Tíminn - 10.07.1990, Page 9

Tíminn - 10.07.1990, Page 9
8 Tíminn ÞriðjudagurlO. júlí 1990 Þriðjudagur ÍO. júlí 1990 Tíminn 9 Eftir Hermann Sæmunds- son Einu glæsilegasta landsmóti hestamanna til þessa lauk á sunnu- dagskvöld. Á fimmtánda þúsund manns sótti mótið heim að Vind- heimamelum í Skagafirði og hross hafa verið á fjórða þúsund. Þar voru saman komin bestu og glæsilegustu hross landsins. Á sunnudag var hópreið og helgistund sem séra Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup sá um. Öll félög sem eiga aðild að Landssambandi hestamanna tóku þátt í hópreiðinni og var það gífurlegur fjöldi manna og hesta. Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, tók þátt í hópreiðinni mót- inu til heiðurs og sat hún gráan fák að nafhi Gustur. Við þessa athöfh fluttu Kári Amórsson, formaður Landssambands hestamanna, og Hjalti Pálsson ffamkvæmdastjóri LH ávörp. Þá gróðursetti forseti íslands tijá- plöntu í skeifulaga reit sem nefhdur hefur verið Hóftunga en þar hefur verið plantað undanfarið nokkur þúsund plöntum. Einnig afhjúpaði forsetinn stuðlabergssúlu sem er gjöf hestamanna á Suðurlandi til hesta- manna á Norðurlandi er sáu um ffam- kvæmd þessa móts. Glæsilegir stóðhestar Mikil spenna hefur ríkt vegna dóma á kyn- bótahrossum og þess vegna biðu margir óþreyjufullir eftir niðurstöðu þeirra. Þrír stóðhestar hlutu heiðursverðlaun fyrir af- kvæmi og var Hervar ffá Sauðárkróki efst- ur þeirra. Hervar er í eigu Hrossaræktar- sambands Skagafjarðar og hlaut hann 131 stig. Hervari fylgdu mörg þekkt afkvæmi; meðal annars hinn kunni stóðhestur Otur ffá Sauðárkróki. Þá hlaut Gáski ffá Hof- stöðum einnig heiðursverðlaun fyrir af- kvæmi og Ófeigur ffá Flugumýri. Gáski, sem er i eigu Hrossaræktarsambands Suð- urlands, hlaut 129 stig fyrir 72 afkvæmi og Ófeigur fékk 125 stig fyrir 105 afkvæmi. Þokki frá Garði í eigu Jóns Karlssonar í Hala gerði góða hluti á þessu landsmóti. Hann var efstur þeirra stóðhesta sem fengu fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi. Þokki fékk 123 stig fyrir þau 23 afkvæmi hans sem dæmd voru. Aðrir hestar sem fengu fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi voru Viðar frá Við- vík í eigu hrossaræktarsambanda Suður- lands, Skagfirðinga og Vesturlands, Garður ffá Litlagarði í eigu Ármanns Ólafssonar og Feykir ffá Hafsteinsstöðum í eigu Hrossaræktarsamband Suðurlands. Af stóðhestum sex vetra og eldri varð Kol- finnur ffá Kjamholtum hlutskarpastur en hann er í eigu Hrossaræktarsambands Vest- urlands. Kolfmnur fékk 8.45 í aðaleinkunn, en þá einkunn hlaut einnig Gassi ffá Vorsa- bæ. Dómnefhd kynbótahrossanna ákvað að veita Kolfmni fyrstu verðlaunin vegna þess að þijú afkvæmi hans voru sýnd á þessu landsmóti sem er óvanalegt með svo ungan fola. Gassi hlaut því annað sætið en hann er í eigu Hrossaræktarsambands Eyjafjarðar. Þriðji stóðhesturinn í þessum flokki var Ot- ur ffá Sauðárkróki í eigu Sveins Guð- mundssonar en Otur hlaut 8,37 í aðalein- kunn. Alls fengu 20 stóðhestar sex vetra og eldri 1. verðlaunadóm á mótinu. Af fimm vetra stóðhestum varð Piltur ffá Sperðli efstur. Hann hlaut 8,33 í aðalein- kunn en byggingareinkunn hans var 8,53 sem er mjög góð einkunn. Piltur er í eigu Pilts sf. Það vakti athygli að Toppur ffá Eyjólfsstöðum, sem