Tíminn - 12.07.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.07.1990, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: eeOOOI — 686300 1 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hotnarhúsinu v/TrYggvogötu. ______S 28822____ Réttur bíll á réttum stað. LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 9 Tíminn FIMMTUDAGUR12. JÚLÍ1990 Sovétmálarádherra Eistlendinga á íslandi. Hann segir Sovétmenn: „Ganga í berhögg við eigin lagasetningar“ Sovétmálaráðherra Eistlendinga kom hingað til lands til að leita stuðnings íslendinga í baráttu Balkanríkjanna. Tímamynd Pjetur Sovétmálaráðherra Eistlendinga, Endel Lippmaa, ræddi í fyrradag við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra og Steingrím Hermannsson forsætisráðherra. Erindi hans var að leita stuðnings við stefnu Balkan- ríkjanna. Lippmaa sagði erindi sínu hafa verið vel tekið en vildi ekki greina ífá viðraeðunum í einstökum atriðum. Ráðherrann kemur hingað til lands tfá Svíþjóð og fer héðan áleiðis til Vínarborgar í sömu erinda- gjörðum. Lippmaa sagði að þó valdatafl innan Evrópu færi minnk- andi og árekstrum fækkaði væri sú ekki reyndin ef menn litu á veröldina í heild. Hann sagðist telja það mikil- vægt að smáþjóðir stæðu saman og veittu hver annarri sfyrk í erfiðieik- um á borð við þá sem Balkanríkin ganga nú í gegn inn. „Það sem við þurfum á að halda er siðferðislegur stuðningur gegn því bakslagi sem komið heíur í stefnu stjómvalda í Sovétrikjunum í við- skiptum við okkur þessa dagana," sagði Lippmaa á blaðamannafundi í gær. Til útskýringar benti hann á bréf undirskrifað af L. Voronin, varafor- manns forsætisnefhdar sovésku ráðuneytanna, dagsett annan júlí. I bréfinu er gert ráð fyrir ffekari mið- stýringu eistneskra fyrirtækja, skóla og annarra stofhanna, af hálfú Sovét- manna, en verið hefur. Sagði Lippmaa þessar fyrirskipanir ganga í berhögg við fyrri tilskipanir og lög sem sett vora í nóvember síðastliðn- um, undirskrifúð af Gorbatsjov, varðandi efnahagslegt sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháen. Taldi Lippmaa setningu nýrra til- skipana bjóða heim mótmælum. Jafnffamt gagnrýndi hann ffétta- flutning Tass fféttastofúnnar og það sem hann kallaði skipulagða nei- kvæða herferð gegn bæði fólki og stjómmálahræringum Balkanríkj- anna. Lippmaa er ráðherra án ráðuneytis eða eins og hann sjálfúr segir: „Mín meginverkefni snúast um viðskipti og samninga okkar við Sovétrikin. En þar sem það starf fellur ekki inn í ramma hefðbundins stjómkerfis lands er ekki um eiginlegt ráðuneyti að ræða.“ Hann sagði stöðu mála í dag vera töluvert flókna. Litháen hefði verið fyrst landanna til að lýsa yfir sjálf- stæði. í sjálfstæðisyfirlýsingunni hefði verið gert rað fyrir nokkrum aðlögunartíma þar sem allur efna- hagur og lög allra Balkanrikjanna era samofin sovéska stjómkerfinu. Sá aðlögunartími, sagði Lippmaa, að hefði í reynd ekki hafist enn þvf í yf- irlýsingunni er tekið ffam að um sé að ræða 100 daga ffá byijun samn- ingaviðræðna. Þar sem ekki væri um neinar samningaviðræður að ræða milli Balkanríkjanna og Sovétríkj- anna væri óvíst hvenær aðlögunar- timanum lýkur. Lippmaa sagði málefni Balkanríkj- anna þriggja enn sem komið er vera lítið aðskilin. Verið væri að vinna að þeim aðskilnaði sem og lagalegri hlið aðskilnaðar við Sovétríkin. jkb Olís segir reglur um lán á merktum bifreiðum hafa verið þverbrotnar í smyglmálinu: Krafist skýringa Olíuverslun íslands hefúr sent ffá sér yfirlýsingu þar sem reglur fyrir- tækisins um lán á merktum biffeiðum hafi verið brotnar með mjög alvarleg- um hætti í tengslum við smyglmálið í Vestmannaeyjum. Segir að í kjölfar þessara atburða muni bragðist við með viðeigandi aðgerðum. En hveij- ar eru þær? „Umboðsmaður okkar í Eyjum verður kallaður í bæinn og krafinn skýringa og síðan verður tekin ákvörðun í ffamhaldi af því,“ sagði Hörður Helgason hjá Olís í