Tíminn - 13.07.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.07.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur13.júlí 1990 Tíitiinn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavik Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Steingrlmur Glslason Skrifstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Sotning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Sigur Gorbatsjovs Þegar þing Kommúnistaflokks Sovétríkjanna hófst fyrir 11 dögum í Moskvu, þar sem mættir voru hátt á fimmta þúsund fulltrúa, voru ýmsar getgátur í heimsfréttum um hvernig Gorbatsjov flokksformanni og forseta Sovétríkjanna myndi vegna á þinginu. A það var bent að Kommúnistaflokkur Sovét- ríkjanna deildist meira og minna í skoðanahópa. Talað er um „harðlínumenn" undir forystu Lígat- sjovs og „róttæka umbótasinna" sem Jeltsín stjórnar og jafnvel fleiri minnihlutahópa sem hver um sig boðar sína stefnu í málefhum flokks og ríkis. í miðju þessarar ólgu í kommúnista- flokknum stendur síðan Gorbatsjov með sitt lið og er þá heiðraður með nafnbótinni miðjumaður og stuðningsmenn hans miðjufólkið í flokknum. Að sjálfsögðu á þessi fræðilega niðurröðun inn- an fiokksins í flokksbrot og skoðanahópa við ým- is rök að styðjast. Ekki er vafi á því að atkvæða- miklir mælskumenn á borð við Jeltsín og Lígat- sjov, sem tala þó sinn í hvora áttina, safna um sig liði og skoðanabræðrum. Þeir nota sér auðvitað málfrelsið til þess að koma skoðunum sínum á framfæri og bjóða sig fram til embætta eins og fundafrelsið veitir þeim. í lok flokksþingsins gefst þó á annað á líta en að fylkingar þessar sæki að Gorbatsjov, svo að hon- um sé einhver hætta búin um formennsku sína. Flokksbrotaforingjarnir í andstöðu við Gorbat- sjov sýnast vera mælskari en sem nemur áhrifum þeirra á hinn stóra þingheim á fiokkssamkundu Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Reyndar kom það fram snemma á þinginu að gagnrýnendur Gorbatsjovs væru máttarminni en fréttir höfðu gefið í skyn fyrirfram. Þegar upp er staðið eftir 10 daga þing stendur Gorbatsjov með pálmann í höndunum sem persónulegur sigurvegari í þeirri valdabaráttu sem á sér stað í flokknum. Þótt augljóst sé að umbótastefha Gorbatsjovs hafl ekki borið þann árangur í efhahagsmálum Sovétríkjanna sem að var stefnt, er hitt jafnvíst að orðið hefur málfrelsisbylting þar, sem þegar er orðin mjög áhrifarík. Hin pólitíska ummyndun í Sovétríkjunum hefur komið meira umróti á þróun heimsmála en nokkur annar viðburður um ára- tuga skeið. Forystumaður þessarar ummyndunar er Mikael Gorbatsjov. Hann á það fyllilega skilið að vera kallaður velgerðarmaður við lýðræði og bætta sambúð þjóða í milli. En málfrelsisbylting- in hefur einnig komið á umróti innan Sovétríkj- anna, þ.á m. vakið þjóðfrelsiskröfur, sem ekki verða þaggaðar niður nema með illu. Leiðist Gor- batsjov út í slíkt væri lokið ferli hans sem vel- gerðarmanns við lýðræðið. Þá hefði miðjumaður- inn gerst leiksoppur öfganna. GARRI Urelt starfsreynsla Magnús L. Sveinsson, formaður Ver/Junartnannafélags Keykja- víkur, ritar grciu í málgagn fé- lagsins í síðusta tni'uiuði þar scni liann vekur athygli á að fólki sem komiö er á óg yfir miðjan aldur sé í vavandi raæli sagt upp stðrt- tim. Hér er oft um aft ræftn fftlk sem unnið hefur í áratugi hjá vift- komandi fyrirtæki, að sðgn Magnúsar, og hefur skilaft því góftu starfi. Uppsagnir mið- aldrafólks Orðrétt segir Magnús X. Svetas- son: „Þess verður nú oftar vart aö við endurskipuiagningu fyrir- tækja efta vift samruna fyrir- tækja, er fólki, sem komið er á eða yfir miftjan aldur, sagt upp en yngra féfk heidur sínum slurl'u m. Það hcfur reynst mjðg erfitt fyrhr þetta fúlk að fá vinnu og erfið- leikar þess