Tíminn - 10.07.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.07.1990, Blaðsíða 7
ÞriðjudagurlO. júlí 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Eyjólfur Valgeirsson: Öldungadeildin og Regína Thorarensen Ámeshreppur er sem kunnugt er með afskekktari byggðar- iögum landsins og því í hugum margra, sem ekki þekkja til, undrun yfir að hér skuli haldast byggð og að það hljóti að hafa verið kynlegir kvistir sem hér hafa alið aldur sinn í tím- ans rás og þó sérstaklega þeir sem enn halda tryggð við heimabyggð sína. Saga hreppsins og íbúa hans mun þó Htið ftábrugðin því sem gerist og gerst hefur í örðum dreifðum byggðum landsins og jafhvel þótt þær séu landfræðilega nær þéttbýli og því sem kallað er menningar- svæði. Framfarir og félagslíf var hér ekki seinna á ferð en víða ann- ars staðar. Kaupfélag og forveri þess, sem var deild úr Verslunarfé- lagi Dala- og Strandamanna, hóf starfsemi sína um eða rétt fyrir aldamót. Kvenfélag var stofnað 1926 og hefur starfað ötullega að sínum sérmálum. Tvö ungmennafé- lög hófu starfsemi sína um 1940, en þegar byggð lagðist að mestu af i Djúpuvík, hætti annað starfsemi. Hitt félagið, „Leifur heppni", starf- ar enn ötullega á sumrin og rekur hér sundlaug með myndarbrag og sinnir íþróttastarfsemi. Þessi hreyf- ing var að vísu seinna á ferð hér en víðast annars staðar,_ en forveri hennar, Lestrarfélag Árneshrepps, hóf hér starfsemi 1913 og hélt uppi fjölbreyttri starfsemi, auk bóka- kaupa, svo sem með uppfærslu sjónleikja og danssamkomum. En með breytingum á fræðslumálum hefur þessi starfsemi lagst niður einkanlega vegna fjarveru æsku- fólks við nám fjarri heimabyggð. Félagsheimíli var byggt hér 1948. Að húsakosti hefur byggðarlagið jafhvel staðið öðrum framar og eins og nútima þægindi, svo sem með varnslagnir og hreinlætisaðstöðu. Nýjasta átakið var svo uppbygging útihúsa og heygeymsla, sem athygli hafa vakið og eru óvíða í betra formi. Heimavistarskóli, einn af þeim fyrstu í dreifbýlinu, hefur ver- ið starfandi hér frá 1928. Fleira mætti sjálfsagt tina til þótt ekki verði það gert hér. Að sjálfsögðu hafa menn ekki allt- af verið samstiga í öllum málum, en óhætt er að fullyrða að samlíf fólks hafi yfirleitt verið gott og greið- vikni og hjálpsemi við nágrannann óvíða meiri. Það er því ekki undrunarefhi þótt þeim, sem hafa átt þátt í vinnu að málefhum sveitarinnar og þekkja til starfa forveranna, renni í skap þeg- ar fram á sjónarsviðið koma ein- staklingar sem hafa allt á hornum sér og eru svo blindir af sjálfs- ánægju yfir því að þeir hafi með fyrirgangi sínum átt þátt í því að snúa málum á betri veg og þar að auki lagt í einelti einstaka menn með svívirðingum og ósönnum áburði. Þeir, sem telja sig til þess sjálf- kjörna að stjórna framgangi mála hjá þjóðinni og gera allt hvað þeir geta til að sundra henni, þefandi uppi allt sem þeir telja öðrum til ávirðingar, renna á lyktina þegar slíkar persónur birtast. Á ég hér við blaðasnápa og fréttastofhanir en að- alpersónan, sem ég fjalla um í þessu tilviki, er frú Regina Thorarensen, sem hefur svo sannarlega verið þeim himnasending í þessum efh- um, enda sögð hafa þegið hæfileika sína fyrir guðsnáð. DV hefur upp á síðkastið verið að- alvettvangur þess sjónarspils og þegið með þökkum framlag hennar og hafhað birtingu hafi einhver gérst svo djarfur að andmæla henni, hef ég af þvi persónulega reynslu. Sjónvarps- og útvarpsstöðvar hafa einnig keppst við að