Tíminn - 13.07.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.07.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur13. júlí 1990 MINNING Erlingur Jóhannsson Fæddiír 2. nóvember 1903 Dáinn27.júní 1990 Erlingur Jóhannsson, fyrrum bóndi og skógarvörður i Ásbyrgi i Keldu- hverfi, lést eftir skamma sjúkdóms- legu á Landakotsspítala aðfaranótt 27. júní sl. á 87. aldursári. Hann verður jarðsettur í dag frá Kópavogs- kirkju. Erlingur var fæddur að Arnanesi í Kelduhverfi 2. nóvember 1903 og voru foreldrar hans þau Jóhann Jó- hannsson, sem fæddur var að Hofi í Flateyjardal, og kona hans, Sigurveig Árnadóttir frá Ytra-Álandi í Þistil- firði. Erlingur ólst upp í Arnanesi við öll algeng sveitastörf, ásamt fjórum systkinum sínum, þeim Arna, Gunn- ari, Rannveigu og Bimi, en þau eru nú öll látin fyrir nokkrum árum. Eins og títt var á uppvaxtarárum Er- lings, hafði unga fólkið í þá daga ekki tækifæri eða efhi á langri skóla- göngu. Þó svo að öll skólaganga Er- lings fram að fermingaraldri hafi að- eins verið einn mánuður í farskóla, fór þó svo að Erlingi gafst tækifæri til að stunda nám við Bændaskólann á Hvanneyri á árunum 1924 til 1926 og minntist hann alla tíð þeirrar skólavistar með sérstakri hlýju og ánægju. Erlingur var hins vegar, eins og flestir af hans kynslóð, sjálf- menntaður og vel að sér um flesta hluti, enda var hann prýðilega greindur og næmur fyrir umhverfi sinu. Erlingur kvæntist árið 1934 Sigrúnu Baldvinsdóttur frá Ófeigsstöðum i Ljósavatnshreppi, hinni mestu af- bragðskonu, sem liftr nú mann sinn. Þau Erlingur og Sigrún hófu sinn bú- skap fyrst að Arnanesi, ásamt Sigur- veigu, móður Erlings, og Birni tví- burabróður hans. í Ásbyrgi bjuggu þau sleitulaust til ársins 1961, en þá fluttu þau öll til Reykjavíkur. Þó Er- lingur kenndi sig iðulega við æsku- stöðvar sínar á Arnanesi, er óhætt að fullyrða að Ásbyrgi var honum ekki síður hugleikið. Þegar Erlingur og Sigrún fluttu í Ás- byrgi var ekki mikið um búskap að ræða, sökum þess hvað jörðin var landlítil, og var því ekki alveg nóg að treysta á búskapinn einan, ef afkom- an átti að vera þolanleg. Nokkrum ár- um áður en Erlingur kom í Ásbyrgi, á meðan hann bjó í Arnanesi, hafði hann tekið að sér umsjón með girð- ingum og sáningu fyrir Sandgræðslu ríkisins og hélt hann því starfi áfram allt til ársins 1947. Þá var hann um nokkurt árabil endurskoðandi reikn- inga Kaupfélags Norður-Þingeyinga á Kópaskeri. En mesta vinnan, utan hins hefðbundna búskapar, var að sjálfsögðu umsjón með hinu friðaða landi í Ásbyrgi, bæði við grisjun og gróðursetningu á vorin, og þó ekki síður almennt eftirlit á sumrin með þeim ferðamönnum, sem leið áttu um Byrgið. Framan af árum var varla hægt að segja að Erlingur hefði fengið kaup fyrir þessa umsjón, en síðustu 10 árin var Erlingur skipaður skógarvörður á hálfum launum. Þá er ekki síður vert að geta þess að um árabil rak fjöl- skyldan greiðasölu yfir sumarmán- uðina fyrir ferðalanga og þó sú starf- semi væri ekki stór i sniðum var að henni veruleg búbót. Þannig hjálpað- ist margt að við að gera jörðina í As- byrgi byggilega, þó búskapnum væru settar þröngar