Tíminn - 11.07.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.07.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 11. júlí 1990 Lausar stöður Ákveðið hefur verið að leggja niður fjármálasvið Landsbanka í núverandi mynd, en þess í stað stofnaðar tvær deildir, annars vegar fjárreiðudeild og hins vegar rekstrar-, bókhalds- og áætlana- deild. 1. Forstöðumaður fjárreiðudeildar Starfssvið fjárreiðudeildar verður fyrst og fremst dagleg lausafjárstjórnun, umsjón með hagkvæmri fjármögnun innanlands og í erlendum gjaldeyri, mat á áhrifum lykilstærða efnahagsreiknings, auk annarra þátta, sem skýrðir verða fyrir hugsanleg- um umsækjendum. Um er að ræða krefjandi starf. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi víðtæka þekkingu á fjármálum. Háskólamenntun á sviði fjármálafræða er æskileg. Reynsla kann þó að vega þar á móti. Góðrar málakunnáttu er krafist. 2. Forstöðumaður rekstrar-, bókhalds- og áætlanadeildar Helstu verkefni rekstrar-, bókhalds- og áætlana- deildar verða að útbúa skýrslur um fjárhag bankans, að útbúa stjórnunarupplýsingar eins og þurfa þykir, að sjá um áætlanagerð bankans og skatta- og tryggingamál. Um er að ræða starf sem krefst víðtækrar þekkingar á fjárhags- og rekstrarbókhaldi og endurskoðun. Menntun á sviði endurskoðunar er æskileg þó reynsla kunni að vega þar á móti. Góð málakunnátta er nauðsynleg. 3. Forstöðumaður byggingadeildar Nafni skipulagsdeildar Landsbankans hefur verið breytt í byggingadeild. Deildin sér um meiriháttar viðhald og endurbætur á fasteignum bankans og framfylgir settri stefnu hans í byggingamálum í samráði við bygginganefnd bankans. Hún sér einnig um húsbúnað og listaverk bankans ásamt öryggismálum. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun á sviði byggingaverkfræði, byggingatæknifræði eða arki- tektúr. Verkefnastjórnun, gerð byggingaáætlana og eftirlit með framkvæmdum er mikilvægur þáttur starfsins. Tekið er tillit til starfsreynslu eftir því sem hún kann að nýtast í þessu starfi og kann að vega á móti menntun. Launakjör samkvæmt kjarasamningum SÍB og bankanna. Umsóknarfrestur er til 20. júlí nk. Umsóknir sendist til Ara F. Guðmundssonar, framkvæmdastjóra starfsmannasviðs, Hafnarhús- inu v/Tryggvagötu, Reykjavík, er gefur nánari upplýsingar. Umsóknir verður farið með sem trúnaðarmál. Landsbanki íslands JEPPA- HJÓLBARÐAR Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU 235/75 R15 kr. 6.650. 30/9,5 R15 kr.6.950. 31/10,5 R15 kr. 7.550. 33/12,5 R15 kr. 9.450. Örugg og hröð þjónusta. BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Sfmar: 91-30501 og 84844. BÍLALEIGA með útibú allt i kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis interRent Europcar p j. jSp f \ i Wf Frá opnun sýningar á bókagjöf Gunn- Meðal viðstaddra vorn frú Tove, ekkja ars Böðvarssoar í anddyri aðaibygg- dr. Gunnars, og sonur þeirra, Öm. ingar Háskólans laugard. 30. júní sl. L|6sm. g.t.k. Sjáum um erfidrykkjur RISIÐ Borgartúni 32 Upplýsingar í síma 29670 Marmaralegsteinar með steyptu inngreyptu eða upphleyptu letri. Einnig möguleiki með innfellda Ijósmynd. Marmaraskilti með sömu útfærslum. Sólbekkir, borðplötur, gosbrunnar o.m.fl. Sendum um allt land. Opið 9-18, laugard. 10-16. Marmaraiðjan Smiðjuvegi 4E, 200 Kópavogi Sími 91-79955. Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar Miklubraut 68 @13630 t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför Sigrúnar Jónsdóttur á Rangá Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkrahússins á Húsavík. Guð blessi ykkur öll. Baldvin Baldursson og fjölskylda. