Tíminn - 11.07.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.07.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 11. júlí 1990 FRÉTTAYFIRLIT PRAG - Fyrstu albönsku flóttamennirnir sem fá að yf- irgefa heimaland sitt komu til Tékkóslóvakíu í gær. HOUSTON - Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims létu í Ijós stuðning við Gorbatsjov á fundi sínum í Houston í gær. I dag verður tekist á um það hvort þessum orðum muni fylgja einhver efna- hagsaðstoð. Þeir sögðust einnig vilja slaka á efna- hagsþvingunum við Kínverja ef stjórnin í Peking yki mannréttindi þegna sinna. Ritari bandarlska viðskipta- ráðuneytisins, Robert Moshbacher, sagði að við- skipti milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna myndu aukast verulega á næstu árum og ríkin tvö tengjast nánari efnahagsböndum. Sem hlut- fall af þjóðarframleiðslu eru utanríkisviðskipti Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna engu meiri nú en þegar þau hófust á 19. öld. NAIRÓBl - Fimmtán menn hafa dáið í Kenýa í óeirðum sem hófust fyrir fjórum dög- um að sögn embættismanna stjórnarinnar. ADDIS ABABA - Leiðtogar Afríkuríkja ræddu öngþveitið álfu sinni og kröfur um auk- ið lýðræði en þeir gagnrýndu vestrænar ríkisstjórnir fyrir að þrýsta á um umbætur að austur-evrópskri fyrirmynd. Aðalritari „Sameiningar- stofnunar Afríku" (OAU), Salim Ahmed Slim, kynnti skýrslu sína um ástandið í Afríku og varaði við alvarleg- um afleiðingum þess ef ríkis- stjórnir stæðu gegn breyt- ingum í álfunni. HAVANA - Tveir kúbverskir námsmenn leituðu til sendi- ráðs Tékkóslóvakíu og báðu um pólitískt hæli. Þar voru fyrir fimm Kúbumenn að sögn talsmanns sendiráðs- ins. VELIKO TURNOVO, Búlg- aríu - Fyrsta frjálskjörna þing landsins í 45 ár kom saman í gær þrátt fyrir tilraunir þjóð- ernissinnaðra mótmælenda sem reyndu að koma í veg fyrir að þingmenn af tyrk- neskum uppruna fengju inn- göngu í þinghúsið. VARSJÁ - Talsmenn gyð- inga í Póllandi komu á fram- færi mótmælum í gær vegna gyðingaandúðar í landinu sem þeir sögðu að hefði ekki verið jafnmikil í mörg ár. Gyðingar í Póllandi eru nú aðeins nokkur þúsund eftir að þeim var nærri útrýmt af nasistum í stríðinu. MANAGVA - Lögreglumenn og hermenn fjarlægðu veg- artálma í nokkrum borgar- hverfum sem verkfallsmenn hliðhollir sandínistum höfðu komið fyrir. Mikill hluti höfuð- borgarinnar er þó enn lokað- ur þrátt fyrir að Violleta Cha- morro hafi skipaö her sínum að hreinsa göturnar. FREETOWN - Milligöngu maður í friðarviðræðum í Lí- beríu sagði að sendinefnd uppreisnarmanna myndi sækja fundi í Siera Leone sem að öllum líkindum mun ákveða örlög forsetans Samúeis Does. UTLOND Gorbatsjov svarar harðlínumönnum og vinnur kosningasigur: Einræði á ný væri brjálæði Sovéskur skríðdreki í Prag 1968. „Viljið þið skríðdreka aftur?" spuröi Gorbatsjov á 28. þingi kommúnistaflokksins í Moskvu. Leiðtogi Sovétríkjanna, Mikael Gor- batsjov, var hvass í máli í gær á 28. þingi sovéskra kommúnista þegar hann beindi spjótum sínum að harð- línumönnum í sovéska hemum og sagði að hugmyndir um að koma á einræði í Sovétríkjunum væm bijálað- ar. Gorbatsjov sagði þetta í ræðu sem hann hélt í gær skömmu áður en hann var tilnefndur i stöðu aðalritara kommúnistaflokksins. Sjö aðrir kommúnistar vom tilnefhdir i stöðuna en sex drógu sig til baka. Teimuraz Avaliani, leiðtogi námumanna sem fóm í verkfall á síðasta ári, bauð sig fram á móti Gorbatsjov en áður hefur aldrei verið kosið milli frambjóðanda í leiðtogaembætti kommúnistaflokks- ins. Framboð