hafði fengið eina hæstu einkunn fimm vetra stóðhesta fyrir landsmótið, var ekki sýndur á landsmótinu þrátt fyrir að hann hafi verið kominn þang- að. I kynningu var sagt að Toppur hafi fengið hormónasjokk og þess vegna ekki hægt að sýna hann. Alls hlutu 9 stóðhestar í þessum flokki 1. verðlaun. Af fjögra vetra stóðhestum er það að segja að Kveikur frá Miðsitju í eigu Jóhanns Þor- steinssonar og fleiri varð efstur. Hann hlaut í aðaleinkunn 8,06. Tveir aðrir hlutu 1. verðlaun í þessum flokki en það eru stóð- hestamir Orri frá Þúfú í eigu Indriða Ólafs- sonar og Sokki ffá Sólheimum í eigu Valdi- mars Ó. Sigmarssonar. Þrjár hryssur í heiöursverölaun Þijár hryssur fengu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Efst varð Hmnd ffá Keldudal í eigu Leifs Þórarinssonar. Hmnd hlaut 8,00 fyrir fimm afkvæmi. Önnur varð Hrafn- katla ffá Sauðárkróki en hún er i eigu Sveins Guðmundssonar og hlaut hún 7,99 og þriðja varð Snælda ffá Árgerði og hana á Magni Kjartansson í Árgerði. Það vakti athygli að tveir hestar sem fylgdu Hrafnkötlu höfðu verið lækkaðir ffá fyrri dómum. Með það var eigandi Hrafn- kötlu, Sveinn Guðmundsson, ekki ánægður og af þeim sökum neitaði hann að taka við verðlaunum fyrir Hrafnkötlu. Munurinn á hryssunum var aðeins 0,01. Þá fengu fjórar hryssur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi. Það vom hryssumar Blesa ffá Möðmfelli í eigu systkynanna á Hóli, Hervör ffá Sauðárkróki í eigu Sveins Guð- mundssonar, Perla frá Reykjum í eigu Steindórs Amasonar og Björk frá Þverá í eigu Ingva Eiríkssonar. Af hryssum sex vetra og eldri varð Gerpla ffá Högnastöðum efst með 8,25 í aðalein- kimn. Gerpla er í eigu Magnúsar Torfason- ar. Önnur varð Fluga ffá Amarhóli sem hlaut 8,23 og hún er í eigu Valgeirs Jóns- sonar. Þriðja varð Gná frá Efri-brú, en hana á Böðvar Guðmundsson og fékk hryssan 8,22 í aðaleinkunn. Tíu hryssur fengu 1. verðlaun í fimm vetra flokki. Þar varð hlutskörpust Þrenna ffá Hólum en hún er í eigu Hólabúsins. Þrenna fékk 8,46 í aðaleinkunn og er hún því hæst dæmda hryssan á mótinu. Tvær Qögra vetra hryssur komust í 1. verðlaun. Það vom hryssumar Gína frá Vot- múla í eigu Alberts Jónssonar og Þóra ffá Hólum í eigu Hólabúsins. Spennandi gæöingakeppni Gæðingakeppni á landsmótinu var mjög skemmtileg og spennandi. í A- flokki gæð- inga vom tveir hestar sem bættu eldra ein- kunnamet á landsmóti, en það vom gæð- ingamir Svartur ffá Högnastöðum sem fékk 8,27 í einkunn og Muni ffá Ketilstöðum sem fékk 8,26. Margir biðu því spenntir eff- ir úrslita keppninni og áttu margir von á að Svartur myndi sigra. Svo fór þó ekki og lenti Svartur í 3. sæti undir stjóm Sigur- bjamar Bárðarsonar. Sigurvegari var hins vegar Muni, en knapi á honum var Trausti Þór Guðmundsson. Muni er í eigu Svein- bjöms S. Ragnarssonar. Annar varð Gímir í eigu Jóhönnu M. Bjömsdóttur. Röðunin á 4. til 10. sæti var: Þorri, knapi Jóhann G. Jóhannsson; Fengur, knapi Sigurbjöm Bárðarson; Hugmynd, knapi Bergur Jóns- son; Sörli, knapi Olil Amble; Mímir, knapi Einar Öder Magnússon; Dagfari, knapi Að- alsteinn Aðalsteinsson og Fjölvi, knapi Hinrik Bragason. I B-flokki gæðinga var einnig spennandi keppni og þar bar sigur úr bítum Dimma ffá Gunnarsholti í eigu Sveins Runólfssonar. Knapi á Dimmu