Tíminn - 12.07.1990, Blaðsíða 18

Tíminn - 12.07.1990, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 12. júlí 1990 Haraldur Þorsteinsson Fæddur 20. febrúar 1923 Dáinn 3. júlí 1990 I dag verður til moldar borinn frá Áskirkju í Reykjavík Haraldur Þor- steinsson, framkvæmdastjóri og fyrrum verktaki, síðast til heimilis að Kleppsvegi 76 í Reykjavík. Haraldur Þorsteinsson hafði ekki verið heill heilsu um árabil og átt margar sjúkrahúslegur, innanlands og utan, m.a. farið í hjartaaðgerð til Lundúna fyrir fáum árum. Náði hann nokkrum bata um tíma en heldur fór á verri veg síðustu eitt til tvö árin og dvaldi hann á sjúkrahús- um af og til. Var hann skömmu áð- ur kominn heim úr sjúkrahúslegu er andlát hans bar að höndum. Haraldur Þorsteinsson var bam- fæddur Reykvíkingur, sonur hjón- anna Guðmundínu Margrétar Sig- urðardóttur, úr Hafnarfirði, og Þor- steins Jónssonar, er lengi var báts- maður hjá Landhelgisgæslunni. Haraldur ólst upp i systkinahópi, stundaði sitt bamaskólanám og varð snemma að fara að vinna fyrir sér. Haraldur Þorsteinsson giftist Sig- ríði Jónsdóttur, úr Dýrafirði, vest- firskra ætta. Tóku þau tvö fóstur- böm: Hjört, prentara, giftur Val- gerði Ester Jónsdóttur, sjúkraliða, og em þau búsett í Svíþjóð; og Hanný Gelfius, sambýlismaður Reynir Pétur Ingvarsson, dvelja þau á vistheimilinu Sólheimum í Grímsnesi. Haraldur og Sigríður slitu samvistum. Síðari kona Haraldar Þorsteins- sonar var Bergljót Gunnarsdóttir og lifir hún mann sinn. Eignuðust þau tvær dætur: Hugrúnu Brynhildi, sem nemur lögfræði við Háskóla íslands, sambýlismaður Ottó Ei- ríksson; og Hrafnhildi Björgu, enn nemandi í Menntaskólanum við Sund. Þá ólust upp á heimili Har- aldar og Bergljótar þrjú böm henn- ar af fyrra hjónabandi: Hrönn, gift Heimi Haraldssyni, löggiltum end- urskoðanda; Hinrik Gunnar, aug- lýsingastjóri; og Hörður, giftur Val- gerði Hreiðarsdóttur, þau era búsett á Seyðisfirði. Haraldur var hugmyndaríkur mað- ur og bera þess merki þau fjöl- breytilegu störf og verkefni, er hann tók sér fyrir hendur um ævina. Hann tók þátt í útgerð flutninga- skips, var verktaki, stundaði vinnu- vélaleigu, hreinsun og útflutning brotamálma, annaðist innflutning vinnuvéla og varahluta til véla og tækja, og svo mætti lengi telja. Vél- fræði virtist liggja vel fyrir honum enda snertu viðhald og viðgerðir véla og tækja mörg þeirra verkefna og starfa, sem hann kom nærri. Var hann að jafnaði forsagnaraðili um þau atriði, ef upp komu á hans eig- in vegum, en hjálparhella margra annarra verktaka og vinnuvélaeig- enda, sem til hans leituðu. Þó að Haraldi léti betur að láta vit vinna en strita var hann vel fær um að taka til hendi við viðgerðir eða stjóm vinnuvéla og tækja, hvort heldur var til fordæmis og kennslu eða í forfollum og mannfæð. Mátti þá auðveldlega greina natnisleg handtök i viðgerðum eða mjúk stjómtök á vinnuvélum. Um áratuga skeið stundaði Har- aldur Þorsteinsson innkaup og inn- flutning notaðra vinnuvéla og tækja, auk varahluta, bæði fyrir eigin starfsemi og annarra. Aflaði hann sér óhemju reynslu og þekk- ingar á þessu sviði. Mun hann hafa verið einn af brautryðjendum sjálf- stæðra einstaklinga, utan sérstakra einkaumboða framleiðenda, til að stunda slík viðskipti, óbundinn ein- staka framleiðendum eða