Tíminn - 11.07.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.07.1990, Blaðsíða 16
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnorhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 Réttur bíll á réttum stað. LONDON -NEWYORK - STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tíiiiinn MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1990 Eiginflárstaða Stöðvar 2 í lok árs 1989 var neikvæð um 671 milljón kr. og tap á rekstri í fýrra nam 155 millj- ónum kr. Þetta kemurfram í endurskoðuðum ársreikn- ingum íslenska sjónvarpsfélagsins sem kynntir voru fréttamönnum í gær. Einnig kom fram að skuldir Stöðvar 2 voru 1496 milljónir kr. áður en nýtt hlutafé upp á 500 milljón kr. kom inn um áramót. Það fé var notað til niðurgreiðslu á skuldunum og því skuldar stöðin nú um einn milljarð króna. Þessi niðurstaða í ársreikningum virðist hafa komið núverandi meirihlutaeigendum stöðvarinnar á óvart. I yfirlýsingu sem þeir hafa gef- ið frá sér segir að Eignarhaldsfé- lag Verslunarbanka íslands hf. hafi gefið upp rangar upplýsingar um stöðu fyrirtækisins þegar kaup og sala á hlutabréfum fór fram um áramót. Þá upplýsti lánasvið Verslunarbankans að eiginíjárstaða stöðvarinnar væri neikvæð um 500 milljónir kr. en síðan hefur komið á daginn að hún var 171 milljón kr. meiri; þ.e. 671 milljón kr. Einnig kom rekstur stöðvarinnar ekki út á sléttu um síðustu áramót eins og bankinn mun hafa gefið í skyn heldur var um að ræða 155 millj- ón kr. tap á árinu. Að sögn Jóhanns J. Ólafssonar, stjómarformanns íslenska sjón- varpsfélagsins hafa ársreikning- amir ekki verið kynntir Eignar- haldsfélaginu formlega. Að sögn Jóhanns ætla meirihlutaeigendur að leita skýringa á þessu misræmi milli þeirrar stöðu sem var yfir- lýst um áramót af Verslunarbank- anum og þeirrar sem nú hefúr komið í ljós. Vissu um versnandi stöðu En þessi yfirlýsing meirihluta- eigandanna kemur fyrrverandi forsvarsmönnum Verslunarbank- ans spánskt fýrir sjónir. Að sögn Höskuldar Ólafssonar, fyrrver- andi bankastjóra Verslunarbank- ans, vom þær upplýsingar sem bankinn gaf kaupendum um ára- mót komnar frá stöðinni sjálfri. „Þær upplýsingar sem við gáfúm vom frá félaginu sjálfu og vom þær bestu sem við höfðum á þeim tíma,“ segir Höskuldur. „Og þessi staða lá fyrir í mars. Þá var fúndað um hana og hún kom okkur jafn mikið á óvart og þeim. Þá ákváðu þeir að fara út í hlutafjáraukningu á þessu ári til þess að jafna út mis- muninn og við létum þá fá sérstaka ábyrgð upp á 90 milljónir. Ráðstaf- anir hafa því verið gerðar.“ Málatilbúningur í yfirlýsingu meirihlutaeigend- anna segir einnig að komið hafi i ljós að þrír hluthafar skuldi stöð- inni samkvæmt þremur skuldabréf- um 24 milljónir kr. Segir ennfrem- ur að bréfin séu nær einskis virði. Þeir hluthafar sem þama um ræðir era fýrram aðaleigendur Stöðvar 2. Einn þeirra, Hans Kristján Ámason, sagði í samtali við Tímann í gær að þetta væri málatilbúningur eins og annað í yfirlýsingunni. Hans segir fyrram aðaleigendur ekki vera þá einu sem skuldi félaginu og þama sé verið að taka út eitt atriði sem all- ir vissu fyrir og gera að blaðamáli. Hann segir það einnig málatilbún- ing að kreQa Eignarhaldsfélagið um skýringar um verri stöðu. Nú- verandi stjómarmönnum stöðvar- innar hafi ekki verið leynt neinu, þeim hafi hún alltaf verið ljós. „Mennimir höfðu alltaf mögu- leika á þvi að kynna sér stöðuna. Þegar maður kaupir eign þá auð- vitað kynnir maður sér hana áður. Þeim lá svo mikið á að komast yf- ir eignina að ég held að þeir hafi ekki einu sinni talað við fjármála- stjóra Stöðvar 2 eða endurskoð- anda,“ segir Hans. Hans bendir á að hann ásamt fleiri eldri hluthöfum keyptu hlutabréf inn í félagið fyrir 150 milljónir í febrúar. „Og það gerð- um við á sömu forsendum og þessir menn og með sömu gögn í höndum og það hefur ekki verið gerð nein athugasemd,“ segir Hans. „Það er ekki fyrr en nú í júlí sem menn þykjast standa uppi með eitthvað mál. Staða stöðvar- innar lá alltaf skýr fyrir. Þess vegna get ég ekki annað en túlkað þetta þannig að stjóm félagsins sé að reyna að beina athyglinni frá aðalatriðum í rekstri Stöðvar 2,“ segir Hans. Hans segir stjómarmenn stöðvar- innar vera í einhverju stríði sem tengist ekki meginatriðum f rekstri stöðvarinnar og verið sé að finna blóraböggul sem era fyrram eigendur stöðvarinnar. „Það er ennþá verið að berja í bumbur og verið að leika þama einhverja leiki meirihlutans núverandi," segir Hans. „Ég harma mjög að menn skuli telja tíma sínum best varið í það að búa til innanhús- deilu innan Stöðvar 2.