birta við hana viðtöl á öllum sínum rásum og nú nýverið Jónas Jónasson í kvöl- drabbi sínu. Tel ég að sá þáttur hafi verið hinum annars ágæta útvarps- manni til litils sóma. Eg heyrði að- eins síðari hluta þáttarins, þar sem frúin var látin vaða elginn sam- hengislaust, lýsandi sannleiksást sinni og að hún sýni engum áreitni að fyrra bragði, sé aðeins að svara fyrir sig. Spyrjandinn vill fá eitt- hvað bitastætt og spyr eftir mannlífi á þessum útkjálka. Jú, svarið er til reiðu. Mannlíf að mörgu leyti gott, en það er bara hann Guðmundur minn á Bæ, en hann er nú kominn með hjartagangráð. Smekklegt, finnst þér það ekki, Jónas? Var það þetta sem þú varst að fiska eftir? Er frúin ekki að hlakka yfir að dagar hans hljóti brátt að vera taldir? Jú, frúin er full af sannleiksást og státar af viðskiptum sínum við fjöl- miðla og lítur með óvirðingu niður á okkur „öldungana", sem hún seg- ir að séu hræddir við þá, samanber síðustu grein hennar í DV um „öld- ungadeildina í Arneshreppi". Þyk- ist hún þar hafa slegið met Skarp- héðins og hefur þrjá hvolpa í greip sinni en hann hafði aðeins tvo. Hið sanna er að lítið hefur verið gert af því að svara öllu hennar blaðri og má sennilega telja á fingrum ann- arrar handar þær athugasemdir sem komið hafa fram varðandi skrif hennar, þótt hún þykist alltaf vera að svara fyrir sig. Stafar þetta af þvi að mest hefur verið um sundurlaus- an þvætting að ræða af hennar hálfu, sem ekki hefur verið svara- verður. Flest af þessu hefur hún endurtekið svo oft að hún er farin að trúa þvi að hún sé að segja sann- leikann. En ég held að þetta hafi verið misráðið og mun því víkja nokkuð nánar að því sem gengið hefur eins og rauður þráður í gegn- um hennar blaður, þótt sumt kunni að verða endurtekning á því sem áður hefur komið fram hjá mér og öðrum. Það fyrsta er saltleysið. Vegna dáðleysis míns varð um tíma salt- laust á Gjögri. Þetta mun rétt, en ég vil benda á að flutningar voru í öðru formi en nú og þurfti að samræma þungavöruflutninga eftir því hvern- ig hentaði á nærliggjandi höfhum. Frúin gerði þetta að stórmáli og auk þess að skrifa um það í Morgun- blaðið var hún hringjandi i Vilhjálm Þór, ritstjóra Tímans, og fleiri til að fá skýringar á þessu eins og sjá má i bók hennar. Telur hún að þetta framtak sitt hafi borið þann árangur að aldrei hafi orðið saltlaust á Gjögri síðan. Gunnsteinn Gíslason, núverandi kaupfélagsstjóri, upplýs- ir hana þó í grein í Tímanum um að saltlaust hafi orðið hjá eftirmönn- um mínum við Kaupfélagið, að minnsta kosti þrisvar sinnum, og styðst þar við hennar eigin frétta- mennsku sem endurprentuð er í bók hennar. En frúin skilur ekki hvað hann er að rugla og telur að hér sé um drykkjumannsraus að ræða. Þar er um að ræða nýja hlið á honum sem engir aðrir kannast við. Þá er það lokun reiknings. Oftast hefur hún talið það verk hafa verið gert samkvæmt skipun Guðmundar i Bæ, sem hefndarráðstöfun fyrir að hún vildi ekki ganga í Framsóknar- flokkinn. En nú eru það við bræður sem að þessu stóðum. Er það nú Þeir, sem telja sig til þess sjálfkjöma að stjóma framgangi mála hjá þjóðinni og gera allt hvað þeir geta til að sundra henni, þefandi uppi allt sem þíeir telja öðrum til ávirðingar, renna á lyktina þegar slíkar persónur birtast. ekki ofmat á eigin persónu að halda slíku fram? Ég held nú að hún sé í réttum flokki, flokki sem er víð- feðmur og rúmar jafrit hæfa sem óhæfa innan sinna vébanda. Ég gerði grein