Tíminn - 13.07.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.07.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur13. júlí 1990 FRETTAYFIRLIT MOSKVA - Hinn nýi vara- leiðtogi sovéska kommún- istaflokksins, Vladimir Iv- ashko, hét aö hlusta á öll sjónarmið og sagði að sigur hans á Ligatsjov hefði verið sigur skynsemi á tilfinning- um. Ivashko er talinn vera hófsamur íhaldsmaður en hann sagðist myndi hlusta á róttæka menn eins og Jelts- in forseta Rússlands. BRINDISI, ítalía - Lítil flota- deild fimm skipa mun leita hafnar í Brindisi á ftalíu á föstudag. Meira en 4500 al- banskir flóttamenn eru um borö I skipunum en þeir hafa dvalist í eriendum sendiráð- um (Tirönu. í Aþenu sögðu yfirvöld að her og floti landsins væri við æfingar nærri landamærun- um við Albantu. Grikkir sögöu aö gömul söguleg deiluefni væru nú að vakna til nýs lífs á Balkanskaga. WASHINGTON - Rikissak- sóknarinn Dick Thornburgh sagöi að ef sannanir reynd- ust nægar myndi mál verða höfðað gegn syni Georgs Bush Bandaríkjaforseta en hann hefur verið sakaður um að brjóta reglur við stjórn fjármálastofnunar. NAÍRÓBÍ - Stjórnvöld í Ken- íu leyfðu að fundur yrði hald- inn til að fagna Nelson Man- dela hetju svartra manna í Suður-Afríku en von er á honum til landsins á föstu- dag. Lögregla hélt í gær áfram aögerðum til að bæla niður mótmæli almennings gegn alræði eins stjórnmála- flokks f landinu. Mandela hefur náð sér eftir veikindi og mun ávarpa fundinn. MANAGVA - Ttu daga verk- falli stuðningsmanna sand- ínista lauk I gær með undir- ritun samninga. Verkfallið leiddi til mikilla hernaöar- átaka sem stefndu í hættu völdum ríkisstjórnar Violetu Chamorro. GENF - Samningamenn hófu viðræður ( Genf um áætlun til að minnka hömlur f viöskiptum milli landa. Leið- togar sjö ríkustu iðnaðar- þjóða heims fólu þeim þetta verkefni á grundvelli mála- miðlunar sem leiðtogarnir urðu ásáttir um í Houston. AUSTUR-BERLlN - Forstjóri þýska seölabankans „Bund- esbank", Kari Ottó Poehl, hvatti í gær Austur-Þjóðverja til að umbylta ósamkeppnis- hæfum efnahagi slnum ella biöi þeirra fjöldaatvinnuleysi. Þetta sagði Poehl að loknum fyrsta fundi þýska seðla- bankans í Austur-Beriín í byggingu gamla ríkisbank- ans. Poehl var spurður eftir fundinn hvort hann væri móðgaður vegna orða Rid- leys viðskipta- og iðnaðar- ráðherra bresku stjórnarinn- ar um að nýleg heimsókn hans til Bretlands hefði verið þýskt brambolt til að leggja undir sig Evrópu. „Nei mér er alveg sama. Eg þekki Ridley ekki. Af hverju ætti ég að vera reiður?" Hann sagði þó að hann teldi ummæli Rid- leys ekki hæfa ráðherra í EB-ríki. Breskur ráðherra dregur ummæli sín til baka: „Þjóðverjar ætla sér að ná undirtökum í Evrópu" Háttsettur breskur ráðherra dró í gær til baka ummæli sín um að V- Þjóðverjar væru að reyna að ná völdum í Evrópu og að það væri sambærilegt að láta breskt fullveldi í hendur Evrópubandalaginu og að gefast upp fyrir Adólfi Hitler. Nik- ólas Ridley sem er iðnaðar- og við- skiptamálaráðherra í bresku ríkis- stjórninni Iét hafa þessi ummæli eft- ir sér í tímaritinu „Spectator" en ummælin vöktu strax sterk andmæli víða í