldags að ta)a um kostoað í þessu sarabandi, en nm það veit almenningur annars ift- iö. Eftir þvf sem helst er að skilja á niðurstöðu skoðanakönnunar á sjónvarsefni, er meirihiuta sjón- varpsáhorfenda þaö ekki á mnti skapi að sjónvarpa beint frá heimsmeistarakcppni í knatf- spyrnu. Gildir þá einu þótt slíka útsendingu beri upp á besta sjótt* m.a. útsendingu vinsælasta sjón- varpsefnisins, frétttim, og öðrum þáttum að sama skapí, auk þess sem það hcfur áhrif á daglegar venjur fólks sem tryggast er sjón- varpinu og nntar það sem aðal- skcmmti- og fræðslutæki sitt. Hluti heimilis- vanans Nú má vel vera að dagskrár- stjórn sjónvarps meö það rétt að almennt nuini áhorfendur ekki gera veður út af því þótt vikið sé frá vananum í sjónvarpinu, þeg- lega getur vaninn orðið leiði- gjarn. En hins vegar er það iniklu nieira cn að vikja frá vananum að sjónvarpa öllum kappieikjum í spyntu. Með því er bdnlínis verlð að umturna dagskrártímanum, sem er mlldu minni tillitssemi við trygga sjónvarpsáhorfendur en forráðamenn sjónvarpsins gera sérgmnfyrír. Hvort sem mönnum líkar betur cða vcrr, er sjónvurp (og útvarp) hluti af helmilislxfl fjölda fúlks. Og eins og einstök atríði beimilis- lifs þurfa sina festu, á dagskrár- títni sjónvarpsios að réttu að vera vanabundinn en ekki duttlungum háðnr. Það getur út af fyrir sig verið rétt að 60% sjónvarps- áhorfenda svari þvi svo i skoð- anakönnun að þeir láti sér það iynda. þótt dagskrárskipulagi sc ítrekað raskað vegna beinna út- Sendinga frá knattspyrnumótum, en það rnerkir hins vcgar ekki að þessi stórí hópur geri heinlinis kröfor til þess að svona sé að verkf staðið. H»'n beina krafa f þessw efni er bundin við miklu þrengri hóp. Sönghátíð í Róm ú s>o enn að sjónvarpið rauf dag- varpsefni frá Róm. Þar frarn fór sannkölluð tónlistarhátið. Út af fyrir sig vnr engin þörí á þessu beina sjónvarpi frá Caracaila- og njóta söngs þeirra mcð undir- leik þrefaldrar slnfóniuhljómsveit- ar. Það er ekki á hverjum dcgi að islenskir tónlistarvinir eigi þess kost að hlusta á José Carrera og er iagið upp á prae og upplifa Pa- varolti sprcngja skalann í hvcrju iaginu ú fætur öðru. Söngsniild framkoman, tóköDu fram, Það var aldrei nema v<m að teygð- svo við aó ekki var hægt aó sýna hana aOa i sjónvarpinu. Sendingin var klippt sundur áður en hátið- inni var lokirt. Sú ákvöröun var aö visu tekld i Róm. Evrópusjónvarp- ið skar á sendinguna. En hvað ef eiobver dagskrárstjórn hcfði hætt í miðjum klíóuin útsendingu frá framlengdum leik í heims- meistarakeppni f knattspyrnu? Hágróöur menningar Borgin eilífa var heldur betur inni í stofum heimsbyggðarinnar um helgina. Á sunnudagskvöld var háður þar úrslitaleikur í fótbolta og svo er tæknisnillingum fyrir að þakka að hægt er að fylgjast með honum á íslandi eins og í sjálfri Róm. Á laugardagskvöld var boðið í Terme di Caracalla þar sem húm- aði og myrkrið skall á á meðan á einhveijum stórglæsilegustu tón- leikum, sem hægt er að bjóða upp á, stóð. Bein sjónvarpsútsending af hálistrænum atburði veldur ekki ósvipuðum fiðringi og að horfa á kappleik á meðan á honum stendur. Ekki leikur minnsti vafi á að tónlist- arflutningurinn frá Róm hitti beint í mark. I sunnudagskaffinu á Borginni var Albert og fótbolti tekinn af dag- skrá en frammistaða tenórsöngvara rædd af hrifningu og eldmóði. Clau- senbræður, sem eru keppnismenn miklir, voru ekki í miklum vafa um að hann Kristján okkar hefði sómt sér vel í selskapnum í Terme di Caracalla og átt þar