samtali við Tímann í gær. Hörður sagði að ekkert hefði komið ffam sem bendl- aði umboðsmanninn við málið. Að sögn Rannsóknarlögreglu rikisins er Georg Þór Kristjánsson, bæjarfúlltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyj- um og verkstjóri hjá Eimskip, lykil- maður í málinu. Hann var handtekinn í Þorlákshöfn á sunnudag með fullan sendiferðabíl af smyglvamingi. Bíll- inn var merktur og í eigu Olís. Ekki fékkst upp gefið hjá Olíuverslun ís- lands hver lánaði bæjarfúUtrúanum bílinn. „Eg sé ekki að það skipti í sjálfú sér máli,“ sagði Hörður. „Það liggur nátt- úrlega ljóst fyrir að það var okkar maður sem lánaði biffeiðina í leyfis- Ieysi.“ -ÁG Sumarblíðan hefur sín áhrif á lífríkið: Rottur líta upp úr holræsunum Meira verður vart við rottugang á sumrin í höfúðborginni, enda viðrar Súluhlaupi lokið Tfminn hafði sambund við Gyffa Júlíusson vegaverkstjóra í gær- kvöldi þar sem hann var staddur við Súlu. Gylli sagði að eftir að hafa boriö bækur sínar saman við mælingomann hefðu þeir komist aö þeirri niðurstöðu að hlaupinu væri lokið þar sem töluvert hcfði dregið Úr vatnsmagni árínnar. ,Áin er að skera sig niður sem er merki þess að þetta er að lfða hjá“ sagði Gylfl. Stór hlaup í Súlu, sem eiga upp- tök sín í Grænalóni við Vatnajök- u), koma að jafnaði á tveggja ára fresti. L ár og í fyrra hefur hins vegar brugðið svo vlð að frekar smá hlaup hafa komið bæði árin og verið fljót að réna. Að sögn Gylfa mun vatnsmagnið « ár hafa verið sambærilcgt viö hlaupið í fyrra. „Það er ekki vist að við þurfum að búast við hlaupi á næsta árL Núna lítur þetta eins vel út og mögulegt er.“ jkb þá betur fyrir þær að kíkja upp á yfir- borðið, að sögn Guðmundar Bjöms- sonar verkstjóra hjá meindýraeyðum borgarinnar. „Rottugangur hefúr farið minnkandi undanfarin ár og þetta hefúr verið með minna móti nú í ár en í fyrra og var þó lítið í fyrra,“ sagði Guðmund- ur. Hann sagði að rottumar færðu sig ekki á milli hverfa. „Þær era í klóök- unum og þetta er nú samtengt þama niðri þannig að þær geta rölt svona til og frá um holræsin. Svo fer það bara eftir því hvemig frágangur er t.d. við rcnnur og annað slíkt hvar þeim þóknast að gera vart við sig. Ef slíkt er orðið lélegt heima við hús þá eru þar náttúralega opnar leiðir upp fyrir rottumar," sagði Guðmundur. Hann sagði að eitrað væri í alla hol- ræsabranna og það jafnvel gert tvisv- ar eða þrisvar á ári sumstaðar í borg- inni og að meindýraeyðar hefðu ekki orðið varir við meiri rottur nú en áð- ur. Hins vegar væri alltaf eitthvað um að þær kæmu upp og kvörtunum þess efnis væri sinnt samdægurs. „Það er alltaf eitthvað sem sést þar sem alltaf kemur eitthvað upp úr hol- ræsunum. En þetta er engin plága,“ sagði Guðmundur. —só íslendingar eiga 137.772 bíla og þeim fjölgar enn: Mikil söluaukning í vöru- og sendibílum Bílafloti landsmanna taldi um síð- ustu áramót 137.772 bíla og er nú svo komið að 1,85 íbúar era um hvem bíl. Fyrstu sex mánuði ársins vora fluttir til landsins 4192 bílar en sömu mánuði í fyrra vora fluttir rnn 4156 bílar. Miklu meira var flutt inn af vörabílum og sendiferðabílum í ár en I fyrra. Fyrstu sex mánuði ársins vora flutt- ir til landsins 3143 nýir fólksbílar en það er um 400 bílum minna en sömu mánuði í fyrra. Aukning var hins vegar í innflutningi á notuðum bil- um. Þeir vora 291 á umræddu tíma- bili í ár en 133 í fyrra. Einnig jókst innflutningur á vörabílum og sendi- bifteiðum mikið. Fluttir vora inn 517 vörabílar fyrstu sex mánuði árs- ins en 259 í fyrra. Það sem af er árs- ins vora fluttir inn 399 sendiferða- bílar en 73 sömu mánuði í fyrra. Af einstökum fólksbílum seldist mest af Mitsubishi Colt (587), Toy- ota (569), Daihatsu (320), Lada (299) og Subara (275). Langmest var flutt inn af bílum fra Japan en yf- ir tveir af hveijum þremur bílum sem komu til landsins vora frá Jap- an. -EO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.