Tíminn - 11.07.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.07.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 11. júlí 1990 Miðvikudagur 11. júlí 1990 Tíminn 9 ti: Meira bákn, minni peningar Miklar sviptingar hafa veríð undanfarin ár í húsnæðiskerfinu. Hvert lánafýrir- komulagið hefur tekið við af öðru, flárhagsaðstoð ríkisins til húsbyggjenda og þeirra sem standa í íbúðarkaupum gefið nýtt nafri á hartnær hveiju ári, greiðslufyrirkomulagi breytt og svo mætti áfram telja. Erfitt hefur reynst að henda reiðurá öllum þessum breytingum og íbúðarkaupendureru margir hveij- ir orðnir þreyttir á þessum hringlandahættí. Sumir hika jafnvel við að leggja út í frumskóg kerfisins af ótta við að týnast eða missa allt í einu allar þær forsend- ur sem lagðar voru til grundvallar húsnæðiskaupum þeirra með tilkomu nýrra breytínga kerfisins. Þegar altt er tekið saman sést að heildarframlag ríkisins til húsbyggjenda og kaupenda hefur lækkað um þriðjung á aðeins tveimur árum. „Verkalýðsforystan er að vonum ekki mjög hrifm, hvorki af óstöðugleika kerf- isins né því hve fjárffamlög hafa dregist saman," sagði Ásmundur Stefánsson for- seti Alþýðusambands íslands. Hann sagði i samtali við Tímann að kenna mætti nið- urskurði ríkisins á fjárframlögum um langan biðtíma í húsnæðiskerfmu. Telur hann ólíklegt að íslendingar geti að óbreyttu máli framhaldið þeirri sjálfs- eignarsteíhu í húsnæðismálum sem við höfúm búið við á undanfömum ámm. Þá hefúr Reykjavíkurborg verið synjað um ffamkvæmdalán vegna byggingar fé- lagslegra þjónustuíbúða fyrir aldraða og telur borgarritari það benda til að húsnæð- iskerfið sé brostið. Framlög ríkisins í byggingar- sjóö nærri dottin upp ffyrir Töluvert hefur verið rætt um vexti af lánum Byggingarsjóðs ríkisins, hvort þeir skuli hækka og hvort sjóðurinn geti stað- ið undir sér. Jafhffamt hafa verið ræddar breytingar á fyrirkomulagi greiðsla til húsbyggjenda sem nú eiga að fara í gegn um skattkerfið. Lítið hefur hins vegar ver- ið rætt um heildarfjárffamlög ríkissjóðs til hjálpar húsbyggjendum og íbúðar- kaupendum. Ef litið er á ffamlög ríkissjóðs til Bygg- ingarsjóðs ríkisins kemur í ljós að árið 1986 var samkvæmt fjárlögum veitt 1,3 milljörðum til sjóðsins. Framreiknað samkvæmt lánskjaravísitölu júlímánaðar hvors árs er þama um að ræða rúma 2,5 milljarða króna á núvirði. Árið eftir var upphæðin tæpir 1,7 milljarðar á núvirði og síðan drógust ffamlög hratt saman. Ár- ið 1988 var um að ræða framlag upp á rúman 1,5 milljarð á núgildandi verði og 1989 rúmar 629 milljónir. í ár 1990 er gert ráð fyrir að aðeins verði veitt 50 milljónum i sjóðinn. Þama er um gífur- legan samdrátt að ræða. Því hefur verið svarað til að í stað þess að fara gegn um Byggingarsjóð ríkisins komi nú aðstoð til húsbyggjenda og - kaupenda í gegn um skattkerfið. Sé skattkerfið hins vegar at- hugað sést að heildaraðstoðin hefur dreg- ist mikið saman. Hvaö fer raunverulega í gegn um skattinn? Hjá ríkisskattstjóra fengust þær upplýs- ingar að erfitt væri að átta sig á greiðslum til húsbyggjenda á ámnum ‘86-’87 því þar væri um að ræða framtalin vaxtagjöld sem kæmu til ffádráttar við greiðslur skatta. Hve mikið af ffádrættinum hefði nýst væri ekki vitað. Árið 1988 urðu þær breytingar á kerfinu að í stað vaxtagjalda kom vaxtaafsláttur til sögunnar. Afslátturinn miðaðist við vaxtagjöld og nýttist á svipaðan hátt og persónuafsláttur gerir nú. Þar fyrir utan komu húsnæðisbætur fram á sjónarsviðið. Framreiknaður vaxtaafsláttur og húsnæð- isbætur ársins 1988 jaftigilda á núvirði tæpum 1,5 milljörðum. Á árinu 1989 hélst