Tíminn - 10.07.1990, Side 14

Tíminn - 10.07.1990, Side 14
14 Tíminn ÞriðjudagurlO. júlí 1990 MINNING . Vilhjálmur Grímsson Fæddur 26. júní 1903 Dáinn 9. júní 1990 Það er fomt mat að umhverfið móti einstaklinginn. Og víst er um það að útsýnið frá Rauðá er gert af mörgum þáttum og mundi ekki ólíklegt til að hafa áhrif á þann sem þar á heima langa ævi. Býli, tún og engjar og skógi vaxnar hlíðar breiðast fýrir sjónum. I vestri blasir við Ljósavatn- ið milli hábrýndra fjalla. Þaðan renn- ur Djúpá lygn og tær meðffam hraun- röndinni, en Skjálfandafljótið með Goðafossi byltist í gljúfrum neðan við túnin. Villi á Rauðá, eins og hann var jafn- an nefhdur af kunnugum, var vissu- lega gerður af mörgum þáttum. Stór- vaxinn með skarpa andlitsdrætti og skálmandi göngulag sem vissi hvert ferðinni var heitið. En undir stór- skomu yfirbragði bjó ekki aðeins kraftur hrauns og fossa heldur einnig mildi ár og lækja, lyngs og birki- kjarrs. Næmleiki fyrir fegurð í línum, litum og tónum. Umhyggjusemi fyrir bömum og heimili, hjálpfysi og greiðasemi við granna og vini. Fullu nafni hét hann Friðrik Vil- hjálmur. Foreldrar hans vom hjónin Ingibjörg Jónsdóttir og Grimur Frið- riksson, sem bjuggu á Rauðá alla sina búskapartíð. Grimur var hagur bæði á tré og jám og rokkasmiður ágætur, en um Jón Jóhannesson, föð- ur Ingibjargar, var sagt að annan eins völund og afkastamann heföu menn varla þekkt. Við minnumst þess að í bemsku heyrðum við sagt að ekki mætti á milli sjá hvor þeirra væri betri smiður, Grímur eða Vilhjálmur sonur hans, en munurinn væri sá að á Rauðá Villi væri tvöfalt afkastameiri. Vilhjálmur var einbimi og var Rauðá hans heimili alla ævi. Skóla- ganga hans var sú hin „hefðbundna" þeirra tíma, sem í dag væri tæpast tal- in menntun. Þó var Vilhjálmur einn vetur í Samvinnuskólanum í Reykja- vík, 1921- 1922, og haföi þá aðsetur í Sambandshúsinu hjá skólastjóranum föðurbróður sínum, Jónasi frá Hriflu. Þetta var hans „heimsreisa" og virtist hann muna nánast hvert spor og atvik er hann sagði okkur ferðasöguna á efri ámm sínum. Þetta stutta nám varð honum veganesti gegnum lífið og meðal annars gat hann lesið sér til gagns og ánægju tungumál nálægra þjóða. Tónlist veitti Villa mikla ánægju. Hann lærði ungur að spila á orgel og síðan á píanó og iðkaði það ffarn á effi ár. Einnig greip hann f fiðlu á yngri ámm. Með námi sínu f Sam- vinnuskólanum sótti hann tíma f org- elleik hjá Jóni Pálssyni og nýttist það vel eins og annað nám, þótt námstim- inn væri skammur. Smíðar lærði Vilhjálmur fyrst af föður sinum og síðan af eigin reynslu og með því að sjá hitt og annað fyrir sér. Ur tré smíðaði hann hvað eina sem þörf var á fyrir heimili og ná- grenni og ef við átti skar hann hlutina út eða skreytti með öðm móti. Eld- smiðjukofinn stendur í gilinu austan við bæinn og þar þurfti ömgglega oft að koma, ekki síst fyrr á árum þegar allt, sem til heimilis þurfti og úr málmi var gert, fór um afl og steðja. Þama hélt jámsmiðurinn Villi á hamri sínum, þótt svo að hann þyrfti jafhffamt að blása í glæðumar með handknúnum fysibelg. Um sumarið 1952, þegar Vilhjálm- ur var nær fimmtugu, má segja að hefjist nýr þáttur í lífi hans. Þá fer hann að vinna við byggingar utan heimilis, íbúðarhúsa og útihúsa, nán- ast alls þess sem undir þak skyldi fara. Að þessum verkum gekk hann með handverkfærum einum, sög, hefli og hamri. Fyrstu árin haföi hann ekki eitt einasta