Tíminn - 13.07.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.07.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur13. júlí 1990 Tíminn 7 AFRIKA Forystumenn Afríku- ^ni ¦ # ¦¦ ¦ ríkja falla eins og á Eyðni, vágesturinn mikli herjar af mikilli hörku víða W1! ¦ |^N|I 110 um ne>m- En í sumum ríkjum Afríku stafar sérstök ¦ I ^JI^LI ^UH l^ hætta af sjúkdómnum þar sem gömul menningar- ^^ ^yP ^^ leg hefð gerir ráð fyrir lauslæti ráðamanna. Afleið- ingin er sú að menntaðir ráðamenn falla þar í hrönnum fyrir sjúkdómnum, sem aftur á móti eykur á fátækt og eymd. Breska blaðið The Sunday Times fjallar um þessa hlið mála nýlega. Það er ríkjandi yfirstétt í Mið- Afr- íkulýðveldinu sem verður fyrir mestum búsifjum af völdum eyðni- fársins, en kynlíf er mjög í háveg- um haft meðal þjóðarinnar og það er einkum yfirstéttin sem gætir þar lítils hófs. Einn á fætur öðrum — stjórnmálamenn, prófessorar og lögreglustjórar — verða fórnar- lömb veirunnar, sem gengur á dýr- mætan forða landsins af menntuðu fólki. Þessi vaxandi sóun í hinum örlitla hópi velmenntaðs fólks er farin að valda miklum áhyggjum. En enn er lítil merki að sjá um að fólk breyti venjum sínuin. Hvaö verður um börnin? Síðustu fórnarlömbin voru hæsta- réttardómari og yfirmaður stórrar ríkisstofhunar, sem voru bornir til grafar í maí. Þegar yfirmaður lög- regluskólans lést af völdum eyðni er sagt að hann hafi skilið eftir sig lista yfir 50 konur sem hann hafi átt kynmök við, allt frá skólastúlkum til ráðherrafrúa. Við útfor hans vol- aði eiginkona enskukennara: „Nú er röðin komin að mér. Hvað verð- ur um börnin?" Jarðarfarir eru orðnar svo tíðar að með reglulegu millibili er engan yf- irmann að finna á skrifstofum í Bangui, höfuðborginni; þeir eru all- ir að fylgja einhverjum til grafar. „Sorglega staðreyndin er sú að það eru þeir sem mestu ráða sem eru að deyja og neita að breyta lifhaðar- háttum sínum," segir ógift kona. „Þeir neita að nota smokka eða halda sig við aðeins þrjár eiginkon- ur eða konur, í stað þeirra 10 eða 20 sem þeir halda venjulega við." Þessi afstaða veldur þeim sem berjast gegn eyðni sérstökum von- brigðum þar sem Mið- Afrikulýð- veldið er með i gangi einhverja þá mestu eyðnifræðslu sem fyrirfinnst í Afríku. En einmitt þeir sem lögðu blessun sína yfir fræðsluherferð um banvænar afleiðingar þess að eiga kynmök við marga hafa ekki sjálfir tekið viðvaranirnar til sín. Gamall siður að halda fjölmargar hjá- konur — og elskhuga Sá siður að eiga fjölmargar hjá- konur hefur lagt sitt af mörkum til hraðrar útbreiðslu eyðniveirunnar. Eiginkonurnar eru álíka virkar og eiga marga elskhuga. Margar þeirra eru þekktar sem „Mama Kulutus" (sykurmömmur) og eiga fjölmarga stráka að leikfélögum. Jafhvel André Kolingba hershöfðingi og æðsti maður ríkisins er sagður eiga fimm eða sex hjákonur. Altalað er að hann eigi börn með þeim öllum og hafi komið þeim hverri og einni fyrir í eigin húsi. „Hér er framhjáhald álitið sjálf- sagður hlutur. Sifjaspell þykja skammarleg, en þau virðast einu takmörkin á því að stunda kynmök utan hjónabands," segir einn þeirra sem starfa að baráttu gegn eyðni í Mið-Afrikulýðveldinu. Óbeislað lauslæti á sér að hluta til stoð í menningu þjóðarinnar og að hluta til er það tengt fjárhagslegum aðstæðum. Efhahagurinn er í ólestri og enga vinnu að hafa. Þá er það ódýrara að stunda kynlíf en kaupa sódavatn á 420 ísl. kr. flaskan. I höfuðborginni úir og grúir af kon- um til kaups, konum sem eru reiðu- búnar að ganga til sængur með hverjum sem er gegn smágreiðslu. Valið er á milli þess að deyja úr hungri núna eða eyðni síðar „Þessar stúlkur verða að gefa börnunum sínum að borða svo að valið stendur á milli þess að deyja úrhungri núna eða af völdum eyðni síðar," segir einn íbúi Bangui. Um 75% kvenna sem selja blíðu