Evrópu. Ridley er talinn hugsa líkt og forsætisráðherrann Margrét Thatcher en hún gaf strax út yfirlýsingu um að orð Ridleys lýstu ekki sjónarmiðum bresku rík- isstjórnarinnar. Hún sagðist þó ekki ætla að krefjast þess að Ridley segði af sér eins og stjómarandstæðingar og margir þingmenn íhaldsstjórnar- innar hafa farið fram á. I viðtalinu sem bar nafhið „Að segja það sem ekki má" ræddi Ridl- ey um heimsókn vestur-þýska seðlabankastjórans Karls Óttos Poe- hls til Lundúna þar sem hann þrýsti á um gjaldmiðilssamruna Evrópu. „Þetta er allt saman þýskt brambolt sem stefhir að því að ná völdum í allri Evrópu" sagði Ridley og bætti því við að innlimun Austur- Þýska- lands gengi of hratt og Frakkar hegðuðu sér eins og kjölturakkar Þjóðverja. Ridley er sonur bresks greifa og að hætti aðalsmanna er hann þekktur fyrir að láta gagnrýni annarra ekki hafa áhrif á sig. Hann sneri síðan gagnrýni sinni að Efha- hagsbandalaginu en Bretar hafa ekki viljað ganga jafri langt og aðrar EB-þjóðir í átt til gjaldmiðilssam- rana og segja þeir að með honum myndu þeir afsala sér fullveldi landsins. „Þegar ég lýt á þessar stofhanir, sem ætlast er til að fái fullveldi okkar í hendur, þá fyllist ég hryllingi," sagði hann. „Ég er ekki endilega á móti því að við látum af fullveldi okkar, en ekki í hendur þessum mönnum. Það mætti eins af- henda það Adólfi Hitler í hreinskilni sagt". Ritstjóri tímaritsins spurði þá hvort Helmút Kohl væri ekki skárri en Hitler því „hann fleygir þó ekki í okkur sprengjum". Ridley svaraði því: „Ég er ekki viss um hvort ég kysi heldur...sprengjuskýli og möguleika til að berjast frekar en að verða að gefast upp fyrir ... hag- fræði". Breska sterlingspundið lækkaði í verði i gær vegna ummæla ráðherr- ans en það hefur verið mjög sterkt að undanfðrnu. Ýmislegt fleira kom fram í þessu viðtali sem hneykslaði marga. M.a. kallaði hann stjórnendur Efhahags- bandalagsins „afgangs"- stjórn- málamenn sem enga ábyrgð þyrftu að taka á gerðum sínum og hann minntist á hið mörghundruð ára markmið utanríkisstefnu Breta að koma í veg fyrir sameiningu Evr- ópu. ,J>að hefiir aldrei verið mikil- vægara en nú að halda valdajafii- vægi í Evrópu með Þjóðverja jafh uppvöðslusama og þeir eru nú". Hann sagði að þýska markið yrði alltaf sterkasti gjaldmiðill í Evrópu vegna eðlis Þjóðverja en því væri ekki hægt að þröngva upp á Breta. Þingmenn á Evrópuþinginu og talsmenn stjórnmálaflokka í Bonn hafa reiðst ummælum Ridleys en einn þeirra sagði að Ridley hlyti að hafa verið fullur eða orðið svona sár vegna taps Englendinga fyrir Þjóð- verjum í Heimsmeistarkeppninni í fótbolta. Ridley sjálfur sagðist draga ummæli sín til baka eftir nán- ari umhugsun en ritstjóri timaritsins Spectator sagðist ekki hafa birt ann- að en það sem Ridley hafi sjálfur viljað að yrði birt. Hann sagði að Ridley hefði virst hugsa svör sín vandlega og verið ódrukkinn en hlutar viðtalsins væru óbirtir að ósk ráðherrans og yrðu það áfram. Alvarleg bilun í Hubble. Geimskutlur kyrrsettar. Geimstöð of dýr í rekstri: Erf iðleikar hiá NASA Á miðvikudag sagði dagblaðið New York Times frá því að svo dýrt myndi reynast