Tíminn - 11.07.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.07.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 11. júlí 1990 Tfmirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar. Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Samstaða um verðhjöðnun Við útreikning framfærsluvísitölu 1. júlí hefur kom- ið í ljós að verðlag hefur hækkað meira en gengið var út ffá við gerð kjarasamninga í febrúar. Verðbólgu- hjöðnunin er því hægari en gert var ráð fyrir og getur haft þau áhrif á kaupmáttarstig lairna að skylt sé að reikna verðlagsbætur á þau í haust. Svo gott sem það er að fá skýringar á því, hvers vegna verðlagsforsendur febrúarsamkomulagsins standast ekki — þær skýringar liggja reyndar ekki á lausu — er hitt mikilvægara að aðilar febrúarsam- komulagsins, sem eru vinnuveitendur, samtök launa- fólks og ríkis- og bankavald, þ.e.a.s. þjóðin öll og ráðandi öfl þjóðfélagsins, taki alvarlega þau teikn um verðbólgu og þenslu sem nú eru skráð á vegginn. Það sem höfuðmáli skiptir við þessar aðstæður er að aðil- ar að „þjóðarsáttinni“, sem svo hefur verið kölluð, standi jafnþétt saman um ffamkvæmd hennar eins og þeir náðu góðu samkomulagi um gerð hennar og þau efnahagslegu markmið sem í henni felast. Hver eru hin efnahagslegu markmið þjóðarsáttarinn- ar? I stuttu máli þau að kveða niður íslenska verð- bólgudrauginn og gefa sér til þess hæfilegan tíma, sem sæst var á að yrði eitt og hálff ár. Segja má að ráðandi öfl þjóðfélagsins, þeir sem ráða íslensku efhahags- og íjármálalífi, hafi samið um verðstöðvun og kaupbindingu í átján mánuði. Sú krafa er gerð til ráðamannanna, að við þetta verði staðið. Úr því að þeir hafa loksins komið sér saman um þá skýringu á orsökum verðbólgunnar að hún sé knúin áffam af víxlverkunum milli verðlags og kaupgjalds, þá skipt- ir öllu máli að virða þessa skýringu með viðeigandi framkvæmd, sem í reynd er krafa um að halda verð- lags- og gjaldahækkunum í skefjum. Kaupgjald er bundið, nema verðlagsþróun fari úr umsömdum og áætluðum skorðum. Því hefur verið hreyft að áætluð verðlagsspá í febrú- ar hafi byggst á of mikilli bjartsýni. Ekki er hægt að þvertaka fyrir að svo hafi verið, en engin ástæða er þó til að fara að trúa því að forsendumar, sem öll ráðandi efnahags- og ljármálavöld gengu út ffá í sjálffi þjóð- arsáttinni, hafí verið óraunsæjar. Fyrir þá sem stóðu að febrúarsamkomulaginu er ekki nema um eitt að gera: Standa við það. Forsætisráðherra bendir réttilega á það í samtali við Tímann að ekki sé hægt að gera einhliða kröfu á rík- isvaldið um stöðvun verðlagshækkana. Auðvitað verða allir aðilar febrúarsamkomulagsins að leggjast á eitt í því efhi. Ríkisvaldið hefur gegnt afar mikil- vægu forystuhlutverki í sambandi við þá samstöðu sem tekist hefur um baráttu gegn verðbólgu og hlýtur að hafa forystu um það mál áfram. En eins og febrú- arsamkomulagið er ekki til komið fyrir valdboð, heldur reist á fijálsum samningsrétti, verður hver samningsaðili að leika sitt hlutverk til enda og sýna í verki fyllsta hug um skyldur sínar og ábyrgð á því, að markmiði samkomulagsins verði náð, því markmiði að á íslandi sé stöðugt verðlag eins og er í þróuðum viðskiptalöndum okkar, en ekki ffumstæð óðaverð- bólga ófullburða þjóðfélaga. GARRI [ Nýjar reglur víð matá góöhrnss- um qIIu einhverju feikna fjaðra- foki nú fyrir skemmstu, eða áður en stcfnt var tii ieiks á Vind- heimameium. Var þaö $vo sem ekki að furða, því nú fékk marg- ur því slengt framan í sig að af- burðabryssan (sem talin var) hún Grána Trá Tindum eða þá skeið- gammurinn Gosi frá Hofsðsi væru sannast að segja afsláttar- bikkjur, sem ekki ættu að koma fyrir augu álmennilegs fólks. Menn voru auðvitað alvcg gátt- aðir, en þctta sönnuðu nú samt hin nýju