sína eru eyðnismitberar. En baráttan gegn eyðni verður líka að snúast um atriði eins og menningarlega hefð meðal fátæklinga, þar sem sið- urinn er að bóndi bjóði konu sína eða dóttur sem gjald fyrir áburð. Og Konur í Miö-Afríkulýðveldinu, þar af margar sem selja blíðu sína, halda á auglýsingaspjaldi gegn eyðni, fyrir framan sjúkra- hús í höfuðborginni Bangui. Stór hluti mennta- og ráða- manna þar í landi hafa þegar orðið sjúkdómnum að bráð. í landi þar sem fáir lifa það að verða fimmtugir er afstaða fólks almennt sú að „allir deyja fyrr eða síðar". Á árunum 1985-1987 tvöfaldaðist fjöldi þeirra sem svöruðu eyðni- prófun jákvætt í Bangui á hverju ári þar til hann var orðinn allt að 8% þeirra sem stunda kynlif á annað borð. Fyrir þrem árum fóru yfirvöld að fyllast skelfingu vegna sívax- andi fjölda sjúklinga og tóku til við að miðla upplýsingum um eyðni í sjónvarpi, útvarpi og á auglýsinga- spjöldum. Mið-Afríkulýðveldið hefur rekið herferð gegn eyðni í þrjú ár Þessi herferð var einstök í sinni röð bæði hvað varðar hispursleysi og tímasetningu. Henni var hrundið af stokkunum á tíma þegar yfirvöld flestra Afríkuríkja voru varla fáan- leg til að viðurkenna tilveru plág- unnar, hvað þá að þeim dytti í hug að takast á við hana. I Mið-Afrikulýðveldinu var áhættuhópum veitt sérstök fræðsla, þ.á m. skólanemum og vændiskon- um. Þar voru þeim veittar umbúða- lausar upplýsingar um hvernig komast mætti hjá eyðni og samúð- arfullar ráðleggingar um hvernig bæri að annast þá sem að dauða væru komnir. Tilraunin til að svipta sjúkdóminn dularhjúpi er óvenjuleg í Afríku, þar sem margir embættis- menn halda enn leyndri hinni gífur- legu útbreiðslu faraldursins. Herferðin hefur a.m.k. skilað ár- angri meðal vændiskvennanna sem halda því til streitu að viðskiptavin- ir þeirra noti smokka. En það er yf- irstéttin sem þráast við að viður- kenna að hún sé áhættuhópur. Það eru ekki nema 1.4% af þessari 2.8 milljóna þjóð sem hlýtur æðri menntun og þessi fámenni hópur er að hrynja niður. Þeir sem ráða fram- tíð Afríku falla frá vegna eyðni Sú afríska trú að athafhasemi á kynlífssviðinu beri vott um ríki- dæmi á eftir að hafa víðtækar af- leiðingar sem nú fyrst er farið að gefa gaum. Eyðni berst fyrst og fremst milli gagnkynhneigðra og má segja að hún sé eini banvæni sjúkdómsfaraldurinn sem ekki er bundinn við fátækt. Þar af leiðandi er einn viðkvæm- asti hópurinn fullorðið, menntað fólk, en í þeirra hópi hefur kynlífs- greiði svipað gildi og viðskiptamat- arboð. Þegar kaupsýslumaður fer í ferðalag utanbæjar er litið á það sem ókurteisi ef gestgjafi hans sér honum ekki fyrir „ábreiðu" yfir nóttina. Eyðni er þegar farin að leggja að velli fólk á vinnualdri með alvar- legum afleiðingum fyrir efhahag landsins, sem ekki stendur styrkum fótum fyrir. Samfara því að eyðni geysist um meginland Afríku hníg- ur í valinn stór hluti þeirra sem ákvarðanirnar taka og ákveða þann- ig örlög álfunnar. Nú er talið að á næsta áratug fái a.m.k. einn af hverjum fjórum Afr- íkumanna eyðniveiruna, að því er Alþjóðaheilbrigðisstofhunin telur, þ.e. meðal þeirra 450 milljóna manna sem búa sunnan Sahara. Þessi gífurlega útbreiðsla hefiir komið sérfræðingum á óvart. Fyrir þrem árum spáði Panos- stofhunin, sem staðsett er í London og fylgist með upplýsingum um eyðni, því að ein milljón Afríku- manna myndi deyja úr eyðni á síð- asta áratug aldarinnar. En nokkur von lifir í Mið-Afríkulýðveldinu. Enn vilja læknar ekki draga álykt- anir, en nýlegar kannanir gefa til kynna að fræðsluherferðin kunni að hafa áhrif og að hraði eyðnismitun- ar í Bangui kunni að vera að ná jafhvægi. Ef óbeislað lauslæti menntaðra manna heldur hins vegar áfram, verður landið sífellt fátækara undir stjórn deyjandi manna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.