Avaliani var þó engin ógnun við Gorbatsjov sem fékk rúm- lega 3400 atkvæði gegn 500 atkvæð- um Avalianis. Þótt íhaldssamir harðlínukommún- istar hafi verið í meirihluta á þinginu fékkst enginn þeirra til að gefa kost á sér gegn Gorbatsjov. Meðal þeirra sem vom tilnefndir vom nánir sam- starfsmenn hans; meðal annarra Ed- vard Shevardnazse utanríkisráðherra sem þakkaði fyrir sig en sagði í stuttu ávarpi. „Ég get sagt fullkomlega hreinskilnislega að ég veit um engan sem er sterkari og hæfari til að fást við erfið málefni Sovétríkjanna en Mikael Gorbatsjov“. Gorbatsjov sagði í kosn- ingaræðu sinni að hann vildi að þing- fulltrúar gerðu sér það ljóst áður en þeir greiddu atkvæði að hann ætlaði að gera miklar breytingar á stjóm flokks og ríkis. Skömmu áður en menn vom tilnefndir í embætti hélt Gorbatsjov þrumuræðu sem stuðn- ingsmenn hans sögðu að hefði breytt andrúmsloftinu á þinginu sem hefði fram að því mótast af íhaldsemi harð- línukommúnista. Hann reyndi að sannfæra þingmenn um að enginn leið væri að snúa aftur ffá „perestrojka“- umbótum sínum og svaraði þeim röddum sem talað hafa um nauðsyn þess að herinn tæki völdin. Hann sagði: „Gærdagurinn er liðinn. Það er enginn leið að kalla hann ffam. Ekkert einræði getur leyst vandamálin, ef einhver skyldi hafa þá brjáluðu skoð- un“. Hópur þingfulltrúa sagði í opnu bréfi í síðustu viku að gagnrýni herskárra harðlínumanna hefði vakið þann ótta með almenningi að einræði væri á næsta leyti. A opnunardögum þings- ins 2. júlí sökuðu herforingjar Gorbat- sjov um að hafa stuðlað að falli kommúnismans í Austur-Evrópu og látið undan kröfum vesturlanda, m.a. fært þeim Austur-Þýskaland á silfiir- fati. Gorbatsjov svaraði þessum ásök- unum í gær. „Fólk spyr hvort sú stefna stjómarinnar að skipta sér ekki af stjómmálabreytingunum í Austur- Evrópu hafi verið rétt. Ég spyr, viljið þið sjá skriðdrekana á nýjan leik?“ sagði hann og hækkaði röddina. „Vilj- ið þið aftur kenna fólki hvemig eigi að lifa?“. Þögn sló á þingsalinn þegar Gorbatsjov skoraði á þingmenn að segja að rangt hefði verið að kalla sovéskar hersveitir heim ffá Afganist- an 1988 og 1989. Gorbatsjov kom víða við í ræðu sinni en þingmönnum, sem upphaflega virt- ust andsnúnir honum og gripu fram í með hrópum og köllum, virtist undir lok ræðunnar hafa snúist hugur. Gor- batsjov lagði þunga áherslu á að flokkurinn yrði að breytast eins og þjóðfélagið og að tími valdaeinokunar kommúnista væri liðinn. Ef flokkur- inn skildi þetta ekki myndu önnur öfl ýta honum til hliðar. í upphafi 28. þings kommúnista virt- ust harðlínukommúnistar ætla að safha liði og reyna að hrekja Gorbat- sjov og stjóm hans ffá völdum og sagði Gorbatsjov sjálfur fyrir þingið að ef til vill yrði hann ekki næsti leið- togi sovéska kommúnistaflokksins. Þótt Gorbatsjov hafi nú tekist að sveigja flokkinn til hlýðni við sig þá steðja nú ný vandamál að honum og Bandaríkjastjóm reyndi á mánudag að draga úr áhyggjum Tyrkja vegna nýs herstöðvarsamnings Bandaríkj- anna og Grikklands. Bæði Grikkland og Tyrkland era í NATÓ en Tyrkir óttast að samningnum sé beint gegn þeim. Bandaríkjamenn sögðu hins vegar í gær að herstöðvasamningur- inn væri í fullu samræmi við stefnu og markmið NATÓ og að sögn Ri- chards Boucher, talsmanns banda- rísku ríkisstjómarinnar, er honum þar af leiðandi ekki beint gegn neinu kommúnistaflokknum. í dag ætla kolanámumenn í Sovétríkjunum að fara í eins dags verkfall og krefjast þess að Sovétstjómin segi af sér. Þeir kenna henni um versnandi