var Rúna Einarsdóttir. Röðunin á efstu hestum var: Dimma og Rúna, Kraki og Unn Krogen, Pjakkur og Ragnar Ólafsson, Kjami og Sævar Haralds- son, Ögri og Þorvaldur Kjartansson, Frúar- Jarpur og Halldór Svansson, Gola og Öm Karlsson, Vignir og Sigurbjöm Bárðarson, Bylur og Birgir Ámason, og tíundi varð Háleggur og knapi Jens Óli Jespersen. I eldri flokki unglinga sigraði Edda Rún Ragnarsdóttir á Sörla. Annar varð Reynir Aðalsteinsson á Dreyra, þriðji Gísli Geir Gylfason á Ófeigi, fjórði Daníel Jónsson á Geisla, fimmti var Gríma S. Grimsdóttir á Sikli, sjötta Theodóra Mathiesen á Faxa, sjöundi Sigurður Vignir Matthíasson á Bróður, Edda Sólveig Gisladóttir varð átt- unda á Janúar, níunda varð Iris Svein- bjömsdóttir á Þokka og Elín Rós Sveins- dóttir tíunda á Rispu. Steinar Sigurbjömsson sigraði í yngri flokki unglinga á hestinum Glæsi. Næstir í röðinni urðu Sigríður Theodóra Kristins- dóttir, Guðmar Þór Pétursson, Victor B. Víctorsson, Ásta Kristín Briem, Hulda Jónsdóttir, Sigríður Pjetursdóttir, Svein- bjöm Sveinbjömsson, Sigríður Ásta Geirs- dóttir og Vala Björt Harðardóttir. I töltkeppni úrvals töltara sigraði Rúna Einarsdóttir á Dimmu ffá Gunnarsholti sem sigraði einnig i B-flokki gæðinga. Rúna var kjörinn reiðmaður mótsins og fékk hún fyr- ir það sérstök verðlaim. Eitt íslandsmet í kappreiðum Eitt Islandsmet var sett í kappreiðum en það var Guðmundur Jónsson á hestinum Neista ffá Hraunbæ en þeir kepptu í 300 metra brokki. Neisti hljóp vegalengdina á 30,34 sek. 1250 m. skeiði sigraði Leistur og knapi á honum var Sigurbjöm Bárðarson. Leistur skeiðaði á tímanum 22,59. Börkur sigraði í 150 m. skeiði á 14,39 sek, knapi Mikill flöldi hesta og manna tók þátt í hópreiðinni enda var hún glæsileg og vakti mikla hrifningu. var Tómas Ragnarsson. I 800 m. stökki sigraði Nestor á tímanum 62,16 sek. en knapi á honum var Hjördís B. Amardóttir. I 250 metra stökki sigraði Nóta, knapi Magnús Benediktsson og var tíminn 18,50 sek. Subaru-brúnn sigraði í 350 m. stökki, hljóp vegalengdina á 25,24. Knapi var Magnús Benediktsson. Að leikslokum Þórarinn Sólmundsson, starfsmaður ffam- kvæmdarstjómar mótsins er ánægður með þetta 11. landsmót hestamanna. ,JvIótið gekk ágætlega fyrir sig. Það kerfi sem við vorum búnir að setja upp stóðst nokkum veginn og fólk var mjög ánægt.“ Þórarinn kvaðst ósátt- ur við neikvæðan fféttaflutning af ölvim á mótinu og sagði að þar hefði skrattinn verið málaður á vegginn. Bæði lögregla og björg- unarsveit hefðu verið ánægð með ffamgang mótsins sem slíks og á Víndheimamelum Tfmamynd, sá hefðu engin vandræði orðið sem oft fylgja útisamkomum. „Þau stóðu sig ffábærlega hestamannafélögin sem unnu að þessu móti, hér klikkaði ekki ein einasta vakt allan tím- ann. Það lögðust allir á eitt að gera þetta mót sem best. Nú er bara að taka til“ sagði Þórar- inn að lokum. Heiðursverðlaunahesturinn Hervar ásamt afkvæmum. Hjörtur Þórarinsson formaður Stéttasambands bænda afhendir Jóhanni Þorsteinssyni siguriaunin. Tfmamynd gtk Glatt hestaáhugafólk á góðum degi. Sigríður Waage, Gunnar Jónsson, Sif Knudsen og Siguriaug Stefánsdóttir. Tfmamynd, sá. Lerfur Þórarinsson tekur við verðlaunum fyrir heiðursverðlaunahryssuna Hrund ffá Keldu- dai.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.