Tíminn - 13.07.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.07.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 SAMVINNUBANKINN j BYGGDUM IANDSINS RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, g 28822 .Pi IMI5SAIM Réttur bíll á réttum stað. LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 9 Tíminii FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ1990 í fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar kemur fram ad kaup landverkafólks hefur hækkað, en: Kaupmáttur hefur minnkað um 10% í nýútkomnu fréttabréfi Kjara- rannsóknamefndar er birt mat á launum og launahækkunum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Heistu niðurstöður frétta- bréfsins eru þær, að greitt tímakaup landverkafólks í Al- þýðusambandinu hefur hækk- að að meðaltali um tæp 10% frá sama ársfjórðungi í fýrra. Framfærsluvísitalan hækkaði hins vegar um 22% á tímabil- inu. Þetta þýðir að kaupmáttur hefur minnkað um 10% miðað við hækkun framfærsluvísi- tölu á sama tímabili. I fréttabréfinu kemur einnig ffarn að greitt tímakaup hefur lækkað um 2,2% og meðaltímakaup um 3% á milli fjórða ársfjórðungs 1989 og fyrsta ársfjórðungs 1990. Ástæða þessarar lækkunar er, að á fjórða árs- fjórðungi hefur desemberuppbótin Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri: Nýr fram- kvæmda- stjóri ráöinn Ingi Bjömsson, framkvæmda- stjórí fjármálasviðs Álafoss hf. á Akureyri, hefur verið ráðinn framkvæmdasljóri Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyrí, ffá og með 1. ágúst n.k. Alls sóttu 17 manns um stöðuna. Fráfar- andi framkvæmdastjóri FSA er Halldór Jónsson, sem um næstu mánaðamót tekur við stöðu bæjarstjóra á Akureyri. Ingi Bjömsson er fæddur árið 1956, kvæntur Margréti Baldvinsdóttur og eiga þau 3 böm. Ingi lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1977, BS prófi í hagftæði frá Há- skólanum í Gautaborg árið 1982, og magistersprófi í hagfræði frá sama skóla árið 1984. Ingi var kennari við Menntaskólann á Akureyri 1983-84, rekstrarráðgjafi Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar 1984-86 og fram- kvæmdastjóri sama félags 1986-88. Samhliða var hann stundakennari við Verkmenntaskólann á Akureyri og Háskólann á Akureyri. Þá hefiir Ingi verið ffamkvæmdastjóri fjármála- sviðs Álafoss hf. á Akureyri frá 1. janúar 1988. Að sögn Halldórs Jónssonar, fráfar- andi ffamkvæmdastjóra, var þessi ákvörðun tekin á fundi nýskipaðrar stjómar FSA s.l. þriðjudag. Halldór sagði að ánægjulegt væri hversu margt hæfra og góðra einstaklinga hefði sótt um starfið. Ráðning hins nýja tfamkvæmdastjóra var eitt fyrsta verkefni nýrrar stjómar FSA, en hana skipa: Formaður er Valtýr Sigur- bjamarson forstöðumaður Byggða- stofnunar á Akureyri, en aðrir í stjóm em Friðrik E. Yngvason læknir, Bjöm Magnússon forstöðumaður Fasteignamats rikisins, Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju og Ár- sæll Magnússon umdæmisstjóri Pósts og sima. hiá-akureyri. valdið óeðlilegri hækkun. Þegar þessarar uppbótar nýtur ekki við á fyrsta ársfjórðungi, veldur það lækk- un á meðaltímalaunum. Mest kaupmáttarhrap varð hjá skrifstofukonum 12,6%, verkakon- um 11,6%, iðnaðarmönnum 11,5% og afgreiðslukonum 10,4%. Minnst kaupmáttarhrap varð hins vegar hjá körlum við afgreiðslustörf 2,4%. Skýringin á því er sú að kaup þeirra mældist lágt á fyrsta ársfjórðungi 1989. Mánaðartekjur fólks í fúllu starfi mældist eftirfarandi: iðnaðarmenn 124.019 kr., karlar í skrifstofústörf- um 123.522 kr., karlar við af- greiðslustörf 101.689 kr., verkakarl- ar 90.466 kr., konur við afgreiðslu- störf 78.309 kr., konur við skriftofú- störf 78.083 kr. og verkakonur 70.562 kr. MeðalQöldi vinnustunda á viku mældist á fyrsta ársfjórðungi ársins 46,6 tímar, en það er sama tímafjöldi og fyrir ári. Verkakarlar vinna lengsta vinnuviku, 49,9 tíma, en skrifstoíúkonur stysta, 39,5 tíma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.