þetta kerfi óbreytt og samsvarandi upp- hæð fyrir það ár em tæpir 1,8 milljarðar. En hvað gerðist síðan á þessu ári? Kerf- inu var breytt rétt eina ferðina. Þannig að nú er um að ræða vaxtabætur sem fyrst fara inn í rikissjóð og em síðan greiddar út þaðan auk húsnæðisbóta. í heild er gert ráð fyrir að þama verði um að ræða rúma tvo milljarða króna. Hvað stendur efftir sem heildargreiöslur ríkissjóðs? Eftir stendur að fjárhagsaðstoð ríkisins í heild til húsbyggjenda og kaupenda hefúr dregist gífúrlega mikið saman á örfáum ámm. Samkvæmt núvirði vantar töluvert uppá (500 milljónir) að greiðslur ríkis- sjóðs í formi vaxtabóta og húsnæðisbóta nemi byrjunargreiðslu til Byggingarsjóðs ríkisins á árinu 1986. Þá stendur eftir sú upphæð sem á því ári fór í gegn um skatt- kerfið en erfitt er að henda reiður á. Á móti koma síðan 50 milljónimar sem á þessu ári fara í Byggingarsjóð. Sé dæmi tekið af árinu 1988, þar sem tölur þess árs liggja fyrir, sést að munur á heildar Qárhagsaðstoð ríkisins til hús- byggjenda og kaupenda hefur á tveimur ámm dregist saman um tæpan milljarð sé miðað við núgildandi verðlag. Þannig námu greiðslur bæði í Byggingarsjóð og í gegn um skattkerfið rúmum 3 milljörð- um framreiknað árið 1988 en gert er ráð fýrir rúmum tveimur milljörðum á þessu ári. Eftir Jóhönnu Kristínu Bimir Langur biðtími vegna niðurskurðar „Þegar samið var um húsnæðiskerfi 1986 áætluðu sérfræðingar að einn milljarð þyrfti á ári til að kerfið gengi upp. Sú upp- hæð samsvarar tveimur milljörðum í dag. í öllum forsendum var gert ráð fyrir að rik- ið stæði við sín ffamlög en það hefúr ekki verið gert. Það má spyrja að því hvaða þátt niðurskurður á ríkisffamlögum eigi í biðl- istanum sem húsnæðiskerfið stendur ffammi fyrir. En svarið er væntanlega að Á aðeins tveimur ámm hefúr flárhagsaðstoð ríkisins til húsbyggjenda og kaupenda veríð skorín niður um þríðjung. hægt hefði verið að veita tvö þúsund lán fyrir það sem vantar upp á að rikið hefði haldið því lágmarki sem miðað var við í upphafi“ sagði Ásmundur Stefánsson. Hann sagði niðurskurð ekki aðeins hafa sett eiginfjárstöðu sjóðsins í vandræði, „heldur hefúr hann einnig stuðlað að auknum biðtíma í húsnæðiskerfinu. Þessu til viðbótar hefúr verið tekið af almenna húsnæðiskerfinu fé og sett í húsbréfakerf- ið. Ef ríkið hefði staðið við sitt og gamla kerfið fengið að ganga þá væru þessi mál í þokkalegu jafnvægi í dag. Að mínu viti er ekki líklegt að viðget- um haldið uppi þeirri sjálfseignarstehu í húsnæðismálum sem við höfúm búii við án þess að um almennt framlag þes; op- inbera sé að ræða. Eg tel að ákvarðínir í þá vem að brjóta almenna kerfið nður, og er þá ekki að vísa til skýrslunnanýju heldur niðurskurðar og yfirfærslu fjár- magns af almenna kerfinu yfir á hús- bréfakerfið, sé verið að stefna lágtikju- fólki í vandræði.“ Ásmundur sagðilág- tekjufólk hafa getað bjargað sér í gamla kerfinu en ætti nú ekki annan kost en fé- lagslega kerfið. Taldi hann jaftiframt ólíklegt að félags- lega kerfið gæti aflað sér nauðsynlegs fjármagns á almennum markaði í sam- keppni við ríkisskuldabréf, fasteignaverð- bréf og fleira. „Eg held að mjög hættuleg skref hafi verið tekin. Það er einnig mjög slæmt og mjög alvarlegur hlutur að menn viti aldrei að hverju þeir ganga í almenna kerfmu“ sagði Ásmundur er hann var spurður um óstöðugleika kerfisins á síð- ustu ámm. Tvíborgaðir vextir? Því hefúr verið haldið fram að núverandi kerfi nýtist betur þeim lægst launuðu en gamla húsnæðiskerfið. Timinn ræddi við Stefán Ingólfsson verkffæðing, sem um árabil vann m.a. að skýrslugerðum um