lífskjör og þeir vilja að eignir sovéska kommún- istaflokksins verði þjóðnýttar og stjóm hans og ítök í verkalýðsfélögum verði afhumin. öðra ríki í NATÓ. Boucher sagði að Bandaríkjstjóm væri mjög ánægð með nýgerðan samning sinn við Grikki sem boðaði áframhaldandi samvinnu þjóðanna sem gagnast hefði báðum aðilum. Ný íhaldsstjóm Grikklands og Bandaríkjastjóm undirrituðu samn- ing í Aþenu sem gilda á í átta ár. Samkvæmt honum fá Bandaríkja- menn að reka áfram herstöðvar sínar i landinu en Grikkir fá hergögn í skiptum að verðmæti eins milljarðs Pólland: Bændur búast til mót- mæla Reiðir bændur í Póllandi bjugg- ust í gær til mótmæla gegn ríkis- stjóm Mazowiecks forsætisráð- herra Póllands. Þeir ætluðu að stöðva umferð um vegi í dag og mótmæla með því landbúnaðar- stefnu ríkisstjómarinnar. Tals- maður bændahluta Samstöðu- hreyfingarinnar sagði að nefndar- menn í 49 héraðum Póllands væra búnir undir aðgerðir til að stöðva umferð um helstu hraðbrautir landsins í tvo tíma frá hádegi í dag, miðvikudag. Þessar aðgerðir myndu verða þrátt fyrir hótanir forsætisráðherrans Mazowieckis um að beita lögregluvaldi. Þessi mótmæli era alvarlegasta ógnunin til þessa gegn tíu mánaða gamalli ríkisstjóm Mazowieckis en tilraunir hans til að hefta verð- bólgu, koma á ftjálsum markaði og endurreisa efnahaginn hafa leitt til mikils harðræðis í Pól- landi. 40% samdráttur hefur orðið í neyslu landbúnaðarvara og margir bændur óttast gjaldþrot. Leiðtogi bænda sagði að ríkis- stjómin hefði ekki orðið við ítrek- uðum kröfum þeirra og þótt vega- tálmar væra ólöglegir væra þeir nauðsynlegir til að draga athygl- ina að vandamálum bænda. Ríkisstjómin segir að allt of kostnaðarsamt sé að verða við kröfum bænda sem myndu eyði- leggja efnahagsáætlun stjómar- innar. Bandaríkjadala. Tyrkir báðu Banda- ríkjamenn um skýringar á þessum samningi og sögðu að auðvelt væri fýrir Grikki að misnota nýfengin vopn sín. „I yfirlýsingum grískra embættismanna er gefið í skyn að nota eigi vopnin til að efla vamir gegn Tyrkjum," sagði í skeyti utan- ríkisráðuneytis Tyrkja. Þar sagði að það væri vitleysa og ósamkvæmni i því að leita eftir öryggi hjá einu NA- TÓ ríki til að veijast öðra NATÓ ríki. Engin hátíðahöld: Frakkar minnast Vichy-stjórnar í gær voru 50 ár Hðin frá því að hertekið norðurhluta Frakklands hinum 84 ára gainla Petain fullt Vichy-stjórnin var mynduð í og franskir herir beðið mikið af- umboð til valda. Aðeins 80 þing- Frakkiandi. Hún stjórnaði suöur- hroð. Dagsins í gær var ekki menn greiddu atkvæði á móti en héruðum Frakklands og starfaði minnst að ððru leyti en því að lítil 16 sátu hjá. með nasistum í seinni heimsstyrj- athðfn var haldin í borginni Mchy Petain var bershöfðingi og naut ðldinni. Fyrir þremur vikum þar sem þrir eftirlifandi þing- vinsælda fyrir striðsafrek í fyrri fognuóu Frakkar því meó raiklum menn voru viðstaddir sem voru beimsstyrjölden ílokseinnastriðs hátíðahðldum að 50 ár voru liðin andsnúnir Vichy stjórninni á sín- var hann dæmdur tíl dauða fyrir frá því að hershðfðínginn Charles um tfrna. Fyrir 50 árum komu 569 landráð. Dómnum var siðar De Gaulle hvatti Frakka í út- franskir þingmenn s'aman i somu breytt í ævilangt fangelsi og hann varpsávarpi til að grípa til vopna borg og samþykktu með yfirgnæf- dó í júlí 1951. t gegn Þjóðverjum. Þeir hðfðu þá andi meirihluta atkvæða að veita Tyrkir og Grikkir, félagar okkar í NATÓ, óttast hvor annan: Herjum NATO ekki beint gegn öðrum NATÓ ríkjum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.