fyrir þessu máli í blaða- grein í vetur og sýndi fram á að ég hefði í þessu aðeins farið eftir þeim starfsreglum sem mér bar og giltu um viðskipti við útibúið á Djúpu- vík. Endurtek ég það því ekki hér. En þar sem hún útmálar þetta sem aðför að bjargarlausu heimili, bendi ég á að lokun lánsviðskipta þýddi ekki sama og viðskiptabann heldur öryggisráðstöfun til að koma í veg fyrir að þessi mál færu ekki of mik- ið úr böndunum. Allir vita að erfitt er að reka verslun og önnur fyrir- tæki ef ekki er hugað vel að þessum málum. Það að hún hefði getað bjargað málum með viðskiptum við aðra sýnir að hér var um andstöðu að ræða en ekki getuleysi. Um dáð- leysi mitt sem kaupfélagsstjóra er ég að sjálfsögðu ekki dómbær, en er þó ekki tilbúinn að hlíta dómi henn- ar í þeim efnum. Þegar hún ber mér á brýn að ég hafi haft ómældar fjár- hæðir í einhverjum bátagjaldeyri af viðskiptamönnum með dáðleysi mínu, hlýt ég að fara fram á að hún birti um það tölulegar sannanir eða heita ósannindamanneskja ella. Ætti það að vera auðvelt með því að fara yfir viðskiptabækur Kaupfé- lagsins frá þeim tímum. Um sagnfræði frúarinnar í bók hennar, sem kom út í vetur, vil ég aðeins benda á fá dæmi þótt af mörgu sé að taka. I fyrsta lagi telur hún sig hafa ver- ið fyrstu konuna sem mætti á fund- um kaupfélagsins. Hið sanna er að samkvæmt lögum þess höfðu bæði hjónin jafnan rétt til fundarsetu en áðeins annað hafði atkvæðisrétt á félagsfundum. Vil ég í því sam- bandi benda á að Sigríður í Ófeigs- firði var um árabil, áður en hún gifti sig, virkur þátttakandi á fundum þess. í öðru lagi telur hún að aldrei hafi verið kosið leynilegri kosningu fyrr en hún kom til sögunnar. Um þetta má fá rétta og gagnstæða mynd í gerðabókum félagsins. I þriðja lagi er svo líflátshótunin. Það er kafli sem sýnir hve langt er hægt að ganga í óhróðri. Að það hafi aðeins verið við bræð- ur sem hún átti í höggi við á þessum árum, hef ég áður gert skil í grein minni síðastliðinn vetur, en til við- bótar má benda á æviminningar Benjamíns heitins Stefánssonar Strandapósts og um tíma útibús- stjóra á Djúpuvík, skrásettar af Þor- steini Matthíassyni (bls. 94-95) sem sýnishorn af framkomu og dæma- fárri frekju hennar á þessum árum. I síðustu greinum frúarinnar hefur hún ekki látið nægja að fjalla um samtíðina, heldur teygt sig til for- tíðarinnar í leit að málum sem hún telur okkur öldungana hafa verið tengda við, beint eða óbeint. Fyrst var það um Sæmund og Ríkeyju, en það mál hefur eitthvað borið á góma i blöðum undanfarið. Taldi hún okkur hafa átt þátt í að flæma þau héðan á óvæntan og ævintýra- legan hátt til Siglufjarðar en hefur verið bent á að afskipti Guðmundar af þeim málum hafi verið þau ein að taka til fósturs eitt af börnum þeirra og að ég var þá 17 ára unglingur og gat því varla hafa komið þar við sögu. Um þetta mál vil ég það eitt segja að það sæmir ekki nútímanum að gerast dómari yfir þeim mönnum sem þá stýrðu málum hreppsins. Lögin um framfærsluskyldu og rétt fólks til að öðlast sveitfesti utan fæðingarsveitar gerðu fátækum sveitarfélögum ókleift að rækja þær skyldur sem þessi lög lögðu þeim á herðar. I þessu tilviki var það mál manna að hreppsyfirvöld hafi jafii- vel gengið feti framar en þeim var skylt í aðstoð við þetta fólk. Að siðustu vil ég svo víkja að skólamálum hreppsins, sem frúin vill meina að hafi verið ljótur blett- ur á hreppsfélagi og nái jafhvel til Guðmundar á Bæ og annarra