tölfræði, sem engum dugði að reyna að andmæla. Nú verða forvígismenn hrossarækt- enda því að snúa sér að nýjum viðmiðunum og hætta að kemba og taglflétta hvem viðsjárdriisul sem er, þótt kominn eigi hann að vera af Nasa frá Skarði. Það er ekki nema rökrctt fram- haid af þcssum framiorum í hrossaræktarmálum að tímaritið Heinismynd kynnir þessa dagana nýjar mælingareglur, sent sanna að það er nú ekki púkkandi upp á hvaða slekti sem vera skai á Vindheimameium ísiensks mann- félags, ng það þótt það kaiii sig kannske Möller, eigi miiijón eða hafi orðið ráóherra. Að dæml Þorkels Bjarnasonar brcgður tímaritió Heimsmynd máibandi um þjóa og síðu fáeínna valin- kunnra samborgara, gáir í af- kvæmabðkina og i hvaða stassj- ónum þeir hafa verið teknir íii kostanna. Þar með er deilt úf stig- um, alt frá klára núlii og upp í 20 stig og ioks tckin af summa, sem fræðílega getur náð tölunni hundrað. Stigin segja til um hver megi kaltast raunveruicga „rík- ur“, sbr. „kostaríkur'* á máii hrossáræktenda. álpast i dóm með einhverjar truntur, hversu stroknar og kembdar sem þær eru. Má hann minnast bikarsins beisku sem margur bestamaðurínn varð að bcrgja af vikurnar fyrir Vínd- heimamela. Nú vcrður iíka hæg- ara am vik að ve(ja frambærUega bópa í samkvæmi, jaínt opinber í þessu nýja ijósi komast ýmsir þeirra er Íeiddir eru á dómpali að því að margur er „ekki jafn riknr og hann hann hyggurí*. Ráðherr- an» mikii hefur kannske ekki nema ósköp óhrotna skólagöngu og hlýtur fyrir viklð ekki nema fimm stig, sem vitanlega kemur stórlega niður á inkaútkomunni. Poppsöngvarinn ástsæii reynist vera læramikiii eins og fíu barna móðir og kemur þá fyrir lítið að hafa fengið fuilt hús fyrir af- bragðs árangur í starfi. Gulifag- ur vöxtur og sfarfsframi þing- konunnar geldur þess að hún er barniaus og hún er ekkl alltaf sérleg glöó eða íriskleg. Þar fær hun mínus, enda gæti svoddan brestur ieift til að henni tötuðust fjörtökin, þá mest væri i huíL Margur má og setja ofan fyrlr þá dórahörku að gefa ekki nema eitt stig fyrir fimm fii tíu miUjóna eign, meðan margur, sem bæði er rasssíður og lítt skólaður, krækir sér í flmmtán sflg fyrir þrjátíu mílijón króna eign eöa meira. Heimsmynd á Jof skilið fyrir þetta timabæra maf á gæðingum þjóðlifsins og ættí t.d. hver flokksformaður að kynna sér þær itarlega fyrir komandi kosn- ingar, svo hann slýsist ekki til að máii á samkvæmisljónin, rétt eins ng hófaljónin. Ætti utanrikis- ráðuneytið fortakslaust að útvega sér reglur þessar fyrir næstu drottnínga- og kóngaheimsóknir. Ekki er þó við að búasf að Sfíga- tafla Heimmyndar sé óaðfmnan- leg enn, eo það blýtnr að standa til bóta. Enn eru mæiingar hesta- manna á ýmsan hátt fulikomnari. Þannig gerir Heimsmynd ekki svo séð verði ráð fyrir „hrekkj- óttu“, sem er afleitur ijóður á Hér þarf að ráða bót á, þvi marg- nr gœtl sýnilega náð hótt sam- kvæmt töfiunni, eins og hún ligg- nr fyrir, en þó verið vís fii að stinga við fótum á einhverjum glæsisprettinum og endasenda öfiu fram af sér, eins og Skjóni undir Geira á Ósi, nema hvað nú gæti knapinn verið hundrað manna þjóðþrifafy rirtæki i „tímabundnu" brasi með eigin- fjárstöóuna. Heimsmynd skýrir svo drættína t myndinni með níu síðna upp- talningu á „ríkasta fólkinu* og „faiiegasta fóikinu“ útí f beimi og tregur er sá sem þá fær ekki skíl- iö að hverju keppa her. Hvað síð- an verður iesið úr upptainingu á allri Schram-ættinni í framhaldi af þessu, hiýtur að vera viðfangs- efni fyrir visindi framræktarinn- Keppni og þjóðarstolt 30 milljarðar manna horíðu á heimsmeistarakeppnina í knatt- spymu, upplýsti ágætur fréttamað- ur og áhugamaður um boltaleiki. Hér er vel í lagt, enda þykir víst flestum nóg um að mannkynið er komið hátt á fimmta milljarðinn og er