aó halda fyrirhugaðri geim- stöð Bandaríkjamanna í rekstri að framtíð geimstöðvaráætlunar Banda- ríkjamanna væri í hættu. Þessar frétt- ir koma í kjölfar annarra slæmra fregna af bandarísku geimferðastofh- uninni NASA. Galli hefur komið fram í stjörnu- sjónaukanum Hubble sem nú sveim- ar kringum Jörðina. Vegna gallans eru engar líkur taldar á að sjónaukinn geti greint reikistjörnur á braut um fjarlægar sólir og myndir af stjömum verða miklu óskýrari en menn höfðu vonað. Að sögn tímaritsins Newswe- ek er líklegasta skýringin á þessum mistökum talin vera villa í forriti sem stýrði framleiðslu spegils í sjónauk- anum. Hins vegar hefur ekki fengist skýring á því hvers vegna spegillinn var ekki athugaður áður en sjónauk- inn var sendur á loft. Þær þrjár geimskutlur sem Banda- ríkjamenn eiga nú síðan Challenger- ""•—• r—• íT 5^ -jtjL. -^m >9 ^™ ti "tI- ¦j^U ril II 6j(. . . ,t?p X - ¦¦* Geimferjurnar hafa veríð kyrrsett- ar meðan leitað er skýringa á eldsneytisleka við flugtak. ferjan sprakk í flugtaki hafa verið kyrrsettar vegna eldsneytisleka og hefur mörgum geimferðum verið frestað þeirra vegna. í Bandaríkjun- um er nú leitað að skýringum á þess- um vandræðum og reynt er að finna sökudólga. I yfirheyrslum fyrir öld- ungadeild Bandarikjaþings sagði háttsettur embættismaður geimferða- stofhunarinnar á miðvikudag að hann teldi líklegt að önnur geimferja myndi farast á þessum áratugi. „Eg sagði að það liði ekki á löngu þar til annað slys yrði. Það er alveg ljóst að á næsta áratug missum við aðra geimslcutlu," sagði James Thopson, aðstoðarstjómandi NASA. Dagblaðið New York Times sagði í gær að í næstu viku yrði birt skýrsla frá NAS A um nauðsynlega viðhalds- tíma sem fyrirhuguð geimstöð Bandaríkjamanna „Frelsi" þyrfti. Geimstöðinni er ætlað að rannsaka Sólarkerfið og á hún að kosta 37 milljarða bandaríkjadala. Til saman- burðar má geta þess að Bush banda- ríkjaforseti hafhaði í gær tillögum Kohls kanslara um 15 milljarða dala sameiginlegt framlag 7 ríkustu þjóða heims til að rétta af efhahag Sovét- ríkjanna. Blaðið segir að samkvæmt skyrslunni þurfi stöðin 75% meira viðhald en áður var ætlað og efuðust menn um að hægt væri að byggja hana eins og fyrirhugað hefði verið. „Pílu"»maður» inn handtekinn Lögregla í New York sagðist i gær hafa ákært 33 ára gamlao iitunii. Jeoine Wrigat, og sakar hann um aö vera Darlnian eða „l,ílu"-inaöuriitn. Hann er sak- uöur urn að hafa skclknö kontii meó því að blása heimatilhún- um píluin í gegnum riir að aft- urendum þeirra. 52 slíkar skot- árásir hnfa verið kœrour í New Yorit síðustu tvær vikur. Fórn- arlömbin hafa veriö vclklæddar konur í pilsum eöa kjólum og hafa þúsundir kvenna i New York farið að ganga í buxu ni vcgna árásanna. Lijgrcglan scg- ír að „Pílu-maöurinn-' hafi gcfið sig sj álfu r fram i gær. ii ú n sagð- ist ekki vita hver hefði vcriö lil- gangur mannsins sem viunur sem sendill. Ligatsjov fékk 776 atkvæði en Ivashko fékk 3109 á sovéska flokksþinginu: Rottækir yfirgefa flokkinn Ui>iiu r sem kallar sig „ró 11 ælc a lýöræðisgruiidv ölliint" lilkynnti að liann hygðist segja skilið viö sov- éska ko mmúnistallokkiiin