“ Meðal þeirra stærri mála sem Hans telur að verið sé að beina athyglinni frá með yfirlýsingunni er umsókn stöðvarmanna um lánsábyrgð borgarráðs. Sú umsókn hefúr enn ekki verið tekin til afgreiðslu. Kaupir Stöð 2 Sýn? Þá hefúr einnig verið mikið i um- ræðunni undanfamar vikur sam- eining Stöðvar 2 og Sýnar. Ekki var talað um hana í yfirlýsingunni en aðspurður um sameininguna segir Þorvarður að sameining eins og gert var ráð fýrir í upphafi sé ekki lengur á döfinni. Þorvarður segir stöðu Stöðvar 2 ekki hafa haft áhrif á afstöðu Sýnar í mál- inu. Hins vegar sagði Þorvarður að nú væri rætt um að Stöð 2 keypti Sýn. Ámi Samúelsson, stjómarfor- maður Sýnar, hafði ekki heyrt um þá fyrirætlan þegar Tíminn hafði samband við hann i gær. Hann sagði að fúlltrúar frá Sýn og Stöð 2 hefðu ekki fundað um þetta mál nokkuð lengi en til stæði að kalla saman fúnd á næstu dögum. Ámi sagði sameiningu ekki vera í myndinni og nefndi þar aðallega tvær ástæður. Þ.e. fjárhagsstaða Stöðvar 2 og sú staðreynd að hún hefur ekki skilað hagnaði það sem af er árinu heldur 18 milljón kr. tapi. Þá var einnig um ágreining að ræða um yfirmannastöður i nýju sjónvarpsstöðinni. Ámi sagði að Sýnarmenn myndu halda áfram sínu striki og myndu koma upp sjónvarpsstöð bráðlega. Þeir fari sér þó hægt og séu nú að safna hlutafé i fýrirtækið. Um ffamtíð Stöðvar 2 er allt óljóst og ræðst hún öll af því hvemig yfirmönnum stöðvarinnar tekst að vinna úr þeirri stöðu sem ársreikningamir gefa til kynna. Að sögn Þorvarðar hefúr töluverð hag- ræðing átt sér stað, skuldir lækkað um þriðjung og fjármagnskostnað- ur lækkað samfara því. En ljóst er að það þarf mikinn hagnað á næstu misseram og þessar tölur tefja óneitanlega það endurreisnarstarf sem vinna átti. „En við munum snúa halla í hagn- að,“ segir Þorvarður. Hans Kristján er mjög bjartsýnn á að Stöð 2 spjari sig. „En ég hef mínar efasemdir þegar ég sé að al- menningstengsl stöðvarinnar era oft í molum.“ segir Hans. „Þessi stöð á allt undir velvilja sinna áskrifenda. Það verður að stýra henni á jákvæðan og uppbyggi- legan hátt.“ GS. Framkvæmdimar við vestanvert Alþingishúsið. Tímamynd: Ami Bjama Ráðherrastæði Búið er að moka upp garðinn vestan við Alþingishúsið. Reitur þessi af- markast af Templarasundi, Tjamar- götu, Kirkjustræti og Vonarstræti og með þessum ffamkvæmdum á að leysa bílastæðavandamál sem ráð- herrar hafa langi átt við að etja. Hagvirki sér um ffamkvæmdimar og bauð 19.9 miljónir króna í verkið. Bílastæðin verða upphituð og nýtt malbik verður lagt á bílastæði sunnan við Alþingishúsið. Einnig verða lagðir göngustígar, veggir hlaðnir og blómker sett upp vegfarendum til augnayndis. Bílastæðin munu að öll- um líkindum standa ráðherram sem og almenningi til boða i haust. GS. Borgarráð samþykkti í gær að selja Árna Samúelssyni Allt of mikill giaumur i uiym Borgarráð samþykkfi á fundi fiokksins, sagði í samtali við Tím- sínum í gaer að selja Árna Samú- ann að forsenda kaupa borgar- elssyni, eiganda Bíóhallarinnar, innar á Glyra hafi verið sú að skemmtistaðinn Glym. Borgin nýta það lýrir félagsstarf ung- keypti Glym fyrir nokkru síðan linga. „Ég samþykkti þessa sölu á og ætlaði að nota staðinn sem fé- Glym núna með þeim fyrirvara lagsmiðstöð lýrir unglinga. Stað- að peningarnir sem fást fyrir urinn þótti hins vegar ekki henta verðí nýttir fyrir unglinga.“ og mikil) hávaði barst frá honum „Við ætlurn ekki að reka staðinn í biósali Ðióborgarinnar sem eru undir nafninu Glymur til að við hliðina. byrja með. Við ætlura að reka Árni tekur yfir kaupsamning þennan stað áfram sem skemmti- borgadnnar og Ólafs Laufdals stað fyrir árshátíðir og léttar sem seldi borginni Glym á sínum skemmtisýningar“ sagðl Árni tíma fyrir 134 milljónir. Minni- þegar hann var spurður urn hlutinn f Borgarráði samþykktí hvernig staður Glymur yrðí. Árni þessa sölu en lét bóka það að and- tekur við staðnum 1. ágúst og virði Glyms yrði nýtt handa ung- gerir ráð fýrir að hann verði opn- lingum. Sigrún Magnúsdóttir, aður um miðjan september. borgarfulltrúi Framsóknar- -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.