talin hættuleg ofljölgun. Vel má þó vera að rétt sé reiknað en þá út frá einhveijum forsendum sem hvergi eru brúklegar nema i keppn- isíþróttum og vinsældamati popp- auðvaldsins. Þótt áhorfendaskari heimsfótbolt- ans sé eitthvað orðum aukinn er víst að margir hafa fylgst með keppn- inni af áhuga og ánægju og spennt- astir allra eru áreiðanlega þeir sem horft geta á sína eigin landsmenn keppa, og þykir engum skrýtið. Skrýtin undantekning er samt þama á. Fréttamenn sumir hverjir löptu hver upp úr öðmm, að ástæða væri til að óttast að sigurþjóðin fengi snert af þjóðemiskennd og hefðu fylliraftar meira að segja sungið þjóðsönginn á götum úti í sigurvímunni. Með íþróttafréttunum fylgdu þær hrikalegu fréttir að Þjóðverjar íogn- uðu sameiginlegum sigri og „kyn- þáttahatur" hefði blossað upp í landinu. Mörkin ein telja A hverju það fféttalið sem svona hagar sér er að ala hlýtur það sjálft að vita. Landslið og íþróttakeppni milli þjóða er í sjálfú sér viðurkenning á þjóðemiskennd og elur á henni. Þegar Maradona grætur og forseti Argentínu ríkur burt í fússi með grófar ásakanir og bölbænir á vör- unum er það vegna særðrar þjóð- emiskenndar og það skilja allir og viðurkenna. Öll heimsmeistarakeppnin er kappleikur á milli þjóða og í raun- inni er öllum fjandans sama um hvers konar fótbolti er spilaður, það sem gildir er að sigra andstæðing- inn til að byggja upp þjóðarstolt heima fyrir. Þeir sem lýstu kapp- leikjunum margendurtóku þegar þeim hljóp kapp i kinn að það væri markatalan sem gilti ein, allt annað væri aukaatriði í keppninni. Eftir leikana byija svo vangaveltur um að áhorfendur hafi ekki viljað svona knattspymu heldur hinsegin, þeir hafi viljað sjá mörk, en ekki vamarleik o.s.frv. Mikið er bullað um drengilega keppni og allt það og að eitthvað hafi skort á að drengskapur væri í heiðri hafður þegar skotmark skó- takkanna vom fótleggir leikfélag- anna en ekki boltinn, sem er eini hlutlausi aðili keppninnar og nokk sama þótt sparkað sé í sig. Og mikið var svo gaman að fá að fylgjast með hvað þessi og hinn leikmaðurinn vom seldir á háar fjárhæðir milli félaga og hvað sum- ir þeirra hafa upp úr krafsinu og hvort hlutafélögin sem eiga fót- boltafélögin með þjálfumm og öllu saman græða eða tapa á kaupum og sölum gladíatoranna. Minnkandi áhugi Fótbolti er leikur smástráka og fótbolti er keppni harðsvíraðra at- vinnumanna þar sem miklar fjár- hæðir em í veði og þegar landslið eigast við er það sjálft þjóðarstoltið sem lagt er undir. Þeir fáráðlingar sem aíneita allri þjóðemishyggju og reka áróður fyr- ir að hún sé ekki til ættu að virða fyrir sér viðbrögð þeirra sem fylgj- ast með landsleikjum í fótbolta og reyna yfirleitt að átta sig á um hvað leikurinn snýst og hvers vegna áhuginn er svona gííúrlegur og al- mennur. Á síðustu áram hafa hluthafar fót- boltaliða í Evrópu sívaxandi áhyggjur af minnkandi aðsókn að leikjum og almennum áhuga á íþróttinni. Sú skýring hefúr verið gefm að mikil og sívaxandi þátttaka útlend- inga og annarra aðkeyptra atvinnu- manna í keppnisliðum borga verður til þess að heimamenn kæra sig kollótta um hvort besta liðið í bæn- um þeirra tapar eða vinnur leik. Hvort útlendingamir í Torino sigra frægu útlendingana í Napólí eða Stuttgart er ekki mál heimamanna. Þeim er sama um alla snilldartakta, nema þá sem sýndir em af þeirra heimamönnum og að þeir vinni keppnina við andstæðingana í hin- um bænum eða landinu. Landsleikir og heimsmeistara- keppni er allt annar handleggur. Þá mætir þjóð annarri þjóð og ættjarð- arrembingurinn blómstrar og það er allt í finasta lagi — nema þegar Þjóðveijar eiga í hlut — og áhugi á keppninni er víðtækur, þótt 30 milljarða áhorfendahópur séu ýkj- ur. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.