Tíminn - 13.07.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.07.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 13júlí 1990 Engar líkur eru taldar á leyfi fáist til að flytja inn seiði frá Noregi: Neyðast Fjallalax og Laxa- lind til að hætta starfsemi? Útlit er fyrir að fiskeldisstööin Fjallalax aö Hallkelshólum í Grímsnesi verði lögð niður eftir tvo mánuði. Svo getur farið að móðurstöðin Laxalind verði einnig lögð niður. Starfsfólki Fjallalax, samtals fimm í heilsdagsstarfi og einum í hálfu starfi, hefur þegar verið gerð grein fyrir stöðu mála. Fram- leiðsla stöðvarinnar hefur numið um milljón seiðum á ári en var á þessu ári dregin niður í hálfa milljón. Hvert seiði selst á um eitt hundrað íslenskar krónur þannig að töluverðir fjár- munir eru í húfi. Framkvæmdastjóri móðurstöðvar Fjallalax, Laxalind, segir að þetta muni hafa víðtæk áhrif á starfsemi alls fyrirtækisins. Annað hvort verði dregið mikið úr starfsemi Laxalindar eða hún hreinlega lögð niður. Vandamálið sem strandað var á er almennt bann við innflutningi hrogna seiða frá Noregi og þar að auki vemdun íslenskra stofha í ám. I dag er búist við að landbúnaðar- ráðuneytið svari umsókn um inn- flutning „en við höfum á tilfinning- unni að það verði neikvætt," sagði Óskar Ingebrigtsen framkvæmda- stjóri Laxalindar í samtali við Tím- ann. Samkvæmt heimildum Tímans úr stjómargeiranum eru engar líkur á að frekari innflutningur norskra hrogna verði leyfður vegna smit- hættu. Fyrir tveimur árum síðan var fisk- eldisstöðin að Hallkelshólum lýst gjaldþrota. í kjölfar þess keypti lax- eldisstöðin Laxalind á Vatnsleysu- strönd fyrirtækið Fjallalax. Laxa- lind er í eigu Dnd. Norske Bank, ís- landsbanka og Iðnþróunarsjóðs. Er- lendir eigendur Fjallalax voru þeir sömu fyrir gjaldþrotið, auk Iðnað- arbankans. Fjallalax hefur síðan þjónað hlutverki einskonar útibús Laxalindar. „Vandamálið snýst um það að vegna útflutnings neyðumst við til að skipta yfír í stærri tegund af laxi. Þeir íslensku stofhar sem við rækt- um nú ná kynþroskaaldri fljótt og stækka ekki eftir það. Erlendis er verðlag smárra fiska töluvert lægra en þeirra stærri. Sá fískur sem við folumst eftir nær kynþroskaaldri seinna og vex því meira. Vegna þessa þurfum við að skipta yfir í norska stofha. En við höfum ekki leyfi til að flytja norsku hrognin inn," sagði Óskar í samtali við Tím- ann. Þegar hafa verið gefnar undanþág- ur til innflutnings norskra hrogna undir ströngu eftirliti. „Við höfum fengið nokkuð af norskum seiðum i Laxalind. Egg og ung seiði þurfa að vera í ferskvatni og stærri lax í salt- Islenskar seiðaeldisstöðvar þurfa nauösynlega á norskum seiðum að halda. vatni. Við Laxalind höfum við salt- vatnið sem þarf til síðari hluta verksins, en seiði þaðan getum við ekki flutt til Hallkelshóla," sagði Oskar. Ástæðan er sú að frárennsli Hallkelshóla er meðal annars í vataasvæði Hvítár og þar með Ölf- usár. En í reglugerðum er gert ráð fyrir að aðeins megi ala erlenda stofha í stöðvum sem hafa frá- rennsli í sjó. „Ef við getum ekki fengið að rækta norsk seiði á Hallkelshólum hefur Laxalind engin not fyrir stöð- ina lengur. Við þurfurn þá að loka Fjallalaxi og höfum þegar gert starfsfólkinu grein fyrir ástandinu," sagði Óskar. Hann taldi líklegt að Fjallalax yrði starfræktur áfram um tveggja mánaða skeið. „Þetta verð- ur jafhframt til þess að við þurfum að loka eða í það minnsta að draga mikið úr starfsemi Laxalindar. Því ef við getum ekki fengið að flytja inn norsku seiðin höfum við ekkert til að rækta," sagði Óskar. Hann sagðist líklegast að dregið yrði eins mikið úr starfseminni og mögulegt væri og haldið áfram að falast eftir innflutningsleyfi norskra seiða. Óskar taldi ólíklegt að fyrirtækið yrði lýst gjaldþrota þrátt fyrir þessa erfiðleika þar sem eigendur væru tvær bankastofhanir auk Iðnþróun- arsjóðs. Landbúnaðarráðherra mun þegar hafa svarað einni fyrirspurn, varðandi innfluming, neitandi og ekki eru taldar neinar líkur á að það svar breytist. jkb Landssamband iðnaðarmanna vill aflétta hindrunum á erlendar fjárfestingar hérlendis: Forðast skal yfir- þjóðlegt vald EB Með samningum við EB um evrópskt efnahagssvæði (EES) stefna EFTA- ríkin að óhindruðum viðskiptum við önnur lönd í V- Evrópu án þess að ganga