eru mjög miklir, ekki bara fjárhagslega, heldur hin sál- rænu vandamál sem þessu fylgja og S mðrgum tilfellum mikil nið- urlæging, ekki sist hjá fólki sem af trúmcnnsku og skyldurækni hefur í áratugi, i sumum tilfcllum alla sína starfsævi, þjónuð vift- komiindi fyiirtækL í»að segir sig sjnlfi að það hlýtur að vera niikio áfull fyrir slíki fólk að taka vift uppsögn bjá fyrirtækinu scm það hefur þjónao al' trúiiieiinsku svo lengi, en er n ú ekki lc ngu r „hæf t" i starfi vcgna þess aft það er kom- ið á miftjan aldur." Allir liljóta að verða sammáta Magnúsi L. Sveínssyni að liér sé um aivarlegt mál að ræfta sem nauðsyniegt er að veita fuíla at- Bygli. I»uð cr auk þcss rétti vetl- vangurinti til að ræða má) af þessu tagi að það sé gert í steti ar- féiögum og málgðgnum þeirra. Vert er að gefa sérstakan gaum þeim oröum formanns Verzhra- a rnia n na l'éiugs Reykjavikur að þcssar uppsagnir miðaklra fólks standi ekki síst í sntnbandi vift ciidurskipulagningu og samruna fyrlrtækja. Út af fyrir sig er ekki hægt að hafa á móti endurskipu- iagningu og fyrirtækjasamruna, en atvinnurckcndur skulda st arfsfólki sínu og stéttarfélöguni skýringu á þvi, hvers vegna slikri uppstokkun þarf aó fylgja þaft að iosa sig vift starfsfólk eftir af- markaðri aldursregiu. Nýtt misrétti Mikið er talaft um jafnrétti milli kynja og skal ekki dregift úr nauðsyn þess aft fylgja þvf fast eftir, þannig að konur standi jafníætis körlum á viuuumark- aði. Kaunar bcndir flest tU þess að kynjajafuréttið, eins og þaft hefur verið boðað, sé smám sam- an aft hljóta viðtirkenningu i hug- um atviniiurekeiida og launþega og muni smátt og smátt, og jaln- vel fyrr en inargan grunar, sýna sig í verki svo aft ckki verftur að fundið. En er ekki fuH ásfæða til að ótf- ust, að um leio og kynjajafnréttis- steftiun verður viðurkennd I frainkvæind, að þá uppbefjist iiiisiétti vegna aidurs? Aft ýmsu lcyti má ætla að þaft vandamái scm formaftur Verzlunarmanna- féiags Reykjavikur er að benda Á, sé upphaf að nýju misrétri at- vinnurckenda gagnvart iaunþeg- um, aldursmbréttinu. Og ef svo er, er tímabært að launþegu- hreyfingin fari nákvæinlega ufan i orsakir þessa fyrirbæris. Luun- þcgahreylingiit á aö fá það hreint upp á yfirbórðið, hvers vegna fyrirtæki vilja ekki hafa mið- aldra fólk, sem enn er á besfa starfsaldri, i vimiu. Töivan frá í fyrra Garri ætiar i sjálfti sér ekki aft gcfa ncina allsherjarskýringu á þessu fyrírfaæri i starfsmanna- haldi. En ekki mun óliklcga tii getift að hér séu aö koma í Ijós áliril hinnu ungu markaðs- byggjumanna og tæknikratu, sem farnir cru aö ríífta stjórnun- araftferöum fyrirlækja. HJá mörgum þeirra er W«PP" stokkun" stjórnunar og starfstiðs nánast trúaratrifti, sem endar auðvltað með fordómaheimsku gagnvart starfsfólki, sem er citt- hvað eldra cn þcir sjálftr. Nýkapi- talisminn, sem ungir rekstrar- fræoittgar alast upp við í nienn- ingarsuauðum „schouls uf busi- ness ndiniiiistnitioir', Kfur að sjaifsögftu slrongnin lögmálum fégróðans, cn ekki siður átrúnaði á nýjungar i tækni og starfsað- fcrftum, sem fylgir sú sannfæring að ekki sé hægt áð þjáifa nema ungt fðlk tii nýrra starfsaðferða, aft stat fsreynsla sé éinskis virði á svo hraðfara breytingartímum í lækni og vinnubrögöuin sem nú erti. í þcirra augttm tná alit eitis gera rað fyrir að starfsreynsla sé skaftleg, úrell eins og tölvan frá í fyrrá. Svo timabært sem þaft er að for- ystumenn stcttarfélaga gefi þess- ari þróun starfsmannahalds gæt- ur, munu þeir áreiðaniega reka sig á, að atvinnurekendur sjá „skyiisatnlegan tilgung" í því að losa síg við fúlii sem ekkert á netna starfsreynslu. Garri VITT OG BREITT Kröfuvana heimamarkaður Margt er skrifað af lærðri þekkingu um viðskipti og markaðsmál