skorður, eins og áður segir. Þegar Erlingur bjó í Kelduhverfi hlóðust á hann mörg ábyrgðarstörf. Hann var m.a. í hreppsnefhd Keldu- neshrepps á árunum 1933 til 1938 og oddviti þar 1942 til 1961. Sýslu- nefhdarmaður var hann á árunum 1938 til 1961. Ekki sóttist Erlingur eftir þessum vegtyllum, heldur var harm kallaður af sveitungum sínum til þessara starfa, sökum mannkosta sinna og hæfileika. Öll þessi ábyrgð- arstörf, svo og mörg önnur, sem ekki verða hér talin upp, rækti Erlingur af stakri samviskusemi og alúð. Óhætt er að fullyrða að í Ásbyrgi áttu þau Erlingur og Sigrún sín ham- ingjurikustu ár. Þar eignuðust þau og ólu upp í ástriki börnin sín fjögur. Elst er Sigurveig, starfsmaður hjá Fé- lagsmálastofhun Kópavogs, gift Jón- asi Jónssyni, búnaðarmálastjóra. Þá Hulda, fulltrúi i Mjólkursamsölunni, gift Jónasi Hallgrímssyni, deildar- stjóra í Ríkisendurskoðun. Næst í röðinni er Kristín, deildarstjóri í Samvinnubankanum, gift undirrituð- um; og loks Baldvin Jóhann, sölu- TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. Víð höfum einnig úrval af tölvupappír á lager. Reynið viðskiptin. i PRENTSMIÐIAN ^— l'Ki N ISMII>|AN —^ Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Símí 45000 Garðsláttur Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224 eftir kl. 18. Geymið auglýsinguna. stjóri hjá Honda, kvæntur Guðrúnu H. Jónsdóttur, útibússtjóra hjá Is- landsbanka. Alls eru barnabörnin 11 og barnabarnabörnin eru nú þegar orðin 7 að tölu. í blaðaviðtali við Erling fyrir mörg- um árum getur hann þess að það hafi verið erfitt fyrir þau hjónin að yfir- gefa heimahagana og náttúrufegurð Asbyrgis, auk allra gömlu vinanna fyrir norðan. Um þau vistaskipti gerði Erlingur tvær vísur: Þegar að mér elda seið ungar vorsins glöðir, hugurinn er á hraðri leið heim áfornar slóðir. Minninganna mjúka vef margur tiðum rekur. Það sem áður átt ég hef enginnfrá mér tekur. Erlingur var með afbrigðum ljóð- elskur maður og voru hans uppá- haldsskáld þeir Einar Benediktsson og Stephan G. Stephansson og er mér nær að halda að hann hafi kunnað flest kvæði þessara öndvegisskálda utanbókar. Sjálfur orti Erlingur tölu- vert allt frá unga aldri. Aldrei flikaði hann þó kveðskap sínum að fyrra bragði. Þó kvæði Erlings hafi aldrei verið gefin út í bók, hafa þau þó sum hver verið flutt opinberlega, einkum í útvarpinu. Ekki er mér ljóst, hvenær menn hætta að vera hagyrðingar og byrja að vera skáld eða hvar skilin liggja nákvæmlega i þeim eftium, en í mínum huga og margra annarra var Erlingur meira skáld en hagyrðingur, enda bera kvæði hans þau merki. Er- lingur hafði í kveðskap sínum ekki síst alveg sérstakt næmi fyrir náttúr- unni og fegurð landsins og fór afar varfærnum höndum um yrkisefhið. Eftir að þau Erlingur og Sigrún fluttu til Reykjavíkur, gerðist Erling- ur starfsmaður Búnaðarbanka Is- lands, lengst af í Stofhlánadeild land- búnaðarins. Þar vann Erlingur, þar tij hann hætti störfum vegna aldurs. I Reykjavík bjuggn þau hjónin lengst af á Laugamesveginum en síðari hluta árs 1987 fluttu þau Erlingur og Sigrún í sérstaka þjónustuibúð í tengslum við Sunnuhlíð, hjúkrunar- heimili