mótorknúið áhald og mundi slíkt teljast fim mikil í nútím- anum þegar tæpast er hægt að saga sundur spýtu eða skrúfa skrúfu án vélarafls. En án slíkra tækja vann Vilhjálmur við fjölda bygginga um nálægar sveitir, allt ffá grunni þeirra þar til búið var að ganga ffá hveiju smáatriði, mála og prýða. Öllum þeim mörgu sem nutu verka Vil- hjálms muriu þau i minni, því þar fór allt saman: hugkvæmni og einstök vandvirkni, ffábær atorka og afköst. Hann byijaði vinnu snemma hvem morgun og vann langt ffam á kvöld, og ekki eyddi hann tímanum í það að glápa á klukkuna. Þegar Vilhjálmur var kominn um sjötugt hætti hann að mestu að vinna við byggingar utan húss og tók til við að lagfæra og endursmíða gamla húsmuni af ýmsu tagi, kistur og kistla, klukkur og rokka. Enn var hin sama atorka og starfsgleði og verkin léku í höndum hans. Þessir munir vom af ýmsum gerðum, sumir fomir aðrir yngri, og ástand margra þeirra þannig að mikla vinnu og hug- kvæmni þurfti til að koma þeim sem næst sinni uppmnalegu gerð. Hróður Vilhjálms barst víða vegu og verk- efriin hlóðust að honum unnvörpum, UR VIÐSKIPTALIFINU Samfelling banka á Norðurlöndum Undirbúningur að sameiginlegum markaði EBE-landa í árslok 1992 hefur hmndið af stað samfellingu banka, ekki aðeins í Danmörku held- ur líka í Noregi og Svíþjóð. Og í janúar 1990 var útlendum bönkum heimilað að starfa f Svíþjóð. í Danmörku störfuðu 1989 77 við- skiptabankar og 150 sparisjóðir og þykja þeir litlir á alþjóðlegan mæli- kvarða. í nóvember 1989 sameinuð- ust tveir, Den Danske Bank og Kö- benhavns Handelsbank. Héldu þeir nafhi hins fýrmefhda, en fáeinum vikum síðar gekk til liðs við þá jósk- ur banki, Provinsbanken, og varð þá hinn þríefldi banki, Den Danske Bank, sá stærsti á Norðurlöndum með DKR 400 milljarða eignir og DKR 23 milljarða höfuðstól. Snemma i desember 1989 sameinuð- ust þrir aðrir danskir bankar, Privat- banken, SDS og Andelsbanken. Mynduðu þeir UNI Bank Danmark (UBD) með DKR 300 milljarða eign- um og DKR 19 milljarða höfuðstól. Þessar tvær nýju bankasamsteypur hafa með höndum 55% danskra bankaviðskipta. Síðan uppgangi norskrar olíuvinnslu Colbert kvaddur? Þau 9 ár, sem Francois Mitterrand hefur verið forseti Frakklands, hafa orðið umskipti, á sumum sviðum jafnvel stakkaskipti, á hlutverki rik- isins í atvinnumálum. Þau efhi ræddi Financial Times 17. janúar 1990: „Mitterrand hefur ekki aðeins lát- ið af þeirri víðtæku íhlutun, sem ríkisstjóm hans viðhafði snemma á níunda áratugnum. Hann hefur líka að nokkru horfið frá starfsháttum Colbertisma, þeirrar kenningar sem frá 17. öld hefur upphafið forsögn ríkisins í efnahags- og atvinnumál- um. — Sleppt hefur verið stjómar- tökum á verðlagi og lánamálum, áætlunarstarfsemi að miklu leyti af- lögð og hömlum létt af fjármagns- markaði. Forstjórar iðnfýrirtækja þurfa síður að leggja hlustir við orðum ráðherra og embættismanna f Paris en um daga hægri forset- anna.... Á arfsiði er þó ekki að fullu hoggið. Franski rikisgeirinn er enn einn sá stærsti í Evrópu og marka- línan milli hans og einkageirans víða óljós. Þótt á dirigisma hafí verið slakað, varir „taugakerfi" hans: Flestir æðstu menn í stjóm- sýslu, iðnaði og fjármálum koma úr samheldnu „tæknikratisku" úrvals- liði, skóluðu í arfsiðum ríkisins, sem enn situr að miðstöðvum valdsins.