verk- smiðjum, hafandi í huga sína eigin reynslu aukinheldur að gæði og það verð, sem unnt var að greiða færa saman svo að starfsemi kaupanda héldi áfram. Var Haraldur vel virtur fyrir þessa þjónustu og afiaoi hr.nn sér hóps fastra viðskiptavina. Haraldur Þorsteinsson var heima- kær maður og góður heimilisfaðir. Hann var góður heim að sækja og skemmtinn í góðra vina hópi. Ekki var hann allra, en böm hændust að honum öðrum fremur, því að jafn- aði átti hann til stund til að ræða þeirra áhugamál eða svara brenn- andi spurr ingum. Má ætla, að böm hans og bamaböm sakni vinar í stað, nú að honum gengnum. Ein§ og getur í upphafi þessara minningarorða átti Haraldur Þor- steinsson við langa vanheilsu að stríða, nánast um áratug, þó linnt hafi á stundum. Ekki þarf að fara i launkofa með að slíkt setur ávallt mark sitt á heimili og fjölskyldu. í tilfelli Haraldar og Bergljótar vora þau einkenni í lágmarki en hún stóð sem klettur úr hafi við hlið manns síns allan tímann, hvort heldur í sjúkralegum eða í annan tíma. Lagði hún á sig ómælda vinnu og fyrirhöfn, utan heimilis sem innan, til þess að búa Haraldi þann stað, sem hún taldi honum bæri, og að hann eða fjölskyldan liði ekki vegna veikinda hans. Er hér um enn eitt dæmi að ræða, sem sýnir þá óhemju fómarlund er eiginkonur og konur almennt sýna, þegar breyting verður á heimilishögum til hins verra. Eiga þær fúlla aðdáun skilið. Að lokinni samfylgd á þessa heims vegferð færi ég mági mínum þakkir en flyt systur minni, Berg- ljótu, og bömum hennar, svo og öðram nákomnum Haraldi, samúð- arkveðjur mínar og míns fólks, og veit að þau leiftur atvika og minn- ingabrota úr lífi Haraldar Þorsteins- sonar, sem merlast í hugum eftirlif- enda geyma mynd góðs samferða- manns. Hörður Gunnarsson. Marmaralegsteinar meö steyptu inngreyptu eöa upphleyptu letri. Einnig möguleiki með innfellda Ijósmynd. Marmaraskilti meö sömu útfærslum. Sólbekkir, boröpiötur, gosbrunnar o.m.fl. Sendum um allt land. Opiö 9-18, laugard. 10-16. Marmaraiðjan J Smiðjuvegi 4E, 200 Kópavogi 1 \\ Sími 91-79955. Sjáum um erfidrykkjur RISIÐ Borgartúni 32 Upplýsingar í síma 29670 Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Halidórs Þorsteinssonar frá Hallgilsstöðum á Langanesi Helga Gunnlaugsdóttir Jörgen Þór Halldórsson Halldóra Halldórsdóttir Jóhanna Margrét Halldórsdóttir Guðmundur Halldórsson Arnþrúður Halldórsdóttir Þorsteinn Halldórsson Stefanfa Halldórsdóttir Daníel Halldórsson og barnabörn. Hrefna Kristbergsdóttir Baldur Sigfússon Sigurður Skúlason Anna Kristfn Björnsdóttir t Margrét Bjargsteinsdóttir frá Geitavfk verður jarðsungin frá Bakkagerðiskirkju laugardaginn 14. júlí kl. 11. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Daníel Pálsson Ásgrímur Bjargstelnsson Björn Bjargsteinsson Jóhann Guðmundsson læknir Fæddur 8. júlí 1933 Dáinn 2. júlí 1990 Kveðja frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Á björtum og fogram sumardegi berst að eyrum helffegn. Hniginn er samferðamaður, félagi og vinur, sem öðrum ffemur bar með sér lífs- þrótt, eldmóð og kraft þess sem stöðugt er vakandi og reiðubúinn til stuðnings og hvatningar þar sem góðum málum er fylgt ffam. Það var líkt og skin sólar dofnaði, tómleiki og tregi haustsins sótti að um leið og fjöldi minninga um glaðar og góðar