góðan sjans. I heitu pottum sundlauganna gengu umræðumar út á hveijir voru svo heppnir að hafa verið heima þegar konsertinn var gefinn og ber- rassaðir karlar í sturtunum, sem annars þekkjast ekkert, sömdu um lán á myndbandsupptökum og áttu ekki orð til að lýsa hvílík lífsgæði helltust yfir þá úr jafhólíklegum stað og sjónvarpinu kvöldið áður. Svo heyrast oft umkvartanir yfir að listin sé leiðinleg. Það er að vísu rétt að vond list er flestum leiði- gjöm en flestir era svo vel af guði gerðir að þeir hrifast þegar góða list ber fyrir augu eða eym. En framboðspotið af vondri og leiðinlegri kúnst er bara svo miklu meira en af því sem bitastætt er af ffamboði hámenningar. Ræktun láf^róðurs Kannski em allir s i glaðir og ánægðir með beinu útsendinguna af tónleikum meistaratenóranna vegna þess hve óvænt hún var. Hennar var að vísu getið í dagskrá og annarri hvunndagslegri kynningu á efhi Ríkisútvarpsins. Við örlitla effir- grennslan er auðvelt að komast að því að slíkt fer ffamhjá allflestum áheyrendum og áhorfendum. Starfsfólk allra fjölmiðla, ekki síst þeirra ríkisreknu, telur það hlutverk sitt og heilaga skyldu að auglýsa ókeypis og mæra lofi alla þá raf- drifnu ffethólka sem tröllríða sí- byljunni og skemmtanastöðum, hvenær sem lágkúltúrinn þarf á vin- samlegri umfjöllun að halda. Þegar sjónvarpið sýnir beint ffá hálfsdags tónleikum, sem auglýstir em upp með eymd deyjandi bama og gamalmenna og haldnir eituræt- um til dýrðar, er ekkert lát á for- kynningunum dögum og vikum saman áður en rafmagnið og ljósa- sjóið er sett í gang. Auðvitað hefði þannig gauragangur verið hneykslanleg ósvífhi við þá vönduðu listamenn og ágætu tón- verk sem flutt voru í rústum gömlu Rómar á sunnudagskvöldið. En vel mátti leggja meiri áherslu á beinu út- sendinguna í kynningum en gert var. Þeir sem ergja og þeir sem gfeöja Hvað um það, sjónvarpið á sann- arlega þökk skilda fyrir að þekkja sinn vitjunartíma þegar boð kom um að kostur væri á beinni útsend- ingu ffá þeim einstæða atburði að þrír ffemstu tenórar heims vildu gera öllum glatt í geði samtímis. Og sjálfir skemmtu þeir sér best allra og sönnuðu einu sinni enn að göfug og kunnáttusöm list er alls ekki leiðinleg heldur þvert á móti og lyftir mannsandanum upp úr ar- mæðunni og gerir líf þeirra sem njóta fegurra og betra. Gaman var líka að fá að fylgjast með úrslitaleikjum fótboltakeppn- innar miklu. Hitt verður ekki tekið aftur að það var óþarfa gleypigang- ur að sýna hátt í 40 leiki í beinni út- sendingu og fordæmalaus aula- skapur ráðamanna Ríkisútvarpsins að líða yfirgangssömum fótbolta- bullum að ryðja heimsókn. Breta- drottningar með nær öllu úr ís- lenska ríkissjónvarpinu. En aldrei verður gert svo öllum líki og einna síst í sjónvarpi. Hins vegar gerði ekki til þótt þeir sem lagt hafa undir sig íslenska íjölmiðlun gerðu ögn meiri kröfur til eigin smekks á menningu. Annars er ffóðlegt að fylgjast með skítkasti þeirra sem enn halda að listin sé að rifa vestræn þjóðfélög niður. Þar metast skallapopparamir um hver þeirra sé orðinn vambsíð- astur og botna ekkert í að þeir era hættir að vera 18 ára og blaðadeilur standa um hvort goðið Zimmer- mann sé endanlega búið að væla vestræna menningu í kútinn eða eigi enn eitthvað ógert í því efni. En allt verður það þras léttvægt þegar alvöm listamenn fara með al- vömtónlist og hugljúf og mannvin- samleg snilldin berst ífá Terme di Caracalla til heimsbyggðarinnar. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.