aldraðra í Kópavogi. Nú þegar Erlingur er kvaddur er sér- stök ástæða til að þakka eiginkonu hans, Sigrúnu Baldvinsdóttur, fyrir hennar þátt í lífsstarfi Erlings, en hún annaðist heimili þeirra af stakri kost- gæfhi og alúð. Erlingur Jóhannsson var maður frið- ur sýnum. Hann var grannur maður vexti, en hávaxinn og beinn í baki fram undir síðustu ár. Snyrtimennska var honum í blóð borin. En fyrst og síðast var hann mannkostamaður, fjölfróður, athugull og sanngjarn. Eg þakka Erlingi fyrir góð kynni, sem aldrei bar skugga á, og ég veit að ég tala þar fyrir munn þeirra sem kynnt- ust honum og áttu með honum sam- leið gegnum lífið. Það fer vel á því að ljúka þessum minningarorðum með kvæði eftir Er- ling, sem nefhist Tvennar tíðir. Laufin sölna, laufinfalla. Litverp hönd og sinaber, út i húmið eyðihljóða strýkur blöð afbarkarlitum greinum. Vorið bíður, vorið kallar, vaknar allt og lifnafer, kvikurfugl i lundi Ijóðar. Skógurinn angar mjúkum grœnum greinum. Hárin grána, hárinfalla, hrukkast kinn og bliknafer eins og hendir allan jarðargróða, svo sem blöð af barkarlitum greinum. Feigðin biður, feigðin kallar, fylgja skaltu einni mér gegnum dauðahliðið hljóða. Skógurinn angar mjúkum grœnum greinum. Blessuð sé minning Erlings Jóhanns- sonar. Hrafn Magnússon Sigurður Eiríksson Sandhaugum í dag er gerð útfbr Sigurðar Eiríks- sonar á Sandhaugum við sóknar- kirkju hans að Lundarbrekku í Bárð- ardal. Hann var fæddur á Sandhaugum 10. desember 1915. Foreldrar hans voru búandi hjón þar, Eiríkur Sigurðsson og Guðrún Jónsdóttir. Þau áttu 5 dæt- ur fyrir þegar Sigurður fæddist. Eiríkur á Sandhaugum var sonur Sigurðar Eiríkssonar, bónda á Ingjaldsstöðum og Guðrúnar Er- lendsdóttur, konu hans. Sigurður var ekki af þingeyskum ættum, þar sem Eiríkur faðir hans var sunnlenskur en Guðný móðir hans úr Borgarfjarðar- héraði. Guðrún kona hans var hins vegar dóttir Erlends Sturlusonar á Rauðá og foreldrar hennar og frænd- lið allt suðurþingeyskt. Sigurður á Ingjaldsstöðum lést 17. febrúar 1872; átti ekkert samkvæmt skiptabók sýslunnar, þau hjón höfðu eignast 12 börn. Eiríkur var þeirra yngstur, fæddur 10. september 1871. Eldri systkinin tóku að sér að ala önn fyrir þeim yngri, svo að ekki þurfti afskipti sveitarsjóðs. Elsta barn Sig- urðar var Kristín, ljósmóðir, sem lært hafði fræðí sín í Kaupmannahöfh og giftist Jóhannesi bónda Jónssyni á Sandhaugum. Þangað fór Guðrún Er- lendsdóttir og þar ólust upp tveir yngstu synir hennar. Eiríkur ólst þannig upp á búi systur sinnar og mágs og eftir andlát Jó- hannesar 1906 varð hann fyrirvinna heimilisins, en tók við jörð og búi i eigin nafhi 1911. Hann giftist 1903 Guðrúnu dóttur Jóns Þorkelssonar í Víðikeri og Jóhönnu Sigursturludótt- ur Erlendssonar á Rauðá, svo Erlend- ur var bæði langafi og langalangafi barna þeirra. Jón Þorkelsson var að öðrum þræði af þingeysku fólki, þar sem móðir hans var Hólmfriður Hall- grímsdóttir frá Ási i Kelduhverfi, en Þorkell faðir hans var dóttursonur Einars Sveinbjörnssonar í Svefheyj- um og sonarsonur séra Þorkels Guðnasonar á Stað í Hrútafirði og var því foðurætt Jóns Þorkelssonar