núlif- andi manna, beint eða óbeint. Ég hef áður vikið að því að þetta hreppsfélag hafi verið með fyrstu dreifbýlisbygggðarlögum sem eignuðust heimavistarskóla. Að vísu vóg þar þyngst dugnaður og framsýni ákveðins manns, Guð- mundar Þ. Guðmundssonar, sem byggði skólann fyrir eigið framtak og stjórnaði meðan honum entist aldur til. En þó framtak og framsýni hans verði seint fullþökkuð eða of- metin, má það koma fram að hann átti sér stuðningsmenn, eins og hægt er að sanna með því að lita í gerðabækur hreppsins frá þeim ár- um og einn af þeim var öldungurinn Guðmundur í Bæ. Voru þeir nafhar, auk þess að vera persónulegir vinir, samherjar í fiestum málum sem voru á dagskrá i tíð Guðmundar Þ. Ekki má heldur gleyma þætti frænda Guðmundar Þ., Guðjóni Magnússyni, sem þá var nýlærður húsasmiður og stóð fyrir byggingu skólahússins, sem prýtt hefur og prýðir hreppinn enn þann dag í dag. Trúlega hefur hann ekki verið kröfuharður fyrir sitt framlag. Ég get meira að segja stært mig af því að hafa verið þar í verki við bygg- ingu skólans og minnist enn með ánægju þeirrar verkgleði og góða anda sem ríkti undir stjórn þeirra ágætu frænda. En úr því ég minnist á Guðjón vil ég geta þess að hann kom mikið við sögu hreppsins á sinni tíð, sem yfir- smiður að mörgum byggingum, svo sem læknisbústað, símstöðvarhúsi á Djúpuvík, félagsheimili, prestset- urshúsi í Arnesi, íbúðar- og versl- unarhúsi Kaupfélags Strandamanna i minni kaupfélagsstjóratíð, eigin íbúðarhúsi og fleiri. Auk þess var hann bóndi og um árabil oddviti hreppsins við góðan orðstír. Regína kemur að þætti Sigurðar heitins Péturssonar, eins og hún vilji á einhvern hátt tengja hann byggingarsögu skólans, en þau mál voru til lykta leidd löngu fyrir hans oddvitatíð. Ekki hef ég löngun til að gera lítið úr Sigurði og tel hans hlut í hreppsmálum nógu stóran þótt ekki sé verið að eigna honum ann- arra verk. Ég þekkti hann og veit að þar var á ferð drengur góður, fullur af athafhaþrá. Burtför hans úr hreppnum, sem bættist ofan á enda- lok síldarævintýrisins, var stórt áfall fyrir byggðarlagið. En það voru engin fjandsamleg öfl sem áttu þátt i þeirri eðlilegu ákvörðun hans að flytjast þangað sem honum voru búin betri skilyrði fyrir starfsemi sína þegar Húnaflói brást sem forðabúr. Ég fer nú að láta þessu lokið, enda orðið lengra mál en ég ætlaði í upp- hafi. En meiningin var sú að bregða upp nokkrum myndum úr þessu molbúaþjóðfélagi sem frú Regína hefur eytt kröftum sínum í að betr- umbæta. Er hér að sjálfsögðu engin tæmandi frásögn eða lýsing. Og þó ég hafi minnst nokkuð á þá menn sem koma við sögu tilteknum mál- um eru vissulega margir fleiri sem skilið hafa eftir sig merk spor i sögu byggðarlagsins, og þá ekki siður meðal þeirra sem andvigir voru byggingu heimavistarskóla, sem að sjálfsögðu hlaut að koma við fjár- hag hreppsins. Hafa ber í huga að það eru fleiri en ein hlið á máli hverju og hér var á ferð nýjung sem átti sér fá fordæmi og hreppsfélag- inu þröngur stakkur skorinn fjár- hagslega. Það hefur nú komið fram hver ástæðan er fyrir þessum skrifum mínum og mun ég nú láta endan- lega lokið að rabba við eða um frú Regínu á þessum nótum, enda borin von að eiga síðasta orðið við hana. Að dæmi hennar tek ég mér einnig í munn orð úr Njálu og segi eins og fjendur Gunnars á Hliðarenda „Flýjum nú, ekki er við mann að eiga." (Að sjálfsögu á eintalan við í þettasinn.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.