Tíminn - 10.07.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.07.1990, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Nýju DEUTZ-FAHR sláttuþyrlurnar KM 2.17 og KM 2.19 eru nú sterkbyggöari og einfaldari en áöur. Vinnslubreiddir 1,65 m og 1,85 m. Hægt er að bæta knosara vió KM 2.19. Nýkrýndir heimsmeistarar Vestur- Þjóðveija. V-Þjóðverjar heimsmeistarar Vestur-Þjóðveijar tryggðu sér heims- meistaratitilinn í knattspymu með 1 -0 sigri á Argentínumönnum. Það var Andreas Brehme sem tryggði Þjóð- veijum sigurinn með marki úr víta- spymu. Vítaspyman var umdeild en hinn mexíkanski dómari var ekki í vafa. Leikurinn var ffekar slakur en úr- slitin sanngjöm. Frans Beckenbauer, sem að öllu jöfnu tekur hlutunum með jafhaðaigeði, sleppti sér og fagnaði sigrinum gífur- lega, hljóp inn á völlinn með hendur á lofti og faðmaði fyrirliðann sinn Lot- har Matthaeus fast og lengi. ,,Það er ekkert Iengur til sem hægt er að vinna, „sagði Beckenbauer sem varð heims- meistari sem fyrirliði þýska liðsins 1974 og nú aftur sem þjálfari. Leikur- inn var síðasti leikur liðsins undir hans stjóm. „Við áttum sigurinn fyllilega skilinn og það var ekkert lið sem átti hann eins skilinn og við. Við spiluðum vel i sjö leikjum og stórkostlega í sum- um þeirra. Það er ffábært að vinna titil- inn og það skiptir engu hvort maður gerir það sem leikmaður eða þjálfari," sagði Beckenbauer. Hann sagði einnig að ekkert væri búið að ákveða um ffamtíð sína en þeir sem vildu gera honum tilboð ættu að láta vita. Síma- númerið hans væri í símaskránni. En það var ekki svona gott hljóðið í Argentínumönnum eftir leikinn. Þeir vildu kenna dómaranum um ósigurinn og jafnffamt sögðu þeir að það væri samsæri innan FIFA um að stöðva sig- urgöngu Argentínu í keppninni. Mar- DEUTZ-FAHR SLÁTTUÞYRLUR adona tók hvorki í hönd Havelange hins brasilíska eftir úrslitaleikinn og né forseta argentínska knattspymusam- bandsins. „Það er mafía jafnvel í heimi knatt- spymunnar. Vítaspyman vartóm ffoða og hún var gefin til að Þjóðveijar ynnu leikinn. Ég tók ekki í hönd Havelange í gærkvöldi og ég mun aldrei gera það,“ sagði Maradona." Forseti aigent- ínska knattspymusambandsins tók undir og sagði“ Ég var vonsvikinn og mér bauð við hegðun ítölsku áhorfend- anna. Hvað gcrðum við af okkur? Sigr- uðum Italina?" Maradona grét ákaft eftir ósigurinn. „Það er langt síðan ég hef grátið þar sem fótboltinn hefúr geflð mér svo mikið gegnum árin. En svona er lífið og við verðum bara að horfa til ffam- tíðarinnar núna. Þetta er örugglega minn síðasti landsleikur og ég ætla að einbeita mér að því að leika með Na- polí,“ sagði Maradona eftir leikinn. Itölsku áhorfendur bauluðu ákaft á Maradona bæði fyrir og eftir leik því að það vom Argentínumenn sem slógu ítali úr keppninni. Maradona sagðist vona að ítalir fyrirgæfu sér. Vinningstölur laugardaginn - '1 - (ÍX2tK|6)(^| (30K32) (16 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 0 2.037.826 2.4Tstífá 2 176.897 3. 4af5 70 8.718 4. 3af 5 2.794 509 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.424.026 kr. SÍMSVARI 681511 LUKKULÍNA 991002 UPPLYSINGAR — betri en nokkru sinni áður Nýju DEUTZ-FAHR sláttuþyrlumar KM 2.17 og KM 2.19 eru nú sterkbyggðari og einfaldari en áður. Vinnslubneiddir 1,65 m og 1,85 m. Hægt er að bæta knosara við KM 2.19. Nýju DEUTZ-FAHR sláttuþyriumar eru fýrir- liggjandi til afgreiðslu strax á hagstæðu kynn- ingarverði. ÞriðjudagurlO. júlí 1990 Mjólkurbikarkeppnin: Liður annarri deild í undan- úrslit í gær var dregið í 8 liða