beinlínis í Evrópubandalagið. Verður á þennan hátt reynt að forðast að gangast að verulegu leyti und- ir það yfirþjóðlega vald sem í EB er falið sem og að gerast aðil- ar að landbúnaðar-, sjávarútvegs- og styrkjakerfi bandalagsins. Ofangreint kemur fram í nýsam- þykktri ályktun Landssambands iðn- aðarmanna þar sem fjallað er um væntanlegan samning milli EFTA og EB. Ályktunin tekur á ýmsum atrið- um sem að Islendingum snúa. Er þar m.a. nefht að samningar um EES munu skuldbinda íslendinga til þess að aflétta ýmsum hömlum á sviði gjaldeyris- og fjármagnsviðskipta. Landssambandið lýsir sig fylgjandi þessu atriði m.a. i ljósi þess að félag- ar telja hindranir fyrir fjárfestingum erlendra aðila í atvinnulífi hér á landi hafa óbeint stuðlað að óhóflegum lántökum íslendinga erlendis. Telja Landssambandsmenn samninga um EES geta orðið til að draga úr sveifl- um í íslensku atvinnulífi jafhframt því að bæta afkomu atvinnuveganna. í tengslum við hugsanlegan sam- runa Evrópulanda á sviði viðskipta og atvinnulífs benda iðnaðarmenn á nauðsyn þess að efla íslenskt at- vinnulif og styrkja samkeppnishæfhi þess. Segja þeir fjárhagsstöðu ís- lenskra atvinnufyrirtækja almennt vera afleita og huga þurfi að ráðstöf- unum til að auka arðsemi og örva eig- in fjármyndun. Landssambandið tel- ur að afnema þurfi framleiðsluskatta og lækka ýmsa aðra skatta. Sömu- leiðis skuli afhema verðlagshöft á út- seldri vinnu í byggingaiðnaði sem og ýmsum öðrum þjónustugreinum og fella niður aðflumingsgjöld á tækjum til mannvirkjagerða. Leggur Lands- sambandið til að rammalög verði sett um útboðsmál eða vinnubrögð þar að lútandi bætt á annan hátt. Sömuleiðis að stuðlað að virkri tekjujöfhun í sjávarútvegi. Fleiri atriði eru tekin til umfjöllunar, til dæmis samræming og gagnkvæm viðurkenning EES-landa á prófum og prófskírteinum. Sú samræming mun að líkindum verða svipað háttað og núgildandi samningar milli Norður- landa mæla fyrir um. Leggur Lands- sambandið áherslu á að íslensk stjórnvöld og samtök atvinnulífsins móti í sameiningu heildarstefhu er tryggi iðn- og verkmenntun er jafhist á við það besta í öðrum löndum á hverjum tíma. jkb Frá vinstri, Ármann Ö. Ármannsson, Valur Valsson og Magnús H. Magnússon. Aldraöir byggja 52 íbúðir við Sléttuveg íslandsbanki hf. og Samtök aldraðra hafa undirritað samning sem er í tengslum við samning Armannsfells hf. og Samtaka aldraðra um byggingu íbúða fyrir félagsmenn samtakanna við Sléttuveg 11-13 í Reykjavík. Fjölskylduhátíð í Galtalækjarskógí um verslunarmannahelgina: Bindindismót í 30. skipti Bindindismótið í Galtalækjar- skógi verður haldið i þritugasta sinn un» verslunarmannahelgina. Að vanda verður lðgð áhersiu á góða dagskrá fyrir alla aldurs- hopa - biandað efni fyrir alla fjöi- skylduna. Sérstakir harnadans- leikir verða haldnir auk leiksýu- inga og skeinmtiþátta. Vinsælar unglingahljómsveítir leika en emnig verður flutt hljóralist og dansniúsik við hæfi liinna ráð- settari. Ætlunin er að vanda serstaklega iil dagskráratríða í tilefnl af þri- tugsafmæli mótshalds um versl- unarmannahelgina í Galtalækj- arskúgi. Þessa dagana er verið að leggja siðustu hönd á að ganga frá dagskrá mótsins. Nú er þó orðið Ijóst að meðal skemmti- krafta verða Hljónisvcil lngimars EydaL Greifarnir, Busarnir, Eisku Unnur, Raddbandið og Haiii og LaddL Mótsstjóri er Sig- urður B. Stefánsson. íslandsbanki tekur með samningi þessum að sér ráðgjöf og lánveitíngar til væntanlegra íbúðareigenda á veg- um Samtaka aldraðra. Bankinn mun leggja faglegt mat á greiðslugeta ein- stakra kaupenda og haga lánveiting- um í samræmi við þarfir hvers og eins. Með þessari þjónustu er bankinn að brúa það bil sem skapast hjá mörgum kaupendum þjónustuíbúða sem þurfa að standa skil á greiðslum af nýju íbúðinni áður en greiðslur af eldri íbúðum eða lán frá Húsnæðisstofhun hafa borist þeim. Valur Valsson, formaður banka- stjórnar Islandsbanka, og Magnús Magnússon, formaður Samtaka aldr- aðra, undirrituðu samninginn milli að- ilanna. A sama tima undirrituðu Ar- mann Ö. Armannsson, fyrir hönd Ar- mannsfells hf., og Magnús H. Magn- ússon, fyrir hönd Samtaka aldraðra, verksamning um byggingu 52 íbúða við Sléttuveg 11-13 í Reykjavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.