Tíminn - 13.07.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.07.1990, Blaðsíða 9
Föstudagur13. pí 1990 Tíminn 9 .; j sex mánuöi ársins miðað við sama tíma í fyrra: Dg náttúran heillar hingað væru ekki að kaupa sólina og raun- ar kynntu þeir landið þannig að ekkert veður væri á íslandi því það væri svo breytilegt. Hins vegar væri það falleg nátt- úra sem fólkið væri að sækjast eftir. Kynn- ing á landinu um að það sé öðruvísi er að skila sér, að sögn Helga, auk þessarar vakningar að fara í ferðir, skoða náttúruna og vera úti í hreinu lofti. „Það sem við höfum orðið varir við núna er þessi öryggisþáttur. Við erum þekkt fyr- ir það að hér er ekkert að óttast þú getur verið hér án þess að eiga á hættu að vera rændur eða eitthvað komi fyrir," sagði Helgi. Helgi sagði að fyrirtækjaferðir hingað væru farnar í síauknum mæli. Þar færu menn upp í jökla og í ýmis ævintýri og þeim mun skritnari sem þau væru þeim mun betra. Ævintýraferðir fyrirtækja upp á jökul arövænlegastar Hverju eru útlendingar þá að sækjast eft- ir hér á landi? Er það svakalegt landslag og svaðilfarir sem heilla? Hornfirðingar hafa boðið ferðamönnum upp á jökJaferðir síðan 1985. Að sögn Tryggva Arnasonar er hægt að velja á milli vélsleðaferða og snjóbílaferða upp á jökulinn. Tryggvi sagði að mestu leyti vera um pakkaferðir að ræða; að fyrst væri farið væri á jökulinn og síðan að Jökulsár- lóni og siglt á því. Ferðirnar fengjust svo með eða án matar. „Þetta er allt frá því að vera svona litlir nestispakkar upp í það að vera fiskirétta- hlaðborð á snjó uppi á jökli með þjóni og kokki og léttvíni og öðru slíku," sagði Tryggvi. Timamynd Ami Bjama Vinsældir þessara ferða eru gífurlegar; u.þ.b. 11 þúsund manns sigldu á lóninu í fyrra sumar og búist er við upp undir 14- 15 þúsund manns nú í sumar. Tryggvi sagði hins vegar að það sem færi mest vaxandi og það sem gæfi mest af sér væru svokallaðar ævintýraferðir stórfyrir- tækja sem koma með leiguflugi að morgni og fara aftur að kvöldi. „Jafnframt þessu er útbúin matarveisla upp á jökli eða út við Jökulsárlónið eftir þvi hvað það er langur tími sem við höfum fyrir fólkið. Þessir skilja eftir sig tvöfalt eða þrefalt meira en hinir sem eru bara á ferðinni," sagði Tryggvi. Reiðtúrar um hálendið og ígulkeraát Fyrirtækið Ishestar býður upp á pakka- ferðir fyrir fólk þar sem reiðhestar og gist- ing er innifalin. Að sögn Sigrúnar Ingólfs- dótrur hjá Ishestum kemur fólk helst til þess að fara í hálendisferðir og þá gagngert til þess að ferðast á íslenska hestinum. Fyr- irtækið leigir svo út hesta til styttri ferða fyrir fólk sem langar að skreppa á bak. Eyjaferðir hf. í Stykkishólmi gera út bát sem siglir út í Breiðafjarðareyjar og að sögn Svanborgar Siggeirsdóttur starfs- manns þar hefur áhugi á þessum ferðum aukist gífurlega. Sigrún sagði að þau legðu aðaláhersluna á Suðureyjaferðir sem taka rúma tvo tíma. Þar er farið upp að fuglabjörgum og sagði Sigrún fuglana vera orðna svo gæfa að fólk kæmist í mjög nána snertingu við þá. Þetta væri því kjör- ið til myndatöku. Sigrún sagði að einnig væri boðið upp á ferð þar sem farið væri á skelfisksveiðar. Þar kæmi upp hörpudiskur, ígulker og önnur sjávardýr, og smakkar fólkið á þess- um krásum á meðan á ferðinni stendur. Hún sagði að þetta væri gífurlega vinsælt, eiginlega toppurinn núna, og að fólk léti misjöfn veður ekkert á sig fá. Ráðstefnulandið ísland? Magnús sagði að ísland yrði aldrei ráð- stefnuland sem slíkt en þó nokkur árangur hefði náðst í því að fá hingað ráðstefnur sem við ráðum við. „Við ráðum ekki við stórar alþjóðlegar ráðstefhu vegna gistirýmis og annars. En árangur hefur sérstaklega náðst í norræn- um ráðstefnum vegna okkar legu. En enn- þá bíðum við eftir því að sjá stóra árangur- inn í því starfi sem hefur verið unnið að því að ná svona alþjóðlegum ráðstefnum sem við ráðum við eins og sú sem verður hér í maí á næsta ári; stóra HafréttaiTáðstefna Sameinuðu þjóðanna," sagði Magnús. Matthías Kjartansson framkvæmdastjóri fyrirtækisins Ráðstefhur og fundir sagði að um 90% af þeim ráðstefnum sem hér væru haldnar væru samnorrænar ráðstefh- ur sem Norðurlandaþjóðirnar skiptust á að halda. „Þetta er nú sem betur fer að breytast þannig að núna erum við farin að leita út fyrir Norðurlöndin og erum að reyna að benda alþjóðlegum fyrirtækjum og al- þjóðasamtökum á að ísland er nýr mögu- leiki," sagði Magnús. . Hann sagði að þeir bentu fólki á að Island væri miðja vegu milli Evrópu og Norður- Ameríku og því upplagt að hittast hér á miðri leið. Meðalráðstefhugestafjöldi sagði Magnús að væri á milli 250-300 manns. Ef það færi mikið fram yfír það væri erfítt að finna gistingu handa öllum. Matthías sagði að þetta væri dálítil tísku- bóla núna og ráðamenn hefðu verið að tala um að gera Island að ráðstefhulandi. „Það sem við verðum að vara okkur á er að okkar innviðir eru ekki nógu góðir til þess að taka við neinu rosalegu," sagði hann. Matthías sagði hótel hérlendis vera mjög lítil á heimsmælikvarða, og stór fyrirtæki vildu oft hafa alla ráðstefhugesti á sama stað sem ekki væri hægt vegna fjölda ráð- stefnugesta. Ef að um einlitan hóp væri að ræða hentaði best að hafa um 100 gesti og við værum farin að sækja töluvert á í fundahöldum fyrirtækja af þessari stærð- argráðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.