frændmörg um Breiðafjörð og Vest- firði. Börn Eiríks og Guðrúnar á Sand- haugum ólust upp í foðurhúsum og dæturnar fluttu að heiman til verk- efna annarsstaðar eins og gengur. Þegar Eirík þraut heilsu kom það í hlut Sigurðar að bera heimilið uppi en formlega tók hann við búinu 1940. Hann giftist 1943 Steinunni Kjartans- dóttur frá Miðhvammi í Aðaldal. Þau eiga þrjú börn: Erlend jarðýtustjóra, Áshildi húsfreyju í Neskaupstað og Eirík bónda á Sandhaugum. Sandhaugar þóttu ekki mikil jörð, engjalítil og túnið ekki stórt. Frá túni og niður að Skjálfandafljóti voru lyngmóar stórþýfðir og hrjóstrugir. Hliðin fyrir ofan var skógi vaxin og mun það hafa verið talinn höfuðkost- ur býlisins. Geitur og sauðir gátu lengi bjargast þar, þó að sú beit segði eftir. Sigurði var annt um skóginn og því gáfu þau hjónin Skógrækt rikisins hlíðina fyrir utan bæinn en seinna keypti svo Skógræktin það sem eftir varafskóginum. Lyngmóarnir gömlu meðfram fljót- inu eru nú orðnir að rennisléttu túni og Sandhaugar þar með komnir í fremstu röð góðbýla í Bárðardal. Þau Sigurður og Steinunn voru sam- hent hjón og farsæl. Heilsa Sigurðar var þó engan veginn svo góð sem átt hefði að vera. Um þrítugt fékk hann slæma brjósthimnubólgu og mun aldrei hafa orðið samur maður eftir það. Seinna bilaðist hann í fótum, en þá voru synirnir vaxnir. Hér verða ekki raktar framkvæmdir sem varða búskapinn á Sandhaugum. Eiríkur tók við búi, giftist Kristbjörgu Marinósdóttir og byggði sér bæ. Eldri hjónin voru áfram í bænum, sem þau byggðu sér ung, og áttu þar góða elli. Þau glöddust yfir öllu sem vel gekk og sáu nýjan Sigurð Eiríksson vaxa úr grasi. Þau nutu þess að taka á móti frændum og vinum sem komu í heim- sókn. Þegar leið á síðasta vetur tók Sigurð að þverra máttur í vinstri hlið og ágerðist það svo að það varð lömun. Hann var þá fluttur til Reykjavíkur í leit að læknishjálp. Varð sú niður- staða að reyna skyldi skurðaðgerð á höfði. Hann var hress og Iéttur í máli þeg- ar frændur og vinir komu til hans að sjúkrabeðinum og naut þess að sjá þá. Fyrir sjálfs síns hönd kvaðst hann engar áhyggjur hafa. Hann ætti ekk- ert ógert. Væri búinn að því sem hann hefði ætlað sér. Þó að enginn hlutur sé eðlilegri en sá að gamait fólk hverfi, verður löngum skarð fyrir skildi. Mörgum var ljóst hin síðari ár, að Sigurður á Sandhaug- um vissi flestum meira um Bárðardal og mannlíf hans síðustu 200 ár. Það vissu iiienn líka að hann kunni vel frá að segja. Þó hafði hann ekki verið í skóla eftir fermingu nema einn vetr- artíma á Laugarvatni. En hann vissi um hvað hann var að tala. Hann þekkti og skildi sveitunga sína. Skilji ég þau orð hans rétt að hann væri búinn að því sem hann ætlaði sér, mættu þau lúta að þvi að hann hafi skilað fbðurleifð sinni til næstu kynslóðar. Þá má orðið foðurleifð hafa merkingu í rýmra lagi. Þar undir heyrir þá, auk landsins sjálfs, lífs- stefha og lífsskilningur, sú skoðun og þær tilfinningar sem tengja manninn umhverfi sínu og eru grundvöllur þess sem við köllum menningu. Þar hefur Sigurður á Sandhaugum skilað sínu ætlunarverki. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.