húsnæðismál fyrir fyrrverandi og núver- andi félagsmálaráðherra, um úttekt á stöðu Byggingarsjóðs ríkisins og tillögur Timamynd: Ami Bjama um úrbætur m.a. umdeilda tillögu um að hækka vexti sjóðsins bæði af nýjum lán- um og einnig af þeim lánum sem veitt hafa verið allt ffá árinu 1984 eins og heimilt er í skilmálum allra lána Bygging- arsjóðs ffá þeim tíma. Sér í lagi hver áhrif vaxtahækkun hefúr á stöðu húsbyggj- enda. „Persónulega hef ég verið hlynntur nið- urgreiðslu á vöxtum og skattaaðstoð að auki fýrir þá sem eru að kaupa sína fýrstu íbúð. En úr því að á annað borð er búið að samþykkja húsbréfakerfi með háum vöxt- um og að greiða vaxtabætumar gegn um skattkerfið þá verður að ganga þannig ffá málum að þessi húsnæðismarkaður sé heilsteyptur. Að það séu t.d. ekki skildar eftir einhveijar gamlar sporslur sem hægt er að versla með eins og nú er gert í tals- verðum mæli,“ sagði Stefán. Hann sagði að alveg ffá því að húsbréfa- kerfið var kynnt hefði honum sýnst for- senda fýrir því að það virkaði svo að vext- imir yrðu jafn háir í báðum kerfunum. „Því að hækka vexti aftur í tímann fýlgir sá ókostur að fýrri forsendur fýrir íbúða- kaupum breytast. Nú er hins vegar fúllyrt að fyrir þá sem em að kaupa íbúð í fyrsta skipti þá jafni vaxtabætumar út muninn á lægri vöxtum í eldra lánakerfinu og hærri vöxtum í húsbréfakerfinu. Séu þær fúll- yrðingar réttar þá á vaxtahækkun á eldri lánum ekki að breyta meim fyrir þann hóp sem fékk þessi lán heldur en fyrir hina sem eiga eftir að kaupa og vísað er á hús- bréfakerfið“. Stefán bendir á að eitt atriði hafi ekkert komið til umræðu i sambandi við vextina — þ.e. hina miklu verslun með þessi hag- stæðu eldri lán úti á fasteignamarkaðnum (ennþá?). „Það er ekki eðlilegt að aðilar sem fengu þessi lán á lágum vöxtum geti nú verslað með þau fyrir háar fjárhæðir. Sá sem yfirtekur 4,5 millj.kr. lán og borg- ar fyrir það 500 þús.kr. (með hærra kaup- verði íbúðar en ella) er í raun og vem að borga 500 þús. kr. fyrirframgreidda vexti. Þessir 500 þús. kr. fyrirffamgreiddu vext- ir koma hins vegar hvergi ffam sem vaxta- greiðslur hvorki á skattffamtali eða annars staðar. Þetta verður því mjög óhagkvæmt fyrir þá sem kaupa notaðar íbúðir á hærra verði vegna yfirtekinna gamalla lána með lágum vöxtum, gagnvart skattinum. Því þeir fá þá minni vaxtabætur en ella“. Auk þessa segir Stefán þetta fólk taka stóra áhættu með slíkum kaupum. Vem- legar líkur megi telja á því að vextir þess- ara eldri lána verði hækkaðir fyrr eða síð- ar eins og heimild er fyrir í lánssamning- unum. Fólk sem kaupir þessi lán, stund- um fyrir fyrir stórfé, tekur samkvæmt þessu þá áhættu að þurfa i raun að tví- borga sömu vextina. Húsnæöiskerfiö brostiö? Fjöldi manns er ekki par hrifinn af þessu nýja kerfi og ffamgangi mála þar að und- anfömu. Má þar meðal annarra nefna ráðamenn borgarinnar. „Við sóttum um ffamkvæmdalán í nóvember vegna bygg- ingar íbúða fyrir aldraða við Lindargötu. Nú í vikunni fengum við það svar að beiðninni væri hafnað þar sem Húsnæðis- stofnun hefði ekki peninga“ sagði Jón G. Tómasson borgarritari í samtali við Tím- ann. Þá var einnig sótt um lán vegna bygging- ar dagvistunar fyrir aldraða. „í það getum við fengið 1,8 milljón á þessu ári. Þetta er ekki nema brotabrot af kostnaði ársins samkvæmt þeim áætlunum sem við höf- um gert og unnið eftir. Þetta er nýtt við- horf sem þama hefúr skapast. Þegar bygg- ing félagslegra þjónustuíbúða fyrir aldr- aða fær synjun um framkvæmdalán virð- ist húsnæðiskerfið vera brostið“ sagði Jón. Í#SI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.