Tíminn - 10.07.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.07.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 10. júlí 1990 Aðalfundur Arnarflugs hf. Aðalfundur Arnarflugs hf. fyrir árið 1989 verður haldinn að Hótel Sögu v/Hagatorg í Reykjavík, Þingstofu A á 2. hæð, þriðjudaginn 17. júlí 1990 kl. 17.15. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Arnarflugs hf. DAGBOK Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar Miklubraut 68 S13630 Sjáum um erfidrykkjur RISIÐ Borgartúni 32 Upplýsingar í síma 29670 Marmaralegsteinar meö steyptu inngreyptu eða upphleyptu letri. Einnig möguleiki meö innfellda Ijósmynd. Marmaraskilti með sömu útfærslum. Sólbekkir, borðplötur, gosbrunnar o.m.fl. Sendum um allt land. Opið 9-18, laugard. 10-16. £ / ^r^ Marmaraiðjan ]Y\N Smiðjuvegl 4E, 200 Kópavogi \\ Sími 91-79955. t Innilegar þakkir færum viö öllum þoim er sýndu okkur samúð og hlýhug viö andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður Óskars Sigurgeirssonar frá Sólbakka, Þykkvabæ Margrét Ó. Óskarsdóttir Aðalhei&ur S. Óskarsdóttir Sigurbjörg F. Óskarsdóttir María Oskarsdóttir Herborg S. Óskarsdóttir Erla F. Óskarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Guðbjörg Sigurgoirsdóttir og fjölskyldur Reykdal Magnússon Haukur Ingvarsson Brynjólfur Gestsson Unnar Ólafsson Gfsli G. Sigurjónsson Kristján Ó. Jónsson Sigurbjartur Sigur&sson t Hansína Anna Jónsdóttir frá Keisbakka, Skógarströnd lést 9. júlí. Ásta S. Indriðadóttir Reynis. Samtök um byggingu tónlistarhúss: Tónleikar Föstudaginn, 13. júlí: Sumartónleikar á Norðausturlandi Reykjahlíðarkirkja, kl. 20:30. Kristinn Árnason, gítar. Laugardaginn, 14. júlí: Sumartónleikar á Norðausturlandi Húsavíkurkirkja, kl. 20:30. Kristinn Árnason, gítar. Sumartónleikar í Skálhoiti laugardaginn 14. júlí Hátíðadagskrá tileinkuð Þorlákstíðum. Kl. 15:00 Upphafsstef Þorlákstíða. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, stj. Þor- gerður Ingólfsdóttir. Flutt verða latnesku andstefin úr aftansöng Þorlákstíða. Kl. 17:00 Tónverk byggð á stefjum úr Þorlákstiðum, m.a. frumflutningur verka eftir Misti Þorkelsdóttur og Þorkel Sigur- bjömsson. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Söngvarar og hljóðfæraleik- arar. Stj. Þorgerður Ingólfsdóttir. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Næstu þriðjudagstónleikar 10. júlí verða ljóðatónleikar, en þau Sólrún Bragadóttir söngkona og Jónas Ingi- mundarson píanóleikari hafa sett saman dagskrá með þekktum lögum eftir Franz Schubert. Þess skal getið að Chopin tónleikum Jónasar Ingimundarsonar, sem fyrirhugaðir voru í safninu 10. júlí, hefur verið frestað til 28. ágúst nk. og hleypur Sólrún Bragadóttir í skarðið með stuttum fyrirvara. Minjasafnið á Akureyri Minjasafnið á Akureyri hóf sumarstarf- semi sína 1. júní s.l. Safhið er opið alla daga vikunnar til 15. september fiá kl. 13:30- 17:00. I ár eru talin 1100 ár frá því að landnám í Eyjafirði hófst. Minjasafnið minnist þessara merku tímamóta með opnun sýn- ingarinnar Landnám í Eyjafirði. Sýningin verður opnuð þann 1. júlí n.k. og verður opin á venjulegum opnunartima safhsins fram til 15 september. . I sumar verður í Laxdalshúsi, elsta húsi bæjarins, ljósmyndasýningin Akureyri, svipmyndir úr sögu bæjar. Þar er saga bæjarins rakin í máli og myndum. Lax- dalshúsið er opið daglega frá 15:00- 17:00. Heyrnleysingjaskólanum berst gjöf Á dögunum afhenti Félag. islenskra bókaútgefenda Heyrnleysingjaskólanum 300 þúsund kr. að gjöf í tilefhi af 100 ára afmæli félagsins. A myndinni sést hvar Gunnar Salvarsson, skólastjóri Heyrn- leysingjaskólans, tekur við ávísun frá Jóni Karlssyni, formanni félagsins. Með hon- um á myndinni er Björn Gíslason, fram- kvæmdastjóri félagsins, og Örlygur Hálf- danarson úr stjórn Félags ísl. bókaútgef- enda. Heyrnleysingjaskólinn hyggst verja þessari rausnarlegu gjöf til kaupa á tölvu- búnaði fyrir nemendur skólans. 