Tíminn - 13.07.1990, Side 9

Tíminn - 13.07.1990, Side 9
8 Tíminn Föstudagur13. júlí 1990 Föstudagur13. júlí 1990 Tíminn 9 Ferðamönnum til landsins fjölgaði um 4% fyrstu sex mánuöi ársins miöaö við sama tíma í fyrra: ísland er öðruvísi og náttúran heillar Einstæð náttúrufegurð er veigamesta ástæðan fyrir komu erlendra ferðamanna til íslands. Náttúran virðist einnig vera í fyrirrúmi hjá þeim ferðalöngum sem koma hingað í helgarferðir gagngert til að skemmta sér og segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri að enn eimi eftir af gamalli draugasögu sem óprúttnir einkaaðilar komu á kreik fyrir fáeinum árum um lauslæti íslenskra kvenna. Bakpokalið loks efni á hérlendri þjónustu Magnús Oddsson, settur ferðamálastjóri, sagði allt stefha í það að árið í ár verði metár hvað varðar straum erlendra ferða- manna til landsins. Fyrstu sex mánuði árs- ins hefur átt sér stað 4% aukning ferða- manna og sagði Magnús að miðað við þær upplýsingar sem lægju fyrir með áfram- haldið gerðu menn sér vonir um að þetta yrði um 5% aukning miðað við árið í fyrra þannig að það yrði þar með mestur fjöldi ferðalanga frá upphafi. Þá sagði Magnús eina mjög ánægjulega breytingu vera á máta ferðamanna hér- lendis sem væri meiri eyðsla hvers ferða- manns í landinu. „Hann virðist dvelja hér lengur og kaupa meiri þjónustu enda er miklu meira fram- boð á þjónustu nú. Þá á ég við bæði ferða- lög, dægradvöl og annað. Því til viðmið- unar get ég sagt að síðastliðinn fimm ár, frá 1984-1989, þá hefur eyðsla hvers ferðamanns aukist yfir 40% í erlendri mynt,“ sagði Magnús. Hann sagði að það væri einkum tvennt sem ylli þessu. Það kæmi meira af ráð- stefnufólki og svo það að þetta svokallaða bakpokafólk væri farið að notfæra sér ýmsar tegundir af þjónustu sem hefði ver- ið boðið upp á undanfomum ámm. Þetta fólk væri farið að gista hjá Ferðaþjónustu bænda og sumarhótelum og sagði Magnús að hægt væri að segja að við væmm farin að bjóða þessu bakpokafólki þjónustu á því verði sem það ræður við. „Landið er að opnast. Það em svo ótrú- lega margir staðir sem em að opnast á landinu sem ferðamannastaðir - þetta er ekki lengur bara Þingvellir, Gullfoss og Geysir,“ sagði Magnús. Helgi Jóhannesson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða- Landsýnar, tók í sama streng og ferðamálastjóri að helsta breyt- ingin í ferðamálum hér væri sú að útlend- ingar væm famir að nýta sér betur þá þjónustu sem hér er veitt. „Hjá okkur sjáum við þróunina þannig að við höfúm aldrei fengið jafnmikið af far- þegum sem kaupa þær ferðir sem við vilj- um helst selja. Þeir em að kaupa hótel- ferðir, fara með rútum og fararstjómm, gista á hótelum í kringum landið og em í fullu fæði. Þessi tegund af ferðalöngum er náttúmlega æskilegust því þeir skilja vemlega mikið eftir sig og einnig ráðum við svolítið skipulaginu,“ sagði Helgi. Ferðamannaiönaður ekki lengur áhugamennska Þá sagði Magnús að ferðamannaiðnaður hérlendis væri nú orðinn að alvöm at- vinnugrein en fýrr hefðu menn oft litið á þetta sem einhverskonar áhugamennsku. Hann sagði að á hveiju ári væri það svo eitthvað sem stæði upp úr, og þetta árið væm það sjóferðir. „Ef maður bara fer hringinn: Það er kom- inn nýr bátur í Vestmannaeyjum sem býð- ur upp á siglingu um eyjamar, það er kom- inn nýr bátur á Breiðafjörð sem hefúr svo- leiðis margfaldað ferðamannastrauminn þar, það er kominn nýr bátur á ísafjarðar- djúp, það er komin ný ferja á Eyjafjörð sem fer út í Hrísey og Grímsey og það er kominn nýr bátur sem fer á Jökulsárlónið hjá Homfirðingunum. Þetta hefur allt gerst svona allt í einu svo þetta virðist vera mesta nýjungin, það er farið að bjóða meira upp á siglingar," sagði Magnús. Náttúran heillar..... I könnun Ferðamálaráðs íslands fyrr á ár- inu vom útlendingar spurðir að því hvað það væri sem drægi þá hingað og sagði Magnús að tvö orð hefðu verið mest áber- andi út í gegnum alla könnunina, burtséð frá þjóðemi svarenda: „náttúran" og „öðmvísi“. „Það gat svo verið í ýmsum myndum. Finnar