og stofna nýjan flokk. Aðeins 100 fulltrúar á þingi sovéska komniúnistaflokksios cru í þcssum hópi cn alis eru 4700 fuII11 úar á þiiiginu. Hins vcgar segj- ast talsmcnn iýðræðisgrundvallar- imis eiga mikiu fvIgi að fagna nicðal óbreytlra flitkksmoiiiia. I'cssi til- kynning kom aðeins klukkutínia á cftir > firlýsingu Boris Jeltsins for- scta Rússlauds urn aö liaiin hefði ákveöið að scgja sig úr flokknum og vei ður liann fyrstur Sovétmaniiu til að gegna opinberri stööu án þcss að vera i sovéska kommtínistaflokkn- uni. .Icltsin sem er róttækur um- hótasinni og nvlur mikillar alþýðu- liylli sagöi að hann vildi gæta hags- muna aOra Rússa hvort scm þeir væru i kominóiiistaflokknum cða ekki Og því vihii liaiin ckki lúta fyr- i rni a. I u m so vcskra ko m m ú nisl a. Þessar fregnir um kioniing í sov- cska kominíuilstaflokkiiuni koniu f kjiilfar fregna «f mikluni kosuinga- sigri Gorbatsjovs á harðlínumöun- u m i gicr. .1 cgor Ugatsjov liclst i ta Is- maður harðb'numanna í sovcska kominóiiistaflokknuni galt ntikið afhroö í kosiiingu tii næstæðsta embættis sovéska kommúnista- flokksiiis. f lann fékk aöeins 770 at- kvæði i cinbættið en stuðningsmað- ur Gorbatsjovs Vlaclimir Ivashko fékk 3109 atkvæði og var kosinn varaleiðtogi flokksins. Fyrir flokksþing soveska konun- ónislaflokksins, sem hófsl 2. júli, sögön frcttaskýrcnður að Gorbat- sjovs myndi rcyna tvcnnt á þinginu. i fyrsta iagi að vcrj ast árásunt barð- liiiumamia sem hiifðu liólað að hrckja hann frá völilom og í öðru lagi aö koma i veg fyrir að róttækir umbótanicmi segðu sig úr flokkn- um cii þcir liiifðu Iiótað þvi cf ckki yrðn samþykklar róttækar lýðraið- isumluclur á staiTi hans. Fyrra markmiði síim virðist Gorbatsjov hafa náð en ekki því síðara. Þ6 er ekki vitað livcrsu víðtækur klofn- ingurinn vcrðtir. Mjiíg mikil þitttaka var i verkfaiii kolaiiiimumamia á iniðvikudag en þeir kröfðnst afságnár sovésku rflc- isstjórnarinnar, Þátttakan i verk- fallinu sýnir að krÖfHr nni rótt«kar lýðræðisbicytiiigar gcrast nú æ há- va?rari i Sovétrikjunum og teija ró^- tækir omhótamciin að Gorbatsjov hafi látið of mikiö undan harðiínu- niönnum á sovéska flokksbinginu scm nii er að ljúka. Svíar kalla sendiherra sinn frá Bagdad: Svíi hengdur fyrir njósnir Svíar kölluðu sendiherra sinn heim frá írak í gær eftir að ríkisstjórnin í Bagdad sinnti ekki beiðni hennar um að sýna sænskum borgara miskunn. Jalil Mehdi al- Neamy var fæddur t Irak en var giftur sænskri konu. Hann átti með henni barn og hafði fengið sænskan ríkisborgararétt. ír- akar sökuðu Neamy um að hafa stundað njósnir fyrir ísraelsku leyni- þjónustuna og dæmdu hann til dauða. Sænski utanríkisráðherrann Sten Andersson sagði að sænska rík- isstjórnin hefði reynt að fá lífláts- dómnum breytt hljóðlega en seinna reynt að fá aftökunni frestað. Svíar mótmæltu ekki sakargiftum Neamy en þeir voru á móti dauðadómnum. Andersson sagði að sænska ríkis- stjórnin hefði beitt öllum tiltækum ráðum til að bjarga lífi Neamy en ef til vill hefði verið rétt að reka málið fyrir opnum tjöldum og láta fjöl- miðla vita.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.