1. *.¦¦¦ .u •*&* mmmmm v a\ i- * :¦ ¦¦&> m Hér sjáum viö elna af pennatelknlngum listamannslns. Hafnarborg, Menningar- og listastof nun Hafnarfjarðar Búlgarski listamaðurinn Jordan Sourt- chev sýnir verk sín í Kaffistofu Hafnar- borgar 5.-22. júlí 1990. Þetta er fyrsta sýning og jafnframt fyrsta ferð lista- mannsins út fyrir Búlgaríu. Á sýningunni eru rúmlega 30 pennateikningar. Meðan á sýningunni stendur mun Jordan vera á staðnum og teikna myndir af fólki ef þess er óskað. Kaffistofan Hafnarborg er opin daglega frá kl. 11:00-19:00. MINNING Kristjana G. Þorvaldsdóttir Akranesi Faedd 23. október 1911 Dáin 3. júlí 1990 „Þegar œviröðull rennur rökkvar fyrir sjónum þér..." Hugurinn hvarflar langt aftur í tim- ann þegar æskuvinir kveðja. Þá húm- ar að og söknuðurinn gripur um sig. Aldrei oftar verður hægt að rifja upp hina gömlu góðu daga, þegar sól- skinsstundimar voru svo marar og lífið blasti við með öllum sínum fyr- irheitum. Þá var gaman að vera ung- ur og lifa hinu ljufa lífí, þótt veralda- rauðurinn væri víðs fjarri. Hamingj- an var fólgin í góðri heilsu, um- hyggju góðra foreldra og kennara, björtum framtíðarvonum ásamt lit- ríkum og skemmtilegum leikfélög- um. Eitt af góðskáldum okkar orðar þetta eftirminnilega: „Hve glöð er vor œska, hve létt er vor lund, er lifsstríð ei huga vorn þjáir. Þar áttum við fjölmarga indæla stund, er œvi vor saknar ogþráir... " Við Kristjana Þorvaldsdóttir vorum leikfélagar og æskuvinir. Við ólumst bæði upp á Eyrarbakka á sama stað — kringum Hópið — og vorum á svipuðum aldri. Hópið var fallegt stöðuvata á Eyrarbakka og gat i þá daga orðið býsna stórt. Þar gerði flóðsetinn sér hreiður á hverju vori og kom síðan upp mörgum ungum. Svanir höfðu þar viðdvöl af og til og sungu sinn fagra söng. Þegar vetur gekk í garð og ísa lagði varð Hópið samkomustaður unga fólksins sem undi hag sínum vel á skautum. Þar var oft mikið fjolmenni og glatt á hjalla. Æskuheimili hennar hét Aust- urvöllur. Það var í næsta nágrenni við æskuheimili mitt og ætíð góð vinátta þar í milli. Systir hennar — Soffía — var tveimur árum yngri og jafhgömul mér og því leikfélagi okkar ásamt mörgum öðrum bömum sem áttu heima austast á Eyrarbakka og voru jafhframt á barnaskólaaldri. Þetta var samrýmdur hópur sem lék sér öllum stundum er skóla var lokið á daginn. Furðu margir þeirra eru nú horfnir á braut. Við nutum þess að vera í barnaskóla hjá þremur úrvals kenn- urum sem sinntu nemendum sínum meira en algengt var, ekki aðeins f kennslu, heldur og í sambandi við störf að félagsmálum. Kennarar þess- ir vom á Eyrarbakka 1919-1929 og voru svo samhentir i störfum sínum og fórnfusir að til fyrirmyndar var. Margir munu enn minnast þeirra með miklu þakklæti. Kristjana var meðal hinna bestu nemenda i skólanum. Kjarkmikil og dugleg. Hún hélt hlut sínum við hvem sem var. Hal'öi oft frumkvæði og var skapmikil. Hún var frið sýnum og glaðsinna og því eftirminnilegur æskufclagi. Kristjana var fædd 23. október 1911. Foreldrar hennar vom hjónin ÞorvaldurBjömsson frá Bollastöðum í Hraungerðishreppi og Guðný Jóns- dóttir frá Eyrarbakka. Kristjana var næstyngst 10 bama þeirra hjóna — 6 dætra og 4 sona — sem