samverastundir og margvísleg sam- skipti kom ffam í hugann. Jóhann Guðmundsson var einn þeirra sem gengu í fararbroddi þeirr- ar baráttu fyrir rétti þroskaheftra og umbótum leiddi til stofnunar Landssamtakanna Þroskahjálpar 1976. Hann var kosinn í stjóm þeirra 1977 og starfaði í stjóm og framkvæmdaráði allt til 1987, er hann lét af störfum vegna ákvæða í lögum samtakanna um endumýjun. Það var einbeittur og samhentur hópur sem stóð að stofnuninni og réðst með fúllri djörfúng og ein- beitni að verkefninu með ótrúlegum árangri. I þeim hópi var Jóhann eldhuginn mesti, ódeigur, ákveðinn og skýr í málflutningi. Munu margir minnast þess er hann á íúndi í Norræna hús- inu haustið 1976 reifaði kröfúna um sama rétt þroskaheftra til skóla- göngu, náms og annarra gæða og möguleika sem þjóðfélagið býður og aðrir þegnar njóta. Á þeim tíma þótti þetta ffamúrstefnuleg ffamtíð- armúsík, en þessar nótur sló hann oftar með skæram hljóm og auknum styrk. Ýmsum þótti sem tónninn væri of hátt stilltur, en svar Jóhanns var jafnan það að kröfuna um fúll- komið jafúrétti þyrfti að reisa. og bera ffam til sigurs, jafnvel þótt tak- markið virtist fjarlægt og baráttan langvinn. Núna taka flestir óhikað undir. Hann gladdist með félögum sínum yfir hveijum áfanga sem náðist, en minnti um leið á það sem óunnið er - að aldrei mætti láta deigan síga. Fáein orð ffá Jóhanni eða örstutt viðtal hlóð menn krafti og þeir gengu ákveðnari og vonglaðari til starfa. Munu margir sakna þess þeg- ar sú aflstöð sem samtökin áttu í honum er ekki lengur virk. Sérstakt áhuga- og baráttumál Jó- hanns var réttindagæsla fatlaðra sem einstaklinga, eftirlit með því að vilji þeirra sé ekki fótum troðinn, að komið sé ffam við sjúka og fatlaða með sömu virðingu og þá sem heilir era og sjálfbjarga. Varð hann fyrstur manna hérlendis að kveða upp úr um það mál. Hafði hann kynnt sér sérstaklega ffamkvæmd í því efni, bæði hér á landi og erlendis, og væntu samtökin mikils af honum í því starfi sem ffamundan er að koma þessu brýnasta hagsmunamáli fatlaðra í farsæla höfn. Bar þetta skýran vott um næma réttlætiskennd og lotnmgu fyrir líf- inu sem var grandvöllur allra hans starfa. í dag drúpa félagar í Þroskahjálp höfði við vandfyllt skarð eftir einn sinna bestu og vönduðustu félaga. Fatlaðir sakna vinar í stað, en merkið stendur. Við útfbr Jóhanns Guðmundssonar heitum við því að starfa áffam í anda hans og láta minninguna um hann látinn verða okkur sama aflgjafa og hann var sjálfúr í lifanda lífi. Landssamtökin Þroskahjálp senda eiginkonu hans, bömum og öðmm ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi þeim og okkur öllum minninguna um hinn sanna góða dreng. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför Ingigerðar Daníelsdóttur Karl Sigurðsson Gunnar V. Sigurðsson Bryndís Maggý Sigurðardóttir Guðmundur M. Sigurðsson og fjöiskyldur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu Þorgerðar Jónu Árnadóttur Hlöðutúni Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítala, vakt 11-A og 11-B, fyrir mjög góða umönnun í veikindum hennar. Guðmundur Brynjólfsson Þuríður Guðmundsdóttir Ólafur Guðmundsson Brynjólfur Guðmundsson Sæunn Sverrisdóttir Ásgeir Pétursson Margrét Magnúsdóttir og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.