sögðu að það væri öðruvísi, hér em engin tré! Hollendingar sögðu að hér væri svo óskapleg fjállasýn og síðan komu hér Eftir Sólveigu Ólafsdóttur Þjóðverjar sem sögðu að það væri öðmvísi af því hér væm svo stór óbyggð svæði. Þeir eru að sækjast eftir því, eins og kannski allir ferðamenn í heiminum, að sjá eitthvað öðmvísi en heima hjá sér og hér á Islandi höfum við svo margbreytilegt land að við getum boðið svo ótrúlega mörgum þjóðum upp á það,“ sagði Magn- ús. Flestir Bandaríkjamenn leggja leið sína hingað til lands en þeir koma nokkuð jafnt yfir árið. Magnús sagði að Þjóðverjar aft- ur á móti dveldu mun lengur hér á landi og að mestu tekjumar væm af þýskum ferða- mönnum. ■ ■■■■ og holdið með? Hingað til hefur mestur árangur náðst í helgarferðum í Svíþjóð og Bretlandi, að sögn Magnúsar. „Þetta fólk sem kemur í helgarferðir að vetri, kemur hingað fyrst og fremst til þess að skemmta sér, borða öðmvísi mat og dvelja á ólíkum stað,“ sagði Magnús. Hvað snertir landkynningu sem komið var af stað fyrir nokkrum árum, aðallega í Svíþjóð, um gestrisni íslendinga og þá sérstaklega kvenþjóðarinnar, sem gaf mjög villandi lýsingar á daglegu lífi hér á klakanum, sagði Magnús að enn eimdi eft- ir af þessari goðsögn. „Ég verð að játa það að það hefúr gengið svolítið illa að kveða hana niður, því mið- ur. I þessu tilfelli vom það ekki opinberir aðilar heldur einkafyrirtæki sem stóðu að Túrhestar á ferð í Reykjavík. þessum auglýsingum. Þetta var mjög mik- ið rætt og ég vil flokka þetta hreinlega undir mistök,“ sagði Magnús. Varðandi villandi auglýsingar um sið- gæði íslenskra kvenna sagði Helgi að þótt enn yrði vart við trú erlendra ferðamanna á lauslæti hefði þetta breyst töluvert. „Aherslumar hafa verið teknar af þessu, auglýsingakynningunni hefúr nú verið breytt. Menn áttuðu sig á því að þetta var ekkert sniðugt. Ég held að þetta sé svona að hverfa,“ sagði Helgi. Hann tók undir það með Magnúsi að menn kæmu hér til að hafa það gott, borða góðan mat, þetta væri einfaldlega skemmtilegur möguleiki. „Við emm að færa áhersluna meira á að Reykjavík sé al- þjóðleg borg, menn geti borðað hér og far- ið í skemmtilegar ferðir. Og auðvitað farið á næturklúbb þess vegna, og hún standi er- lendum borgum ekkert á sporði í því,“ sagði Helgi. Koma ekki til að kaupa sólina Helgi sagði að þegar í júní hefði verið uppselt í allar ferðir sem Samvinnuferðir- Landsýn byði upp á og það jafnvel þó að bætf hefði verið við ferðum. Hann sagði að þetta væri metár í skipulögðum hóp- ferðum, og þeir hefðu aldrei áður þurft að hætta að bóka í þær í byrjun júní, en um 9 þúsund manns ferðast til landsins á vegum ferðaskrifstofúnnar í ár. „Ferðimar em ekki ódýrar en samt hefúr þessi mikli verðmunur sem var alltaf, þetta háa verð sem mönnum fannst á Is- landi áður, lagast töluvert," sagði hann. Helgi sagði að útlendingar sem kæmu hingað væm ekki að kaupa sólina og raun- ar kynntu þeir landið þannig að ekkert veður væri á Islandi því það væri svo breytilegt. Hins vegar væri það falleg nátt- úra sem fólkið væri að sækjast eftir. Kynn- ing á landinu um að það sé öðmvísi er að skila sér, að sögn Helga, auk þessarar vakningar að fara í ferðir, skoða náttúmna og vera úti í hreinu lofti. „Það sem við höfúm orðið varir við núna er þessi öryggisþáttur. Við erum þekkt fyr- ir það að hér er ekkert að óttast þú getur verið hér án þess að eiga á hættu að vera rændur eða eitthvað komi fyrir,“ sagði Helgi. Helgi sagði að fyrirtækjaferðir hingað væm famar i síauknum mæli. Þar fæm menn upp í jökla og í ýmis ævintýri og þeim mun skrítnari sem þau væm þeim mun betra. Ævintýraferðir fyrirtækja upp á jökul arðvænlegastar Hveiju em útlendingar þá að sækjast eft- ir hér á landi? Er það svakalegt landslag og svaðilfarir sem heilla? Homfírðingar hafa boðið ferðamönnum upp á jöldaferðir síðan 1985. Að sögn Tryggva Amasonar er hægt að velja á milli vélsleðaferða og snjóbílaferða upp á jökulinn. Tryggvi sagði að mestu leyti vera um pakkaferðir að ræða; að fyrst væri farið væri á jökulinn og síðan að Jökulsár- lóni og siglt á því. Ferðimar fengjust svo með eða án matar. „Þetta er allt ffá því að vera svona litlir nestispakkar upp í það að vera fiskirétta- hlaðborð á snjó uppi á jökli með þjóni og kokki og léttvíni og öðm slíku,“ sagði Tryggvi. Timamynd Ami Bjama Vinsældir þessara ferða em gífúrlegar; u.