Tíminn - 11.07.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.07.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 11. júlí 1990 Tíminn 13 Vorhappdrætti Framsóknarflokksins 1990 Dregið var í vorhappdrætti Framsóknarflokksins 15. júní. Vinnings- númer eru sem hér segir: 1. vinningur nr. 29352 2. vinningur nr. 14359 3. vinningur nr. 38822 4. vinningur nr. 8039 5. vinningur nr. 13391 6. vinningur nr. 33369 7. vinningur nr. 14360 8. vinningur nr. 14874 9. vinningur nr. 127 10. vinningur nr. 33064 11. vinningur nr. 2606 12. vinningur nr. 6749 13. vinningur nr. 17642 14. vinningur nr. 29032 15. vinningur nr. 13417 Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá úrdrætti. Frekari upplýsingar eru veittar í sfma 91-21379. Framsóknarflokkurinn Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofur Framsóknarflokksins að Nóatúni 21 verða lokaðar frá og 'með 2. júní 1990, vegna sumarleyfis starfsfólks. Framsóknarflokkurinn. Frá SUF Hannes Karlsson hefur verið ráðinn starfsmaður SUF vegna þings þess sem haldið verður í lok ágúst. Hægt verður að ná í Hannes í síma 686300 alla virka daga milli kl. 9-13. SUF Löggildingarstofan Löggilding vigtarmanna Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður hald- ið á Sauðárkróki 23. og 24. júlí og á Akureyri 25. og 26. júlí, ef næg þátttaka fæst. Þátttaka tilkynnist Löggildingarstofunni, Síðumúla 13, fyrir fimmtudaginn 19. júlí nk. í síma 91- 681122, en þar fást jafnframt allar nánari upplýs- ingar. Löggildingarstofan. DÓMS- OG KIRKJU- MÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýst er eftir einbýlishúsi til kaups eða leigu á Hvammstanga. Æskileg stærð er ca. 150-200 fermetrar. Þess er óskað að tilboðum verði skilað til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins fyrir 17. júlí nk. í tilboði ber að tilgreina lýsingu á húsi, stærð þess, svo og verð og greiðsluskilmála. Áskilið er að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 9. júlí 1990. Garðsláttur Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224 eftir kl. 18. Gevmið auglýsinguna. „Vissi alltaf að ég yrði fræg“ - kynbomban segir frá Fyrir leikkonuna Kim Basin- ger var 1989 áhrifaríkt ár í lífi hennar. Hún skildi við eigin- mann sinn sem hún hafði verið gift í átta ár, lék í stærstu mynd á síðasta ári, Batman, og keypti sér heilan bæ í Georgíu-íylki í Bandaríkjunum. Ef það hefði ekki verið fyrir tilviljun að hún fékk hlutverkið í Batman mynd- inni hefði árið sennilega orðið allt öðruvísi. Leikkonan Sean Young hafði fengið hlutverk Vicki Vale í Batman myndinni en var svo óheppin að lenda í slysi og handleggsbrotna og þar með var Basinger ráðin í hennar stað. Batman myndin, sem var ein sú umtalaðasta á síðasta ári, gaf Basinger tækifæri til að leika á móti hinum stórkostlega leikara Jack Nicholson. En leiklistin er ekki það eina sem kemst að lífí leikkonunnar því hún keypti sér nýlega heilan bæ eins og áður sagði. Þetta er bærinn Braselton sem hefúr um 500 íbúa og er i fylkinu Georgíu þar sem hún ólst upp. Hún hefúr bundið miklar vonir við Braselton og ætlar að breyta honum í nútíma- bæ. Hún ætlar að hafa þar nú- timaverslanir o.fl. Einnig hefúr hún í hyggju að reisa þar kvik- myndaver. Basingers segist hvorki hafa áhuga á skartgripum né pelsum heldur vilji hún eyða peningun- um sínum í eitthvað gagnlegt. Með þessum kaupum hennar á bænum vill hún hjálpa öðru fólki að láta drauma sína rætast. Hún vill hjálpa ungu fólki að mennta sig og koma sér áffam í lífinu. Hún segist alltaf hafa vitað að hún yrði ffæg. „Þegar ég var tveggja ára var ég viss um að vilja verða leikkona og hef því ávallt stefút að því“, segir Bas- inger. „I dag er ég orðin það sem ég vildi verða. En það skiptir líka miklu máli fyrir mig að fínna hina einu sönnu ást. Það er ekk- ert sem getur komið í stað henn- ar. Hvorki peningar né frægð“, segir hún. Basinger er nú í föstu sam- bandi með leikaranum Alec Baldwin en þau leika saman í nýrri mynd sem verið er að taka upp og heitir The Marrying Man. Það er ekki hægt að segja að ferill hennar hafi byijað glæsi- lega. Hún fór að heiman aðeins fímmtán ára gömul með aðeins eina litla ferðatösku og litla Biblíu í höndunum. „Faðirminn gaf mér Biblíuna og hann skrif- aði í hana að draumar mínir myndu rætast þar sem Guð væri vemdari minn“. Hún bjó á lé- legum stað í New York og átti ekki mikla peninga. Það hefur verið sagt um hana að hún sé óhemju feimin og sjálf segist hún vera það. „Eg get sungið, dansað og leikið og það verður sá að geta sem á ann- að borð velur leiklistina sem lífsstarf sitt. En þess á milli get ég verið mjög feimin og hagað mér eins og lítil stúlka“, segir hún að lokum. c „I dag er ég oröin það sem ég vildi verða,“ segir Basinger. Hún hefúr verið kölluð kyn- bomba nútímans. Basinger hefur verið kennd við marga karímenn og hér sést hún með þeim nýjasta, Alec Baldwin. Hér sjáum við bæinn Braselton sem leikkonan bindur miklar vonirvið t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.