um þessar mundir og eru samkeppnis- kenningar sjaldnast fjarri þegar lagt er út af þeim guðspjöllum. Eins og í annarri guðfræði er höfuð- áherslan lögð á að útskýra það yfir- skilvitlega og deila um keisarans skegg. En á timum ofheyslu og markaðshyggju hlýtur það að vera skylda hvers manns við sjálfan sig að reyna að grípa eitt og eitt gullkorn sem hrýtur af vörum postulanna til að átta sig á því umhverfi sem hann lifir í, stundum kallað efnahagsum- hverfi og kvað ekki vera undir verndarvæng Júlíusar Sólnes. Sigurður B. Stefánsson skrifar um fjármál á ftmmtudögum í viðskipta- kálf Mogga. Hann er svo frábærlega vel að sér í fræðunum að oft er hægt að skilja um hvað hann fjallar í greinum sínum og hvaða boðum hann vill koma til skila. Það er sjald- gæfur hæftleiki meðal hinna hag- fróðu og skriftlærðu. I gær viðraði Sigurður nýjar kenn- ingar um samkeppnishæfhi þjóða í fimmtudagshugvekju sinni og velti upþ spurningunni um hve sam- keppnishæfir íslendingar eru í ljósi nýjustu hugmynda um efhið. Eitt af þvi sem eflir samkeppnis- hæfhi út á við er að samkeppni í út- flutningsgrein sé virk á heimamark- aði og að þar séu kröfuharðir neyt- endur, sem tryggja gæði og hæfir keppinautar halda verði niðri. Sem sagt: Góð og ódýr vara eða þjónusta heima íyrir er besta veganestið fyrir samkeppnina úti í hinum stóra og harða markaðsheimi. Sú niðurstaða Sigurðar, að hér á landi sé ekki kröfuharður markaður fyrir ftsk, sem hafi áhrif á þá vöru sem seld er tii útlanda. Heimamark- aðurinn er lítill — en hann hefur ekki alltaf metið fiskirm mikils, seg- ir greinarhöfundur. Hér er komið að atriði sem bersýni- lega skiptir miklu meira máli en þeir sem nýta auðlindirnar og ráðslaga með höndlunina gera sér grein fyrir. Þótt auðvitað sé margt vel gert í fisksölum erlendis hefur subbuskap- ur, kæruleysi og vanþekking orðið til þess að lægra verð fæst iðulega fyrir fisk en þyrfti að vera. Sam- keppnin innanlands hefur stundum orðið til þess að lækka verðið er- lendis en ekki hækka, ef kunnáttu- samlega væri að málum staðið. Kröfuharður heimamarkaður fyr- ir fisk er ekki fyrir hendi og hefur líklega aldrei verið. Lengi vel var fiskur á neytenda- markaði svo ódýr að ekki bótti taka því að gera miklar kröfur til gæða. Þegar fiskverð fór að hækka í út- löndum, þótti einkaeigendum ís- lensku fiskimiðanna sjálfsagt að okra á þeim landsmönnum sem éta fisk og eiga engin mið. Samkeppnin snýst um að selja íslenskum neyt- endum fisk á heimaslóðum á ekki lægra verði en fæst fyrir hann í Par- ís, London og New York. Heimamarkaðurinn er hunsaður. Fyrir nokkru kom upp að lélegri eldisfiskur var seldur á Islandi en er- lendis. Það var ekki fyrr en sölu- mönnum var bent á að Island væri þriðji stærsti markaður þeirra, að farið var að vanda meira til gæða innanlands. , Enginn hörgull er á góðum fisksöl- um sem vilja selja viðskiptavinum sínum bestu fáanlega vöru og marg- ir þeirra stunda mikil næturferðalög til að ná í nýjan fisk og leggja þessir einstaklingar oft meira að sér cn aðr- ir til að gæta sóma heimamarkaðar. Þeir sem ákvarða verðið á fiski á heimamarkaði eru tæpast sam- keppnishæfir á útflutningsmörkuð- um samkvæmt skilgreiningu. Það nær engri átt að verðið á fiski á innanlandsmarkaði sé hið sama og á sömu vöru í smásölu í París eða New York. Eða hvers á þessi örsmái heimamarkaður að gjalda? Þeir sem verðleggja soðninguna of- an í íslendinga eru einfaldlega ekki samkeppnishæfir, sé mið tekið af auðskiljanlegum kenningum um út- flutningsmarkaði. Heimamarkaður sem engar kröfur gerir er látinn gjalda offjárfestingar og fjármagnssóunar og samkeppnis- greinamar keppast við að vera neðan við núllið. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.