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi Erlingur Jóhannsson fyrrum bóndi og skógarvörður i Ásbyrgi verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 13. júlí kl. 13.30. Sigrún Baldvinsdóttir Sigurveig Erlingsdóttir Jónas Jónsson Hulda Eriingsdóttir Jónas Hallgrfmsson Kristín Erlingsdóttir Hrafn Magnússon Baldvin J. Erlingsson Guðrún H. Jónsdóttir börn og barnabarnabörn. Bækur dr. Gunnars Böðvarssonar gefnar Háskóla íslands Laugardaginn 30. júní sl. var opnuð í Háskóla íslands sýning á bókum úr eigu dr. Gunnars Böðvarssonar prófessors, sem lést 9. maí á síðasta ári. Dr. Gunnar var fjölmenntaður vísinda- maður. Hann lauk verkfræðiprófi f stasrð- frasði, kraftfrasði og skipavélfræði frá Tækniháskólanum í Bcrlín 1943 og dokt- orsprófi frá Tækniháskóla Kalifomíu 1957. Hann starfaði hér heima á árunum 1945-64, lcngst við jarðhitadeild Orku- stofnunar, en var siðan prófessor í stærð- fræði og jarðeðlisffæði við Oregon State háskóla í Bandaríkjunum til starfsloka. Enda þótt Gunnar starfaði erlendis síðari hluta ævinnar, sinnti hann ávallt íslensk- um rannsóknarverkefhum að mcira eða minna lcyti og var einn hclsti ffumkvöð- ull í rannsóknum á nýtingu jarðhita hér- lendis. I viðurkcnningarskyni sæmdi Há- skóli Islands hann titli heiðursdoktors ár- ið 1988. Dr. Gunnar Böðvarsson dró að sér mikið safn vísindarita og að dómi þeirra starfs- bræðra hans, scm bcst til þekkja, vandaði hann mjög valið. Alls nemur safn hans, sem nú er afhent Háskólabókasafhi að gjöf, um 2000 bindum, en auk þess fýlgja með bréf hans og handrit, svo og fjöldi óprentaðra skýrslna og álitsgerða um sér- ffæðileg efni. Sýningin á ritum úr safhi dr. Gunnars Böðvarssonar mun standa yfir í anddyri aðalbyggingar Háskólans dagana 30. júní til 13. júli. Grönn allt lífifi á Eskifirði GRÖNN cr nú á hringferð um landið með námskeið fyrir ofætur (bæði karla og konur) sem vilja hætta ofáti. Ofát getur falist í því að borða of lítið of mikið eða of órcglulega. „Við lítum á ofátið sem sjúkdóm, fyllilega sambærilegan við alkóhólisma. Aðferðimar sem við beitum til að öðlast frelsi ffá ofátinu em þvi á margan hátt líkar þcim aðferðum sem S.Á.Á. beita á alkóhólisma. Staðimir sem orðið hafa fyrir valinu í þcssari ferð, ráðast af því að þaðan hafa komið fyrirspumir og cinstaklingar hafa beðið um námskeið á staðinn. Sumarið er nú allt skipulagt og ckki er hægt að bæta fleiri námskeiðum inn fýrr en í haust (október). Námskeið verður haldið í félagsheimil- inu Valhöll á Eskifirði dagana 18., 19. og 20. júií (3 klst. hvert kvöld) og lau. 21. júlí kl. 9:00-17:00. Alls stendur það yfir í u.þ.b. 16 klst. og þátttökugjald er kr. 6.000,- fyrir manninn. Kynningarfyrirlcstur verður haldinn í fé- lagsh. Valhöll á Eskifirði, fimmtudaginn 12. júlí kl. 21:00. Hann stendur yfir í u.þ.b. klukkustund og aðgangur er ókcyp- is og öllum opinn. Skráning á námskciðiö fcr ffam á fyrir- lestrinum og mikilvægt cr að væntanlegir þátttakendur mæti á fýrirlesturinn til að námskciðið nýtist þeim til fulls. Leiðbcinandi á námskeiðunum er Axel Guðmundsson.“ Svo segir í tilkynningu frá GRÖNN. Geysisgos næsta laugardag Ákveðið hefhr verið að setja sápu í Geysi laugardaginn 14. júlí næstkomandi kl. 15.00 og má þá gcra ráð fyrir gosi nokkm síðar, ef veðurskilyrði verða hag- stæð. LITAÐ JÁRN Á ÞÖK OG VEGGI Einnig galvaníserað þakjárn. Gott verð. Söluaðilar: Málmiðjan h.f. Salan s.f. Sími 91-680 40

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.