“ „Staða þjóðnýttra fýrirtækja er tengd þessum gangi mála. Þau leggja til um 30% af vergri þjóðar- framleiðslu Frakklands og til þeirra teljast margir stórir bankar, vá- tryggingarfélög og iðnsamsteypur. — (Um mitt ár 1988) stöðvaði Mitterrand sölu á þeim, sem rikis- stjóm Chirac haföi gengist fýrir, og viðhaföi hin fleygu orð: „Hvorki þjóðnýting né einkavæðing.“ ... Úr því að þau fá ekki fé úr ríkiskassan- um né með sölu eigin hlutabréfa, hafa þau tekið að selja hluti f dóttur- fýrirtækjum eða að gefa út ýmiss konar verðbréf með háum vöxtum. — Að þeim hætti hafa fýrirtæki í eigu ríkisins, svo sem Pechiney og Rhone-Poulenc, haldið áfram upp- kaupum á fýrirtækjum. ... Ónnur þversögn er sú, að samsteypur í eigu ríkisins, einkum bankar, vátrygging- arfélög og Caisse des Depots, spari- sjóður rikisins, hafa látið hvað mest að sér kveða á hinum óhefta verð- bréfamarkaði." Stígandi lauk 1986 hefur mætt á norskum bönkum. Til þess er rakin sameining Den norske Creditbank (DnC) og Bergen Bank og hefur hinn samein- aði banki NKR 210 milljarða eignir. í Svíþjóð fór fýrir öðmm samfell- ingum yfirtaka fjórða stærsta bank- ans, Gotabanken, á tveimur lands- hlutabönkum. Varmlandsbanken og Skaraborgsbanken. En 20. nóvember 1989 tilkynnti annar stærsti banki landsins, Handelsbanken, yfirtöku sína á Skánska banken í Malmö á SKR 2 milljarða og hefur hinn sam- einaði banki þeirra SKR 300 millj- arða eignir. Snemma í janúar 1990 keypti sænskur ríkisbanki, PK bank- en, fimmta stærsta bankann, Nord- banken, á SKR 5,6 milljarða og hefur hinn sameinaði banki SKR 309 millj- arða eignir og kennir sig við hinn síð- amefnda, Nordbanken. Fáfnir jafnvel frá fjarlægum landshlutum. Magnið var með ólíkindum svo að stundum varð tæpast stigið niður fæti á Rauðárbæ fýrir öllu þessu skrani sem smám saman breyttist í hina feg- urstu muni í höndunum á Vilhjálmi. Þó að byggingavinna og smíðar væm aðalstarf og áhugamál Vil- hjálms var ræktim landsins honum einnig kært viðfangsefni. Hann hóf túnræktun á tímum hestaverkfæra og var formaður Búnaðarfélags Ljós- vetninga um árabil. Og sunnan undir bænum á Rauðá var gróskumikill matjurtagarður, varinn traustum gijótgarði. Þar átti Vilhjálmur mörg handarvik. Á góðum sumardegi var skemmtilegt að ganga með honum um þennan reit sem ekki var aðeins ætlaður til nytsemdar, heldur jafn- firamt til ffóðleiks og augnayndis. Stórbóndi var Vilhjálmur aldrei, enda haföi hann öðmm hnöppum að hneppa. Og þótt hann byggði mörg húsin þá reisti hann aldrei nýjan bæ fýrir sig og konu sína og böm. En hann vann að sjálfsögðu að því að koma upp íbúðarhúsi á nýbýlinu hjá elsta syninum og konu hans þegar þess gerðist þörf. Um þær mundir sem Vilhjálmur tók við búsforráðum með foreldmm sín- um kom í Rauðá ung kaupakona, Hólmffíður Sigríður, dóttir Halldórs Marteinssonar ffá Bjamastöðum í Bárðardal og konu hans Önnu Bene- diktsdóttur. Hólmffíður var fimm ár- um yngri en Vilhjálmur, fædd 11. september 1908. Með þeim tókust ástir samkvæmt eðli lífsins og geng- ur þau í hjónaband haustið 1931. Þau eignuðust fjögur böm. Elstur er Grímur, fæddur 11. ágúst 1936, bóndi og smiður, giftur Sögu Jóns- dóttur, og gerðu þau sér hreiður f varpanum á Rauðá. Næst er Þórhild- ur Björk, f. 1. júní 1938, gift Gunnari Marteinssyni, og búa þau á Hálsi i Kinn. Eins og fleiri bömin erföi Þór- hildur hagleik föður síns og aðstoð- aði hann löngum við að mála og skreyta muni þá er hann gerði við. Erlingur, f. 10. júlí 1941, ógiftur smiður, vinnur meðal annars að