nú eru öll lát- in nema Ragnar, f. 1906, sem átti lengi heima í Vestmannaeyjum en býr nú í Reykjavik. Þau hjón bjuggu fyrst í Simbakoti á Eyrarbakka og þar vom flest bömin fædd, en áttu lengst af heima á Austurvelli. Þau vom heil- brigt alþýðufólk, en börðust við fá- tæktina eins og svo margir á fyrstu áratugum aldarinnar. Þau vora vel metin af samtíðarmönnum sínum. Þorvaldur var maður hlédrægur og hafði sig lítt í frammi, en bókhneigð- ur og las mikið. Guðný var hinn mesti forkur og hafði fasttnótaðar skoðanir sem hún hélt fram af fullri einurð við hvem sem var. I mínum huga var hún vel gefin dugnaðar- kona. Ég á ákaflega góðar endur- minningar um þessi hjón og heimilið á Austurvelli. Þótt húsakynni væru fábreytt var hjartarýmið þeim mun meira og gott þangað að koma. Þar var mikið lesið af góðum bókum og þjóðmálin rædd tæpitungulaust. Átti þetta jafht við um hjónin sem böm þeirra sem enn dvöldu í foðurhúsum. Eitt bama þeirra var Ágúst, alþing- ismaður og bóndi á Brúnastöðum, einn mesti sómi íslenskra bænda á síðari hluta aldarinnar. í ágætri við- talsbók við Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, sem út kom 1984, lýsti hann æsku sinni með eftirminnileg- um hætti. Sú lýsing mun aldrei gleymast þeim sem lesið hafa. Ágúst ólst að vísu upp annars staðar, en hafði ætíð náið samband við fjöl- skylduna, enda með afbrigðum vin- fastur. Rúmlega tvítug flytur Kristjana til Akraness, enda hafði Sólveig systir hennar stofhað þar heimili. Þar kynntist hún eiginmanni sínum Guð- mundi Guðjónssyni, skipstjÓTa og lengi bæjarfulltrúa á Akranesi. Þau voru gefin saman í hjónaband á Eyr- arbakka 23. maí 1935. Heimili þeirra stóð síðan alla tíð að Suðurgötu 34 á Akranesi, þar til þau fluttu fyrir nokkrum árum að Höfða á Akranesi, enda var þá heilsu Kristjönu mjög tekið að hraka. Hún átti við langvar- andi heilsuleysi að stríða síðari hluta ævi sinar. Guðmundur er vel gefinn öðlingsmaður sem notið hefur mikils álits og mannhylli. Heimili þeÚTa var vel úr garði gert og ánægjulegt þar að dvelja. Tvö systkini Kristjönu, Valdi- mar og Agnes, áttu þar lengi heimili sitt og nutu umhyggju og vináttu þeirra hjóna i ríkum mæli. Böm þeirra eru þrjú: Þorvaldur, skipstjóri á Akraborginni, kvæntur Þórdísi Bjömsdóttur frá Hvolsvelli. Guðjón, skrifstofustjóri hjá Þorgeir & Ellert hf, kvæntur Guðnýju Ólafs- dóttur frá Akranesi, og Guðný, starfsmaður hjá Apóteki Kópavogs, gift Bjargmundi Björgvinssyni, blikksmíðameistara í Reykjavík, og þar er heimili þeirra. Systkini þessi era manndómsfólk sem nýtur trausts í störfum sínum. Bamabömin eru sex. Kristjana var myndarleg húsmóðir og vel verki farin. Mikil hagleiks- kona og listfeng. Heimili hennar bar þess glöggt vitni að hún bjö yfir næmu fegurðarskyni og smekkvísi. Hún var létt i máli en viðræðugóð, enda fróð og vel að sér um marga hluti. Hún átti einstaklega umhyggju- saman og vel gerðan eiginmann og afbragðsböm sem hún unni hugást- um. Bamabömin vora henni sannir sólargeislar sem hún kunni vel að meta. Samt sem áður var lífið henni erfitt er líða tók á ævina. Hún barðist lengi hetjulegri baráttu við erfiða sjúkdóma og bauð þeim birginn lang- an tíma. En lokastundin kom, sem enginn kemst undan.að horfast í augu við. Minningin um mæta konu lifir og verður öllum ástvinum hennar dýrmæt ævina út. Við samtíðarmenn Kristjönu — lengri eða skemrnri tíma — minnumst hennar með þakklæti og virðingu og vottum jafhframt vandamönnum hennar einlæga sam- úð okkar. Daníel Ágústínusson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.