urslit- um um mjólkurbikarinn í knatfspyrnu. Drátturinn var eftlrfarandi: Víkingur-Stjarnan Valur-UBK KR-ÍA ÍBK-Selfoss Þetta jþýðir það að eitt liðð í annarri deild er öruggt í und- anúrslit í bikarnum þar sem tvö af þeim þrcmur úr 2. dcild sem eftir voru í pottinum dróg- ust saman. Það verður hörku- leikur á KR-velli þar sem KR og ÍA mætast en Valur ætti að vera tiltölulega öruggt í næstn uraferð þó að allt getí nátturu- lega gcrst. Leiklrnir fara fram þann 19. júUkl 20.00 Tennis: Edberg meistari Stefan Edgerg tryggði sér sig- ur í karlaflokki ð Wimbiedon- mótinu í tennis á sunnudag, með góðum sigri á Boris Bec- ker. Edberg sigraði í þremur lotum en Becker í tveimur. Leikurínn var skemmtilegur og hörkuspennandi. Edberg sigr- aði siðast á Wimbledon fyrír tveimur árum en Beeker i fyrra. í kvcnnaflokki sigraði hinsvegar Martina Navratilova frá Bandarikjunum löndu sina Sinu Garrísson í tveímur iotum í afskaplcga stuttum lcik. HM á Ítalíu: Maradona ekki í HM liðinu Fyrirliði Argcntinu, Maradona, var ekki valinn í hið svokallað HM Uð sem frétfastofan Reuter gengst fyrir að velja. Heims- meistararnir og ítaUa eiga fjóra icikmenn hvort land í þessu HM Uði en enginn Argentínumaður er í þessu Hðí. Llðið sem var val- ið að fjölda íþróttafréttamanna er cftirfarandi: Thffarel (Brasilíu), Jorginho (Brasilíu), Bcrgomi (Ítalíu), Bar- esi (ítaliu), Buehwald (Þýska- landi), Brehme (Þýskalandi), Donadoni (ítaUu), Matthaeus (Þýskalandi), Scifo (Belgíu), Schillaci (Ítalíu), Klinsmann (Þýskalandi). Varamenn: Conejo (Kosta Riku), Branco (BrasUíu), Walker (Englandi), Stojkovic (Júgóslav- íu), Milla (Kamerún). Englendingar prúðasta liðið Enska landsliðið, sem lenti i fjórða sæti I HM á ítaUu eftir ósignr gegn ftaUu á laugardag, tók við viðurkenningu frá FIFA fyrír að vera með pruðasta Uðið í keppninni. Þeir hölðu fengið fæst guí spjöld allra liðanna tuttugu kog fjögurra i keppnlnnL f HM á Ítalíu: A HMí ■ ■■ ■ tolum: Þá er Heimsmeistarakeppnin á Ítalíu á cnda og lauk eins og áö- ur segir með sigri V-Þjóðverja. Hér á eftir fara ýmsar upplýs- ingar um HM í tölum: Skoruð mörk: 115 mörk I 52 leikjum, að meðaltali 2.21 mark 1 Ieik. (1986 var meðaltaUð 2.54 en metið er 5.3 mörk í leik en það varáríð 1954) Markahæstur: Salvatore SchiUaci ítaUu með sex mörk. Flestinörkíleik: Tveir lcikmenn gerðu þrennu í leik. Þeir Michel frá Spáni, er Spánverjar iéku víð Suður- KÓreu, og Thontas Skuhravy er Tékkar mættu liði Kosta Ríku. Flest mörk liða: V-Þýskaland 15 mörk. Flest mörk liða skoruð í einuin leik: Tékkar skoruðu fimm mörk gegn Bandaríkjununt og það gerðu Þjóðverjar einnig gegn Saraeinuðu arabísku fursta- dæmunum. Flest mörk í einum leik: Sex mörk Tékkósióvakía-USA 5-1, V-Þýskaland- SAF 5-1 Markvarsla: Walter Zenga hélt markinu hreinu í 518 mínútur án þess að fá á sig mark. Fyrsta mark í leik: Safet Susic (Júgóslavíu) skoraði á fjórðu mínútu gegn SAF, Leikmcnn scm fengu að sjá rauða kortið: 16 leikmenn. Eríc Wynalda (Bandaríkjunura), Peter Artner (Austurrfld), Andre Kana-Biyik (Kamerún), Benjamin Massing (Kamerún), Vladimir Bessanov (Sovétr.), Khaiii Ghanim (SAF), Eric Gercts (Belgíu), Yoon Dcuk-yeo (Suöur-Kóreu), Ricardo Gom- ci (Brasilíu), Frank Rijkaard (Holland), Rudi Völler (V- Þýskalandi), ReGk Saban- adzovic (Júgóslavía), Lubontir Moravcik (Tékkóslóvakía), Ri- chardo Giusti (Argentína), Pe- dro Monzon (Argentína), Gustavo Dezotti (Argentínu). Gul spjöld: samtals 169 stk. J SIMI: 681500 • ARMULA 11 DEUTZ FAHR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.