þ.b. 11 þúsund manns sigldu á lóninu í fyrra sumar og búist er við upp undir 14- 15 þúsund manns nú í sumar. Tryggvi sagði hins vegar að það sem færi mest vaxandi og það sem gæfi mest af sér væm svokallaðar ævintýraferðir stórfyrir- tækja sem koma með leiguflugi að morgni og fara aftur að kvöldi. „Jafnframt þessu er útbúin matarveisla upp á jökli eða út við Jökulsárlónið eftir þvi hvað það er langur tími sem við höfum fyrir fólkið. Þessir skilja eftir sig tvöfalt eða þrefalt meira en hinir sem em bara á ferðinni," sagði Tryggvi. Reiötúrar um hálendið og ígulkeraát Fyrirtækið Ishestar býður upp á pakka- ferðir iyrir fólk þar sem reiðhestar og gist- ing er innifalin. Að sögn Sigrúnar Ingólfs- dóttur hjá Ishestum kemur fólk helst til þess að fara í hálendisferðir og þá gagngert til þess að ferðast á islenska hestinum. Fyr- irtækið leigir svo út hesta til styttri ferða fyrir fólk sem langar að skreppa á bak. Eyjaferðir hf. í Stykkishólmi gera út bát sem siglir út í Breiðafjarðareyjar og að sögn Svanborgar Siggeirsdóttur starfs- manns þar hefúr áhugi á þessum ferðum aukist gífúrlega. Sigrún sagði að þau legðu aðaláhersluna á Suðureyjaferðir sem taka rúma tvo tíma. Þar er farið upp að fúglabjörgum og sagði Sigrún fúglana vera orðna svo gæfa að fólk kæmist í mjög nána snertingu við þá. Þetta væri því kjör- ið til myndatöku. Sigrún sagði að einnig væri boðið upp á ferð þar sem farið væri á skelfisksveiðar. Þar kæmi upp hörpudiskur, ígulker og önnur sjávardýr, og smakkar fólkið á þess- um krásum á meðan á ferðinni stendur. Hún sagði að þetta væri gífúrlega vinsælt, eiginlega toppurinn núna, og að fólk léti misjöfn veður ekkert á sig fá. Ráðstefnulandið ísland? Magnús sagði að Island yrði aldrei ráð- stefnuland sem slíkt en þó nokkur árangur hefði náðst í því að fá hingað ráðstefnur sem við ráðum við. „Við ráðum ekki við stórar alþjóðlegar ráðstefnu vegna gistirýmis og annars. En árangur hefúr sérstaklega náðst í norræn- um ráðstefnum vegna okkar legu. En enn- þá bíðum við eftir því að sjá stóra árangur- inn í því starfi sem hefúr verið unnið að því að ná svona alþjóðlegum ráðstefnum sem við ráðum við eins og sú sem verður hér í maí á næsta ári; stóra Hafréttarráðstefha Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Magnús. Matthías Kjartansson framkvæmdastjóri fyrirtækisins Ráðstefhur og fúndir sagði að um 90% af þeim ráðstefnum sem hér væru haldnar væru samnorrænar ráðstefn- ur sem Norðurlandaþjóðimar skiptust á að halda. „Þetta er nú sem betur fer að breytast þannig að núna emm við farin að leita út fyrir Norðurlöndin og emm að reyna að benda alþjóðlegum fyrirtækjum og al- þjóðasamtökum á að ísland er nýr mögu- leiki,“ sagði Magnús. . Hann sagði að þeir bentu fólki á að Island væri miðja vegu milli Evrópu og Norður- Ameríku og því upplagt að hittast hér á miðri leið. Meðalráðstefnugestafjöldi sagði Magnús að væri á milli 250-300 manns. Ef það færi mikið fram yfir það væri erfitt að finna gistingu handa öllum. Matthías sagði að þetta væri dálítil tísku- bóla núna og ráðamenn hefðu verið að tala um að gera Island að ráðstefnulandi. „Það sem við verðum að vara okkur á er að okkar innviðir em ekki nógu góðir til þess að taka við neinu rosalegu," sagði hann. Matthías sagði hótel hérlendis vera mjög lítil á heimsmælikvarða, og stór fyrirtæki vildu oft hafa alla ráðstefnugesti á sama stað sem ekki væri hægt vegna fjölda ráð- stefnugesta. Ef að um einlitan hóp væri að ræða hentaði best að hafa um 100 gesti og við væmm farin að sækja töluvert á í fúndahöldum fyrirtækja af þessari stærð- argráðu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.