gerð leikmynda og sviðsbúnaðar hjá Leik- félagi Akureyrar jafhffamt því sem hann gerir upp gamla íbúðarhúsið á Rauðá af ffumleik og hugvitssemi. Yngstur er Hreinn, f. 21. janúar 1953, vísindamaður og heimshoma- flakkari sem vinnur nú hjá fýrirtæk- inu Marel í Reykjavík. Og ffændbam Hólmffíðar, Kormákur Jónsson, f. 13. júní 1954, kom hálfs mánaðar gamall í fóstur til Rauðárhjóna og ólst þar upp sem eitt af bömunum uns hann var vaxinn úr grasi og stofnaði heimili í næstu sveit ásamt Hólmffíði Jónsdóttur. Segja má að Vilhjálmur hafi séð í bömum sínum marga þá eiginleika og hæfileika sem hann tók að erföum og líf hans mót- aðist af. Konu sína Hólmffíði missti Vil- hjálmur 12. apríl 1983, en hún haföi þá um árabil verið sjúklingur eftir líkamlega lömun. Árið 1928 kom sjö ára telpukom, Guðný Sæmundsdóttir, til fósturs hjá Rauðárhjónum, Grími og Ingibjörgu. Síðan hefur hún verið á Rauðá alla tíð sem fósturbam og fóstursystir Vilhjálms, mikil dugnaðar- og mann- kostakona, og má segja að hún hafi borið heimilið á herðum sér, ekki síst þegar veikindi steðjuðu að húsfreyj- unum fýrst Ingibjörgu og síðan Hólmffíði. Af hlaðinu á Rauðá haföi Vilhjálm- ur fýrir augum breytilega fegurð Ljósavatnsins og á hinu foma höfuð- bóli sem vatnið er kennt hafa búið kynslóðir frænda hans. Fyrir nokkr- um áratugum var Vilhjálmur fenginn til að hlaða upp gijótvegginn um- hverfis kirkjugarðinn á Ljósavatni og leysti það af höndum með þeirri snilli að unun var á að horfa. Steinamir héldu sinni náttúrlegu lögun en féllu þó hver við annan eins og þeir væm til höggnir. Þann 16. júní síðastliðinn var hann sjálfur lagður til hinstu hvíldar í þennan kirkjugarð, í feg- urstu sól norðlægra byggða. Séra Bjöm H. Jónsson talaði yfir moldum hans og margir ffændur og vinir fýlgdu honum síðasta áfangann með þakklátum hug fýrir drengilega sam- fýlgd hans og fýrir öll þau góðu verk sem hann haföi unnið þeim á langri ævi. Frændur frá Fremstafelli AfmæliS' og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélrit- aðar. Þorgerður J. Ámadóttir Fædd 9. nóvember 1935 Dáin 21. júní 1990 Þegar við heyrum andlátsffegn set- ur okkur hljóð. Það er ekki langt síð- an ég ffétti að Þorgerður í Hlöðutúni væri mikið veik og ekki talin löng lífsvon. Það var svo ótrúlegt að þessi yndislega, glaða og skemmtilega kona væri hrifin burt svona allt of fljótt. Þá sækja minningamar að ffá æsku- dögum heima 1 Amarholti. Ég var um fermingu þegar hún kom fýrst að Hlöðutúni með dreng á fýrsta ári. Stutt er milli bæjanna og oft farið á milli og gaman var að sjá litla strák- inn. Frá því ég man eftir vom jóla- boð milli Hlöðutúns, Amarholts og Hauga. Við systkinin nutum alla tíð mikillar hlýju hjá þessu góða fólki, það vom ekki böm á þeim bænum þá. Það var spilað á spil. borðaðar góðar kökur og dmkkið súkkulaði með. Þetta breyttist ekki þótt ný húsmóð- ir kæmi í Hlöðutún, góðar kökur, gestrisni, glaðværð og hlýja. Og þá komu litlu bömin þar, það var svo gaman. Alls urðu þau þijú, öll upp- komin, búin að stofna heimili og eiga böm. Ég fór snemma að heiman á unglingsárum en vinátta hefur haldist og ljúfir fundir að koma til þeirra í Hlöðutún og þau skipti er hún kom til min. Ég sendi Gumma, bömum þeirra og öllum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur ffá mér og fjölskyldu minni. Elínborg Guðmundsdóttir Laugardalshólum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.